3.3.2011 | 13:01
Hagnaður Íslandsbanka 2010 meiri en hjá Glitni 2007 þrátt fyrir mun minni efnahagsreikning
Afkomutölur Íslandsbanka á árinu 2010 eru áhugaverðar svo ekki sé meira sagt. Mig langar að rifja upp orð stjórnarmanns bankans, sem taldi hagnað ársins 2009 vera hærri en búast mætti við eftir það. Annað hefur komið í ljós.
Orðaval í tilkynningu bankans er ekki síður áhugavert. Talað er um "rekstrarniðurstöðu" og að hún hafi verið "jákvæð". Almennt er jákvæð rekstrarniðurstaða kölluð hagnaður og neikvæð niðurstaða er kölluð tap.
Íslandsbanki skilar sem sagt 29,4 milljarða kr. hagnaði fyrir rekstrarárið 2010 og það eftir skatta. Er þetta 5,4 ma.kr. hækkun frá fyrra ári þ.e. 22,5% hækkun á milli ára. Ekki slæmt miðað við barlóminn í fjármálafyrirtækjunum á síðasta ári. 29.4 ma.kr. er síðan 28,5% arðsemi eigin fjár, en eiginfjárhlutfall bankans hefur aldrei verið hærra eða 26,6%. Eigið fé í árslok var svo 121,5 ma.kr.
Enn ein áhugaverð talan er stærð efnahagsreiknings sem er 683 ma.kr.
Nú af öllu þessu borgar bankinn heilar 221 m.kr. í bankaskatt, 670 m.kr. í atvinnutryggingagjald og 7,2 ma.kr. í tekjuskatt.
Berum þetta nú saman við hagnað Glitnis árið 2007:
- Hagnaður: 27,7 ma.kr.
- Arðsemi eiginfjár: 19,3%
- Eigið fé: 179 ma.kr.
- Efnahagsreikningur: 2.949 ma.kr.
- Tekjuskattur: 6,3 ma.kr.
Já, það er merkilegt að sjá að afkoma Íslandsbanka í miðri kreppunni er ríflega 5% meiri en árið 2007, þegar allt virtist ennþá vera í lukkunnar velstandi.
Hagnaður fyrstu tveggja heilu áranna í sögu Íslandsbanka hins þriðja er alls 53,7 ma.kr. Höfum í huga að bankinn var stofnaður með 65 ma.kr. hlutafjárframlagi, þannig að eigið fé hefur því aukist um 82,6% á þessum tveimur árum vegna þessa hagnaðar. Geri aðrir betur. Er vert að óska Birnu Einarsdóttur og hennar fólki til hamingju með þetta.
Hamingja lántaka bankans ætti greinilega ekki að vera eins mikil. Hagnaðurinn er jú að talsverðu leiti byggður á því að bankinn tók yfir lánasöfn með miklum afslætti en hefur krafið viðskiptavini sína um mun hærri upphæð. Er það þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt gengistryggingu ólöglega verðtryggingu, enda bætti Hæstiréttur lögbrjótunum tjón sitt að verulegu leiti.
Í ljósi afkomu bankans, þá skora ég á Birnu Einarsdóttur og stjórn bankans að sýna gott fordæmi og takmarka endurútreikning gengistryggðra lána og þeirra lána sem falla undir breytingu frá því í desember á lögum nr. 38/2001 við 1.1.2008, þ.e. láta stöðu höfuðstóls lánanna í lok árs 2007 halda sér og framkvæma endurútreikninginn bara á gjalddaga og höfuðstólinn eftir þann tíma. Bankinn hefur greinilega borð fyrir báru til að gera þetta. Jafnframt skora ég á bankann að setja þak á vextina, þannig að þeir fari aldrei yfir 10% í endurútreikningunum frá 1.1.2008 til dagsins í dag.
Íslandsbanki hefur greinilega fengið góðan heimanmund frá eigendum sínum í formi ríflegs afsláttar á yfirfærð lánasöfn. Nú er kominn tími til að viðskiptavinir bankans fái að njóta þessar heimanmundar í meira mæli en hingað til.
29,4 milljarða hagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1679981
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Blessaður Marinó
Ég vil benda þér á reginmisskilning þinn !
Það eru til tvennskonar reiknireglur. Þessar sem við notuð og svo þessar sem Björgólfur var skammaður fyrir að benda á ... þessar með sýndarpeningunum sem fara til peningahimna.
