Leita í fréttum mbl.is

Grein frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna hafa farið þess á leit við mig að ég veki athygli á grein á vef samtakanna.  Ég tek það fram að ég kom ekki að ritun hennar, þó vísað sé í mína vinnu.  Ég hvet fók til að lesa greinina svo það geti kynnt sér málflutning samtakanna milliliðalaust.  Hér er fyrsti hluti greinarinnar, en aðfararorð og afganginn er hægt með því að smella á tengilinn neðst.

HVATNINGARPAKKI HEIMILANNA
Hagsmunasamtök heimilanna lögðu fram tillögur sínar um efnahagsaðgerð til leiðréttingar á skuldum heimilanna strax í janúar 2009. Núverandi tillögur að þjóðarsátt eru byggðar á þeim tillögum. Í grunninn hafa tillögurnar ekki breyst vegna þess að þær hafa staðist tímans tönn og í reynd hefur sýnt sig að varnaðarorð HH áttu við rök að styðjast. Megin markmið aðgerða eru tvö: Upprisa efnahagslífs og réttlæti/sanngirni.

Staðreyndir:
Fasteignamarkaðurinn er enn botnfrosinn, neysla dregst enn saman, raunskatttekjur og velta samfélagsins hafa dregist saman (6,8% samdráttur 2009). Atvinnuleysi eykst og vel menntað og hæft fólk flytur úr landi (atgerfisflótti). Samdrátturinn er mun meiri en hann þyrfti að vera. Eina ástæðan fyrir því að dregið hefur lítillega úr atvinnuleysi á tímabili er útflutningur vinnuafls (megin útflutningsvara íslendinga nú um stundir að því er virðist).

Spurt er, hvað kostar?
Hagsmunasamtök heimilana spyrja á móti hvað kostar að fara ekki í þær aðgerðir sem samtökin leggja til. Sú spurning er mun mikilvægari og nú höfum við hluta sönnunargagnanna fyrir augunum. Hafa þarf í huga að ásetningur kerfisins er að láta heimilin greiða kostnað af óráðsíu banka og slæmri efnahagsstjórn. Kostnaðurinn er því lántaka fasteignalána að óbreyttu og HH hefur bent á að sá reikningur sé ekki bara óréttlátur heldur einnig óskynsamlegur. Sá reikningur kemur í ýmsum formum margfaldur til baka á ríkissjóð, fjármálafyrirtæki og samfélagið allt. Við höfum nú aðeins séð rétt í toppinn á þeim borgunarísjaka (gæti farið yfir 1.000 mja, þ.a. 500 mja. færsla eigna frá heimilum til fjármálastofnana til að bæta þeim eigin afglöp samkvæmt grein Agnars Jón Ágústssonar, 73.000 heimili eignalaus 2011).

Lesa greinina í heild á heimasíðu HH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru margar staðreyndir þessa skelfilega máls sem enn hafa ekki komið fram eða öllu heldur að enn hefur ekki verið sagt frá nema hluta vandans. Hvað gerir almenningur þegar "aðgerðapakkinn" verður gerður opinber.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2010 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband