22.10.2010 | 19:25
Afstýra þarf þessu stórslysi
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur tvisvar fengið þá flugu í höfuðið, að réttlæti felist í því að skipta einum forsendubresti út fyrir annan. Í fyrra skiptið kom Hæstiréttur honum til bjargar og staðfesti það sem margir vissu, að gengistrygging væri óheimil verðtrygging. Nú hefur Hæstiréttur dæmt í bílalánamáli og kveðið upp að í því máli sé rétt og hagkvæmara fyrir lántakann að notaðir séu lægstu verðtryggðir vextir Seðlabanka Íslands. Þetta greip ráðherrann á lofti og hugsaði greinilega ekki nógu djúpt. Niðurstaðan var að allir lántaka gengistryggðra lána hlytu að vera betur settir með vexti Seðlabanka Íslands, hvort heldur verðtryggða eða óverðtryggða, án tillits til lánategundar, hvenær lánið var tekið og hve mikið er eftir á lánstímanum. Til að bíta nú höfuðið af skömminni, þá skal ganga á rétt neytenda til að fá ofgreiðslur endurgreiddar með því að skikka lántaka til að sjá á eftir þeim inn í fyrirtæki, sem við vitum ekkert hvort að séu á vetur setjandi.
Einn banki hefur þegar byrjað að senda lántökum út upplýsingar um stöðu lána sinna. Margir hrósa happi yfir því sem þeir sjá, en aðrir eru augljóslega að fá styttri endann á stráinu. Fjöldi fólks hefur haft samband við mig til að biðja mig um að fara yfir útreikninga og ennþá fleiri haft samband til að lýsa furðu sinni á því sem það sér. Í öllum tilfellum held ég að fólki finnist tölurnar lánveitanda hagfelldari en glamur þeirra sem lýst hafa yfir ánægju sinni yfir málsmeðferðinni hefur gefið í skyn. Ekki bætir út skák að útreikningar eru það ruglingslegir á köflum, forsendur vantar oft eða eru illa útskýrðar eða þá að mistök hafa verið, að nær útilokað er fyrir leikmann að átta sig á því hvað er rétt. Raunar gengur það svo langt, að á fundi með starfsmönnum viðkomandi fjármálafyrirtækis, þá áttu viðmælendur mínir í megnustu vandræðum með að skilja útreikninga. En burt séð frá svona "tæknilegum" vandamálum (sem auðvelt verður að leysa og ég á ekki von á að nokkur verði að endingu rukkaður um meira en rétt er miðað við dóma Hæstaréttar), þá eru það þeir sem skulda fjármálafyrirtækinu pening, þó þeir hafi alla tíð greitt heimsenda greiðsluseðla.
Ég er með nokkur dæmi fyrir framan mig, þar sem fólk hefur lent í þessu. Hvernig getur það verið að sá sem hefur alltaf staðið í skilum geti verið krafinn um upphæð umfram það viðkomandi hafi greitt? Hvað þá að upphæði hlaupi á tugum, ef ekki hundruðum þúsunda? Sjálfur hef ég reiknað, að greiðslur af húsnæðisláni sem ég tók hækki um allt að 300% fyrir þann tíma sem stóð í skilum, ef ég verð þvingaður til að færa lánið yfir í lán samkvæmt vöxtum Seðlabanka Íslands og hinn kosturinn er að borga af stökkbreyttum höfuðstóli. Ég get vel skilið að fjármálafyrirtækin taki þessu fagnandi.
Margt í frumvarpi ráðherra er til þess að greiða úr flækju og er það hið besta mál. Að tengja öll lán við vexti Seðlabanka Íslands er Hér er stórslys í uppsiglingu og því verður að afstýra. Vekja þarf viðskiptaráðherra af hinum rósrauða draumi sem hann er fastur í. Ein leið er t.d. að ráða reiknifæran mann inn í ráðuneytið eða kaupa slíka vinna að.
