Leita í fréttum mbl.is

Þrjár leiðir út úr kreppunni

Ég er kominn á þá skoðun að Jóhanna og fjármálafyrirtækin ætli bara að bjóða fólki þrjár leiðir út úr kreppunni.  Allar bjóða þær svona "one way ticket" og ég er ekki að tala um greiðsluaðlögun, sértæka skuldaaðlögun og gjaldþrot.  Nei, þær eru ódýrari, þó þær séu ekki sársaukaminni.  Flestir sem velja þessar leiðir ættu þó að geta komið undir sig fótunum og boðið börnum sínum bjarta framtíð. 

Svo ég haldi lesendum ekki lengur í ofvænni, þá eru leiðirnar eftirfarandi:

1.  Icelandair og búslóðin fer með skipi

2.  Iceland Express og búslóðin fer með skipi

3.  Norræna og búslóðin fer með í ferðinni.

Lykla að bílum og húsum má skilja eftir á skrifstofu forsætisráðherra.  Öryggisvörðurinn í móttökunni tekur á móti þeim.

Ég verð að viðurkenna, að ég er farinn að óttast að þetta sé eina leiðin til að komast í eðlilegt umhverfi.  Því miður er spillingin og vald valdablokkanna hér á landi svo mikið að ekki verður hróflað við núverandi kerfi.  Um leið og hinir mætustu aðilar komast í tæri við valdablokkina (sem á ekkert skylt við pólitíkina) þá umhverfast menn.  Sorgleg staðreynd.


mbl.is Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tel mig skilja nokkuð vel hvernig þér líður og þið í stjórn HH eigið heiður skilinn fyrir að standa uppi í hárinu á þessu liði (þó ekki sé rétt að taka svoleiðis til orða um viðræður við Steingrím J.)

Við ramman reip er að draga, en er HH ekki að slá full mikið af upphaflegum kröfum? Þið hafið nefnt 18% leiðréttingu á verðtryggðum lánum. Bara árið 2008 var verðbólgan 18%, eitthvað lægri 2009, en á það ber að horfa að vegna snjóboltaáhrifa verðtryggingarinnar hafa hækkanir lána eflaust verið enn meiri en tölugildi verðbólgunnar segir til um.

En áfram skal halda.

Theódór Norðkvist, 15.10.2010 kl. 00:52

2 identicon

Ég sem skuldlaus maður, er ekki tilbúinn að borga lán þeirra sem vel geta staðið í skilum með mínum lífeyri og skattgreiðslum.

atli (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 01:17

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það fannst einn maður sem er ánægður með aðgerðir stjórnarinnar, sjá nánar á mínu bloggi.  Þegar ég horfði á fréttirnar á RÚV í kvöld fann ég fyrir ógeði... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.10.2010 kl. 01:29

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þetta minnir svoldið á einn súrrealískan spaugstofuþátt sem ég sá fyrir tæpum 2 árum, þar sem síðasti maður eftirlifandi á Íslandi var Ragnar Reykás.

Ég tek sterklega undir þennan ótta þinn Marinó, mér finnst algjörlega forkastanlegt hvernig ekki eru teknar aðalbreyturnar inní þessa hagfræði - inganna.  Væri t.d. hægt að fá útfærslu á þeirri raunverulegu áhættu gagnvart fjárlagaáætlun næstu 5 ára ef að 20 þúsund vinnandi einstaklingar með 10 þúsund börn á skólaaldri hverfa af landi brott?

Hvernig liti fjárlagaáætlun þá út, og hvað þyrfti skerðing lífeyrissjóða að hljóða uppá?  Eða sjá menn fyrir sér að sá fórnarkostnaður vegi upp einhver önnur gjöld til skamms tíma.  Hver á greiða lífeyri alþingismanna eftir 10 ár ef skatttekjur standa ekki undir einföldu skólakerfi, hvað þá heilbrigðiskerfi.

Skattprósentan er komin upp fyrir þau mörk að hún skili meiri tekjum, hún skilar minni og minni,  kallast L- kúrfan, í hnotskurn.  

Það ríkir alvarlegt "skattalystarstol" í svona umhverfi!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.10.2010 kl. 01:56

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Sammála þér.... Börnin mín sem eru hér á landi hafa ekki talað um að fara úr landi fram að þessu, en þau eru í vinnu og með háskólapróf, en núna tala þau um að koma sér burt og skilja eftir skuldir, þau sem eru úti í námi eru að tala um að koma ekki heim, og litla barnið mitt varð að hætta í menntaskóla ( á aðeins eftir 1.ár í stúdent) vegna þess að ég hef ekki efni á að halda honum uppi, og er komin út á land að vinna í sláturhúsi, ég veit það bara að ef þau fara fer ég líka....... held að ríkistjórn átti sig ekki á því hvað gerist ef þessi leiðrétting verður ekki.........

Takk fyrir það sem þú ert að gera, vonandi verður árangur af því.

Sigurveig Eysteins, 15.10.2010 kl. 02:21

6 identicon

Heill og sæll Marinó - og þið önnur, gestir hans, hér á síðu !

Langt er um liðið; síðan ég kom því að, á minni síðu, að bein átök, og aðrar harkalegar aðgerðir, væru það eina, sem Íslendingar gætu hafið, af harðfylgi og eindrægni, gagnvart valdastéttinni.

Einskonar; EOKA aðferðir, eins og Kýpverskir þjóðfrelsissinnar iðkuðu, þegar þeir voru að koma Bretum af höndum sér, árin 1955 - 1959, gott fólk.

Ekkert; sérstaklega mildilegar, en báru þann árangur, sem dugði.

Eða; hví ættum við, að lúta í lægra haldi, fyrir þjófnaðar öflunum, Marinó ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 02:42

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta má ekki gerast - að ekki verði komið til móts við almenning í landinu. Ég óttast mjög að hér brjótist út miklar óeirðir sem geti jafnvel kostað mannslíf.

Svo eru mannslíf í hættu vegna örvæntingar því kjörin versna mun meira ef ekki verður gert eitthvað raunhæft í málum heimilanna.

Hvað er til ráða - hvernig getur fólkið í landinu stutt við kröfurnar um skuldaleiðréttingu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.10.2010 kl. 02:49

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Atli.

Þú varst ekki spurður og ekki við hin, þegar þú varst látin ásamt okkur hinum, standa straum af því að tryggja innistæður auðmanna þegar allt hrundi.

Þú hefur heldur ekki verið spurður og ekki við hin, þegar hvert stórlánið af öðru hefur verið afskrifað hjá stórtækustu lántakendunum.

Þú varst ekki spurður og ekki við hin, þegar lánamistök Seðlabanka Íslands voru sett á greiðslulista ríkissjóðs.

Þetta og margt fleira hefur verið sett á okkar bök. Ég tel að við verðum að horfast á augu við þann bitra sannleika að hér fer hópur AUSTURFARA (til Noregs og fleiri Evrópulandi) sístækkandi.

Það mun bitna MJÖG HARKALEGA Á LÍFEYRIASÞEGUM / SKATTGREIÐENDUM - BÆÐI MÉR OG ÞÉR.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.10.2010 kl. 03:00

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég mæli með icelandair og selja búslóðina og útvega sér nýja erlendis ;)

Óskar Þorkelsson, 15.10.2010 kl. 03:51

10 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Ég segi nú bara eins og lítill 5 ára frændi minn sagði við pabba sinn þegar hann átti að opna munninn til að pabbi hans gæti burstað tennurnar í honum, en þá var svarað "Aldrei að mér heilum og lifandi"!!.  Við fólkið í landinu hljótum að hafa valdið. Nú sem aldrei fyrr þurfa allir að standa saman. Við megum ekki láta nokkra algjörlega vanhæfa og máttlausa einstaklinga hirða allt af okkur og hrekja okkur úr okkar eigin landi. ALDREI!!!!!! Sýnum styrk og samstöðu!!

Edda Karlsdóttir, 15.10.2010 kl. 06:58

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta óttast fleiri.  Jóhanna hefur ekki verið trausts verð frá því hún uppiktaði húsbréfakerfið í kringum 1990.  Þar var fólki gert að taka á sig allt að 26% afföll sem runnu eins og hver annar happdrættisvinningur til verðtryggingarelítunnar.  Kannski er kominn tími til að hætta að flaska á Jóhönnu.

Magnús Sigurðsson, 15.10.2010 kl. 08:05

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst allt í lagi að fólk hafi rétt eftir mér í fjölmiðlum.  Eins og ég byrja færsluna hér að ofan, þá segi ég:

Ég er kominn á þá skoðun að Jóhanna og fjármálafyrirtækin ætli bara að bjóða fólki þrjár leiðir út úr kreppunni.

Ég segi hvergi að þetta séu einu þrjár leiðirnar út úr kreppunni.  Ég tel mig geta sett fram kaldhæðnislega túlkun á einstrengislegum viðbrögðum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða.  Þessir aðilar ætla ekki að hleypa okkur út úr kreppunni.  Þeir ætla ekki að gefa neitt eftir af því sem fyrri eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækjanna tóku af okkur með lögbrotum, sviku og prettum.  Að hlusta svo á forsvarsmenn lífeyrissjóðanna og sjá þá fara bakföllum yfir því að beðið sé um að þeir taki þátt í endurreisn heimilanna.  Sorry, ég er ekki sætta mig við þetta viðhorf og þeir eru bara að kalla yfir sig reiði almennings.  Þessir aðila telja sig vera einhverja elítu sem er yfir almenning hafin.  Þeir telja sig geta nauðgað efnahagskerfinu og lagt hag heimilanna í rúst og eiga ekki að taka neina ábyrgð á því.  Svo fá þeir Samtök atvinnulífsins til að bakka þessa vitleysu uppi.  Fjármálafyrirtækin hafa lagt íslenskt atvinnulíf í rúst og það má ekki gagnrýna það.  Hvaða tök hafa bankarnir á þessum mönnum?

Marinó G. Njálsson, 15.10.2010 kl. 08:28

13 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Kæri Marinó. Ég áttaði mig fljótlega á því eftir hrunið að hér yrði aldrei komið á móts við skuldara. Hérna á Íslandi er ekki einu sinni í boði að fara í gjaldþrot ef þú ert einstaklingur þ.e., ef þú ætlar að búa á Íslandi eftir þrotið. Ég tók því snemma ákvörðun (eftir að hafa reynt að semja) að það væri engin tilgangur með því að halda áfram að borga. Gat það hvort sem ekki vegna tvöföldun á lánum, launaskerðingum sem endaðu í atvinnumissi, verðtryggingu, hækkandi sköttum, gjöldum og vöruverði. Það var engin vilji til að semja þannig að mér yrði gert kleift að borga, að aðlaga skuldirnar að greiðslugetu með von um að klára dæmið. Þótt það tæki allt mitt líf þá átti ég að borga. Ég átti að borga uppí topp skuldir sem ég tók ekki að mér og með auknum innheimtu og lögfræðikostnaði var þetta vonlaust. Í langan tíma fóru öll mín laun í innheimtukostnað og lögfræðinga og ekkert fór til að minnka höfuðstólinn. Eftir einhvern tíma hvarf einfaldlega greiðsluviljinn. Ég var í námi hér heima með fullri vinnu (sem ég missti) og sá að eini möguleikinn fyrir mig og mína fjölskyldu væri að fara út og klára námið þar. Þannig gætum við byrjað uppá nýtt strax og börnin okkar ættu tækifæri á því að eiga eðlilegt líf. Barrátta HH hefur verið frábær en þið berjist við ofurvald og svo mikla spillingu að annað eins hefur aldrei sést í nútíma vestrænu þjóðfélagi. Svo eru gaggandi hænur úr Háskólum landsins sem þykjast vera há menntaðir hagfræðingar að gera allt til að engin sátt náist. Þeir hafa alist upp í þessu ógeði og sjá ekki lausnirnar né réttlætið í tillögum HH. 18% leiðrétting hefði aldrei dugað nema mjög fáum en það hefði verið góð byrjun á því að leiðrétta ránið sem var framið hér. Skila einhverju sem var tekið á fölskum forsendum. Miklu meira þarf að gera til að sátt náist. Svo að ég vil bara segja við þig og alla hina farið úr landi með börnin ykkar ef það er möguleiki. Það mun ekkert breytast á Íslandi og skuldaþrældómur er það sem koma skal. Ég vil taka það fram að það var gífurlega erfið ákvörðun að yfirgefa landið sitt, en það var ekkert líf í boði fyrir fjölskyldu mína hér. Engin framtíð. Þótt að við höfum mjög lítið á milli handana hérna úti þá höfum við það svo miklu betra. Hérna er raunverulegt norrænt samfélag þar sem börn eru í forgangi og engin er að vinna sig í gröfina snemma til að borga okurlán og eiga fyrir mat og venjulegu lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Fólkið er ekki þrælar hérna úti og það er svo augljóst eftir að hafa verið hérna þessa mánuði hverskonar þrælar venjulegir íslendingar eru. Ég er það ekki lengur og börnin mín þurfa aldrei að upplifa þetta. Betri ákvörðun hef ég aldrei tekið en sú sem ég tók þegar ég ákvað að yfirgefa landið mitt. (Að það skuli hafa verið besta ákvörðun mín ever að fara frá landi mínu og fólki segir hversu hryllilegt þetta ástand er) Gott fólk.....drífið ykkur úr landi eða gerið alvöru byltingu því annars mun aldrei neitt breytast á þrælaeyjunni. Takk Marinó og HH fyrir barráttu ykkar, en þetta er búið spil nema hér verði bylting. Það skal tekið fram hér að ég skammast mín ekkert fyrir að opinbera mig hérna á blogginu, ég er bara að segja það sem margir eru að upplifa og ganga í gegnum. Von mín er sú að þegar fólk les þetta fær það kjark til að drífa sig út. Ég vil landi mínu og þjóð allt hið besta en það er orðið algjörlega 100% öruggt að þeir sem stjórna þessu landi vilja mér og börnum mínum ekki hið sama. Ef þú lendir í vandræðum með skuldir þínar ertu ekki lengur venjulegur þegn og skiptir þar engu þótt allsherjar hrun hafi orðið. Ég efast um að ég vilji nokkurn tíman flytja aftur heim. Kveðja frá Skandinavíu 

Jón Svan Sigurðsson, 15.10.2010 kl. 08:50

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. áhugaverð grein skv. viðtali við hagfr. í mogganum í dag, rétt framan við miðju - þ.s. hann leggur til að vaxtakrafa lífeyrissjóða sé lækkuð í 1,5% raunvexti svo hægt sé að lækka verðtryggð lán í 3,5%.

Marínó - ertu sammála þessum ágæta hagfr. um að þetta geti skilað miklu?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2010 kl. 08:59

15 identicon

Ég vil benda á að leið 3 er ekki fær þeim sem eru með bílalán. Norræna flytur ekki veðsetta bíla nema með sérstakri heimild veðhafa.

Jens (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 09:06

16 identicon

Ég var í þessum töluðu orðum að borga árgjöld mín í Hagsmunasamtök heimilanna, einu samtökin á Íslandi sem virðast berjast fyrir almenning.

Veit einhver hvernig og hvort hægt er að segja sig úr ASÍ ?

Þessar þrjár leiðir sem Marinó nefnir er það sem allir eru að hugsa, sem telja sig á annað borð geta farið af landi brott (og eru ekki á mála hjá elítunni).

Ég ætla samt að gefa Íslandi amk. 1 ár enn, ég ætla að berjast fyrir bættum kjörum íslensks almennings, allt stefnir í að sú barátta muni fara fram á Austurvelli, er ekki allt annað fullreynt ?

Halldór (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 09:09

17 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Marínó.

Þú ert sá sem heldur núverandi ríkisstjórn saman með því að leyfa henni að draga þig og ykkur í HH á asnaeyrunum um götur.

Meðan að þið í HH hlustið á sama bullið og allir aðrir hafa áttað sig á að eru innantóm loforð sem svikin verða (eins og önnur loforð vinstri) um leið og "gott" tækifæri gefst.

Hættið "viðræðum" við elli-geðbiluðu þingstólalímdu kerlinguna og hefjið byltingu.... ellergar farið að ráðum þínum og drullist úr landi með skottið á milli lappanna. Þá minnkar amk skráð atvinnuleysi. 

Óskar Guðmundsson, 15.10.2010 kl. 09:23

18 identicon

Atli.

Hvar stæðu lífeyrissjóðir í dag ef ekki hefðu verið sett neyðarlög og allar innistæður banka ríkistryggðar?

Þeir væru sennilega farnir á hausinn og búnir að tapa megninu af sínu fé. Hverjir er þá í raun að greiða þér lífeyri í dag?

Það eru þeir sem þú segist ekki vilja borga skuldirnar fyrir.

Snorri (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 09:23

19 identicon

Ég er búinn að vera lengi á þeirri skoðun að eina leiðin til að koma hlutum á skrið í rétta át sé alsherjarverkfall. t.d. bara mánudaginn 1. nóvember kl 13 að hádegi gangi fólk út af vinnustöum sínum og gangi niður á Austurvöll (eða taki strætó / og aðra staði í öðrum bæjarfélögum). Það þarf að leirétta skuldirnar sama hvað - þær eru ekki tilkomnar með eðlilegum hætti. Þurfi bankarnir að fara á hausinn aftur þá bara er það þannig. Líklega voru lánin ekki afskrifuð nægjanlega þegar þau voru flutt yfir. Það mun ekki gerast neitt ef við þrýstum ekki á það og sýnum það í verki.

Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 09:49

20 identicon

Snorri, Lífeyrissjóðir fjárfestu ekki í bankareikningum.

Svo finnst mér að það eigi að flokka lánasöfnin í nokkra flokka, þeir verst stöddu fá eitthvað afskrifað, þeir best stöddu fá minna afskrifað. Það þýðir að það þarf að afskrifa fullt af peningum, lánasöfnin verða betri og þessi lausn kostar ekki jafn mikið. Eiginlega myndi ég segja að hún kostaði ekki neitt þar sem það er BARA verið að afskrifa "vondu" hluta lánanna.

Skil ekki alveg afhverju það þarf að fara í flata niðurfellingu kostar fáránlega peninga og er ekki líkleg til að hjálpa mörgum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 09:51

21 Smámynd: Hrannar Baldursson

Marinó.

Þetta er ekki alveg svona einfalt. 

Fyrst þarf að finna húsnæði erlendis fyrir búslóðina áður en búslóðin er send út. 

Annars valdi ég kost númer 1.

Ef þú skilur lyklana eftir verða þeir bara teknir og þú rukkaður áfram fram í rauðan dauðann fyrir eignirnar sem þeir ganga að.

Hrannar Baldursson, 15.10.2010 kl. 09:55

22 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Marinó

Þetta er nákvæmlega sama viðhorfið og ég hef fengið í baráttu minni gegn spillingu í lífeyrissjóðunum.

Sjóðirnir eru þvílíkar vindmyllur og kóngarnir svo límdir við stólanna að ekki verður haggað.

Ég hefði viljað sjá fjórðu leiðina.

Leið 4. Bylting. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.10.2010 kl. 09:55

23 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Þetta minnir mig á þegar ég var 6 ára og kom hlaupandi inn grátandi; "strákurinn er að meiða mig", Amma leit út og sagði; "Axel, þú ert miklu sterkari en hann, hvers vegna lemur þú hann ekki til baka" og ég svaraði víst; "ég gæti meitt hann".

Þjóðin er kannski í svipuðum sporum, miklu sterkari en vill ekki meiða neinn.

Spurning að bæta við þennan lista hjá þér Marinó;

4. Handrukka LEIÐRÉTTINGU lána.

5. Skipuleggja blóðuga byltingu.

Axel Pétur Axelsson, 15.10.2010 kl. 09:57

24 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Er aðeins að hugsa um framtíðarsýn/hugmyndafræði fyrir þjóðfélag eins og Ísland og lýst einna best á www.thevenusproject.com . . . nú er ljóst að það þarf að ýta á Restart og byrja upp á nýtt . . .

Axel Pétur Axelsson, 15.10.2010 kl. 10:06

25 identicon

Sammála Óskari og Sigurður. Nú ekkert meira "aðgerðarleysi ríkisstjórnar" mótmæli. Hér þarf markviss mótmæli þar sem krafan er SKÝR "Almenna skuldaleiðréttingu!".

 Fólkið þarf að rísa og ekki bara í eina kvöldstund.

DD (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 10:46

26 Smámynd: Ægir

Valdið hefur ekkert færst frá fjármagnsgeiranum,þeir ráða því sem þeir vilja.Við höldum enn að þetta sé eina kerfið sem virkar,og sjáum ekki að það er þegar orðið handónýtt.Því miður dugar ekkert minna en bylting á þetta lið,kosningar gera ekkert fyrir okkur.En það eru allt of fáir enn sem sjá alvöruna í þessu.Best að skila lyklunum bara og fara.

Ægir , 15.10.2010 kl. 10:50

27 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Samstjórn Samfóa og Sjalla virðist í burðarliðnum - en það virðist sem Ross Beatty muni reisa og eiga virkjun fyrir nýtt álver - svo að framkv. fari af stað á Reykjanesi næsta sumar.

VG fer úr ríkisstj. og Sjallar koma í staðinn.

Samkomulag:

Þetta þíðir að ríkisstjórnin er dauð - en VG samþykkir ekki þessa pillu er ég næsta viss um!

En væntanlega hafa leyniviðræður við Sjálfstæðisflokkinn gengið vel.

LÍÚ annars vegar og bankamenn hins vegar, eru sennilega nálægt lokasamkomulagi.

Sem er - frá bankamönnum, ESB aðild.

Ekki lækkuð lán fólksins.

En frá LÍÚ að halda kvótanum áfram og að skuldir þeirra fyrirt. verði afskrifaðar nógu mikið svo þau lifi.
-------------
Samstj. Samfó og Sjalla tekur sennilega við völdum á næstu dögum, ef ekki þegar um helgina!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2010 kl. 12:27

28 identicon

Takk kærlega fyrir þína óþrjótandi baráttu Marínó. 

Ég skil ekki afhverju dæmið varðandi leiðréttinguna er alltaf sett upp á móti einhverju normal ástandi, það er aldrei tekið inní kostnaður við allt fólkið sem flyst úr landi og gefst upp á að borga.  Er ekki betra að ná inn 25 mkr af láni sem nú stendur í 30 mkr í staðinn fyrir að fólk fari í gjaldþrot og einhver gæðingurinn fái að kaupa íbúðina á 5 mkr á nauðungaruppboði ? 

Og annað, hvað er orðið af frumvarpinu hans Árna Páls um erlendu lánin og jafnan rétt sem átti að leggja fram í byrjun okt?

Lilja (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 12:28

29 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Marinó,

ég segi enn og aftur; takk, barátta ykkar hefur kostað ykkur ómælda vinnu og fórnir. Frammistaðan er til fyrirmyndar.

Í raun skiptir ekki máli hvaða lausn Jóhanna og félagar bjóða. Ef sú lausn hugnast ekki almenningi verður henni hafnað. Annað hvort verður allt brjálað og þau þurfa að láta undan, eða þá, að lang flestir sem greiða iðgjöld til fjármálastofnana verða horfnir til útlanda. Jóhanna á engra kosta völ í raun.

Marinó, þú ert búinn að koma henni í svikamillu. Þú getur aldrei borið ábyrgð á því hvort einhver taki skynsamlegar ákvarðanir eða ekki.

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.10.2010 kl. 13:15

30 identicon

Ég, eins og Ragnar Þór kl. 9:55, vil sjá 4'ðu leiðina.....BYLTINGU !!!

Ekki að gefast upp fyrir þessum aulum !!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 13:31

31 identicon

Hvernig skilur maður eftir skuldir?? Er ekki dálítið skammt hugsað ef maður heldur að hægt sé að höggva af sér skuldahalann?

Ef það væri hægt; hver á að borga hann fyrir þig? Við sem eftir sitjum?

Vala (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 13:36

32 identicon

Sæll Marinó. Það er ekki neitt gert hér né reynt til að koma til móts við fjölskyldur.Hvers vegna er ekki hægt að útbýta hér vikulega skammti af fiski sem við "eigum" víst öll í gnægtarbrunni kringum landið. ÞAÐ hlýtur að vera hægt að framkvæma slíkt í formi matarmiða sem hver íslendingur á þjóðskrá ætti rétt á að sækja. Fólk sveltur og það getur varla verið svo dýrt að útfæra þessa hugmynd. Maður er gjörsamlega að springa úr reiði og vanmætti gagnvart liðleskjunum á þingi

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 13:41

33 Smámynd: Karl Ólafsson

Marinó,
þakka þér fyrir ötula og málefnalega baráttu.

Það er eitt sem mér hefur þótt gleymast í umræðunni um þá 220 milljarða sem almenn niðurfærsla á að kosta. Þessir 220 milljarðar eru tilkomnir vegna verðtryggingarinnar, þ.e. þetta eru peningar sem aldrei voru til í hagkerfinu og eru í raun ekki til í hagkerfinu í dag. Þetta er hins vegar einungis til sem krafa sem stofnuð hefur verið á lánþega landsins og er þeim ætlað að skapa þessi verðmæti, þessa 220 milljarða á næstu árum og áratugum meðan þeir greiða upp skuldir sínar.

Núverandi ástand veldur því að verkfærin sem lánþegarnir hafa til þess að skapa þessa 220 milljarða á næstu árum eru af skornum skammti, auk þess sem bæst hafa á þá kröfur um að skapa enn meiri verðmæti til þess að standa undir skattahækkunum auk hækkaðrar framfærslu. Dæmið er einfalt, það gengur ekki upp og á sér ekki svar.

Það sem angrar mig síðan mjög þessa dagana er sú staðreynd að þær yfirlýsingar sem Steingrímur og Jóhanna hafa gefið síðustu daga í fjölmiðlum benda til að í uppsiglingu sé enn ein misréttisaðgerðin eins og sú sem framkvæmd var á sínum tíma þegar Sigtúnshópurinn var og hét. Sjá hér. Telja menn virkilega að um slíkt geti orðið sátt hér í þjóðfélaginu?

Karl Ólafsson, 15.10.2010 kl. 13:43

34 identicon

Þetta eru vinnubrögðin sem Vg stundar til að mæta skuldavanda heimilanna, nota frambjóðanda A Listans á Dalvík og fyrrum svæðisfulltrúa VG á Dalvík til að gera lítið úr vanda fólks við skuldavanda sinn

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/15/vidmaelandinn_tengdist_vg/

Þakkir til þín Marinó og þíns fólks hjá HH fyrir óþrjótandi baráttu við þverhausana

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 13:58

35 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir mjög góð viðbrögð.

Þessi færsla er kannski byggð á gömlum brandara, en eftir viðbrögð ráðamanna í fréttum í gær, grátkór aðila vinnumarkaðarins, undanbárur lífeyrissjóðanna og framkomu stjórnenda bankanna á fundinum á miðvikudaginn, þá varð mér ljóst að það er ekki ætlunin að leysa skuldavandafólks nema með því að gera eigur þess fyrst upptækar.  Svindlið, spillingin og lögbrotin verða látin óátalin vegna þess að það er mikilvægara að verja kerfið en að vinna að réttlæti.  Með hverju heldur þetta fólk að þetta endi?  Að fólk fallist í faðma og elski hvert annað um aldur og ævi?  Nei, þetta endar á uppreisn almennings.

Ég veit um tvo eða þrjá aðila sem eru að undirbúa opnun nýs banka, nokkrir hópar eru að vinna að stofnun nýs lífeyrissjóðs, nýtt verkalýðsfélag á Reykjavíkursvæðinu er í bígerð.  Taki menn ekki sönsum, þá verður valdið einfaldlega fært frá þeim.

Í umræðunni undanfarna daga, þá hefur úrtölum mönnum verið tíðrætt um kostnað og þetta sé ekki hægt.  Óskapast er yfir því að einhverjir  fái eitthvað sem þeir þurfi ekki.  Það er tvennt sem er aldrei rætt hjá valdaliðinu:  Hver er kostnaðurinn af því að fara ekki þessa leið og veltuaukningin sem verður í þjóðfélaginu ef þessi leið er farin.  Þeir vita nefnilega svörin, en þar sem þeir eru að vinna að eigin skammtíma hagsmunum, en ekki hagsmunum fjöldans, þá ræða þeir ekki kosti tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna.

Stjórnarmaður hjá HH hefur reiknað út að kostnaðurinn af því að halda áfram á sömu braut muni kosta þjóðfélagið nálægt 2.000 milljörðum króna eða tífalda þá upphæð af lofti sem samtökin leggja til að verð látið leka út.  Höfum í huga að HH er bara að biðja um leiðréttingu tæp þrjú ár aftur í tímann.  Við viljum fá til baka innan við 200 milljarða af þeim ríflega 600 milljörðum sem við tókum ekki að láni, en vanhæft fjármálakerfi hefur með hjálp vanhæfrar efnahagsstjórnunar getað bætt á lánin okkar í formi verðbóta.  Já, verðtryggð lán heimilanna hafa hækkað um yfir 600 milljarða frá aldamótum vegna verðtryggingar.  Vissulega hækkuðu launin okkar líka, a.m.k. sumra, og verð húsnæðis, þó það hafi dalað aftur.  Okkur er sagt að þetta jafni sig á einhverjum árum og allt verði gott þá. 

Það er bull.   Þegar kemur að því að þetta jafni sig, þá verða margar góðar stundir glataðar.  Lífskjör hafa versnað til langframa fyrir stóran hóp einstaklinga, tugþúsundir hafa flutt úr landi og fjöldinn allur hafa tekið eigið líf.  Við getum ekki beðið vegna allra þeirra viðkvæmu sála sem eru í samfélaginu.  Við viljum ekki bíða, þar sem við vitum að loforð um framtíðina eiga til að breytast.  Loks þá vil ég ekki bíða, vegna þess að ég treysi ekki því að bankarnir og lífeyrissjóðirnir nái að standa af sér storminn sem enn geysar.  Og þegar kemur að því að stóri skellurinn kemur, þá vil ég vera búinn að fá leiðréttingu minna mála.  Einn fugl í hendi er betra en tættur vængur í skógi.

Marinó G. Njálsson, 15.10.2010 kl. 14:24

36 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sorglegt en sennilegast satt. Ég vona að þú haldir baráttunni áfram þar til þú flytur. 

Kjartan Sigurgeirsson, 15.10.2010 kl. 14:28

37 Smámynd: Guðmundur Karlsson

"að Jóhanna og fjármálafyrirtækin ætli bara að bjóða fólki þrjár leiðir út úr kreppunni"

Nei þetta er ekki "í boði" Jóhönnu. Þetta er í boði þeirra sem notuðu þetta orðatiltæki mikið í "góðærinu".

Fyrrverandi stjórnenda (og núverandi að hluta) bankanna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Eimreiðarhópsins. Þeir stálu þessum verðmætum frá almenningi.

Nú er verkefnið að skipta því litla sem eftir er á sanngjarnan hátt. Ég treysti engum betur en Steingrími og Jóhönnu til þess.

Guðmundur Karlsson, 15.10.2010 kl. 14:29

38 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er gott Guðmundur að þú hafir trú á tvíeykinu, ég held að þeir séu varla svo margir lengur. Það ber líka vott um tryggð við Steingrím að halda uppi vælinu í honum um að þetta sé óleysanleg þraut.

Hann hefði ekki átt að bjóðast til að leysa hana fyrst hann treysti sér ekki í verkið!!!!!!

Kjartan Sigurgeirsson, 15.10.2010 kl. 14:33

39 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kjartan, ég er ekki á leiðinni úr landi í bili, en skoða hvert það atvinnutilboð sem á mínar fjörur ratar.  Ég er aftur að leita mér að verkefnum á erlendri grundu til að styðja við starfsemi mína.

Marinó G. Njálsson, 15.10.2010 kl. 14:34

40 identicon

 Sæll Marinó

Ég veit um tvo eða þrjá aðila sem eru að undirbúa opnun nýs banka, nokkrir hópar eru að vinna að stofnun nýs lífeyrissjóðs

það sem þú skrifar hér fyrir ofan vona svo sannarlega að það gerist,  þetta gæti orðið eitt besta vopnið gegn þessari mafíu

georg (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 15:01

41 Smámynd: Atli Hermannsson.

Hafðu þúsund þakkir Marinó. En þar sem ég er að reyna að átta mig á heildarmyndinni; þá væri gott að fá einfalda útlistun á því hvaða einstaklingar þetta nákvæmlega eru þegar þú segir: "Þessir aðilar ætla ekki að hleypa okkur út úr kreppunni."  Ég tel nefnilega mjög mikilvægt að allur almenningur fái sem gleggsta mynd af því hvaða einstaklingar og félagasamtök þetta eru sem standa í vegi fyrir sanngjarni leiðréttingu á skuldavanda heimilanna. Þetta er að mínu mati mjög mikilvægt vegna þess, að þegar mótmælin fara af stað aftur -  að þau beinist örugglega að réttum aðilum - en ekki einhverjum pappakössum sem hvort eð er fá engu ráðið. 

Atli Hermannsson., 15.10.2010 kl. 15:02

42 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Sæll Marínó, um leið og ég þakka ykkur framlag ykkar þá tek ég undir með þeirri skoðun þinni sem þú ert nú greinilega kominn á að það sé ljóst að skjaldborgin fyrir elítuna er tilbúin gljáfægð og flott en skjaldborgin um heimilin var aldrei neitt annað en lygi.

Baldvin Björgvinsson, 15.10.2010 kl. 16:24

43 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður!!!!

 Já og takk fyrir frábært erindi í gær.

Sigurður Þórðarson, 15.10.2010 kl. 16:36

44 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sú spurning vaknar oft hjá mér "á ég eftir að horfa til 2010 og spyrja mig, hvers vegna fór ég ekki á meðan ég gat ?".

Ef þróunin heldur áfram á sömu leið verður 4.leiðin sú eina sem eftir stendur "Sjósundið".

Haraldur Baldursson, 15.10.2010 kl. 16:48

45 identicon

Ég er hræddum um að þetta verði bara svona eins og þú lýsir. Steingrímur J. er nú að hamast gramur í fréttatímum við að kenna fjölmiðlum landsins um að "tala niður" lausnina. Áttar sig alls ekki á að lausnirnar sem bankarnir eru að bjóða eru vondar fyrir heimilin. Mér finnst hann alls ekki skilja vandann sjálfur.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 17:16

47 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Marínó.

Á ég að minna þig á Wat Tyler og sorgleg örlög hans að hafa treyst höfðingjunum???

Ég ætla ekki að gera það, þú og þið hjá HH hafið hreina samvisku, að hafa reynt ykkar besta.

Ykkar vandi er sá, að þeir sem blekktu þjóðina fyrir Hrun, þeir stunda ennþá sama skollaleikinn, og þeim er ennþá trúað.  Þeir þjóna húsbændum sínum, þeim sem komu öllu undan til Tortilla.  Og ætla núna að koma með hluta þýfisins til baka, að kaupa eigur landsmanna á hrakvirði.

Þjóðin gapir yfir kostnaðinum sem fylgir ykkar leið, en meðtekur ekki að hin leiðin er ennþá dýrari.  

Og þar með er kjarni málsins kominn.

Þjóðin mótmælti, en þegar á reynir þá vill hún böðlanna ráð.  Hún fylgdi ekki eftir mótmælum sínum, hún sýndi þeim sem andæfa engan stuðning.

Hlustaði bara á Ruv og þá sem handvaldir voru af spunakokkum auðmanna til að telja henni í trú um að fátækt og örbirgð væru skrifuð í stjörnuspá hennar.

Vissulega mun þjóðin ekki sætta sig við þetta, en það þýðir ekkert að reyna að vinna að skynsamramanna leiðum, það er ekki hlustað á slíkt, það er ekkert backup á slík viðhorf.

Þú og þið hjá HH voruð skyldir eftir aleinir í gini ljónsins, á meðan menn fóru heim að huga að búi og börnum eða hvað sem fólk kýs fram yfir að bjarga sér og sínum.

Þess vegna fór sem fór og biturð þinnar bloggfærslu skýrir svo vel.  Mitt innslag er sama eðlis, andóf hins talaða orðs er liðið.  

Það verður sprenging, ekki sátt og sameiginlegar leiðir út úr vandanum.  

Hvort eitthvað betra kemur út úr því, það má guð vita.  En áður munu margir þjást, og mörg heimilin splundrast.

Og í raun er það vilji þjóðarinnar, það er ekki flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 18:32

48 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Við verðum að standa saman, Ísland gæti verið Paradís á Jörðu,

nýtt fólk inn á Alþingi, sem finnur góða lausn á skuldum heimila,

Þjóðinn verður líka að fá mannréttindi sín aftur, FRELSI til að róa

til fiskjar og mega fénýta aflann.

Aðalsteinn Agnarsson, 15.10.2010 kl. 18:50

49 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.10.2010 kl. 19:25

50 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Áhugaverður punktur hjá þér, Benedikt.  Er þó ekki alveg viss um merkingu hans.

Marinó G. Njálsson, 15.10.2010 kl. 19:43

51 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki tímabært að opinbera sannleikann um að Ísland er ó-sjálfstætt og gjaldþrota ef það nýtir ekki fiskinn?

Og eina lífsbjörgin er að veiða fisk innan 200 mílna lögsögu Íslands? Löglega eða ólöglega!

það er engu að tapa og allt að vinna með slíku framtaki, með strandveiðar til bjargar Íslendingum að leiðarljósi, en ekki botn-skrapara ESB-hagsmuna-útgerðina í frjálsu drápi og ráni hér á landi í öllum merkingum!!!!!!!!!

Ekki hafa komið fram nokkur nothæf rök í stöðunni sem mæla gegn strandveiðum til að bjarga fólki frá því að verða sjóræningjar eins og Sómalíu-búar urðu að gera til að halda lífi!

AGS hefur aldrei sýnt neitt annað en villimannslegt svika-peninga-hagfræði-borð mafíu-auðvaldsins í svokölluðum "samningum", sem að sjálfsögðu skapar villimannslegt líf eins og dæmin sanna með Sómalana, sem voru rændir og urðu að gerast sjó-ræningjar til að lifa af!!! 

Er það ekki dyggð að berjast fyrir lífi sínu? Eða er það dyggð að leyfa þjófum og hvítflibba-aftöku-sveitum mafíunnar að svelta og frysta mann í hel á Íslandi? Sínu eigin landi?

Munum við fá að hvíla lúin bein í kirkjugarði á Íslandi eða verður það of dýrt fyrir þá sem ráða á nútíma-Íslandi sálarlausra og innistæðulausra og ímyndaðra hagfræði-peninga??? 

En þökk fyrir að lengi tekur sjórinn við úrgangi uppgefinna á Íslandi, því ekki tekur ræningjakerfið á Íslandi við neinu nema sálarlausum fíkn-peningum mafíunnar! Heiðarlegar manneskjur eru bara óþarfar í mafíu-samfélaginu, nema sem þrælar mafíunnar!

Fiskveiðar strandveiðimanna er okkar einasta von núna!!! 

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2010 kl. 19:46

52 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Marinó. Þetta er nú skemmtilega uppsett hjá þér með flóttaleiðirnar. Þú nefnir ekki uppgjöfina sem er að ganga í ESB og ég vona að það sé af því að þú sért ekki komin í uppgjöf í þínum þankagangi. Varðandi lífeyrissjóðina þá er ég á móti því að skuldarar hafi aðgang að lífeyri fólksins sem hefur unnið hörðum höndum allt lífið til að lækka skuldir sínar. Það er ekki nýtt að fólk flýi land í óáran og hefur oftast komið til baka með sína reynslu öðrum til hagsbóta. Í mínum huga er það eins og hver önnur menntun að kynnast öðrum aðstæðum á erlendri grundu. Ekki óttast ég að þeir sem  nú fara komi ekki til baka þegar ástandið verður komið í eðlilegt horf. Talandi um byltingu, sem ég vona að sé reiðital, þá held ég að við sitjum uppi með þessa ráðalausu stjórn út af síðustu byltingu sem kallaði á kosningar. Það verða allir að una því. Ég er ánægð með forsvarsmenn ASI í þeirri rimmu sem nú stendur yfir við stjórnina. Það var löngu vitað að verðtryggingarviðmið voru rugluð en það vildi enginn hlusta á það hér áður fyrr. Gangi þér vel kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.10.2010 kl. 20:13

53 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Marinó, mundu að dropinn holar steininn. Þú hefur í tvö ár verið þessi dropi og sannaðu til, það er komin hola! Þér finnst kannski ganga hægt, en holan stækkar við hvert blogg, hvert viðtal og hvern fund. Vittu líka að þjóðin stendur að baki þér, bakland Jóhönnu og Steingríms er hinsvegar allt að renna út í sandinn.

Baráttukveðjur.

Gísli Sigurðsson, 15.10.2010 kl. 21:31

54 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.10.2010 kl. 20:13

---------------------

Hugsaðu allt landið eins og banka, þ.s. að skuldir þurfa að hallast á við eignir. 

Það virðist gilda um slík kerfi, að ef endarnir verða mjög háir þá verði miðjan veik - og gefi sig á endanum, ef hvor endi fyrir sig heldur áfram að reygja sig hærra.

Hafðu einnig í huga, að ef annar helmingur vegasaltsins gefur sig - þá verður hinn hlutinn einnig að falla.

--------------

Í báðum punktunum liggur þ.s. við erum að tala um. Ef of margir flytja úr landi, og hætta að greiða skatta - hætta að borga inn á lífeyrissjóði - ef of margir fara í gjaldþrot - - þá bjargast ekki kerfið sem þú vilt verja, það fellur eða verður fyrir miklu tjóni.

Það sama á við, ef báðir endar reygja sig of hátt, og miðjan gefur sig - þ.e. þ.s. á sér stað þegar kreppa skellu á, þá verða báðir endar fyrir tjóni - vanalega jafnt. En, kerfið eins og þ.e. í dag og eins og allt útlit er að verði áfram, er mjög viðkvæmt fyrir frekari áföllum og miðjan getur hrunið saman hvenær sem er, umfram þ.s. þegar orðið er.

--------------

Að lækka báða enda vegasaltsins, mun gera allt kerfið stöðugara og minna líklegt til að gefa sig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2010 kl. 22:18

55 identicon

Mér líst afskaplega vel á þá hugmynd að taka völdin af þessum valdablokkum t.d. með að stofna nýjan banka, nýtt verkalýðsfélag. Þú og félagarnir í HH eigið margfaldar þakkir skildar fyrir að að troða marvaðann í nafni þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á glæpsamlegu framferði fjármálastéttarinnar.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 22:38

56 identicon

Þetta eru fínar leiðir.

En fyrir þá sem eru bara að hugsa um að fara þessa leið (en skortir kjark) er bara eitt og það er almenn skuldaleiðrétting eins og þú hefur verið að fara fram á og það bara mjög hóflega.

Menn innan lífeyrissjóða og verkalýðshreyfinga koma fram og gráta og segjast vera "fulltrúar launafólks" hvílíkt bull. Ég þekki persónulega engann launamann sem samþykkir það að þetta hyski tali sínu máli! Eins og hefur komið fram hér í athugasemdum þá er ennþá dýrara að gera þetta ekki, það endar með því að fólk missir allann greiðsluvilja, hættir að greiða og þá tapast þetta allt saman.

Það sem hefur ekki komið fram í þessari umræðu er það að setja þak á þessi 18% (það væri þá kannski ekki eins mikill grátkór á þessum fundum)  s.s. 8 milljónir og sú leiðrétting myndi gagnast flestu venjulegu fólki sem var ekki í einhverjum ofurfjárfestingum og mun hvort eð er verða gjaldþrota.

Það væri fróðlegt að vita hvað þetta myndi kosta með svona þaki á leiðréttingu verðtryggðra lána. Svo er eitt annað sem myndi skipta verulegu máli fyrir launafólk og ráðstöfunar tekjur þeirra, það er að setja með einu pennastriki bann við vöxtum á verðbætur, þá fengju þessir fjármagnseigendur sínar andsk. verðbætur á lánin en enga vexti.

Sigfinnur (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 23:24

57 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sæll Marínó og þakka þér fyrir þína einlægu baráttu. Það er alveg rétt að þetta eru leiðir Jóhönnu og stjórnar hennar til eðlilegs lífs. En án þess að vera um einhverja langloku um það sem við öll vitum - þá vil ég bara segja það og segja aftur - það er von meðan við hin stöndum saman.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 16.10.2010 kl. 00:37

58 identicon

Sæll Marinó,

Ég vildi benda á að hékrar staðreyndir varðandi útlán per einstakling sbr. frétt á Eyjunni http://eyjan.is/2010/10/15/taeplega-90-prosent-einstaklinga-i-skilum-um-sidustu-manadarmot/

Þannig er mál með vexti að hér er aðeins vísað í útlán eins og það séu aðeins íbúðarlán. En einstaklingar hafa fleiri útlán t.d neyslulán með veð í fasteign, yfirdrætti og kreditkort.

Þannig er að meðal einstaklingur er með 1-2 íbúðalán (fyrsta íb lán, og seinna sem viðbótarlán sem kemur oft til þegar stækkað er við sig og fyrra lán flutt með). Einnig er einstaklingur með launareikning tengdan yfirdrætti (telst til útlána í bönkum), og kreditkort (telst til útlána).

Þannig að ef vísað er í 1200 einstaklingar í vanskilum þá getur þú margfaldað per einstakling með ofangreindum stuðlum (ca. 4 útlán per einstakling). Þetta margfaldast enn frekar ef litið er á hjón. Því hjón eru með sitthvoran launareikningin tendan yfirdrætti og oft með sitthvort kreditkortið.

Þannig að þótt vanskil íbúðalána sé lág hver eru vanskil kreditkorta, yfirdrátta, fasteignaveðlána o.s.frv. Hver eru svo vanskilin í heildina þegar öll lánabókin er reiknuð en ekki bara EINN lánaflokkur.

Svo væri gott að fá með þessari frétt, hvað skilgreinist sem í skilum. Eru það vanskil undir 90 daga eða vanskil undir 30 daga?

Gott væri að fá afskriftartölur stofnana því þær lækka vanskilahlutfallið. Og verið er að afskrifa jafnt og þétt í hverjum mánuði vegna greiðsluþrots.

DD (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 00:48

59 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir þessa ábendingu, DD.  Hún er gott innlegg í þessa umræðu.

