Leita í fréttum mbl.is

Samkvæmt þessu má auglýsa vef um kynlífsþjónustu

Hann er merkilegur rökstuðningur lögmannsins, að auglýsa megi vefsvæði sem inniheldur þjónustu sem er bönnuð.  Samkvæmt þessu er heimilt að auglýsa vef, þar sem boðið upp á kynlífsþjónustu, þó svo að slík þjónusta sé bönnuð með lögum.  Það er jú bara verið að auglýsa vefinn!

Menn geta ekki skilið á milli vefsvæðis og þjónustunnar sem vefsvæðið er ætlað að auglýsa eða kynna.  Vefsvæðið er ekkert án þjónustunnar og þjónustan ekkert án vefsvæðisins.  Ef vefsvæðið innihéldi bara almennar upplýsingar um leiki, þ.e. væri fræðsluvefur, án þess að hvetja til þátttöku í leikjunum eða benda á staði nema með almennum hætti, þar sem hægt að stunda leikina, þá lítur málið öðruvísi við. En svo er ekki.  Fari maður inn á umrætt vefsvæði, þá blasa við tenglar inn á tungumálasvæði með leikjum.  Efst á síðunni segir:  "Welcome to poker, betting, casino and more thrills - what's yours?"  Vefurinn gengur sem sagt út á að auglýsa þjónustu sem bannað er að auglýsa hér á landi með þessum hætti.

Ég tek það fram, að ég er á engan hátt að taka afstöðu til þess ágreinings sem felst í banni við að auglýsa þá þjónustu sem umræddur vefur býður upp á, enda hef ég að lifibrauði að hjálpa slíkum fyrirtækjum sem og öðrum að halda starfsemi sinni öruggri.


mbl.is Ekki happdrætti heldur vefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvernig er hægt að kveða svona hundalógik og útúrsnúninga niður? Eiga dómstólar að ráða öllu okkar lífi stóru og smáu? Ég legg til að farið verði að beita stórfelldum sektum gegn lögmönnum sem iðka svona hundalógik sem kallar á tilefnislaus réttarhöld

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.11.2010 kl. 15:22

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er svona álíka gáfuleg lögfræði og þegar lögfræðingur SP-Fjármögnunar hélt því fram við mig að tiltekinn verknaður sem er ólöglegur yrði einhvernveginn löglegur ef um hann væri gerður samningur, og rökstuddi það með almennu samningsfrelsi.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 15:32

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er athyglisvert að fylgjast með rökræðu lögmanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2010 kl. 16:21

4 identicon

Þessi samlíking er sniðug, en hún er röng.

Ef starfsemin sem auglýst er, er ekki starfrækt á Íslandi, þá er ekki verið að brjóta íslensk lög þó íslensk vefsíða selji auglýsingabirtingar til slíks reksturs.

Það væri þá alveg eins hægt að banna innflutning blaða og tímarita sem hafa áfengis og tóbaksauglýsingar, nú eða auglýsingar frá vændiskonum.

Svo er þar líka grátt svæði. Hvað ef reksturinn er löglegur en auglýsingarnar ekki, eins og gildir um áfengi og tóbak? Hvernig ber þá að taka á því ef Reyka Vodka kaupir auglýsingu í erlendu tímariti sem selt er hér á landi? Ná íslensk lög út fyrir landssteinana?

Þessi sífellda bannárátta Íslendinga er fyrir löngu orðin hlægileg.

Einfaldara væri bara að afnema bann á fjárhættuspil og kynlífsþjónustu og þá værum við ekkert að ræða þetta í dag. Byrja kannski bara smátt, með því að afnema bann á auglýsingar fyrir löglegar vörur.

Jón Ólafur Sverrisson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 17:33

5 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Ekki tel ég alla svo heimska eins og þú telur. Að fara að spila sig að fýfli þó þeir keyri framhjá einu flettiskilti. Og í guðana(ásana) bænum hættu að trú að allir séu þú.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 10.11.2010 kl. 01:58

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Út í hvern ert þú svona öfugsnúinn, Guðmundur?  Það er enginn að tala um flettiskilti hér nema þú.  Aðrir eru að tala um röksemdarfærslu.

Marinó G. Njálsson, 10.11.2010 kl. 08:16

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rétt hjá þér Marinó. Með sömu rökum væri einnig hægt að leyfa auglýsingar á vefsvæðum sem kynna ákveðnar áfengistegundir, fíkniefnum, og nefndu það bara. Þetta er dæmigerður Pandórukassi.

Hrannar Baldursson, 10.11.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1681283

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband