Leita í fréttum mbl.is

Maður að meiri - fordæmi fyrir aðra í sömu sporum

Kristján G. Gunnarsson er maður að meiri að hafa sagt af sér.  Hann hefur tekið skref sem ætti að vera fordæmi fyrir forsvarsmenn í verkalýðshreyfingu og atvinnulífi.  Það er ekki hægt að segja "ég gerði mitt besta" eða "ég gat ekkert gert", þegar afleiðingarnar eru hrun grunnstoða nærsamfélagsins eða hagkerfisins í heild.

Viðtal Helja Seljan við Kristján sl. miðvikudag afhjúpaði því miður hvers konar sýndarmennska stjórnarseta í mörgum fyrirtækjum og samtökum er.  Menn sitja þar í markindum til að fá greitt, en þegar kemur að því að taka forystu, þá gera þeir það ekki.  Kristján viðurkenndi hvað eftir annað að hafa tekið við matreiddum upplýsingum, en ekki upplýsingum sem hann gekk eftir að fá.  Hann viðurkenndi að hafa ekki verið nægilega vel á verði.  Afsögn hans sýnir að augu hans hafa opnast fyrir þeim trúnaðarbresti sem slík hegðun er gagnvart stofnfjáreigendum og viðskiptavinum Sparisjóðs Keflavíkur, sjóðfélögum í Festu lífeyrissjóði og þeim félagsmönnum í Starfsgreinasambandinu hverra hagsmuna hann átti að gæta.

Það getur vel verið að betur vakandi Kristján G. Gunnarsson hefði ekki geta komið í veg fyrir það sem gerðist, en honum (og öðrum í hans sporum) bar skylda til að vara fólk við ruglinu sem viðgekkst innan fjármálafyrirtækjanna.  Hvort sem hann gerði það viljandi eða af einfeldni þá tók hann þátt í hrunadansinum.

Hann hefur nú axlað ábyrgð gjörða sinna og er maður að meiri.  Óska ég honum góðs gengis við það sem nú tekur við hjá honum.


mbl.is Kristján segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nei, Marinó, Kristján úr Keflavík er þeirrar gerðar að hann verður aldrei maður að meiri.

Jóhannes Ragnarsson, 4.2.2011 kl. 15:02

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ekkert annað í boði fyrir þennan eflaust ágæta mann annað en að víkja

Jón Snæbjörnsson, 4.2.2011 kl. 15:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann átti um tvennt að velja að fara eða verið rekinn með skömm.  Þannig liggur í þessari afsögn hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2011 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband