17.1.2011 | 16:14
Ekki má vera með afskipti þegar bankarnir gefa eignir frá sér, en um að gera þegar þeir ganga að eignum almennings
Jóhanna Sigurðardóttir getur stundum verið með ólíkindum. Hún er búin að vera í fararbroddi vinnu sem tryggja á fjármálafyrirtækjum rétt til að eignast allar eignir almennings. Þá mátti skipta sér af ferlinu og um að gera að hlusta ekki á fulltrúa almennings. En þegar bankarnir eru að einkavinavæða fyrirtækin sem þeir eru búnir að eignast í upptöku eigna, þá má ekki skipta sér að málunum. Þegar bankarnir þverbrjóta sínar eigin verklagsreglur um gagnsæi, þá má ekki skipta sér að.
Bullið sem viðgengst í þjóðfélaginu hefur gengið út fyrir allan þjófabálk. Vestia er selt á 15 milljarða til lífeyrissjóðanna og síðan ætla þeir að selja náfrænda framkvæmdastjóra fjárfestingafélags lífeyrissjóðanna bitastæðasta fyrirtækið, Icelandic Group, út úr á 40 milljarða. Nær hefði verið að Landsbankinn sjálfur hefði selt IG og notað hagnaðinn til að greiða Icesave vexti.
Ég verð að viðurkenna, að þetta er allt farið að lykta af sama bullinu og áður. Einkavinavæðing, klíkuskapur, blokkamyndun. Gamla Ísland er risið úr öskustónni, þó leikendur séu að hluta til aðrir.
Þingmenn hafi ekki afskipti af bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 1679974
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
sammála
Guðleifur R Kristinsson, 17.1.2011 kl. 16:50
Ég hélt þetta væri öllum löngu ljóst.
Það stendur ekki og hefur aldrei staðið til að breyta neinu. Því miður.
Það gerist ekki fyrr en við almenningur látum það gerast, rekum af höndum okkar núverandi spillingu og ógegnsæi stjórnmálastéttarinnar og gefum spilin upp á nýtt.
Hjalti Tómasson, 17.1.2011 kl. 18:03
Þú ert ekki sá eini sem sér þetta og skynjar , því miður hafa litlar breytingar orðið þrátt fyrir hrun .
Okkur komu bankarnir við þegar það vantaði milljarða til að bjarga þeim og stofna nýja ...
Valgarð (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 18:15
Hennar tími hefði betur aldrei komið!!!
Ég held að það sé alveg að koma á daginn núna að Jóhanna er dæmigerður atvinnupólitíkus og ekkert annað.
Hversu oft lagði hún fram þingsályktunartillögur þess efnis að verðtryggingin yrði afnumin þegar hún var í stjórnarandstöðu?
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 21:36
Nú fara bankarnir/Ríkisstjórnin sem er sama apparatið að koma því í lög að fólk sem hefur vinnu leggi inn skyldusparnað.
það treystir auðvitað ekki nokkur maður bönkum lengur og leggur ekki inn peninga fyrir næstu ræningja nema Tvíhausarnir á Þingi komi því í lög !!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 17.1.2011 kl. 21:44
Áhugavert er að Jóhanna og Samfóar vitna í valdnýðslu DO og HÁ, eins og að "two wrongs make a right" eða með öðrum orðum, að valdnýðsla fyrri stjórnenda réttlæti valdnýðslu arftaka þeirra, þó þeir arftakar hafi áður gagnrýnt sambærilega valdnýðslu og þeir nú ástunda.
------------------
Mín skoðun hefur reyndar verið lengi - að Bankasýslan hafi verið stofnuð til að gefa pólitíkusunum í hinum ráðandi flokkum "deniability".
Þetta er í reynd klassísk aðferð, þ.e. búa til lag á milli þín og ákvarðana sem orka tvímælis. Þá getur þú látið sem, að þú hafir ekkert með þær umdeildu ákvarðanir að gera.
Þessi aðferð, að búa til svona "buffer" er svo klassísk aðferð, að öll vel skipulögð glæpasamtök kunna hana. Þ.e. búa til nægilega marga milliliði, til að flækja sönnunarfærslu - ef leitast er við að tengja þig við slæmar eða ólöglegar ákvarðanir.
En punkturinn er sá, að vanalega þegar slíkt milliliða kerfi er viljandi sett upp, til að búa til þá ásýnd að þú hafir ekkert með slæmar ákvarðanir að gera, þá er oft gengið frá hnútum þannig að þó þér takist að flækja sönnunarfærlu sbr. "deniability" þá passar þú upp á að þú raunverulega sért með fulla stjórn á ferlinu.
-------------------
Það sem ég er að segja, er að Bankasýslan sé einungis sýndarstofnun, sem hafi það eina hlutverk - til að auðvelda blekkingarleik spilltra ráðamanna; sem því miður reynist hið minnsta síst minna spilltir en þeir fyrri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.1.2011 kl. 22:12
Stórfrétt í dag, bankar í USA hafa yfirtekið 1.000.000. íbúðir. Smáfrétt á Íslandi bankar og ríkið (íbúðalánasjóður) hafa yfirtekið 4.000.000.íbúðir ef við notum stærðarhlutfallið milli þessara þjóða. Og áfram 20.000.000 Bandaríkamanna hafa flúið land. Hvot stjórni er til vinsti eða hægri skiptir ekki máli ef hún hugsar ekki um sitt fólk.
Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.1.2011 kl. 02:08
Illu heilli virðist þú hafa rétt fyrir þér. Ég held að þetta sé toppurinn, vona að klíkuskapur, aulaháttur og vinavæðing verði aldrei veri en þetta.
Kjartan Sigurgeirsson, 18.1.2011 kl. 08:23
Erum við svo vissir um það Marinó, að nú séu aðrir leikendur en fyrir hrun? Eru ekki gömlu leikendurnir á bakvið og stjórna?
Hvað með söluna á Kóka kóla, hverjir eru raunverulegir kaupendur þar?
Gunnar Heiðarsson, 18.1.2011 kl. 10:55
Það er líklegast rétt hjá þér, Gunnar, að margir leikendur eru þeir sömu. Ég er eiginlega að vísa til Framtakssjóðsins sem annað hvort telst nýr leikandi eða er leppur fyrir þá gömlu.
Ég hef enga trú á því að einhver siðbót sé að verða í íslensku samfélagi. Í spjalli mínu við fólk á Austurvelli í gær, þá voru margir á því að spillingin væri mjög djúpstæð á æðstu stöðum í þjóðfélaginu, m.a. inni á Alþingi. Það er sorglegt til þess að vita, að almenningur virðist ekki treysta nema örfáum þingmönnum til þess að vinna verk sína af heiðarleika og með hagsmuni landsmanna fyrir brjósti.
Marinó G. Njálsson, 18.1.2011 kl. 11:08
Takk fyrir Marino. það veit ekki á gott þegar lögin um eignarréttinn gilda ekki!
Eignatökur eru þar með komnar með fordæmi sem leyfilegar!!! það verður einfaldlega að stoppa þessa villimennsku!!! Eða snúa sér að sömu iðju!!!
Hvor valkosturinn ætli sé nú farsælli fyrir alla?
það stjórnar enginn fullorðnu fólki með svona lögbrotum og ránum, það er hræðileg og óhugnanleg staðreynd sem verður að horfast í augu við og leysa!!! Áður en enn verra hlýst af en nú þegar er orðið!!!
Íslendingar verða bara að standa saman gegn þessum erlendu mafíum sem hér ræna í gegnum fáa gráðuga háttsetta Íslendinga.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.1.2011 kl. 11:25
Eftirfarandi skrifaði ég fyrir rúmum ellefu mánuðum, í febrúar 2010. Pistilinn má hafa til viðmiðunar við að meta hvort okkur hafi miðað nokkuð áleiðis ellegar afturábak.
http://www.dv.is/blogg/hloduveggur/2011/1/17/allt-veltur-almenningi/
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 11:27
Það hefur ekkert breyst. Þetta vita allir, þetta sjá allir og þetta tala allir um sem hittast og ræða pólitík dagsins.
Árni Gunnarsson, 18.1.2011 kl. 11:58
...og hvað gerum við þá?
Fólkið sem þarf að þola forsendubrest og svik undanfarinna ára vill ekki sýna minnsta lit á því að breyta þessu. Fólk er sinnulaust, geðlaust og aðgerðarlaust.
Segi það aftur: Það verða ekki skaplausu Pollýönnurnar sem reisa þetta þjóðfélag við aftur, heldur þeir sem vita hvað þarf að leiðrétta til að ná fram annarri námundun málanna til að sætta þjóðina við það sem hefur verið eyðilagt með vondum ákvörðunum hingað til.
Haukur Nikulásson, 18.1.2011 kl. 12:24
Jóhanna ( fyrst verið er að tala um fyrri stjórnir ) var dragbíturinn.
Þegar fjárlög höfðu verið samþykkt þurfti sérviðræður við hana og þær höfðu breytingar í för með sér. Meðal annars er það ástæðan fyrir því að atvinnuleysisbætur eru það háar að fólk sér sér ekki hag í því að fara út að vinna - það kemur betur út að vera á bótum. Þetta t.d. er rugl. Á sama tíma - eins og var - og verður 2 mánuðum eftir að þessi stjórn fer frá - og fólk vantar til vinnu liggur fólk heima á bótum.
Hefur fólk hugsað út í það að t.d. í sláturtíðinni kom hingað stór hópur útlendinga til þess að sinna þeirri vinnu? "Okkar" fólk lá heima á bótum.
Skætingurinn í því svari sem Guðlaugur Þór fékk við fyrirspurn sinni um söluverðmæti í fyrirtækjasölu Landsbankans er dæmigerður fyrir embættismannamafíuna. Og reyndar núverandi valdhafa líka. Því miður.
Jóhanna djöflaðist á bönkunum hér á árum áður - sumt átti rétt á sér annað ekki - í dag - veit ekkert um málið - ekki séð svörin - þinginu kemur málið ekki við o.sv.frv.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.1.2011 kl. 14:45
"Einkavinavæðing, klíkuskapur, blokkamyndun. Gamla Ísland er risið úr öskustónni, þó leikendur séu að hluta til aðrir."
Blogghöfundur hefur rangt fyrir sér í því að leikendur séu aðrir að hluta, leikendurnir eru íslenskir pólitíkusar fjórflokksins og þetta eru þau einu vinnubrögð sem þeir kunna enda innrætt í uppeldisstöðvum þeirra frá blautu barnsbeini.
Ætli einhverjir utanaðkomandi að beita fagmennsku eða heilbrigðri skynsemi eru þeir hinir sömu hraktir út í horn. Lilja Móses er skýrasta nýlega dæmið.
Varðandi innlegg Ólafs hér að ofan um lúxusbætur og lágmarkslaun þá er rétt að minna líka á að núverandi stjórn hefur ekki treyst sér til að gefa út neysluviðmið.
Af hverju skildi það nú vera???
Haraldur Rafn Ingvason, 18.1.2011 kl. 18:57
Mig langar að koma að smá athugasemd við það sem Ólafur Ingi Hrólfsson skrifar hér ofar.
Ég veit hvernig málum var háttað varðandi þá útlendinga sem hingað komu í sláturtíðinni og þú leiðréttir mig Hrólfur ef ég hef ekki skilið þig rétt, var ráðið hér í vinnu vegna þessa að fólki þótti betra að liggja heima á atvinnuleysisbótum en ráða sig á sláturtíð.
Þessir útlendingar sem voru að stærstum hluta pólverjar og nýsjálendingar voru ráðnir löngu áður en auglýst var eftir fólki.
Ástæðuna hvað einn af yfirmönnum sláturhússins vera að þessir útlendingar eru aldrei með vesen, aldrei veikir og eru til með að taka alla vinnu sem til fellur.
Þar sem ég sjálfur var með nokkra þessara manna á minni vakt þá veit ég að enginn þeirra þekkti rétt sinn samkvæmt íslenskum kjarasamningum og enginn þeirra var með fjölskylduna með sér, þeir voru á töluvert hærri launum en heima hjá sér og voru hér aðeins yfir sláturtíðina. Aðstaðan semsagt töluvert önnur en hjá fjölskyldufólki eða fólki sem þorir að opna munninn.
Fólk sem sótti um eftir auglýsingu fékk svo þau svör að búið væri að ráða í störfin.
Segir kannski meira um siðferði og samfélagslega ábyrgð vinnuveitenda og þá staðreynd að þetta skuli leyft frekar en um leti landans.
Vona mér fyrirgefur þú mér Marinó fyrir að nota síðuna þína til að leiðrétta þennan misskilning.
Hjalti Tómasson, 18.1.2011 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.