Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrissöfnun ţingmanna og ráđherra - Kerfi sem er löngu úr sér gengiđ

Enn einu sinni hefur veriđ bent á fáránleikann í tengslum viđ lífeyrissöfnun ţingmanna og ráđherra.  Tilefniđ er í ţetta sinn skilnađur, en umrćđan er ţörf. 

Ţegar ég var ađ googla áđan um lífeyrissjóđ alţingismanna, ţá rakst ég m.a. á grein sem birtist í Morgunblađinu áriđ 1991, ţ.e. fyrir 20 árum.  Ţá áttuđu a.m.k. einhverjir sig á ţví ađ lífeyrissöfnunarkerfi alţingismanna og ráđherra gengi ekki upp og ekki hefur ástandiđ skánađ síđan.  Sjálfur ritađi ég grein í Morgunblađiđ 1996 um sama efni og hef tjáđ mig um ţađ í opinberri umrćđu í tengslum viđ eftirlaun núverandi ritstjóra Morgunblađsins, sem á víst réttindi á hverju ári frá störfum sínum sem borgarstjóri, forsćtisráđherra og seđlabankastjóri.  Hvernig hann semur um sín réttindi viđ einkaađila er algjörlega hans mál, en ađ embćttismađur fái stóraukin lífeyrisréttindi eftir nokkur ár í áberandi starfi er gjörsamlega út í hött.  Nú tek ég ritstjórann bara sem dćmi til ađ lýsa göllum kerfisins.  Biđ ég fólk um ađ hafa ţađ í huga viđ ritun athugasemda, ađ ţetta snýst ekki um persónur heldur kerfiđ.

Eđlilegast er ađ allir launţegar sitji viđ sama borđ í lífeyrissöfnun, ţ.e. ađ ţeir ávinni sér hlutfallsleg réttindi á hverju ári miđađ viđ ţau laun sem ţeir hafa.  Hér er miđađ viđ 2% sem hćrra en lífeyrissöfnun á almennum vinnumarkađi er.  (Ţetta er kerfiđ eins og ég tel ađ ţađ eigi ađ virka.)  Ţannig hefđi borgarstjórinn áunniđ sér um 2% á ári af launum sínum fyrir hvert ár sem hann var borgarstjóri, forsćtisráđherrann hefđi áunniđ sér um 2% á ári af launum sínum fyrir hvert ár sem hann gegndi starfi forsćtisráđherra, seđlabankastjórinn hefđi áunniđ sér um 2% á ári af launum fyrir ţann tíma sem hann var seđlabankastjóri og ritstjórinn vćri ađ ávinna sér um 2% á ári af launum sínum sem ritstjóri.  (Ath. ađ ţetta eru árleg réttindi.)  Davíđ sat 17 ár í borgarstjórn, ţar af 9 sem borgarstjóri.  Hann hefđi ţví áunniđ sér 34% af međallaunum ţess tímabils (verđtryggt međ 3,5% árlegri raunávöxtun), ţá var hann forsćtisráđherra og utanríkisráđherra í um 14 ár og hefđi ţví samkvćmt ţessu átt ávinna sér 28% af međallaunum ţess tímabils (aftur verđtryggt og međ 3,5% árlegri raunávöxtun), tćp fjögur ár sat hann í Seđlabanka Íslands sem gera 7-8% af međlaunum í lífeyrisréttindi og síđan er ţađ spurning hvađ hann verđur lengi ritstjóri, en verđi ţađ til sjötugs, ţá verđa ţađ 9 ár sem gefa 18% af međallaunum í lífeyrisréttindi.  (Tekiđ skal fram ađ vćgi uppsöfnunar minnkar eftir ţví sem líđur á starfsćvina.)  Samtals gerir ţetta dágóđa uppsöfnun lífeyrisréttinda.  Ţó tölurnar verđi samanlagt hátt í 90%, ţá eru ţćr reiknađar af mismunandi upphćđum og ekki hćgt ađ leggja ţćr ţannig saman.  En í stađinn fyrir ţetta, ţá eru eftirlaunin 1) eftirlaun sem borgarstjóri; 2) full eftirlaun ráđherra; 3) eftirlaun seđlabankastjóra; og 4) eftirlaun sem hann ávinnur sér sem ritstjóri.  Vegna ráđherra sposlunnar ţá fćr hann fćr hann líklegast umtalsvert hćrri tekjur á mánuđi ţegar hann kemst á eftirlaun, en hann nokkru sinni fékk sem launaţegi.  (Tekiđ fram ađ ég fékk símtal ţar sem bent var á villur í fyrri upplýsingum og ţeim ţví breytt.)

Tekiđ skal fram ađ ég tek Davíđ Oddsson bara sem dćmi um fáránleika kerfisins.  Hann hefur vissulega komiđ ađ ákvörđunum um ţessi mál, en í einhverjum tilfellum varđ ţađ til ađ draga úr fáránleiknum, ţó í öđrum tilfellum var ţađ til ađ auka viđ hann.

Ég get alveg skiliđ rök fyrir ţví ađ kjörinn fulltrúi sem gegnir áburđarmikilli stöđu eigi ađ fá góđ eftirlaun, en ţá og ţví ađeins ađ viđkomandi hafi ekki haft möguleika á ađ afla sér frekari lífeyrisréttinda eftir ađ hann hćtti ţví starfi.  Sama gildir um prófessora, sendiherra, yfirmenn ríkisstofnana eđa seđlabankastjóra.  Međ fullri virđingu fyrir ţessum störfum, ţá er ekkert sem réttlćtir ađ skattgreiđendur pungi út margföldum eftirlaunum til einstaklings bara vegna ţess ađ honum tókst ađ koma sér vel fyrir innan kerfisins eđa ađ pólitískir samstarfsmenn útveguđu viđkomandi góđri stöđu eftir ađ viđkomandi nennti ekki ađ vera lengur í pólitík eđa kjósendur höfnuđu viđkomandi.  Ađ ráđherra geti áunniđ sér á 8 árum réttindi sem tekur almennan ríkisstarfsmann 30 ár ađ ávinna sér, er út í hött.  Gleymum ekki ţví, ađ hin 22 árin ávann ráđherrann sér líka réttindi. Hann er ţví kominn sem 44% ávinning af međallaunum ţessara 22 ára auk 60% af ráđherralaunum.  Síđan á viđkomandi líklegast 10 ár af starfsćvinni eftir sem bćta 20% viđ.  Međan almenni ríkisstarfsmađurinn ávinnur sér 80% á 40 árum, ţá nćr ráđherrann 124%. 

Aftur vil ég ítreka ađ ţessi fćrsla snýst ekki um persónur heldur alvarlega galla í kerfinu.  Ég hefđi alveg eins getađ fjallađ um sjónvarpsfréttamanninn, ţingmanninn, ráđherrann og sendiherrann Eiđ Svanberg Guđnason; ritstjórann, ţingmanninn, ráđherrann og aftur ritstjórann Ţorstein Pálsson; eđa endurskođandann, ţingmanninn, ráđherrann og framkvćmdastjórann Halldór Ásgrímsson.  Einnig hefđi ég getađ tekiđ dćmi um eftirlaun ţess sem fetađi slóđ lögmanns, prófessors, hérađsdómara og hćstaréttardómara.  Máliđ er ađ í seinni tíđ er mjög algengt ađ ţingmenn og ráđherrar hafi ekki lokiđ starfsćvi sinni ţó ţingmennsku og ráđherradómi ljúki, svo eru ţeir sem enginn vill sjá.  Eftirlaunakerfiđ verđur ađ taka tillit til ţess.  Séu ţessi störf svona erfiđ ađ ţađ taki tugi ára ađ jafna sig á ţeim, ţá er eđlilegt ađ ţađ endurspeglist í ţóknun fyrir störfin en ekki í sérréttindaeftirlaunum.   Eins á ađ vera gjörsamlega bannađ, ađ menn ţiggi eftirlaun frá hinu opinbera međan ţeir sinna launuđu starfi á ţess vegum.  Má segja Davíđ Oddssyni ţađ til hróss ađ hann ţáđi ekki ráđherraeftirlaun samhliđa launum seđlabankastjóra, ţó hann hefđi haft rétt á ţví. Ýmsir ađrir fyrrum stjórnmálamenn hafa ekki allir veriđ eins vandir ađ virđingu sinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband