22.11.2010 | 17:00
Nokkur frumvörp til skoðunar - Almenningur borgar milljarða meðan bankar borga milljónir
Nú hrúgast inn á Alþingi alls konar stjórnarfrumvörp. Mig langar að tæpa hér aðeins á efni þriggja, þ.e. mál 200 um ráðstafanir í ríkisfjármálum, 196 um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki og 238 um úttekt á fjárhagsstöðu fyrirtækja og heimila.
Byrjum á þingmáli nr. 200. Þar er verið að leggja til að heimilin í landinu fái lægri bætur og greiði hærra skatta en áður. Mismunurinn nemur um 10 milljörðum kr.
Þá er það þingmál nr. 196 um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Þar er lagt til að fjármálafyrirtækin greiði 0,045% skatt af skattstofni sem nær til hluta skulda fyrirtækjanna til að bæta ríkinu upp tjón sem hrunið olli. Mér telst til að upphæðin nemi núna um 422 milljónum króna.
Það er náttúrulega fáránlegt, að heimilin eigi að bera 10 milljarða vegna tjónsins sem fjármálafyrirtækin ollu, en nýju kennitölur þeirra rétt um 422 milljónir. Er þetta ekki eitthvað öfugsnúið? Síðan eiga heimilin auk þess að greiða fjármálafyrirtækjunum það tjón sem heimilin sjálf urðu fyrir. Hvað er það eiginlega sem kemur í veg fyrir að fjármálafyrirtækin og lánveitendur þeirra beri sjálf þetta tjón? Hvers vegna geta nokkrir "snillingar" sett fyrirtæki sín á hausinn og sent okkur reikninginn? Ef þetta hefði verið einkafyrirtæki í öðrum rekstri, þá hefði mönnum aldrei dottið í hug að skattgreiðendur ættu að bera tjónið. Kröfuhafar eru ábyrgir fyrir sínum útlánum og gjörsamlega kolvitlaust að ríkissjóður sé að hlaupa undir bagga. Fyrirtækin sem lánuðu íslensku "snillingunum" voru með sína áhættustýringu og hafi hún klikkað, þá er það þeirra mál. Mistök í útlánum þessara fyrirtækja til íslenskra "snillinga" kemur ríkissjóði og almenningi ekki við. Því fyrr sem við förum að haga okkur með þetta í huga, því fyrr náum við að rétta úr kútnum.
Loks er það þingmál 238 um úttekt á fjárhagsstöðu fyrirtækja og heimila. Henni á að vera lokið 1. janúar 2014! Þarf ég að segja meira. Það er gott að fara í svona vinnu, en að ætla sér 3 ár í verkið er eiginlega ótrúlegt. Í frumvarpið vantar auk þess skýringar á því hverjir eiga nákvæmlega að vinna úr upplýsingunum. Ætlar efnahags- og viðskiptaráðherra að stofna deild innan ráðuneytisins? Er gerðar menntunarkröfur til þeirra sem eiga að vinna úr upplýsingunum. Satt best að segja, þá held ég að betra væri að endurvekja Þjóðhagsstofnun eða setja þetta verkefni inn í Hagstofuna. Síðan geri ég verulegar athugasemdir við það ákvæði laganna sem snýr að öryggi upplýsinganna. Þar segir að ráðherra skuli gera viðeigandi öryggisráðstafanir án þess að vísa til þess hvaða viðmið skuli nota, þ.e. um að söfnun, vinnslu, varðveislu og meðhöndlun upplýsinganna skuli gilda ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Mætti m.a. hafa hliðsjón af 2. gr. laga nr. 100/2010 um umboðsmann skuldara.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 423
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Dásamlegt eða hitt þó heldur. Bullið og kjaftæðið tekur engan enda.
Kannski ættum við að taka í alvöru upp aðferð Cantona í Frakklandi.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 22.11.2010 kl. 17:33
Sérðu nokkra líkingu við Icesave málið?
Guðjón Emil Arngrímsson, 22.11.2010 kl. 18:21
Þeir semja ekki frumvörpin, heldur virðast þeir fá þau tilbúin til afgreiðslu frá AGS. Ég fæ ekki annað séð.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 19:25
Sæll Marinó,
Mér sýnist þetta vera einhverskonar lengri tíma gagnaöflun og úrvinnsla.
"Með frumvarpinu er lagt til að á vegum efnahags- og viðskiptaráðherra fari fram víðtæk rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila yfir nokkurra ára tímabil. Er það gert í ljósi tímabundinna og óvenjulegra efnahagsaðstæðna heimilanna en nauðsynlegt er að afla stjórnvöldum betri yfirsýn yfir þær til þess að auðveldara verði að taka ákvarðanir um viðbrögð."
Mér sýnist þetta vera svona gagnaöflunarprógram sem gæti nýst í framtíðinni. Sennilegar til að sýna að ríkisstjórnin sé að gera eitthvað. Hver heldur þú að nenni að lesa þetta og rekast á 2014 í þessu;) Þetta verður nýjasta útspilið til bjargar heimilunum, sannaðu til!
Kveðja
Arnór Baldvinsson, 22.11.2010 kl. 19:50
2014 ??? Eru þau að f'n hæðast að okkur ???!!!
Guðmundur Ásgeirsson, 22.11.2010 kl. 22:13
Það má auðvitað ekki íþyngja þessum blessuðu fjármálafyrirtækjum. Þetta eru búin að vera erfið ár hjá þeim. Er ekki ofmat hjá Steingrími að þau geti borgað 422 millur.
Er bara ekki réttast að við almenningur borgum það líka svona til að gæta sanngirni.
Sigurður Sigurðsson, 23.11.2010 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.