30.11.2010 | 23:04
Stjórnvöld skilja ekki vandann
Mér finnst það stórmerkilegt, að þegar Seðlabankinn og Hagstofan eru nýbúin að birta upplýsingar um mjög alvarlega skuldastöðu heimilanna í landinu, þá flýtur ríkisstjórnin sofandi að feigðarósi. Ég hef haft ávæning um hluta af þeim ráðstöfunum sem stjórnvöld ætla að kynna í þessari viku. Sumt er gott, en annað hálf furðulegt í ljósi þess, að þar virðist eingöngu verið að bjargar yfirskuldsettum heimilum, en ekki tekið nægilega vel tilliti til greiðslugetu heimilanna.
Í vinnu "sérfræðingahóps" stjórnvalda um daginn, þá kom fram að 17.700 fjölskyldur ráða ekki við útgjöld og/eða afborganir húsnæðislána. Þá er eftir að taka inn önnur lán, m.a. bílalán. Tölur Hagstofu og Seðlabanka benda til þess að um 40.000 fjölskyldur nái ekki endum saman um mánaðarmót eða eigi í erfiðleikum með það.
Skuldakreppan sem dynur á þjóðfélaginu, er sú fyrsta í heiminum sem ekki er hægt að lina með verðbólgu. Alls staðar annars staðar er verðbólga notuð til að hækka laun umfram skuldir, þ.e. lánveitendur eru látnir taka á sig tjón af kreppunni með neikvæðri ávöxtun eða verulega skertri ávöxtun. Hér kemur verðtryggingin í veg fyrir það. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að prenta fullt af peningum og búa til verðbólgu. Áströlsk stjórnvöld gáfu hverjum einasta landsmanni 900 ástralska dali til að búa til verðbólgu. Hérna eykur verðbólga á vandann.
Óttast að upp úr muni sjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Getur það verið að ekki megi fara í einhverskonar flata leiðréttingu lána sé vegna þess að þá sé um leið viðurkennt að um leiðréttingu sé að ræða, viðurkenning á því að hér hafi orðið forsendubrestur?
Með því að leggja áherslu á sértækar lausnir er auðveldara að tala um niðurfellingu í stað leiðréttingu. Það leiðir einnig af sér þann hugsanhátt að fólki finnist að það sé verið að færa því einhveja ölmusu sem það á í raun ekki rétt á. Niðurlægingin bætist þá ofaná skuldavandræðin, vandræði sem lántakendur eiga eingan þátt í að skapa.
Gunnar Heiðarsson, 30.11.2010 kl. 23:35
Blessaður Er með spurningu sem tengist afnámi verðtryggingar og eignarréttar ákvæði stjórnarskrár. Er ekki hægt að fara í mál við ríkið vegna afnáms verðtryggingar á persónuafslátt sem er eignarupptaka samkvæmt stjórnarskrá?Er ekki afnám verðtryggingar það samkvæmt stjórnvöldum? Kveðja Gunnar Ársæll Ársælsson
Gunnar Ársæll Ársælsson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:00
"Sumt er gott, en annað hálf furðulegt í ljósi þess, að þar virðist eingöngu verið að bjargar yfirskuldsettum heimilum, en ekki tekið nægilega vel tilliti til greiðslugetu heimilanna."
Ert þú alveg viss um að þú hafir hugsað hugsunina til enda þegar þú skrifaðir þetta? Er ekki einmitt verið að taka tillit til greislugetu heimlianna þegar bjarga á þeim sem eru "yfirskuldsett"? Ef þau eru ekki yfirskuldsett, hvers vegna þarf þá að bjarga þeim?
Það vita flestir Íslendingar hversu mikið skaðræði felst í verðbólgu bálinu. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það ábyrgðarlaust að hvetja til þess að það fari af stað aftur.
Ástralía sem þú nefndir er ríkt land og rikið er rekið með afgangi. Ísland er nánast gjaldþrota og sjálfstæði landsins er af þeim ástæðum stefnt í tvísýnu. Vonandi glatast það ekki.
Hörður Þórðarson, 1.12.2010 kl. 04:14
@ Hörður
EF þú þykist ekki geta séð af samhenginu að Marinó er að tala um yfirskuldsett eða veðsett heimili með greiðslugetu og heimil sem eiga ekki fyrir skuldum óháð veðsetningu. hvernig heldurð þá að það sé hægt að taka þig alvarlega í þessari umræðu. ?
Guðmundur Jónsson, 1.12.2010 kl. 12:03
Hvernig stendur á því að Alþingi tekur ekki föstum tökum að setja lög til þess að afnema vísitölu- og verðtryggingakerfið, og setji jafnframt lög um, að öll lánafyrirtæki verði að endurreikna öll lán, - án vísitölunnar, - frá 1, janúar 2008, og endurgreiði öllum lántakendum mismuninn ?
Það virðast flestir geta skilið þetta, nema ríkisstjórnin og núverandi þingmeirihluti Alþingis, - hvað veldur ?
Tryggvi Helgason, 1.12.2010 kl. 13:22
Hörður,
Hófleg verðbólga er af hinu góða, því hún ýtir undir eyðslu og eyðsla ýtir undir framleiðslu og framleiðni. Verðhjöðnun veldur stöðnun. Það er mikill munur á 5% verðbólgu og 50-100% verðbólgu sem ég man eftir á áttunda og níunda áratugnum, sem varð til þess að verðtrygging var komið á flesta hluti. Það sem gleymdist var að afnema þetta í áföngum þegar verðbólgan minnkaði. Þetta hangir allt saman. Án eyðslu geta fyrirtækin ekki staðið undir launum og ef fólk fær ekki laun getur það ekki staðið undir eyðslu. Með því að auka verðbólgu tímabundið geta stjórnvöld komið hjólum atvinnulífsins af stað. Þetta er bandaríski seðlabankinn að gera til þess að kynda svolítið undir efnahagsbata, sem mörgum hér finnst vera ansi hægur!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 2.12.2010 kl. 03:27
@Arnþór
Eru íbúðarlán verðtryggð í Bandaríkjunum? Ekki mega heimilin við hóflegri hækkun skulda vegna hóflegrar verðbólgu hér á landi. Eða er ég eitthvað að misskilja þetta?
Eyjólfur G Svavarsson, 2.12.2010 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.