Ég á sæti í "sérfræðinga hópi" forsætisráðuneytisins sem er að reikna út vanda lántaka. Ég er hræddur um að leið ráðherra muni auka vanda heimilanna svo mikið, að vinna hópsins ónýtist við setningu laganna, fari þau á annað borð í gegn um þingið. Vissulega er ýmislegt í frumvarpinu sem ætlað er að auka á skýrleika og tryggja samræmi, en það þýðir jafnframt að tryggja á að allir sitji í súpunni saman. Ég raunar geng svo langt að segja að þetta frumvarp (sem ég hef séð í drögum), ef það fer óbreytt í gegn, að það muni stefna mjög mörgum þeirra sem eru með svona húsnæðislán beint í gjaldþrot.
Sú staðhæfing að 50 milljarðar verði færðir frá bönkum til lántaka er með öllu órökstudd. Verið getur að höfuðstóll lánanna lækki, en í staðinn standi eftir háar vangreiddar fjárhæðir sem munu líklegast bætast beint á höfuðstól nema fólk geti töfrað þessa upphæð upp úr tómum peningahatti. Og þó svo að höfuðstóllinn lækki, þá skiptir það ekki miklu máli, ef greiðslubyrðin er sú sama. Ég reikna með því að fólk velti ekki mikið fyrir sér hvort krónurnar sem greiðir fari í afborgun af höfuðstóli eða vexti. Gjalddagagreiðsla sem byrjaði í 37.000 kr. og hefur hækkað í 53.000 kr. heldur áfram að vera 53.000 kr. eftir talnaleikfimi ráðherra og hverju er fólk þá bættar? Síðan má fara út í vangaveltur um núvirðingu lánsins og fleiri þannig atriði.
Frumvarp um gengislán lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
15.000 Án vinnu, þúsundir manna flúnir úr landi, Árni Páll, lofaði
þjóðinni frjálsum handfæraveiðum, aðgerð sem leyst hefði
atvinnuvanda Íslendinga!
þessi maður, hefur ekki lyft litla putta, til að efna þetta loforð!!!
Aðalsteinn Agnarsson, 22.10.2010 kl. 20:21
Svona fer þegar minkur er settur yfir hænsnabúið. - Það var ekki við öðru að búast,Árni hefur verið duglegur að setja upp sýndaraðgerðir og leikrit að undanförnu ásamt ríkisstjórninni,ætti að snúa sér alfarið að leiklistinni.
Kristján Jón Blöndal (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 21:07
Ég er sammála flestu sem þú skrifar um þetta frumvarp sem mætti gjarnan bera yfirskriftina "Aðgerðir í þágu fjármálafyrirtækjanna", en...
Það þetta með höfuðstólinn sem Árni Páll og gagnrýnislausir fjölmiðlar sögðu að lækkaði um 50 milljarða. Nú er það þannig að gengistryggingin hefur klárlega verið ólögleg síðan 2001 og ágreiningur er aðallega um það hvort að þessi myntkörfulán séu íslensk lán með gengistryggingu eða erlend lán. Í öllum þeim dómum sem hafa fallið (nema þeim fyrsta) hefur úrskurðurinn verið á þann veg að um íslenskt lán sé að ræða og að gengistrygging sé ólögmæt.
Þá er það milljón dollara spurningin: Hækkaði það í raun og veru sem lögin bönnuðu hækkun á?
Án gengistryggingar hækkaði ekki höfuðstóll gengistryggðu lánanna. Þvert á móti hefur hann lækkað þar sem lántakendur hafa staðið skil á afborgunum af lánum sínum, og það með ólögmætum viðbótarálögum. Því er þess vegna ranglega haldið fram að lækkun hafi orðið á höfuðstól umræddra lána. Það er hins vegar þægilegra fyrir ráðherra bankamála að láta líta út fyrir að heimilin hagnist á þessum lagabreytingum.
Annað sem þú minntist ekki á er fyrirhuguð breyting á gr. 18 í lögum nr. 38/2001. Þar segir:
18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.
Greinin eins og hún hefur verið hingað til leggur þá skyldu á kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega þurft að greiða vegna ógildingar samnings. Ekki er kveðið á um skyldur skuldara að bera ábyrgð á ógildum samningi. Í breytingarfrumvarpinu stendur hins vegar eitthvað á þá leið að endurreikna skuli lánið frá lántökudegi samkv. 4. gr. (óverðtryggðum vöxtum SÍ) og bæta við höfuðstól eða draga frá eftir því sem við á. Þannig stendur til að gera skuldara meðábyrga fyrir ógildum samningum sem þeir áttu þó ekki þátt í að semja.
Algjörlega er skautað framhjá þeim lögum Evrópusambandsins sem segja að samningum megi ekki breyta nema til hagsbóta fyrir neytendur. Íslensk lög hafa verið uppfært til samræmingar og þess vegna er hér verið að mælast til lagasetningar sem er í raun brot á lögum!
Annars bendi ég á eigin færslu um sama mál:
http://siggi-hrellir.blog.is/blog/siggi-hrellir/entry/1109096/
Sigurður Hrellir, 22.10.2010 kl. 21:15
Ég upplifi mikla sorg í mínu hjarta vegna þess miskunnarleysis sem virðist vera ríkjandi í samfélaginu gagnvart skuldurum.
Öll fjármálafyrirtæki (líka Lífeyrissjóðirnir) þurfa á lántakendum að halda til að ávaxta sitt fé.
Kúabóndinn fóðra kýrnar sínar vel og skynsamlega og stillir mjaltavélina svo hún gangi ekki nærri júgrum kúnna.
Lántakendur hafa margir hverjir verið settir á lélegan ofbeyttann úthaga og síðan er mjaltavélin stillt á ofursog.
Árangurinn er að lántakendur lifa ekki af fjárhagslega og það hlýtur að vera skaði fyrir fjármálafyrirtækin (líka Lífeyrissjóðina)
Græðgin er orðin svo yfirþyrmandi og skíturinn svo mikill.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.10.2010 kl. 22:33
Takk fyrir þetta, Marínó - þ.e. magnað hvernig Árni Páll hefur alltaf komið fram eins og í reynd talsmaður fjármagnsins, þess vörslumaður.
Að sjálfsögðu skv. dómi hæstaréttar - þá er ekkert verið að gefa eftir, þ.s. hækkun var að sjálfsögðu ólögleg.
En, fjölmiðlar hérlendis virðast alveg sérdeilis forheimskir þ.s. fréttamenn virðast einungis líta svo á, að ég er hér til að þiggja laun og láta ráðherrann minn líta vel út í sjónvarpi.
An aldrei þegar bullið vellur út úr þeim, eins og þetta að verið sé að gefa heimilunum e-h, þá kemur enginn fram með augljósu spurninguna - "en ráðherra þíðir ekki dómur hæstaréttar að hækkun lánanna við gengishrapið var ólöglegt"?
Alla tíð hefur verið hamast á þeim áróðri, sem kemur frá vörslumönnum fjármagnseigenda - sem því miður Samfylking og hennar bloggaraher kemur eins og leggur sig kemur fram eins og þeir séu, þá eru þeir það - að ef e-h annað fær fram að koma en það augljósa að sjálf hækkunin var ólögleg; þá fari allt til fjandans - þá rísi aðrir skuldarar landsins upp - því þá sé verið að gefa svo og svo mikið eftir.
Því miður hefur ekki einn einasti fjölmiðlamaður svo ég viti til, haft bein til að rísa upp yfir þennan áróður og benda á að keisarinn er klæðalaus.
----------------
Þannig virðist þetta vera því miður - við höfum vörslumenn fjármagnseigenda við stjórn - þ.e. Samfylkingu.
Útkoman er eftir því.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.10.2010 kl. 22:44
Lagabreytingin um gjaldþrotsskipti er kominn út, hér er þingskjalið beint af Alþingisvefnum:
http://www.althingi.is/altext/139/s/0116.html
Ég verð að segja eins og er - mér finnst þetta hroðvirknislega unnið.
Það verður að koma einhver skilgreining á því - hvað akkúrat eru sérstakir hagsmunir.
Annars getur þessi breyting verið ónýt!
Kv.
--------------------------að neðan textinn beint af Alþingisvefnum
Þskj. 116 — 108. mál.
um breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991,
með síðari breytingum (fyrningarfrestur).
(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)
1. gr.
Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma.
Fyrningu krafna sem um ræðir í 2. mgr. verður aðeins slitið á ný með því að lánardrottinn höfði innan fyrningarfrests mál á hendur þrotamanninum og fái þar dóm um viðurkenningu á fyrningarslitum gagnvart honum. Slíka viðurkenningu skal því aðeins veita með dómi að lánardrottinn sýni fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta aftur fyrningu, svo og að líkur megi telja á að fullnusta geti fengist á kröfu hans á nýjum fyrningartíma, en að gengnum slíkum dómi gilda almennar reglur um fyrningu hennar. Hafi lánardrottinn fengið tryggingarréttindi fyrir kröfu sinni í eign þrotamannsins áður en frestur skv. 2. mgr. var á enda fyrnist krafa hans þó ekki að því leyti sem fullnusta fæst á henni á síðari stigum vegna þeirra tryggingarréttinda.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Einar Björn Bjarnason, 22.10.2010 kl. 22:53
Þið sem skrifið hér að framan eruð öll vön í pólitík og þið vitið nákæmlega hvernig vinir ykkar í pólitíkinni vinna !!!
Farið inn í ykkar flokka og rífið kjaft !!
Þið verðið að koma ykkar pólitísku félögum í samfylkingunni í skilning hvað þeir eru að gera !
Ef þið gerið ekkert annað en að skrifa hér um eigin aumingjaskap , þá gerist bara það sem Marinó er að skrifa um !
Annars virðist samfylkingarfólk vera heildautt !!!
JR (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 01:45
Varðandi frumvarpið og bílalánadóminn í Hæstarétt þá er Ég sammála þér Marinó enda er ég búin að reikna lán sem tekin voru á árinu 2006 og klárlega þá fær lánastofnun talsvert hærri ávinning en það sem var umsamið var um sérstaklega af lánum tekin fyrir árið 2007. Á umræddu láni myndast m.a. 6 m.kr. skuld. Að hrunið eigi að byrja 2006 eða fyrr fyrir suma aðila í þjófélaginu getur varla flokkast undir sanngirni. Fasteignalán eru og verða ekki sambærileg við styttri tíma samninga bílalána og tel ég það vera hreinn glæpur að meðhöndla fasteignalán á sama hátt og lán með 2-5 ára líftíma sem eru þar af leiðandi með margfaldaða hærri áhættu en á 25-30 ára gengistryggð fasteignalán. Aðrir þættir sem ætti að taka tillit til er t.d. veðréttur en álagið var lægra ef kröfuhafi fékk til dæmis 1:a veðrétt. Tel að það ætti að gefa afslátt af óverðtryggðum Seðlabankavöxtum í samræmi við kjör í lánasamningi o.s.frv. það eru margir fletir sem eru augljósir og það er nauðsynlegt að tryggja að réttsýni og sanngirni verði höfð af leiðarljósi.
Það hlýtur að vera krafa þeirra sem tóku gengislán fyrir hrun að það halli ekki á hlut þeirra og frumvarpið taki mið af því. Má ekki gleyma að lánakjör lántaka versna talsvert miðað við nýjar forsendur. Það er eðli máls að afborgun með óverðtryggðum Seðlabankavöxtum eigi aldrei að vera hærri en gengis afborgun sem innt var (hefði verið) af hendi annað er klárlega óréttmætur ávinningur kröfuhafa.
bkv.Helga Sig. rekstrarhagfræðingur
Helga Sig. (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 02:55
Varðandi frumvarpið og bílalánadóminn í Hæstarétt þá er Ég sammála þér Marinó enda er ég búin að reikna lán sem tekin voru á árinu 2006 og klárlega þá fær lánastofnun talsvert hærri ávinning en það sem var umsamið var um sérstaklega af lánum tekin fyrir árið 2007. Á umræddu láni myndast m.a. 6 m.kr. skuld. Að hrunið eigi að byrja 2006 eða fyrr fyrir suma aðila í þjóðfélaginu getur varla flokkast undir sanngirni. Fasteignalán eru og verða ekki sambærileg við styttri tíma samninga bílalána og tel ég það vera hreinn glæpur að meðhöndla fasteignalán á sama hátt og lán með 2-5 ára líftíma sem eru þar af leiðandi með margfaldaða hærri áhættu en á 25-30 ára gengistryggð fasteignalán. Aðrir þættir sem ætti að taka tillit til er t.d. veðréttur en álagið var lægra ef kröfuhafi fékk til dæmis 1:a veðrétt. Tel að það ætti að gefa afslátt af óverðtryggðum Seðlabankavöxtum í samræmi við kjör í lánasamningi o.s.frv. það eru margir fletir sem eru augljósir og það er nauðsynlegt að tryggja að réttsýni og sanngirni verði höfð af leiðarljósi.
Það hlýtur að vera krafa þeirra sem tóku gengislán fyrir hrun að það halli ekki á hlut þeirra og frumvarpið taki mið af því. Má ekki gleyma að lánakjör lántaka versna talsvert miðað við nýjar forsendur. Það er eðli máls að afborgun með óverðtryggðum Seðlabankavöxtum eigi aldrei að vera hærri en gengis afborgun sem innt var (hefði verið) af hendi annað er klárlega óréttmætur ávinningur kröfuhafa.
bkv.Helga Sig. rekstrarhagfræðingur
Helga Sig. (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 03:04
Þetta frumvarp er úthugsuð aðferð til að sundra skuldurum. Aðferðafræði sem ráðherrann keypti sérfræðiaðstoð við að útfæra, innan úr bankakerfinu. Nú eru gengislánaskuldarar orðnir tveir hópar, þeir sem tóku lán fyrir og eftir ca. 2007.
Það læðist að manni sá grunur að aðstoð við gjaldþrot með 2 ára fyrningarfresti verði það eina sem ríkisstjórnin kemur með eftir eggjakast og 8000 manna tunnu mótmæli. Og fjölmiðlar og málsmetandi menn fagna "réttlætinu".
Réttlátasta lausnin er kominn frá HH, að færa gengislánin í IKR og endurreikna síðan öll húsnæðislán frá 01.01.2008 með 4% þaki á vísitölu.
Magnús Sigurðsson, 23.10.2010 kl. 09:04
Ég er nú nær því orðlaus!
Dóttir mín keypti smábíl á gengisláni að upphæð 1,5 milljón frá SP fjármögnun árið 2006. Hún hefur greitt samviskusamlega hverja afborgun í samtals 4 ár, og greiðslurnar orðnar rúmlega 1,5 milljón.
Nú í vikunni fékk hún endurútreikning á bílaláninu, óskiljanlegt plagg þar sem vaxtaprósentan er ekki einu sinni tilgreind, og tilboð um nýjan samning til 4ra ára í viðbót með nýjum höfuðstól uppá 1,2 milljónir - sem er að auki háður geðþótta vaxtaákvörðunum SÍ næstu 4 árin!
Er þetta réttlætið sem ríkisstjórnin býður upp á?
Kolbrún Hilmars, 23.10.2010 kl. 14:01
Kolbrún, þetta "réttlæti" er í boði Hæstaréttar.
Marinó G. Njálsson, 23.10.2010 kl. 14:28
Marinó, ég þori ekki einu sinni að hugsa til þess hvernig dæmið lítur út hjá þeim sem tók gengistryggt húsnæðislán, 15-20 milljónir á sama tíma.
Það er hreint skelfilegt þetta "réttlæti", hver svo sem útdeilir því.
Kolbrún Hilmars, 23.10.2010 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.