Það er arfa vitlaus stefna að vilja sameina tvo af stóru bönkunum og síðan láta Byr ganga inn í þann þriðja. Læra menn ekki af reynslunni. Vandamál okkar í dag er að bankarnir voru of stórir og þeir eru ennþá of stórir. Nýleg lög um innstæðutryggingar ráða t.d. ekki við að einn af stóru bönkunum falli.
Nei, það sem þarf að gera er að draga úr stærð bankanna með því að brjóta þá upp. Bankarnir þurfa að vera fleiri og smærri. Þeir þurfa að vera af þeirri stærð að annað hvort megi þeir fara á hausinn án þess að draga allt fjármálakerfið með sér eða þeim sé hægt að bjarga. Þess fyrir utan, þá þurfa bankarnir að tryggja sig sjálfir. Það gengur ekki að þeir séu á ábyrgð skattgreiðenda.
Ef ég mætti ráða, þá yrði vexti bankanna settar skorður, þar til þeir hafa uppfyllt þau skilyrði að vera með
- nægilegt eigið fé (helst ekki undir 20%);
- búnir að verða sér út um tryggingar vegna áfalla eins og riðu yfir 2008;
- búnir að koma sér upp innra eftirlitskerfi sem er fullkomlega sjálfstætt og óháð;
- hafa farið í gegn um 4 - 5 árlegar úttektir viðurkenndra eftirlitsaðila sem taka út alla helstu þætti í rekstri þeirra;
- hafa skilgreint, skjalfest, innleitt og prófað fullnægjandi áætlanir um stjórnun rekstrarsamfellu og áhættustjórnun.
Það þarf að vera hægt að taka starfsleyfi af fjármálafyrirtækjum sem ekki standa sig eða brjóta reglur án þess að allt fari á annan endann í hagkerfinu. Bankarnir mega ekki verða það stórir að Fjármálaeftirlit, Seðlabanki Íslands og stjórnvöld hafi ekki getu til að hafa eftirlit með rekstri þeirra. Takmarka þarf eignarhald tengdra aðila á fjármálafyrirtækjum, þannig að skrípaleikurinn með Kaupþing, Glitni og Landsbankann endurtaki sig ekki.
Mig langar að benda á, að set hafa verið ný lög um lán til tengdra aðila og stórar áhættur. Þau eru meingölluð miðað við núverandi kröfu um eigið fé. Miðað við þau, þá er hægt að lána meira en 100% af öllum lánum í stórum áhættum. Menn ættu að huga frekar að þessari vitleysu, en því að auka áhættu þjóðfélagsins með sameiningu banka. Erum við virkilega með svo góða reynslu af því að hafa banka sem voru of stórir til að falla. Ekki eru lög um innstæðutryggingar neitt mikið skárri. Vissulega mun tryggingasjóðurinn duga, ef einn ekki of stór banki fellur, en þó ekki fyrr en eftir nokkur ár. Falli banki sem er með 40 - 50% markaðshlutdeild í innlánum, þá mun sjóðurinn ekki ráða við það. Kröfur um innborganir í sjóðinn gera ekki ráð fyrir banka sem stærri en 30% af markaðnum. Ég benti á það sl. vor, að eins og sjóðurinn er hugsaður, þá þarf að hemja vöxt bankanna og ekki bara það, mér sýnist bæði Landsbankinn og Íslandsbanki vera of stórir fyrir sjóðinn til langframa. Allir þrír eru bankarnir of stórir fyrir sjóðinn næstu 5 - 7 ár.
Vissulega veit ég ekki eins mikið um þessi mál og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, en bara stærð tryggingasjóðs innstæðueigenda kemur í veg fyrir að einn banki geti haft stærri markaðshlutdeild en hver og einn af núverandi bönkum. Þetta veit Gunnar Andersen og því er óábyrgt af honum að tala um sameiningu tveggja stórra banka.
Tveir af þremur gætu sameinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 423
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég veit ekki heldur jafnmikið og G. Andersen og sennilega minna en þú Marínó - finnst samt augljóst að sameining er það vitlausasta sem hægt er að gera út frá mörgum sjónamiðum, m.a. með tilliti til Tryggingarsjóðs.
Flóki (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 23:09
Sæll Marinó,
væri ekki best að setja það í lög að þær tryggingar á innistæðum sem bankinn hefur takmarki stærð hans.
Gunnar Skúli Ármannsson, 20.1.2011 kl. 09:52
Gunnar Skúli: Í frumvarpi til nýrra laga um innstæðutryggingar sem nú liggur fyrir þinginu er þetta útfært þannig að hlutfall iðgjalda af tryggðum innstæðum fer að hluta til eftir markaðshlutdeild viðkomandi banka og að hluta til eftir áhættumati Fjármálaeftirlitsins.
Hvort það dugar er svo annað mál, og ég held einmitt ekki. Ég skrifaði umsögn um frumvarpið að beiðni viðskiptanefndar, og á fundi um málið benti fulltrúi Sjálfstæðismanna í nefndinni á að þeir hefðu látið reikna út fyrir sig að miðað við fyrirhuguð iðgjöld tæki samt um 90 ár fyrir sjóðinn að byggja upp greiðslugetu sem þyldi fall, þó ekki nema eins meðalstórs banka á íslenskan mælikvarða. Í ljósi þess að fjármálakreppur og bankahrun hafa gegnum söguna átt sér stað minnst einu sinni á mannsævi þá er augljóst að þetta dugar ekki til og kerfið er fyrirfram gjaldþrota strax frá fyrsta degi.
Það sem við (IFRI hópurinn) lögðum hinsvegar til í umsögn okkar, í stað þess að takmarka stærð banka, var að það yrði skilyrði fyrir aðild að innstæðutryggingakerfinu að viðkomandi banki stundi eingöngu hefðbundna viðskiptabankastarfsemi. Áhættusöm fjárfestingastarfsemi þyrfti því að vera á annari kennitölu, sem myndi þvinga bankana í núverandi mynd til þess að aðskilja þessa ólíku þætti starfsemi sinnar. Þetta er í anda svokallaðra Glass-Steagall laga sem voru einmitt sett í Bandaríkjunum í kjölfar heimskreppunnar miklu til þess að takmarka áhættu almennings af rekstri bankastofnana. Þannig yrði það alveg skýrt að skattgreiðendur bæru enga áhættu af fjárfestingarbönkum, heldur aðeins af hefðbundinni innlána- og útlánastarfsemi.
Við lögðum einnig til að útibú á erlendri grundu yrðu beinlínis útilokuð frá tryggingakerfinu í framtíðinni. Í ljósi reynslunnar af IceSave er auðvitað fáránlegt að skuli hafa staðið til að halda þeim glugga opnum áfram. Ef einhver íslenskur banki gerir sig líklegan til að hefja að nýju innlánasöfnun erlendis þá hef ég aðeins eitt um það að segja: flýjið eins og fætur toga!
Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2011 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.