Leita í fréttum mbl.is

40 - 50 milljarðar af hvaða upphæð?

Gengisbundin lán heimilanna eru talin nema um 270 milljörðum, þó talan sé á reiki.  Samkvæmt tölum FME er bókfært virði þeirra um 186 milljarðar og FME reiknaði út að áhrifin af þeim hugmyndum, sem Árni Páll Árnason vill setja í lög, séu um 46 milljarðar.  Margir lánveitendur eru þegar búnir að bjóða í á annað ár úrræði, sem gera jafnvel betur en tilboð ráðherra.  Spurningin er hvort lán þessara lántaka séu með í útreikningum ráðherra eða eru fyrir utan.

Öllu máli skiptir út frá hvaða tölum er gengið.  Er gengið út frá bókfærðu virði eða er það kröfuvirði?  Þetta skiptir öllu máli, þar sem oft getur verið himinn og haf þarna á milli.

Ég held að tölur ráðherra segi ekki alla söguna.  Lækkun höfuðstóls þarf ekki að þýða lækkun greiðslubyrði.  Hvaða gagn er af því fyrir einstakling í greiðsluvanda að höfuðstóllinn lækki?  Jú, vissulega gæti bíllinn eða húsið orðið seljanlegra, en svo ég noti orðfæri bankamanna, þá er núvirt greiðsluflæðið vegna lánsins ýmist hið sama eða það hefur hækkað.  Hver þá tilgangurinn með þessu?

Það er ákaflega takmarkað gagn af svona aðgerð nema hún leysi vandann eins mikið og hægt er bæði í nútíð og framtíð.  Ég get ekki séð að tillögur ráðherra geri það


mbl.is Öll gengislán í sama flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Semsagt - talnaleikur til að blekkja okkur og fegra ráðherrann og bankana. EKKI TIL AÐ AÐSTOÐA ALMENNING Í LANDINU.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.10.2010 kl. 09:41

2 identicon

"Lækkun höfuðstóls þarf ekki að þýða lækkun greiðslubyrði.  Hvaða gagn er af því fyrir einstakling í greiðsluvanda að höfuðstóllinn lækki?"

Nákvæmlega. Þegar allt kemur til alls er þetta spurning um hvaða tekjur fólk hefur, það sem lögfræðingar kalla "aflahæfi". Mér þykir það jákvætt þegar forystumenn í HH fara að halla sér að raunverulega vandanum (kaupmáttarrýrnunin) og leggja af óraunhæfar kröfur um almennar skuldalækkanir.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 17:27

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ómar, ég veit ekki hvað þú þekkir til okkar hjá HH og hvað við höfum sagt, en skilningur þinn á okkar málflutningi hefur greinilega ekki verið réttur hingað til.  Við höfum alltaf barist fyrir því að fara þarf saman lækkun skuldarbyrði og lækkun greiðslubyrði.  Þú getur flett í gegn um allan okkar málflutning og þú munt hvergi finna neina tilvísun, þar sem við segjum annað, nema blaðamanni/fréttamanni hafi tekist að misskilja orð okkar.

Það við höfum líka sagt, og það kannski það sem veldur þessum misskilningi hjá þér, er að greiðslugetan er ekki allt.  Þá erum við að meina, að stór hluti lántaka ræður við að greiða af lánum sínum, en hefur í staðinn þurft að fórna lífsgæðum, taka út sparnað (m.a. séreignarsparnað) eða jafnvel fá peninga að láni frá sér nákomnum.  Samtökin telja að ekki megi líta framhjá þessu fólki, þegar verið er að leiðrétta lánin.  Fyrir utan þennan hóp er annar hópur, sem lifir góðu lífi, þrátt fyrir hækkun lánanna.  Við höfum ekki verið sérstaklega að berjast fyrir þennan hóp nema út frá því réttlætissjónarmiði að stjórnendur og eigendur bankanna frömdu glæpi gegn öllum landsmönnum með hátterni sínu.  Spurningin er allt hvort að maðurinn sem á tvo jeppa og lendir í árekstri eigi að fá bíl sinn bættan eða ekki.  Þegar þeir peningar sem eru til skiptanna eru af takmörkuðu magni, þá er freistandi að láta þennan hóp verða útundan.

Marinó G. Njálsson, 23.10.2010 kl. 17:57

4 identicon

Það er hreint með ólíkindum að heyra ráðherra í ríkisstjórn Íslands tala eins og Árni Páll talaði í gær þegar hann var að útksýra hvað frumvarpið sem hann leggur fram varðandi gengistryggðu lánin fæli í sér. Hann sagði m.a. að fjármálastofnanir sem hann hafi verið í sambandi við hefðu verið jákvæðar gagnvart frumvarpinu. Þessi ummæli eru með ólíkindum. Gerir ráðherrann sér ekki grein fyrir að fjármálastofanir sem hann hefur verið í samráði við séu himinlifandi yfir slíku frumvarpi? Dettur Árna Páli einungis í hug að ráðfæra sig við þá aðila sem brutu lögin en ekki þolendur - lántakendur. Það er eins og Árna Páli komi heimilin í landinu ekki við og standi algjörlega á sama um afdrif þeirra.

Síðan sagði Árni Páll að lánin myndu lækka að meðaltali um 1 til 1,5 milljón hjá hverjum lántakanda. Hvað er ráðherrann að fara? hvað á hann við? 1 til 1,5 millj. af hvaða upphæð? Á hann við af upphaflegu láni (varla)? Á hann við af láninu eins og það stendur í dag? Eða eins og þau voru þegar krónan var sem veikust?  ÉG hreinlega starði á sjónvarpsskjáinn og hugsaði; heldur maðurinn virkilega að fólk gleypi þessa útksýringu eða er hann svona skyni skroppinn að halda að fólk átti sig ekki á hlutnum? Hvað munar um 1 til 1,5 millj lækkun á tugmilljóna skuld? fólk finnur ekki fyrir þessari upphæð við greiðslu á lánunum. Hvern er Árni Páll að reyna að blekkja? Ekki fjármálastofnanir og heldur ekki þolendur (greiðendur).

Nú eru myntkörfulánsmál fyrir dómstólunum, ég spyr, getur ÁRni Páll ekki beðið eftir niðurstöðu frá þeim? Ef frumvarpið hans ÁRna verður komið í gegnum Alþingi þá verða dómstólarnir að dæma samkv. þeim lögum. Er tilgangur Árna ef til vill sá?

SOLO (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 21:46

5 identicon

Ég hef verið að skoða útreikninga sem ég fékk frá SP fjármögnun því ég er mjög ósátt við að standa nánast í sömu sporum og þegar ég tók lánið í upphafi. Mér sýnist þetta vera leikur að tölum og að fjármögnunarfyrirtækin munu fá sitt og vel það....og ég þarf að fá að tjá mig um þettað og fanst síðan þín vera ágætis vettvangur til þess. Líklega  veist þú Marinó eitthvað meira um þessi mál en ég. 

Ég tók bílalán í sept 2006 uppá 2.556.122 kr til 7 ár . Ég hef greitt af því í 45 mánuði en inni í því eru 4 mánuðir þar sem eingöngu voru greiddir vextir og 8 mánuðir þar sem greitt var af láninu eins og fyrir hrun með 25% viðbót á þá upphæð.

Miðað við yfirlit yfir greiðslur fram að dómi hæstaréttar, kom fram að ég hefi greitt kr. 1.507.610 - af höfuðstól og kr. 402.235- í vexti eða samtals kr. 1.909.845-. Þetta segir mér að miðað við upphafs höfuðstólinn þá var kr. 1.048.501 eftir af honum.

Þegar svo þessi langþráði útreikningur kom ,eftir að búið var að leiðrétta  villu í útreikningi hjá þeim sem tóku lán fyrir árið 2007 ???  , þá kemur í ljós að höfuðstóllinn er  núna kr. 1.562.312 -  og að ég á vangreidda vexti uppá kr. 618.683- . 

Ég geri mér grein fyrir að ég á vangreidda vexti því vaxtaprósentan var há frá upphafi lánsins alllt til í júlí 2009 að hún fór verulega að lækka.

Það sem er að trufla mig núna eru forsendurnar fyrir endurútreikninginum .   Af hverju fæ ég ekki að halda því að ég hafi greitt þessa upphæð inn á höfuðstólinn sem kom fram í yfirlitinu yfir lánið þ.e 1.507.610- .    Af hverju er ekki hægt að skipta þeirri upphæð jafnt á þessa 45 mánuði og þá er ég að greiða höfuðstólin niður um 33.502 kr á mánuði + vexti, sem gerir að vísu afborgun háa í byrjun en lækkar höfuðstólinn jafnt og þétt og þá stofnin til vaxtarútreiknings í leiðinni .  

Í endur útreikningi  lætur SP afborgun af höfuðstól vera mjög lága sem svo stig hækkar í hverjum mánuði. heildargreiðslur eru rokkandi  og lækka svo undir lok þessara 45 mánaða...  en þessi útreikningur er óhagstæður fyrir mig því það gengur svo hægt á höfuðstólinn......

Ég ákvað að reikna lánið á mínum forsendum með jafnaðar greiðslu af höfuðstól ( tók þessar 1.5 miljónir sem hafið verið greitt inn á höfuðstólinn samkvæmt eldra yfirliti og deildi í með 45 mánuðum og  gerir það  kr. 33.507) og svo þá vexti sem SP leggur til grundvallar í hverjum mánuði  (vexti seðlabanka)  og þegar niðurstaða mín er komin þá kemur í ljós að ég skulda hærri vexti eða kr. 656.117- en í staðin er  höfuðstóllinn  komin í kr. 1.048.501-  sem gerir að ég á eftir að greiða SP kr. 1.704.618 -  í stað kr. 2.219.814. eða rúmri hálfri miljón minna .  

Minn útreikningur er ásættanlegrir þó ég sé ekki sátt við að þurfa að greiða þessa háu vexti því það er alveg ljóst að við hefðum ekki tekið lán í upphafi á tæpum 16% vöxtum og ég tala nú ekki um þegar vextir fóru í 21% . 

Nú er það spurningin ...var einhver formúla á því hvernig ætti að endurreikna þessi gengislán....?

Er lánastofnun með sjálfsákvörðunarétt hvernig hún reikna út lánin?

Getur lánastofnunin ákveðið hvernig þær greiðslur skiptast sem ég hef greitt af láninu..? 

Mér finnst þegar ég hef farið yfir mín mál að Fjármögnunarfyrirtækið mun ekki tapa á að hafa átt viðskipti við mig, ég verð búin að greiða vel á aðra miljón í vextir þegar upp er staðið... Bíll sem kostaði 3.9 miljónir í upphafi mun verða nær 6 miljónum í lok minna viðskipta við SP eftir 51 mánuð eða  4 ár og 4 mánuði.

Sigríður Þórðardóttir (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 22:07

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigríður,  staðreyndin er sú, að þetta fyrirkomulag að borga vexti SÍ í staðinn fyrir gengistryggingu kemur almennt verr út fyrir lántaka, ef lánið er tekið fyrir ákveðinn tíma.  Þú ert greinilega í þessum hópi.  Ég hef bent á þetta oft og mörgum sinnum og ætla Hagsmunasamtök heimilanna að fara með svona mál til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.  Við erum að safna saman málum, til að senda út, þar sem við teljum þessa málsniðurstöðu vera skýlaust brot á neytendaverndartilskipun  ESB, sem íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að hlíta.

Marinó G. Njálsson, 24.10.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband