Hún er áhugaverð fréttaskýringin í DV um arðgreiðslur úr nokkrum þekktum fyrirtækjum vegna rekstraráranna 2006 og 2007. Eftirfarandi fyrirtæki eru skoðuð:
- FL Group: Hagnaður 2006 kr. 44,6 milljarðar, arður 15 milljarðar
- Exista: Hagnaður 2006 kr. 37,4 milljarðar, arður 10,9 milljarðar
- Kaupþing: Hagnaður 2006 kr. 85,3 milljarðar, arður 10,4 milljarðar; Hagnaður 2007 kr. 71,2 milljarðar, arður 14,8 milljarðar.
- Glitnir: Hagnaður 2006 kr. 38,2 milljarðar, arður 9,4 milljarðar; Hagnaður 2007 kr. 27,7 milljarðar, arður 5,5 milljarðar.
- Straumur: Hagnaður 2006 kr. 45,2 milljarðar, arður 7,8 milljarðar
- Landsbankinn: Hagnaður 2006 kr. 40,2 milljarðar, arður 4,4 milljarðar
- Fons: Arður vegna 2007 kr. 4,4 milljarðar
Alls gerir þetta hagnað upp á hátt í 400 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 82,6 milljarða, en af þeirri upphæð fór stórhluti til fyrirtækja í skattaparadísinni Hollandi. (Já, það vill oft gleymast að Holland er að sumu leiti með hagstæðara skattaumhverfi en meira að segja Lúxemborg.)
Miðað við upplýsingar sem komið hafa fram um raunverulegan hagnað bankanna úr skýrslum norskra og franskra endurskoðunarfyrirtækja, þá má gera ráð fyrir að stór hluti af þessum 400 milljörðum hafi verið froða. Ekki hafi legið raunveruleg verðmætaaukning að baki þeim hagnaði, heldur uppblásið verðmat á útlánum, hlutabréfum og skuldabréfum. Þar sem 82,6 milljarðar eru um 20% af hagnaðinum, má fastlega búast við því að 50 - 80% af raunverulegum hagnaði fyrirtækjanna hafi þannig verið færður til eigenda sinna, m.a. í skattaparadísinni Hollandi. Hér á landi varð eingöngu eftir skattur af þeim arði sem rann til innlendra aðila, en þeir útsjónarsömu komu peningunum undan. Kaldhæðnin í þessu, er að fyrirtækin greiddu umtalsverðan skatt í ríkissjóð umfram það sem þau hefðu annars þurft, ef bókhaldið hefði verið rétt fært. En þá hefði ekki verið hægt að greiða út eins háan arð.
Ég hef áður sagt og segi enn, að skattfríðindi erlendra aðila hér á landi vegna tvísköttunarsamninga er að byrja á röngum enda. Vissulega færðu íslensk fyrirtæki einhvern hagnað frá örðum löndum hingað til lands, en það er líka röng aðferðafræði. Skatta af fjármagni á að greiða í því landi sem fjármagnstekjurnar verða til. Það hefði t.d. þýtt að hollensku félögin þeirra Ólafs Ólafssonar og Hannesar Þórs Smárasonar hefðu greitt skatt hér á landi af arðgreiðslum sínum. Sama hefði átt við um innstæðueigendur á Icesave. Þar sem reikningarnir voru jú tæknilega séð íslenskir, þá hefði fjármagnstekjuskattur runnið í fjárhirslur íslenska ríkisins, en ekki þess hollenska eða breska.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 277
- Frá upphafi: 1680565
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
við erum bananalýðveldi- rænum þá fátæku sem ekki kunna að verja sig en sleppum stórþjófum- þeir hafa lögmenn sem kunna sitt fag !
Erla Magna Alexandersdóttir, 3.1.2011 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.