Strákgreyið var bara að segja sannleikann.
Hagnaðurinn sem þú talar um er í okkar veruleika hagnaður en í heimi fjármálafyrirtækja er hagnaður einungis hagnaður meðan viðkomandi fjármálafyrirtæki situr eitt að honum, ef fleiri eiga að njóta hans en útvaldir færist þetta sjálfvirkt undir liðinn tjón eða kostnaður.
Vona þetta leiðrétti þann misskilning þinn að fjármálafyrirtæki séu almennt af þessum heimi.
kv
Hlynur
Hlynur Jörundsson, 3.3.2011 kl. 16:43
Sæll Marinó,
Tek undir með Hlyn, þú ert eitthvað að misskilja þetta enda er þetta jákvæð rekstrarniðurstaða en ekki hagnaður
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 3.3.2011 kl. 17:34
Það er gott að menn hafi húmor fyrir þessu.
Marinó G. Njálsson, 3.3.2011 kl. 18:12
En svona í fúlustu alvöru.
Það hljómar geðveikislega en svo virðist sem starfsmenn fjármálafyrirtækja séu svo uppteknir við talnaleikina sína að þeir geri ekki greinarmun á talnaleikjum og raunveruleika.
Ef afkomutölurnar eru réttar og það sem lagt er til grundvallar eru raunveruleg ekki ímynduð verðmæti þá geta þeir léttilega komið til móts við viðskiftavini sína, eins og þú réttilega bendir á.
En þeir munu ekki gera það og spurningin sem við verðum að spyrja okkur er þar af leiðandi .... hvað vakir eiginlega fyrir þeim.
Heilbrigðir, sanngjarnir viðskiftahættir eða eitthvað annað ?
Hlynur Jörundsson, 3.3.2011 kl. 19:19
Sæll Marinó
Spurningar vakna um hvort þetta séu raunverulegar tölur. Ég bara treysti einfaldlega ekki þessum fyrirtækjum til þess að gefa upp réttar tölur!!!
Maður verður að geta haft húmor fyrir þessu!;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 3.3.2011 kl. 19:48
Þetta eru mjög varhugaverðar tölur og ber að taka þeim með miklum fyrirvara. Stjórnendur bankans eru hálfgerir aular og fer þar fremst í flokki Birna Einarddóttir sem veit varla út á hvað bankastarfssemi gengur.
Guðmundur Pétursson, 3.3.2011 kl. 20:32
það er því miður lítil von til þess að bankinn láti viðskiptavini sína njóta þess að arðsemi eiginfjár séu tæp 20%. Til þess eru samtök viðskiptavina, s.s. Neytendasamtökin of veikburða. Vilji stjórnenda stendur ekki til þess. Boltinn er hjá stjórnvöldum. Þau hafa vald til að skattleggja eða taka gjöld. Er raunveruleg samkeppni í bankaþjónustu? Hvað segir Samkeppniseftirlitið?
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 21:54
Sex orð um endurreisn bankanna: Blása lofti aftur í sömu blöðruna.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2011 kl. 02:35
Góður árangur. Reyndar er krónan líklega um 20% verðminni 2010 en 2007. Íslandsbanki virðist vera öflugastur af gömlu bönkunum eftir hrun.
Þorsteinn Sverrisson, 4.3.2011 kl. 17:47
Nú er ég farinn að heyra sögur af því að Íslandsbanki sé farinn að greiða þeim sem borguðu of mikið af lánum til baka.
Offari, 5.3.2011 kl. 14:45
Fjármálafyrirtæki eru greinilega ekki í klemmu, þegar þau geta borgað bankastjóra 5 miljónir á mánuði,
gaman væri að vita hvort bankasýslan eigi mann í stjórn Aríon banka.
S. Þórarins (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 20:10
Grobbtölur í anda 2007. Ekkert flóknara en það. Verum á varðbergi. Eðli bankastarfemi er alltaf að ljúga sér í hag. Það ættum við að hafa lært. Aldrei að trúa tölum frá banka. Aldrei.
Björn Birgisson, 5.3.2011 kl. 22:56
Ég verð að bæta hér inn tilvísun í frétt á visir.is:
(Ég held að vísu að 20% af 14 sé nær 3 en 2, en svona fer nú stærðfærðikunnáttu hrakandi.)
Marinó G. Njálsson, 10.3.2011 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.