Leita í fréttum mbl.is

Frjálst þjónustuflæði á líka við útsendingar íþróttaleikja - Kaupa má áskrift á Grikklandi og horfa á útsendingu í Englandi

Aðallögsögumaður (Advocate General) dómstóls EB, Juliane Kokott, hef sett fram það álit að ekkert sé athugavert við það að áskrifendur kaupi sér áskrift hjá erlendum aðila að efni sem annað fjarskiptafyrirtæki er með einkarétt til dreifinga í viðkomandi landi.  Í því máli sem um ræðir keypti kráareigandi í Englandi áskrift að ensku úrvalsdeildinni hjá gríska fjarskiptafyrirtækinu NOVA.

Í tilkynningu frá dómstól EB segir:

''In the view of Advocate General Kokott, territorial exclusivity agreements relating to the transmission of football matches are contrary to European Union law. European Union law does not make it possible to prohibit the live transmission of Premier League football matches in pubs by means of foreign decoder cards.''

("Það er skoðun Kokott aðallögsöumanns, að svæðisbundnir einkaréttarsamningar varðandi útsendingu knattspyrnuleikja eru andstæðir Evrópurétti.  Evrópuréttur gerir það ekki mögulegt að banna beina útsendingu á leikjum í ensku úrvalsdeildinni á krám með áskrift að erlendri áskriftarstöð.")

Tekið skal fram að þetta er álit, ekki dómur, og dómarar dómstóls EB geta komist að annarri niðurstöðu.  Verði þetta álit hins vegar staðfest af dómstóli EB mun það breyta mjög miklu um sölu áskriftar að beinum íþróttaútsendingum.  Svæðisbundnarstöðvar, sbr. Stöð 2 Sport, hafa getað rukkað fáránlega hátt verð fyrir áskrift eða hreinlega ekki sent út viðburð á þeim grunni að útsendingar sömu leikja/viðburðar um gervihnött sé brot á einkarétti.  Álit Juliane Kokott er að áskrifandinn hafi frelsi til að velja það fjarskiptafyrirtæki sem sér um útsendingu á grunni frjáls flæðis þjónustu milli aðildarríkja.

Áhugavert verður að sjá hver niðurstaða dómstóls EB verður og ekki síður viðbrögð íþróttahreyfingarinnar.  Veldi ákveðinna sérsambanda íþróttahreyfingarinnar, svo sem Alþjóða olympíunefndarinnar, Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) og Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), hafa mikið til byggst á því að selja einkaleyfi á útsendingu viðburða til sjónvarpsstöðva um allan heim.  Sjónvarpsstöðvarnar hafa síðan geta okrað á neytendum og stjórnað því hvað þeir fá að horfa á í krafti einkaréttar síns.  Þó neytandinn hafi haft áskrift að sjónvarpi um gervihnött eða bara fjölvarp annars fjarskiptafyrirtækis, þá hefur fyrirtækið með einkaréttinn geta krafist þess að útsendingin sé blokkeruð, jafnvel þó viðkomandi einkaréttarhafi sýni sjálfur ekki leikinn!  Nú er aldrei að vita nema slíkt heyri sögunni til og öflugri samkeppni verði um útsendingu íþróttaviðburða.

(Sjá hérna frétt á ESPN Soccernet um álitið.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nánar er fjallað um þetta á BBC.  Íslenskir fjölmiðlar eru aftur ekki að kveikja á málinu.

Marinó G. Njálsson, 3.2.2011 kl. 18:38

2 identicon

Á Luxemburgartorginu í Brüssel, beint við risastóru ESB bygginguna, er pöbb sem sýnir beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum. Þar geturðu t.d. séð annarardeildar skoskan bolta í gegnum Al Jazeera Sport2, asíuboltann, þýska boltann í gegnum vin eigandans sem "lánaði" honum gerfihnattamóttakarann sinn, osfrv. Safn eigandans af gerfihnattamóttökurum er ágætt, ca. 25-30 mismunandi móttakarar, flestir með kortum sem virka bara í eitt ár (eða þangað hann fær næstu kort send).

Heimsókn á þennan pöbb vekur auðvitað upp spurningar um hvaða reglur eru hvernig settar og afhverju. Kolólegt er þetta athæfi hans samkvæmt núgildandi reglum, ekki spurning. En líklega eru starfsmenn ESB fastagestir hjá honum, og finnst þetta hið besta mál. Sem mér og líka.

Valgeir (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 19:55

3 identicon

Þeir sem ekki kunna sér hóf í gjaldtöku og skattlagning í skjóli einokunar mega búast við því að sá gjald / skattpíndi leiti leiða fram hjá ósvinnunni. Útkoman er færri áskrifendur / skattgreiðendur, tapað iðgjald / skattur vegna svika og viðbrögð gjaldtakandans; aukið eftrilit með tilheyrandi kostnaði og endanleg niðurstaða: sömu tekjur og ef iðgjaldi / skatti hefði verið stillt í hóf.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 06:02

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Kærar þakkir fyrir að benda manni á þetta Marinó. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi þessa máls.

Gísli Foster Hjartarson, 4.2.2011 kl. 08:19

5 identicon

Ég er ekki búinn að lesa þetta, en þar sem ég er kaupandi af SKY, og þarf þar að fara í gegn um krókaleiðir, þá finnst mér málið áhugavert.

Hefur þessi dómur einhver áhrif á heimild SKY til að banna sölu á áskrift utan síns markaðssvæðis? En það eru jú þeirra reglur sem segja það óheimilt að kaupa þeirra áskrift með íslensku greiðslukorti?

Spyr sá sem ekki veit !

Guðmundur Andri Skúlason (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 10:16

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur, í fyrsta lagi þá er þetta ekki dómur heldur álit Juliane Kokott, aðallögsögumanns dómstóls EU.  Hennar álit er að vísu oft nánast eins og dómsorð, en það er annað mál.  Varðandi þetta með greiðslukortið, þá er ekki tekið á því í álitinu enda ekki spurt um það.  Miðað við álitið, þá myndi ég halda að ákvörðun SKY um að hafna íslensku greiðslukorti sé brot á fjórfrelsinu.

Marinó G. Njálsson, 4.2.2011 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 410
  • Frá upphafi: 1680821

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband