Maður verður sífellt meira bit á undirlægjuhætti stjórnvalda gagnvart svikastarfsemi. Hvenær á þessu að ljúka? Fjármálaráðherra hefur samkvæmt ráðgjöf Fjármálaeftirlits og embættismanna lagt milljarða tugi í fjármálafyrirtæki sem rænd voru innan frá af stjórnendum sínum og eigendum. Sum þessara fyrirtækja lögðu sig í framakróka við að svíkja peninga út úr auðtrúa fólki sem lagði aleigu sína að veði fyrir mjúkróma málflutning fólks sem á sömu stundu var að koma sínum hagsmunum í var fyrir storminum sem það vissi að var í aðsigi.
Þór Saari nefnir nokkrar fjármálastofnanir sem fjármálaráðherra hefur lagt að mati Þórs 87 milljarða í. Hann gerir líka að því skóna, að rekstur þessara stofnana hafi ekki bara verið ámælisverður heldur líka refsiverður. Ekki er hægt að vísa málum þessara stofnana til sérstaks saksóknara fyrr en Fjármálaeftirlitið kærir málin þangað. En mistök og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins eru m.a. ein helsta ástæða fyrir því að ausið hefur verið milljarða tugum í fyrirtækin.
Eftirlit með fjármálastarfsemi var í mýflugumynd fyrir hrun og þó eitthvað vonandi skánað, þá kemur í ljós, að ýmsar aðgerðir þess og ráðleggingar eftir hrun hafa verið athugunarverðar, ef ekki ámælisverðar. Þær hafa borið með sér ótrúlegan undirlægjuhátt sem gengið hefur út á að bjarga fjármagnseigendum. Stundum hefur um sýndargerning verið að ræða til að fela klúður Seðlabankans, eins og lánveitingar til Saga Capital og VBS bera vitni. Í öðrum tilfellum hefur röng leið verið farin til að freista þess að bjarga gjaldþrota stofnunum. Menn sýndu fljótfærni vegna þess að þeim lá svo mikið á, þó reynslan hafi sýnt að nægur tími var til stefnu.
Joseph Stiglitz hrósaði íslenskum stjórnvöldum fyrir að taka réttar ákvarðanir um að hjálpa ekki kröfuhöfum. En hann hefur rangt fyrir sér. Það er verið að hjálpa kröfuhöfum mun meira en þeir eiga skilið. Landlæg minniháttarkennd gagnvart útlendingum fékk fjármálaráðherra og hans ráðgjafa til þess að vorkenna kröfuhöfum bankanna alveg svakalega. Á sama hátt og innstæðueigendum hefur verið lofað og lofað án þess að nokkur innistæða sé fyrir loforðunum. Björgun íslensku bankanna er ekki á kostnað erlendra kröfuhafa. Hún er til þess að bjarga eins miklu og kostur er fyrir erlenda kröfuhafa á kostnað fórnarlamba hrunsins sem eru almennir lántakar. Það á að leyfa íslensku bönkunum að gera upptækar eins miklar eignir almennra lántaka (þ.e. þeirra sem ekki voru og eru innvígðir og innmúraðir), þannig að erlendir kröfuhafar geti fengið eins mikið til baka og kostur er. Eða eru þetta virkilega "erlendir" kröfuhafar. Hvað vitum við nema að íslenskir bankaræningjar séu búnir að koma ránsfengnum í vinnu og hafi keypt kröfurnar á spottprís?
Farsinn í kringum Sparisjóð Keflavíkur er lýsandi fyrir siðblinduna sem var í gangi. Ég stóð alltaf í þeirri trú að hinn gamli sparisjóðsstjóri hafi verið einn af grandvörustu mönnum fjármálageirans. Nú kemur í ljós, ef marka má fréttir, að hann var illa sýktur af siðblinduveirunni. Stjórnarformaður Sparisjóðs Svarfdælinga var stjórnarmaður í Saga Capital á sama tíma og SC fór með fagurgala gagnvart stofnfjáreigendum. Ætli hann hafi vitað að fagurgalinn var bara gildra sem var verið að egna fólk í? Og hver eru viðbrögð fjármálaráðherra? Jú, að bjarga fagurgalanum!
Svona er þetta út um allt. Viðbrögð fjármálaráðherra ganga út á að almenningur á að borga, en burgeisarnir sleppa án teljandi tjóns. Þeir halda öllum persónulegum eigum sínum vegna þess að þeir földu sig bak við röð af eignarhaldsfélögum. Er búið að breyta lögunum sem leyfa slíka svikamyllu? Nei, að sjálfsögðu ekki. En það er búið að breyta lögum svo almennir lántakar þurfa að greiða það sem ranglega hefur verið krafist af þeim.
Meira að segja dómstólar meta forsendur svikaranna meira en fórnarlambanna. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur hunsuðu í dómum sínum, að stjórnendur og eigendur fjármálafyrirtækja hefðu farið fram með grófri markaðsmisnotkun til að fella krónuna og þar með snarhækka höfuðstól lána almennra lántaka. Það var ekki talin gild ástæða fyrir dómi, að lántaki hafi gert ráð fyrir að forsendur gengisþróunar stæðust. Það var ekki talin gild ástæða fyrir dómi að fjármálafyrirtæki hafi farið með fagurgala um héruð og mært stöðugleikann sem þau voru á sömu stundu byrjuð að grafa undan. Nei, Hæstiréttur ákvað að almennir lántaka ættu að bera tjónið af lögbrotum lánveitenda. Já, merkileg er lagatúlkun Hæstaréttar, þegar hann lætur lögbrotin borga sig.
Það er sama hvert er litið til stjórnvalda, Alþingis, Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlits eða dómstóla undirlægjuhátturinn er alls ráðandi. Er það nema vona að almenningur ber ekki traust til þessara aðila. Hvenær ætla þessir aðilar að hætta að ganga erindi þeirra sem settu landið á hausinn eða hjálpuðu þeim að setja það á hausinn? Mér er alveg sama hvort þeir gerðu það viljandi eða af gáleysi. Hverja er ég að tala um? Jú, kröfuhafa fallna fjármálakerfisins. Þeir eru samsekir, þar sem með óábyrgri útlánum til íslenskra fjárglæframanna þá fór hagkerfið á hliðina. Steingrímur og þið öll: Hættið að vorkenna kröfuhöfunum og snúið ykkur að því að verja hagsmuni almennings. Það er hans sem þið sækið umboð ykkar (dómarar líka þar sem þeir eru skipaðir af ráðherra), en ekki nafnlausra kröfuhafa sem tóku áhættu og töpuðu. Já, það er staðreynd sem ekki má gleyma, að hver einasti aðili, sem leggur fjármuni sína inn í fjármálafyrirtæki og að ég tali nú ekki um þá sem veita þeim lán gegn vafasömum eða engum veðum eða tryggingum, er að taka áhættu sem viðkomandi verður að lifa með. Það er ekki hlutverk íslenskra stjórnvalda að vera tryggingasjóður fyrir þessa aðila.
Hefur sett 87 milljarða í fjármálastofnanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 409
- Frá upphafi: 1680820
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fanta góð grein Marinó.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:03
Sæll Marinó,
Þú dregur upp stóru myndina nokkuð vel, innherjarnir sem mjólkuðu bankana hafa mikið til sloppið ennþá meðan venjulegir skuldarar þurfa að borga sitt. Skuldlausir skattgreiðendur hafa líka fengið mikið högg, til dæmis eftirlaunaþegar.
Bendi til dæmis á dóm Hæstaréttar í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórn Glitnis fyrir kaup bankans á bréfum Bjarna Ármanssonar
http://visir.is/haestirettur-gefur-innherjum-veidileyfi-/article/2009893736781
Stjórnin misnotaði peninga bankans stórkostlega með því að kaupa Bjarna út og Hæstiréttur dæmdi að það væri allt í lagi. Hæstiréttur hundsaði gjörsamlega rök Hérðsdóms sem sakfelldi stjórnina og sýknaði stjórnina með tómri rökleysu.
Svona er réttlætið á Íslandi í dag.
Það lagast ekki nema almenningur haldi áfram að berja bumbur á Austurvelli.
Kv
Sveinn
Sveinn Valfells (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:22
Takk fyrir góðan pistil
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.2.2011 kl. 18:35
Góð grein Marinó.Hvað ætli 87 milljarðar geti búið til mörg störf?
Hvað ætli 87 milljarðar gæti lagað stöðu heimilanna mikið?
Þórður Einarsson, 2.2.2011 kl. 18:38
SVEINN. Bumburnar eru búnar, það eina sem eftir er er að taka Frakkan á allt heila klabbið. Hér verða annars engar breitingar.
Kv. Árni Hó
Árni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:54
Sveinn, ég var einmitt að lesa hana áðan. Ég held að dómstólar hræðist flækjurnar í þessum málum og leiti því eftir auðveldu leiðinni út. Ef við ætlum að vera með bókstafstrúar dómsstóla, þá velti ég fyrir mér hvers vegna er verið að eyða tíma í umræðu á Alþingi og að semja greinargerði og athugasemdir með lögunum. Stærsta málið er samt að þeir sem semja lög (oftast embættismenn eða aðkeyptir "sérfræðingar"), þeir sem samþykkja lögin og síðan þeir sem dæma eftir þeir hafa oft ekki nægilega djúpa þekkingu á lögunum sem slíkum, þó þeir hafi góðan skilning á lagatækni. við erum jú bara rétt rúmlega 300 þúsund og getum ekki búið yfir nógu mörgum með þá djúpu þekkingu á hverju sviði og stærri þjóðir. Í þessu liggur stærsti vandi okkar sem þjóðar. Í þessu felsl ekki gagnrýni á þá sem eru að gera sitt besta, heldur ábending um að stundum dugar "það besta" einfaldlega ekki.
Marinó G. Njálsson, 2.2.2011 kl. 18:56
- það verður að byrja allt upp á nýtt! - en samt þarf sannleikurinn að koma fram í dagsljósið, það er jú það sem er að gerast, -afhjúpanir á afhjúpanir ofan, hvort sem það er hér á Íslandi eða annarsstaðar á jörðinni.
Stjórnvöld eru einfaldlega ekki að höndla þetta, því nú duga ekki lengur gamlar brellur til að "redda" málum.
Við þurfum nýtt fólk, nýjar leiðir og okkur sjálf :o))
- og á meðan hagsmunir fólksins, heiðarleiki og sanngirni eru ekki hafðir að leiðarljósi mun ástandið hér aðeins magnast upp í enn meiri örvæntingu og reiði.
Vilborg Eggertsdóttir, 2.2.2011 kl. 20:10
Eg þakka þer Marino að halda þessari umræðu gangandi eg er orðin mjög svartsinn með þettað rugl sem tvær manneskjur geta framleitt ut ur Rikisstjorn
Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:45
Takk fyrir frábæra grein.Þolinmæði fólks er á enda.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 21:11
Vel mælt Marinó!
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 23:12
Því mun ljúka þegar almenningur segir hingað og ekki lengra... Ég vona að sá dagur nálgist óðfluga núna....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.2.2011 kl. 01:08
Góð greining Marinó
smá athugasemd
""Joseph Stiglitz hrósaði íslenskum stjórnvöldum fyrir að taka réttar ákvarðanir um að hjálpa ekki kröfuhöfum. En hann hefur rangt fyrir sér. Það er verið að hjálpa kröfuhöfum mun meira en þeir eiga skilið. ""
Stigliz var örugglega að tala um þingvallastjórnina, neyðarlogin og það sem þeim fylgdi. Það sem á eftir kom og er á ábyrgð Steingríms og Jóhönnu veit Stigliz örugglega lítið eða ekkert um. En þau eru jú á góðri leið með snú þessu ferli við með fávisku og ákvarðannafælni af verstu sort.
Guðmundur Jónsson, 3.2.2011 kl. 17:35
Heyrt um þetta. Hver einasta þessara aðgerða alger óþarfi. Enda er fjármálakerfið óþarflega stórt. Enginn skaði hefði verið af fækkun tryggingafélaga um eitt.
Steingrímur, virðist vera farinn í yfirgír í því, að þjóðnýta tap einka-aðila. En, samtímis var alltof dýrt að gera nokkuð fyrir heimilin.
Go figure!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.2.2011 kl. 00:32
Þessi pistill lýsir því vel hvernig þessa tímabils verður minnst í sögunni. Ég kvíði því nú þegar að þurfa að svara spurningum væntanlegra barnabarna á borð við "Hvað voruð þið eiginlega að pæla afi?".
Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2011 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.