Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll fer međ fleipur - Úrskurđur Hćstaréttar nćr til lán óháđ tilgangi og veđi

Árni Páll Árnason, efnahags- og viđskiptaráđherra, er stundum fljótur á gikknum.  Visir.is hefur eftir ráđherra:

Hann stađfestir ađ ţađ sem löggjafinn gerđi fyrir jól var hárétt. Ţađ er ađ segja ađ ţađ sama gildi í grundvallaratriđum um gengistryggđ íbúđalán og gengistryggđ bílalán

og síđan ađ ţađ

geti reynst erfitt ađ finna fordćmisgildi gagnvart öđrum fyrirtćkjalánum

í úrskurđi Hćstaréttar í máli Tölvupóstsins (mál nr. 603/2010) sem kveđinn var upp í gćr.  Ég ćtla ţví ađ hjálpa ráđherranum ađeins viđ lesturinn.  Í úrskurđinum segir nefnilega:

Ađ framan var gerđ grein fyrir lánssamningi ađilanna, en ţar skiptir mestu ţađ efni hans ađ lánsfjárhćđ var ákveđin í íslenskum krónum og hana bar ađ endurgreiđa í sama gjaldmiđli. Ţá var lániđ bundiđ sölugengi Seđlabanka Íslands á tilteknum erlendum gjaldmiđlum eins og áđur er lýst, sem einnig bendir ótvírćtt til ađ ţađ sé í íslenskum krónum, enda engin ţörf á ađ kveđa á um gengistryggingu ef lán vćri í raun í erlendri mynt, svo sem varnarađili heldur fram ađ samningurinn kveđi á um. Slík verđtrygging skuldbindinga í íslenskum krónum er ólögmćt samkvćmt áđurnefndum ákvćđum laga nr. 38/2001. Ađ ţessu virtu skiptir hvorki máli ţótt stađhćfing um erlent lán komi fram í fyrirsögn lánssamnings né yfirlýsing sóknarađila um ađ skulda í erlendum gjaldmiđlum „jafnvirđi“ tiltekinnar fjárhćđar í íslenskum krónum. Ađrar fram bornar málsástćđur varnarađila fá heldur ekki hnekkt ţví ađ lániđ var ákveđiđ í íslenskum krónum, bundiđ viđ gengi erlendra gjaldmiđla. 

Og síđar segir um vextina:

Ekki verđur fallist á ađ lengd lánstíma, ólík veđ eđa heimild til ađ breyta vöxtum skipti máli um ţađ hvađa vextir skuli gilda viđ ţćr ađstćđur, sem hér reynir á. (Leturbreyting mín)

Ég fć ekki betur séđ en ađ Hćstiréttur skýri ţetta alveg ágćtlega út.  Hvergi er vikiđ ađ ţví ađ máli skiptir til hvers lániđ var tekiđ og alveg sérstaklega er tekiđ fram ađ tegund veđs skiptir ekki máli.  Hćstiréttur ýjar einnig ađ ţví, ađ ekki megi krefjast hćrra vaxta afturvirkt, ţó ţađ sé ekki óyggjandi.

Ađ mínu áliti, ţá ganga úrskurđir Hćstaréttar mun lengra en lög nr. 151/2010 ađ sumu leiti, ţ.e. úrskurđirnir ná til fleiri lána en lögin.  Í annan stađ ganga lögin lengra, ţar sem fjármálafyrirtćkjunum er bannađ ađ taka dráttarvexti eđa vanskilakostnađ inn í uppgjör sín.  Nú er bara ađ bíđa og sjá hvađ EFTA-dómstóllinn segir eđa Eftirlitsstofnun EFTA, ţar sem ţessi mál munu alveg örugglega rata ţangađ.


mbl.is Endurreiknar öll „gengistryggđ" lán
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Hrellir

Hćstiréttur fer í ţessum dómum eins og köttur í kring um heitan graut. Svona blanda af pólitík og lögfrćđi er harla ókrćsileg.

Sigurđur Hrellir, 16.2.2011 kl. 00:34

2 Smámynd: Sigurđur Haraldsson

Sćlir hvers vegna ćttum viđ ađ hjálpa ţessum landráđamönnum sem eru ţarna á ţinginu okkar?

Sigurđur Haraldsson, 16.2.2011 kl. 07:57

3 identicon

Hćstaréttardómarnir um gengislán sem féllu 14. feb. síđast liđinn voru ađ sjálfsögđu gríđarstórar fréttir. Eđlilegt hefđi veriđ ađ ţetta yrđi ađal kvöldfréttin hjá RÚV 15. feb. og ađ allur Kastljósţátturinn hefđi veriđ tekinn í umrćđur um dómana.  Hvernig gat ţađ skeđ ađ ekki kćmi orđ um dómana hjá Ríkissjónvarpinu 15. feb.? 

Guđmundur Zophoníasson (IP-tala skráđ) 16.2.2011 kl. 13:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband