Leita í fréttum mbl.is

450 milljarðar lánaðir á einum fundi í miðri lausafjárkreppu

Mikið hlýtur Kaupþing að hafa staðið vel.  Með nokkurra daga millibili ákveður stjórn bankans að lána vildarviðskiptavinum 450 milljarða kr. og síðan að aflétta ábyrgðum starfsmanna á lánum vegna hlutabréfakaupa.  Inni í 450 milljörðunum er sagður vera fyrirframgreiddur arður upp á 50 milljónir dala til Mohamed Bin Khalifa Al Thani.  Ég hélt að hann hefði ekki einu sinni keypt hlutabréf fyrir þessa upphæð, auk þess sem hann fékk lán fyrir allri upphæðinni.

Þetta lán til Mohamed Bin Khalifa Al Thani er ákaflega sérkennilegur gjörningur.  Ef Kaupþingsmenn héldu ekki alltaf fram sakleysi sínu, sverðu og sárt við lögðu að þeirra business hefði alltaf verið strangheiðarlegur, þá hefði ég haldið að þetta væri mútugreiðsla til mannsins.  En Sigurður og Hreiðar hafa alltaf sagt að þessi viðskipti hafi verið 100% heiðarleg, þannig að þetta er líklegast bara tilviljun.  Fyrst fær Al Thani 100% lán fyrir kaupum á hlutabréfum á uppsprengdu verði og síðan fær hann lán 2 vikum áður en bankinn fellur fyrir sömu upphæð.  Kannski var hann að fá lán til að greiða hitt lánið til baka?  Ef svo er, þá var fyrra lánið sýndarviðskipti, þ.e. Al Thani fékk lán frá einhverjum huldumanni (eða var það frá Ólafi Ólafssyni), svo hægt væri að segja að hann hafi fjármagnað kaupin á hlutabréfunum sjálfur.  Síðan nokkrum dögum síðar fær hann lán frá Kaupþingi upp á svipaða upphæð og eitthvað klink í viðbót. 

Ég fæ ekki betur séð en að Kaupþing hafi verið að fjármagna kaup á hlutabréfum í sjálfum sér.  Það gengur þvert á allt sem Sigurður og Heiðar hafa sagt hingað til.  Þess fyrir utan, þá þýðir þetta að eiginfjárgrunnur bankans var rangt reiknaður, þar sem hlutabréf sem fjármögnuð eru af bankanum á ekki að telja með þegar eigið fé er reiknað út.  Úps, er mögulegt að Kaupþing hafi verið að falsa bókhaldið, líkt og lýst er í skýrslum norsku og frönsku endurskoðendanna um sambærileg viðskipti hjá Glitni og Landsbankanum.

Þessi skrípaleikur í kringum bankana fram að hruni í október 2008 er sífellt að verða furðulegri.  Þetta atriði kemur svo sem ekkert á óvart, þ.e. maður er hættur að verða hissa á einhverju makki eða sjónarspili.  Staðreyndin er að ekkert virðist hafa verið gert samkvæmt lögum og reglum á þessum tíma.  Stöðugt var verið að beygja og brjóta reglur.  Áhættustýring var að því virðist kjánalegur brandari, a.m.k. hefur ekkert komið fram á síðustu rúmum tveimur árum sem bendir til þess að virk áhættustýring hafi verið viðhöfð.  Basel II kröfur var spilað í kringum, eins og þær hefðu enga þýðingu.  Ég hef verið að stúdera þær upp á síðkastið og það er alveg kýrskýrt að íslensku bankarnir voru ekki að uppfylla þær kröfur sem þar eru settar fram um Tier 1 og Tier 2 eiginfjárgrunn.  Reglulega hefur samband við mig maður af landsbyggðinni, sem svíður hvernig fólkið í  sveitinni var svikið til að skrifa upp á lán til kaupa á stofnfé, og hans skoðun á tiltekinni fjármálastofnun leiðir í ljós að menn voru annað hvort að spila á Tier 2 eiginfjárgrunninn eða höfðu ekki hugmynd um að slíkar kröfur voru til.

Ég skil vel að Kaupþingsmenn vilja ekki að sérstakur saksóknari komist í gögnin í Lúxemborg.  Þau munu alveg örugglega sýna að svikamyllan var vel skipulögð.  Mér kæmi raunar ekkert á óvart að núverandi eigendur Kaupþings í Lúxemborg væru bara leppar fyrir raunverulega eigendur, þ.e. gömlu eignendur Kaupþings.  Hvers vegna ættu núverandi stjórnendur annars að leggjast gegn afhendingu gagnanna?  Menn bera fyrir sig að einhverjir viðskiptavinir vilji ekki að sérstakur saksóknari komist í gögnin.  Ætli það sé vegna þess að menn eru með hreinan skjöld?  Nei, alveg örugglega ekki.  Það er náttúrulega skandall, að menn geti stundað svik og pretti í skjóli bankaleyndar.  Ætli menn geti verið með barnaklám í skjölum banka og komist upp með það vegna þess að þeir njóta bankaleyndar?  Hver er munurinn á fjármálaglæpur og öðrum glæpum?  Af hverju má stunda fjármálaglæpi í skjóli bankaleyndar, en ef þeir eru stundaðir í viðskiptum án aðkomu banka, þá ber bankanum að greina frá telji hann eitthvað grunsamlegt vera á ferðinni.  Ég hef aldrei skilið þetta og hvet löggjafann til að gefa nú framkvæmdavaldinu langt nef og hafa sjálft frumkvæði á að setja lög sem afnema bankaleynd, ef grunur er um refsivert athæfi.  Bankar eiga ekki að komast upp með að hylma yfir með glæpum sem þeir eru sjálfir þátttakendur í að fremja.


mbl.is 450 milljarða lán á síðasta fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er algjör viðbjóður...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2011 kl. 01:21

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Það sem þú bendir á er ákaflega rotið, Marínó en ég verð að viðurkenna að mér finnast það smámunir samanborið við þá staðreynd að "kerfið" á Íslandi virðist hvorki hafa burði til að rannsaka þessa glæpi né refsa þeim sem frömdu þá. Kerfið er spillt og rotið innanfrá. Það er ekki við því að búast að það hafi eftirlit með sjálfu sér og að vinir lögsæki vini, skyldmenni lögsæki skyldmenni og félagar í leynistúku lögsæki félaga í sömu leynistúku.

Til þess að fá skikk á þessi mál þyrfti að fá til erlenda aðila sem þekkja engan á Íslandi og hafa engra hagsmuna að gæta. Einhvern veginn held ég að það gerist ekki í bráð, svo að þeir sem hafa verið rændir verða bara að bíta í það súra...

Hafa íslendingar þroska til að vera sjálfstæð þjóð? Ég held að undanfarnir atburðir sýni að svo sé ekki. Þeir væru betur komnir undir verndarhendi einhverra sem get haldið uppi lögum, reglu og réttlæti.

Hörður Þórðarson, 4.1.2011 kl. 07:14

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Allt satt og rétt en það sem ég skil ekki er að þetta stendur allt í rannsóknarskýrslunni og eru menn núna fyrst að fatta þ.e. fjölmiðlar og yfirvöld???

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.1.2011 kl. 09:13

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Enn og aftur koma fram hvert hneysklis málið á fætur öðru í ljós.Og allt eru það gjörningar sem eru gerðir á þeim tíma,þegar bankarnir voru í raun komnir á hausinn.Það er að segja í eiginlegum skilningi,en var með leynd haldið áfram í rekstri á neikvæðum nótum.Þá með þeim tilgangi að mjólka út hvern einasta dropi,þó að það blæddi með.

Hafa Íslendingar þroska til að vera sjálfstæð þjóð?segir þú,Hörður.Það er von að þú spyrjir þessa spurninga.Ég segi,að ef ekki verður hreinsað út úr bönkunum,og menn sem höfðu ábyrgð að bera verða látnir víkja,er hætt á,að öll þau hneyslismál,sem komið hafa fram,sett niður í skúffu til ævarandi geymslu.

Lögum,reglugerðum verða ekki fylgt með því,að niðurskera rekstur lögreglu.Svik,stuldur og alskonar svínarí,fær að þrífast hér á landi á næstu misserum,ef ekki tekst að má fótfestu í stjórnum þessa lands,núna strax.Sárið grær ekki,vegna ígerðar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 4.1.2011 kl. 14:09

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta eru augljósir glæpir og það er fáranlegt að ekki skuli hafa verið gripið inn af "sérstökum" fyrir löngu síðan..

Óskar Þorkelsson, 4.1.2011 kl. 16:46

6 identicon

Það sem mér finnst athyglisverðast að engin sem keypti hlutabréf í bönkunum á þessum 3síðustu árum bankanna skuli ekki höfða mál.

albert (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 18:18

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Albert, menn eru að bíða eftir að valdakerfið opinberi þau gögn sem þarf til að fá bankaræningjana dæmda. Í skjóli bankaleyndar er gögnum haldið í bönkunum og skjóli persónuverndar er gögnum Rannsóknarnefndar Alþingis haldið leyndum á Þjóðskjalasafninu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.1.2011 kl. 22:34

8 identicon

Athyglivert sem þú bendir á Marinó og maður hefur löngum spurt sig. Hverjir eru eigendur bankana, ekki síst Arion? Hvernig stendur á velvild þeirra til þeirra manna og fyrirtækja sem féflettu þá gömlu og þjóðina í leiðinni? Það skyldi þó ekki vera að skýringin sé nærtæk?

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 07:44

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég verð að bæta við þessum tengli á frétt RÚV Ætluðu að klára eigið fé

Marinó G. Njálsson, 8.1.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 97
  • Sl. sólarhring: 176
  • Sl. viku: 372
  • Frá upphafi: 1680660

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband