17.11.2010 | 23:07
Guðmundur Franklín hnoðar saman leirburði
Fuglatíst á ónefndum miðli birtir leirburð eftir Guðmund Franklín Jónsson. Hann er svona:
Marinó og félagar vilja sameina HH og Borgarahreyfinguna og ætla í pólitík vinstra megin við miðju. Það er alltaf erfitt að hafa bara eitt áhugamál. Það er samt svo freistandi að komast í 40 milljónirnar sem Borgarahreyfingin fær frá ríkinu í janúar.
Bara svo það sé á hreinu, þá er ekkert til í þessum málflutningi. Ég var beðinn um að mæta á fund sl. sunnudag og þegar leið á fundinn komst ég að því að hann hafði verið boðaður á fölskum forsendum. Verið var að kynna nýjar hugmyndir Borgarahreyfingarinnar. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á að taka þátt í pólitísku starfi á vegum Borgarahreyfingarinnar og mun því ekki mæta á fleiri svona fundi. Ég lít svo á að ég hafi verið blekktur til að koma á fundinn, en hefði ég aldrei láð máls á því að mæta, ef ég hefði vitað að þetta væri gert í nafni Borgarahreyfingarinnar. ALDREI!
Ég veit ekki hvaða "félagar" þetta voru sem GFJ vísar til. Vissulega þekki ég fólk sem var á fundinum, en ekkert þeirra er í framvarðarlínu Hagsmunasamtaka heimilanna.
Mér finnst hún merkileg þessi ófrægingarherferð sem farin er í gang. Hvert er markmið hennar? Hver er tilgangurinn? Af hverju geta menn ekki bara flutt fréttir sem eru sannleikanum samkvæmt? Ætli GFJ sé að hefna sín fyrir að ég vildi ekki ræða við hann í sumar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 0
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 197
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marinó, mætum á Austurvöll fimmtud. 18. kl. 14.00, biðjum
Alþingi um, frjálsar handfæra veiðar, sem leysa
fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga!
Aðalsteinn Agnarsson, 17.11.2010 kl. 23:38
Hver hlustar svo sem á Guðmund Franklín???
Og BH fékk engar 40 milljónir
Ég verð nú líka að segja að ég er mjög fegin að hafa skráð mig úr BH þegar ný stjórn tók við, sérstaklega þegar ég les þessa færslu
Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 00:15
Já hvað vakir fyrir Guðmundi Franklin, milli þess sem hann talar máli kvótagreifa?
Ófrægingarherferð (Smear campaign)
Eitt er víst að G. Franklin er komin út úr skápnum.
Gunnar Waage, 18.11.2010 kl. 00:22
Hjálpa þér að koma þessu áfram
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2010 kl. 00:50
Þessi Guðmundur Franklín er ekki beint að búa til traust. Svona bakstungupólitík kemur beint í bakið á þeim sem mundar hnífinn.
Hörður Sigurðsson Diego, 18.11.2010 kl. 03:02
Rauði herinn á Þingeyri, söfnun almennings fyrir síman, og ein núna bara um daginn, að ásækjast annara fé???? Margur heldur mig sig. Ég er afar ánægð með þitt góða starf Marínó og treysti þér fullkomlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2010 kl. 08:13
Ófrægingarherferðin sem AMX hefur hafið gegn HH og þér persónulega Marinó skapast væntanlega af ótta. Þetta er sú aðferð sem notuð er þegar rök eru ekki lengur til staðar.
Fulglatístið í AMX er nánast alltaf ritað án þess að nokkur setji nafn sitt við, enda varla von að nokkur þori slíku. Sjálfsagt hefur þetta átt að vera einskonar grín skrif en eru orðin frekar rætin. Ekki er hægt að taka það sem þar kemur fram sem neinn sannleika og furðulegt að menn eins og Guðmundur Franklín skuli leyfa að nafn hans sé notað í skrifum þar. Reyndar undarlegt að nokkur skuli láta vitna í sig á þeirri síðu, þar sem einginn veit hver er tekinn fyrir næst. Guðmundur Franklín gæti allt eins átt von á að verða fórnarlamb smáfuglanna á AMX.
Halltu þínu striki Marinó!!
Gunnar Heiðarsson, 18.11.2010 kl. 08:51
Kæri Marinó, haltu áfram baráttunni. Þessi ágæti G.F. hefur oft farið hamförum á Útvarpi Sögu. Ekki taka mikið mark á honum.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 18.11.2010 kl. 09:24
Látum svonalagað sem vind um eyru þjóta. Allir með eitthvað í hausnum vita að þú ert að gera góða hluti fyrir land og lýð. Gangi þér vel og hafðu þökk fyrir að berjast fyrir okkur.
Gylfi Björgvinsson, 18.11.2010 kl. 10:43
Svo má benda á að BH er ekki að fara fá einhverjar 40 milljónir í janúar, þó það komi þessu máli ekki beint við.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 17:16
Nei þær eru 25 ef ég man rétt. Af einhverjum ástæðum hefur Gúndi ekki séð ástæðu til að gagnrýna það sem í raun er gagnrýnisvert sem er að XO skuli fá alla þessa fjárhæð þrátt fyrir að vera ekki með þingmenn og þar með ekki í neinum tengslum við alþingi.
Þarna er galli í lögum um stjórnmálahreyfingar á ferðinni sem núverandi valdhafar eru ekkert að leiðrétta enda eru þeir með þessu búnir að múta byltingunni.
Þetta er alvarlegt mál en Hagsmunasamtökin koma því ekkert við, þvílíkt bull segi ég nú bara.
Guðmudur Franklin er oft ansi ónákvæmur í sínum malflutningi en þetta er undarlegt útspil hjá þessum foringja nýs stjórnmálaafls; Vinstri Grænna.
fOKKING PÓLITÍK
Gunnar Waage, 18.11.2010 kl. 17:37
Hægri:) Grænna
Gunnar Waage, 18.11.2010 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.