Marinó G. Njálsson, 16.10.2010 kl. 01:01

60 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hér er möguleg byrjunarleið - þá númer 4 -  önnur en þessar þrjár ....  http://www.kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/1106759/ 

Kristinn Pétursson, 16.10.2010 kl. 09:37

61 identicon

Marínó

Ég þakka þér fyrir alla þessa hetjulegu baráttu, þú átt örugglega fálkaorðuna skilið fyrir öll þín störf innan HH. En þú verður að athuga það að ASÍ er útibú Samtaka Atvinnulífsins. Forrista ASÍ er og hefur verið eins og léleg hækja eða ruslahaugur er verklýðurinn hefur ævinlega þurft að draga á eftir sér til að fá eitthvað í gegn. Nú þetta sama lið sem er skipað (Ath: ekki kosið til að fara með lífeyrissjóðina) vill vera í þessum stóru lífeyrarsjóðum til fá allar þessar tekjur, og þetta lið hugsar meira um það heldur en nokkuð annað, og þessi forrista hugsar nákvæmlega ekkert um þjóðarhag ekki frekar en hagsmuni heimilanna eða alþýðunnar eða eitt eða neitt.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 01:24

62 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sæll Marinó,

Skil vel þína afstöðu, en þetta er því miður reynsla annarra þjóða. Það eru fjöldamörg dæmi í sögunni um litlar þjóðir sem skuldsettu sig of mikið og enduðu í stöðnun, fátækt, landflótta og sjálfstæðismissi.  Ég hef skrifað um Nýfundnaland og Cook eyjur.  Hins vegar finn ég ekki dæmi um litlar þjóðir sem hafa einar og óstuddar komist klakklaust út úr skuldavanda af þeirri stærðargráðu sem hér ríkir.  

Við erum í klassískum vítahring, þar sem þeir sem eru með skuldirnar ráða ekki við þær og þeir sem eru með fjármagnið eru þeir sem taka enga áhættu og vilja ekki fjárfesta.

Það sem gerðist á Cook eyjum fyrir um 20 árum síðan er að læknar, annað háskólamenntað fólk, faglærðir og duglegt verkafólk fór til Nýja Sjálands og Ástralíu í atvinnuleit og settist þar að, því það gat það og fékk vinnu.  Þegar loksins kom fjármagn til Cook eyja til fjárfestinga, aðallega í ferðamannaiðnaðinum var ekkert hæft starfsfólk til staðar og það þurfti að flytja ódýrt vinnuafl inn frá Fiji eyjum.

Tölur Hagstofunnar benda til að einmitt þetta sama er byrjað hér (þetta tekur yfir 10 ár að hafa veruleg áhrif) það er nettó brottflutningur Íslendinga en nettó aðflutningur erlendra aðila í störf sem Íslendingar fást ekki í, því besti starfskrafturinn er í samskonar störfum í Noregi á tvöföldu kaupi.

Það verður nær ómögulegt að starta hér öflugu hagkerfi með ríkasta land veraldar sem næsta nágranna sem bíður alltaf betur í besta fólkið.   

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2010 kl. 10:18

63 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Einar Björn  Að lækka báða enda vegasaltsins, mun gera allt kerfið stöðugara og minna líklegt til að gefa sig.

Ég þakka nú fyrir þessa greinagóðu skýringu á bankarekstri en þykist nú reyndar vita ýmislegt um hann eftir aldarfjórðungs starf í banka. Ég held nú reyndar að þú sért að réttlæta inngöngu í EU frekar en auka skilning minn á viðskiptum og efnahagsmálum.

Það má þynna svo út "vegasaltið" að það verð ekki vegasalt lengur .

Ég vil ekki dreifa okkar byrgðum á Evrópulöndin og ekki taka þátt í þeirra óáran umfram það sem er nú þegar. Kveðjur Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.10.2010 kl. 18:42

64 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.10.2010 kl. 18:42

Nú tíndirðu mér - nema þú sért að vísa til Icesave. En, eitt málið með það er að við erum 300þ. meðan B og H eru samanlagt um 70m.

Smá munur á stærðum eftir því á hve stóran hóp þær dreifast.

------------

En, þ.s. þú ert bankamaður væntanlega skilur þú mjög vel, að ef pólarnir þ.e. lán vs. eignir, reyja sig of hátt, þá getur miðjan gefið sig.

Einnig, að ef það grefur undan neðri enda, líkjum því nú við byggingu, þá fellur hún á endanum, ef ekki er hægt að stöðva rofið. Þá getur það forðað hruni, að taka niður svona eina eða 2 hæðir.

-----------

Að gera ekki neitt, er eins og ég sé stöðu bankana, ávísun á hrun þeirra. En með 45% lána "non performing" skv. "book value" þá líst mér svo á, að þeir mari annað af tvennu rétt yfir 0, við 0 eða jafnvel rétt undir.

Frekara hagkerfistjón sé mjög líklegt til að fella þá.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.10.2010 kl. 19:56

65 identicon

Ég vil þakka Marinó fyrir allt það sem hann hefur gert. Marinó er leiðtoginn sem getur leitt okkur áfram í baráttunni.

Þessi Atli talar eins og týpískur íslenskur fjármagnseigandi; honum er nákvæmlega sama þótt nágrannar hans svelti og hann fengi næstum því hjartaáfall ef hann ætti 100 milljón króna skuldabréf sem lækkaði niður í 80 milljónir við niðurfærslu lána. Þvílíkar hamfarir ekki satt?

Hann (hinn týpíski fjármagnseigandi) er með peninga á heilanum og getur ómögulega skilið vandann í íslensku samfélagi, vegna þröngsýni sinnar.

Er ekki málið að láta þetta lið brenna inni í verðlausum eignum sínum, einmana á þessari djöflaeyju, og láta það skilja vandann á eigin skinni.

Það getum við gert með því að byrja nýtt líf í öðru landi, öll sem eitt. Stofnum samtök sem skipuleggur fjöldaflutning þar sem við getum hjálpað hvort öðru að aðlagast nýju landi. Það gerði ég, einn og án nokkurrar hjálpar. Það var mun auðveldara en ég hélt.

Karl (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 22:16

66 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Marinó. Ég var að koma til landsins en ég hef verið í Finnlandi í nokkra daga. Mér fannst gaman að sjá teiknimynd af þér eftir Halldór . Vona að þú hafir húmor fyrir þessu og mér fannst það góð staðfesting á baráttu þinni að komast þó þetta langt.

Einar Björn. Ég átta mig ekki á af hverju þú talar til mín eins og ég sé barn nema þú sért kristniboði og þurfir að tala allt í dæmisögum. Ég veit hvað það þýðir ef fólk borgar ekki lánin sín bæði fyrir bankana, þjóðfélagið, hagkerfið og það sjálft. Það var sú reynsla sem ég byggði á þegar ég lagði til fyrir síðustu kosningar að skuldarar fengju lögboðin rétt til að leigja heimili sín samkvæmt nýju greiðslumati og fengju að kaupa þau aftur eftir ca 5 ár ef staðan hefði breyst í þá átt en fengju annars afskrifaðar þær skuldir sem sannarlega hefðu tapast. Einnig vildi ég fyrir kosningar 2007 láta endurskoða samsetningu á vísitölugrunninum til að forðast þessa stöðu sem við erum nú í. Þá voru engin hagsmunasamtök skuldara að spá í þessa hluti svo ég viti. Allavega fengum við í FF ekki mikið backup þá. Ég veit líka að Bretar og Hollendingar eru fleiri en við ...kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.10.2010 kl. 20:41

67 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta hljómar reyndar sem góðar hugmyndir - Kolbrún - og afsakið ef ég hljóma e-h yfirgengilegur.

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband