Leita í fréttum mbl.is

Óásættanleg áhætta fyrir skattgreiðendur - Gera á kröfu um tryggingar, stjórnun rekstrarsamfellu og viðbragðsáætlanir

Ég skil ekki hvað mönnum gengur til með þessu.  Hafi þurft að sameina SpKef einhverju öðru fjármálafyrirtæki, þá var leiðin ekki að stækka fyrirtæki sem er of stórt fyrir. 

Með neyðarlögunum og Icesave samningum hafa tvær ríkisstjórnir Íslands gefið fordæmi um hvernig innstæðutryggingum verður háttað í framtíðinni, þ.e. lög eiga ekki að gilda heldur geðþótta ákvörðun ríkisstjórnar hvers tíma.  Það ákvæði neyðarlaganna að færa innstæður til í forgangsröð krafna í þrotabú hrunbankanna var ákaflega illa útfært.  Mönnum sást því miður ekki fyrir í asaganginum og skattgreiðendur fengu í staðinn reikning upp á fleiri hundruð milljarða.  Icesave deilan væri fyrir löngu leyst, ef þessi 100% trygging innstæðna hefði ekki falist í neyðarlögunum.  Hér fyrir neðan sést hver staða innlána var í bankakerfinu 30/9/2008 og í nýju bankakerfi annars vegar 31/10/2008 og hins vegar 31/1/2011:

 

sep.08

okt.08

jan.11

Innlán, alls

3.123.293

1.645.049

1.451.518

Innlendir aðilar, alls

1.413.423

1.555.537

1.414.356

    Ríkissjóður og ríkisstofnanir

20.112

32.696

23.030

    Sveitarfélög og -stofnanir

21.576

34.096

24.895

    Fjármálafyrirtæki, önnur en bankar

264.380

245.052

243.280

        þ.a. Lífeyrissjóðir

48.163

140.994

149.756

        þ.a. Vátryggingarfélög

24.359

15.672

13.179

        þ.a. ýmis lánafyrirtæki

18.259

22.860

46.585

        þ.a. verðbréfa- og fjárfestingasjóðir

137.975

57.104

27.623

    Fyrirtæki

264.877

305.025

333.593

        Landbúnaður

2.082

2.968

3.156

        Fiskveiðar

17.290

18.491

17.102

        Námugröftur og iðnaður

18.952

24.076

14.829

        Veitur

10.325

11.860

13.198

        Byggingastarfsemi

19.352

21.133

16.210

        Verslun

32.952

36.170

38.830

        Samgöngur og flutn.

5.661

6.623

12.889

        Þjónusta

158.264

183.704

202.015

    Eignarhaldsfélög

143.880

169.768

116.628

    Heimili

660.462

715.519

635.764

    Óflokkað

38.135

53.382

37.166

Erlendir aðilar, alls

1.709.870

89.512

37.162

Heilum 1.413 milljörðum kr. var bjargað á sínum tíma innanlands og það er nokkurn veginn sama upphæð og er í innlánum í dag.  Við sjáum líka að stór hluti var vegna lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingasjóða, eignarhaldsfélaga og þjónustufyrirtækja eða alls 488 milljarðar kr.  (hafa skal í huga að lífeyrissjóðirnir áttu inn í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum og fluttu eignir sínar á innstæðureikninga).  Ef undanþágur tilskipunar ESB um innstæðutryggingar hefðu verið virkar við hrun bankanna, hefði þetta að mestu tapast.  Vissulega hefði það verið harkalegt fyrir eigendur fjárins, en í stað voru skattgreiðendur látnir taka á sig líklegast á fimmta hundrað milljarða við endurreisn bankanna og vegna krafna sem Seðlabanki Íslands fékk ekki greiddar, en hefði hugsanlega geta fengið greiddar.  Þessu til viðbótar er Icesave.  Gleymum því aldrei, að ef þak hefði verið sett á yfirfærslu innstæðna í neyðarlögunum, þá værum við ekki að kljást við Icesave.

Frumvarp um nýtt innstæðutryggingakerfi sem lagt var fram síðast liðið sumar benti til þess að á þessu yrði engin breyting.  Vanmáttugur tryggingasjóður verður búinn til.  Sjóður sem getur staðið undir skuldbindingum, ef lítil fjármálastofnun fellur en ríkið og þar með skattgreiðendur verða að hlaupa undir bagga, ef stór fjármálastofnun fellur.  Vissulega hafa menn reiknað út að sjóðurinn mun geta staðið undir greiðslum eftir að hið fallna fjármálafyrirtæki hefur fengið tækifæri til að vinna úr eignum sínum.  Málið er að innstæðutryggingasjóður fær bara í mesta lagi 6 mánuði til að greiða út tryggðar innstæður.  Og það eru ekki 20.887 EUR sem verða tryggðar.  Nei, það verða 100.000 EUR sem verða tryggðar.

Með sameiningu SpKef við NBI ehf., þá er búið að stækka innstæðugrunn NBI umfram það sem áður var.  Þar með er búið að auka áhættu skattgreiðenda vegna starfsemi NBI.  Ég er ekki að spá falli bankans, en hann hefur ekki sannað að hann muni lifa af.  Látum NBI fyrst sanna að hann eigi tilvistargrundvöll áður en áhætta skattgreiðenda er aukin. 

Það getur verið að mönnum hafi ekki fundist aðrir möguleikar í stöðunni, en þá krefst ég þess, sem skattgreiðandi, að NBI ehf. taki auknar tryggingar hjá sjálfstæðu erlendu tryggingafélagi til að verja mig, sem skattgreiðanda, fyrir því að fá reikninginn í höfuðið.  Ég treysti því ekki að allir stóru bankarnir lifi af þá ólgu sem er á fjármálamörkuðum og þá óvissu sem er varðandi stöðu útlána þeirra.  Köllum þetta, að brennt barn forðist eldinn.  Ég vil raunar ganga lengra og takmarka upphæð þeirra innstæðna sem fjármálafyrirtæki geta tekið við og fallið undir innstæðutryggingar.  Þessi takmörkun verði í gangi næstu 5 árin eða þar til hinn nýi tryggingasjóður innstæðueigenda hefur náð nægum styrk.  Jafnframt er löngu orðið tímabært að fjármálafyrirtæki starfi á eigin ábyrgð og á ábyrgð eigenda sinna.  Ég sem skattgreiðandi á ekki að standa í ábyrgð fyrir illreknum fjármálafyrirtækjum.  Þau eiga að vera með fullnægjandi tryggingar vegna áfalla í rekstri, þau eiga að vera með viðhlítandi ráðstafanir til að tryggja samfeldni rekstrarins og þau eiga að vera nauðsynlegar viðbragðsáætlanir til að geta brugðist við fari eitthvað úrskeiðis.  Úps, það eru gerðar kröfur um þetta í lögum og reglum, en samt hrundu fjármálafyrirtækin eins og flugur þegar á reyndi.  Já, það er ekki nóg að gera kröfur FME, regluverðir og innri og ytri endurskoðendur verða að hafa bein í nefinu til að ganga eftir því að þetta sé til staðar.  Sé þetta ekki til staðar, þá er ég boðinn og búinn til að veita fjármálafyrirtækjum ráðgjöf um hvernig staðið skuli að verki.


mbl.is Spkef sameinast Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Góður pistill. Takk.

Björn Birgisson, 5.3.2011 kl. 22:50

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sammala ther i alla stadi Eg og Thu eigum ekki ad borga fyrir sukk vanhaefra stjornanda

Magnús Ágústsson, 6.3.2011 kl. 07:25

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir. Við þurfum svona menn sem huga að hag almennings en ekki elítunni.

Sigurður Haraldsson, 6.3.2011 kl. 11:48

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góður pistill Marinó, og verðugar hugmyndir hjá þér um innstæðutryggingar. Í nýja frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðgjald í tryggingasjóðinn sé að hluta til tengt markaðshlutdeild viðkomandi innlánsstofnunar. Með stækkun innstæðugrunns NBI eykst þessi hlutdeild einmitt. Í frumvarpinu er reyndar líka skýrt kveðið á um að tryggingasjóðurinn njóti ekki ríkisábyrgðar, sem er gott að sé ítrekað.

Ég deili áhyggjum þínum af því að iðgjaldið sé of lágt og sjóðurinn muni verða vanmáttugur til að takast á við alvöru áföll. Meðal þeirra sem viðskiptanefnd leitaði eftir umsögn frá var hópur áhugafólks um úrbætur á fjármálakerfinu (IFRI) sem ég á aðild að. Í umsögn hópsins um frumvarpið koma þessar áhyggjur skýrt fram og lagt er til að iðgjaldið verði snarhækkað, bæði til að fjármagna sjóðinn betur sem og til að setja nokkurskonar viðbótar bindingu á bankakerfið.

Víða í umsögninni er bent á og varað við því að frá bæði tryggingastærðfræðilegu sjónarmiði og heilbrigðri skynsemi þá gangi þetta kerfi einfaldlega ekki upp. Við tókum reyndar enga sérstaka afstöðu til þess hvaða fjárhæð innstæðna ætti að tryggja, en augljóslega hlýtur að vera varhugavert að næstum fimmfalda það í einu skrefi. Einnig var lagt til að í ljósi biturrar reynslu af innlánasöfnun erlendis verði lagt stórhækkað iðgjald á slíkar innstæður, sem skuli innheimta í sömu mynt og er tryggð.

Einnig var lagt til að þetta tækifæri yrði notað til að minnka áhættu í kerfinu á ýmsan hátt, t.d. með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingastarfsemi. Lagðar voru til tvær leiðir til að ná þessu fram sem má beita hvorri um sig eða jafnvel báðum, annars vegar með mjög háu áhættuálagi á iðgjöld, og hins vegar að gera slíkan aðskilnað að beinu skilyrði fyrir aðild að tryggingakerfinu. Þannig mætti nota tryggingakerfið til beinlínis að skattleggja áhættusækni út úr kerfinu, eins og flest tryggingafélög gera til að takmarka eigin áhættu?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2011 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband