2.12.2010 | 13:55
Markmið og árangur af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin er að velta fyrir sér aðgerðapakka fyrir heimilin í landinu. Eitthvað hefur kvissast út um hvað á að gera, en ég ætla í þessum pistli fyrst og fremst að skoða þær hugmyndir sem fengu mesta athygli í "sérfræðingahópi" ríkisstjórnarinnar.
Höfum fyrst í huga hvaða markmið "sérfræðingahópi" ríkisstjórnarinnar voru sett. Skoðum síðan hvaða aðgerðir muni uppfylla þessi markmið. Í skýrslunni segir:
Nauðsynlegt er að markmið aðgerða séu skýr. Flestir ættu að geta sammælst um eftirfarandi markmið:
Fólk hafi þak yfir höfuðið.
Skuldsett fólk nái endum saman.
Byrðum dreift á sanngjarnan hátt.
Aðgerðir skilvirkar, áhrifa gæti fljótt.
Umsýslukostnaður sé sem minnstur.
Við mat á aðgerðum er jafnframt nauðsynlegt að taka tillit til fjölmargra þátta. Meðal annars má nefna:
Áhrif á efnahagslíf og atvinnustig.
Áhrif á ríkissjóð í bráð og lengd.
Áhrif á eigna- og tekjudreifingu landsmanna.
Áhrif á greiðslubyrði lántaka
Áhrif á stöðu lífeyrissjóða í bráð og lengd.
Áhrif á fjárhag Íbúðalánasjóðs.
Áhrif á fjárhag banka og annarra lánastofnana.
Áhrif á efnahagslega hvata einstaklinga og lánastofnana.
Áhrif á framtíðarskipan og fjármögnun íbúðarlána.
Varla er það til of mikils mælst að úrræðin endurspegli þessi markmið og að áhrif ofangreindra þátta séu metin.
Berum nú einstakar hugmyndir sem "sérfræðingahópurinn" var að skoða við markmiðin, þá tryggir sértæk skuldaaðlögun ekki skilvirkni eða að áhrifa gæti fljótt. Hún tryggir heldur ekki að byrðum sé dreift á sanngjarnan hátt, þar sem eingöngu þeir sem eru aftast í veðröð taka á sig byrðarnar. Vissulega munu þeir sem fara í sértæka skuldaaðlögun ná endum saman, a.m.k. í flestum tilfellum. Þó er ákveðinn hópur skilinn útundan. Úrræðið tryggir ekki að fók haldi húsnæði sínu, en eykur líkurnar á því.
110% leiðin sem einnig var skoðuð af "sérfræðingahópnum" virkar verr en sértæk skuldaaðlögun gagnvart öllum markmiðunum. Hún nýtist aftur vel tekjuháum fjölskyldum með mikla yfirveðsetningu.
Hækkun vaxtabóta tryggir ekki að fólk haldi húsnæði sínu eða að skuldsett fólk nái endum saman, en eykur líkurnar á hvorutveggja. Hækkun vaxtabóta skorar aftur hátt í hinum þremur markmiðunum.
Leið HH eykur verulega líkurnar á að fólk haldi heimilum sínum, fækkar umtalsvert í hópi þeirra sem ekki ná endum saman, dreifir byrðum á sanngjarnan hátt þar sem allir lánveitendur taka þátt í því og lántaka sitja uppi með um 40% af hækkun lánanna, aðgerðin er skilvirk þar sem ekki skiptir máli hvar lánið er í skuldaröð og umsýslukostnaður er lítill.
Mér sýnist sem aðgerðapakkinn sem Jóhanna hefur talað um í fjölmiðlum "kosti" allt að 174 milljarða miðað við stöðu lána 1.1.2010. Einhver hluti hans fellur undir dóma Hæstaréttar frá því í sumar, en eftir standa örugglega 125 - 135 milljarðar. Þetta veltur þó á tvennu: 1) hvaða áhrif hafa þök á upphæðir og 2) hvað þarf að lokum að afskrifa mikið af biðlánum vegna sértækrar skuldaaðlögunar. Miðað við núverandi fasteignamat, þá er umframskuldsetning um 125 milljarðar. Það er þá jafnframt sú upphæð sem er umfram 110% eftir lækkun fasteignamats sem tekur gildi í árslok. Eitthvað hefur þegar verið afskrifað eða skuldbreytt, en það hefur áhrif inn í leið HH líka. Yfir 418 milljarðar eru áhvílandi á húsnæði með 60 - 100% skuldsetningu. Með einfaldri nálgun fæst að rúmlega 100 milljarðar af því eru yfir 60% mörkunum. Um 2/3 af þeim hópi er með greiðslugetu fyrir skuldunum og færu því ekki í sértæka skuldaaðlögun, en þá eru um 33 milljarðar eftir sem fara á biðlán. Kostnaðurinn er því 125 + 33 = 158 plús hækkun vaxtabóta upp á 16 milljarða á tveimur árum eða alls 174 milljarðar. Breytt tillaga HH átti að "kosta" á bilinu 129 - 139 ma.kr. allt eftir niðurstöðu varðandi gengistryggð lán.
Það sem ég vil helst vara við, þegar miðað er við fasteignamat eða markaðsverð eigna, er að hvorutveggja verður í lágmarki eða því sem næst í upphafi næsta árs. Þessi nálgun mun líka kalla á argaþras um hvert er raunvirði eignar og kostnað fyrir alla við að útvega nýtt mat tveggja löggiltra fasteignasala. Höfum í huga að yfir 40.000 fjölskyldur eru með skuldsetningu yfir 60% af fasteignamati, þar af rúmlega 20.000 með yfir 100% og 20.000 á milli 60-100% (miðað við núverandi fasteignamat). Það þýðir að tæplega 27.000 fjölskyldur gætu nýtt sér annars vegar höfuðstólslækkun eða sértæka skuldaaðlögun. Það þýðir að löggiltir fasteignasalar þurfa að verðmeta eignir á bilinu 81-108 þúsund sinnum. Taki þeir 10.000 kr. fyrir hvert mat er kostnaðurinn 810 - 1.080 milljónir kr. Taki gerð hvers mats 2 klst. þá tekur það 162-216 þúsund klst. eða 100 - 135 mannár. Það er útilokað að fasteignasalar komist yfir þetta, svo einfalt er það. Niðurstaðan er að fólki verður mismunað. Í flestum tilfellum verður farið eftir fasteignamati, en í öðrum tilfellum verður kallað eftir verðmati löggilts fasteignasala. Ég sé svo sem heldur ekki fyrir mér að fjármálafyrirtækin nái að sinna málum hátt í 27.000 fjölskyldna, þar sem hvert mál er skoðað sérstaklega.
Ræðst á næsta sólarhring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.