14.10.2010 | 14:33
Tilgangur tillagna HH er að fækka þeim sem þurfa á sértækum úrræðum að halda
Mér finnst gæta mikils misskilnings í orðum Birnu Einarsdóttur, bankastýru Íslandsbanka, um að markmið tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna sé að bjarga þeim verst stöddu. Það er ekki markmið þeirra. Markmið tillagna samtakanna um leiðréttingu á höfuðstóli lána er að fækka í hópi þeirra sem þurfa á sértækum úrræðum að halda.
Skoðum nokkrar tölulegar staðreyndir:
- Skuldsetning heimilanna hefur farið úr 25% af ársráðstöfunartekjum árið 1980 í um og yfir 300% í árslok 2008. Frá árslokum 2004 til ársloka 2008 fór skuldsetningin úr 877 milljörðum í 2014 milljarða, aukning upp á 130% á fjórum árum.
- Samkvæmt tölum bankanna, sem birtast í skýrslu eftirlitsnefndar með úrlausnum fjármálafyrirtækja, kemur fram að mjög fáir hafa fengið úrlausn sinna mála í gegn um sértæka skuldaaðlögun og greiðsluaðlögun. Eins og staðan var samkvæmt álagningar skrá, þá voru 20.412 heimili í landinu með yfirveðsettar eignir miðað við fasteignamat. Alls nam yfirveðsetningin 125 milljörðum króna.
- Samkvæmt tölum lífeyrissjóðanna hafa 49.000 manns nýtt sér að taka út séreignarlífeyrissparnað og samkvæmt tölum fjármálaráðuneytisins höfðu fyrr í ár 42 milljarðar verið teknir út.
- Vanskil í fjármálakerfinu hefur aukist mikið. Samkvæmt upplýsingum í skýrslu AGS eru 65% lána að kröfuvirði óvirk (e. non-performing loans), þ.e. ekki er verið að greiða af þeim og hefur ekki verið gert síðustu 90 daga. Ef bókfært virði er notað, þá er hlutfallið 45%.
- Hjá stóru bönkunum þremur eru milli 80 - 85% lána í skilum, sem þýðir að 15-20% lána eru 45% af bókfærðu virði og 65% af kröfuvirði. Hjá lífeyrissjóðunum munu vanskil vera "lítil" eða 10% (með frystingu).
- Einn stóru bankanna sagðist "bara" hafa verið með 20 uppboð í síðustu viku. Nái hann þessum fjölda vikulega allt árið, þá gerir það "bara" 1040 uppboð.
- Yfir 1.500 íbúðir eru þegar komnar í eigu fjármálafyrirtækja, þ.m.t. Íbúðalánasjóðs.
- Á fundi 8. september um fátækt kom fram að árið 2009 gátu 36.900 fjölskyldur ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þessi tala er núna komin vel yfir 40.000 fjölskyldur. 48.500 fjölskyldur voru sagðar eiga í vandræðum.
Nú vil ég spyrja hverjir eru verst staddir? Hvenær telst einstaklingur til þeirra verst stöddu?
Mér finnst mikilvægt að bjarga þeim verst stöddu, en tilgangur tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna var ekki að koma með endanleg bjargræði fyrir hina verst stöddu. Samtökin telja að þau úrræði séu til staðar í formi t.d. greiðsluaðlögunar og sértækrar skuldaaðlögunar. Vissulega þurfi að skerpa á þeim úrræðum, draga úr skrifræði, flækjustigi og fækka hindrunum á vegi fólks. Það er lítill vandi að vísa til þess að ástandið hafi verið orðið slæmt hér í upphafi árs 2008. Það lagar ekki ástandið að segja að hrunið eitt verði ekki dregið til ábyrgðar. Staðreynd málsins er að bankakerfið vann skipulega að því frá 2004 að skuldsetja heimili landsins og það tókst.
Tilgangur tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna er að fækka þeim heimilum sem þurfa á sértækum úrræðum að halda. Fækka þeim sem falla í hóp hinna verst stöddu. Mér finnst alveg furðulegt, að mikilsmetnir (og þó þeir séu minna metnir) hagfræðingar skuli ekki skilja þetta. Þórólfur Matthíasson, Friðrik Már Baldursson og Guðmundur Ólafsson ryðjast fram á vettvang í hvert sinn sem þarf að berja einhverjar hugmyndir til baka. Núna koma þeir og tjá sig um tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna án þess að hafa grundvallarskilning (a.m.k. sýna þeir hann ekki) á hugmyndafræði tillagnanna.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa stutt við tillögur stjórnvalda og fjármálafyrirtækja um sértæk úrræði. Vissulega hefur samtökunum þessi úrræði ekki ganga nógu langt og, eins og nefnt er að ofan, vera full tyrfin í framkvæmd. Bæði bankarnir og stjórnvöld börðu sér á brjósti yfir því hversu góð þessi úrræði væru og greiðlega myndi ganga fyrir fólk að fá afgreiðslu. Það átti ekki að taka nema 4 - 6 vikur. Í umsögn með frumvarpi að lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, þá vörðu samtökin við óraunhæfni tímamarka, bent á tæknilegar hindranir í formi upplýsinga sem þyrfti að leggja fram, hve auðvelt yrði fyrir kröfuhafa að hafna þátttöku í aðgerðum, hvað úrlausn mynd byggja á geðþóttaákvörðunum og fleira slíkt. En var hlustað á okkur? Nei, í staðinn var frumvarpinu hraðað í gegn um þingið og við sáum uppi með örverpi. Hvernig halda menn að hægt verði að afgreiða 20 - 40 þúsund heimili í gegn um þetta kerfi, ef 128 hafa fengið úrlausn á einu ári.
Þar sem ég nefni að ofan vanskilahlutföll í fjármálakerfinu, þá vil ég bara segja að þau eru tifandi tímasprengja. Ekkert fjármálafyrirtæki þolir það til lengdar að vera með vanskil eða óvirk lán upp á 45-65% af virði lánasafna sinna. Takist stóru bönkunum þremur ekki að snúa þessu við mjög fljótlega, þá geta þeir ekki vænst langra lífdaga. Þeir berja sér að vísu á brjósti með að skila góðum hagnaði, en það er eingöngu vegna þess að afskriftirnar eru ekki byrjaðar að alvöru eða þeir eru að fela afskriftirnar í því afslættinum sem þeir fengu frá gömlu kennitölunni sinni. Slíkt gengur ekki til lengdar. AGS segir að 45% af lánum á bókfærðu virði séu í 90 daga vanskilum eða óvirk. Af um 1.700 milljarða lánasafni eru ekki greiddar afborganir af 765 milljörðum. Það getur ekki verið gott. Ekki er heldur gott að 15-20% af lánum séu í vanskilum. Það er hræðilegt og fyrir mig sem skattborgara, þá sé ég fram á að þessi 350 milljarðar sem settir voru af peningum skattborgara í endurreisn bankanna sé tapað fé. Þar með eru 150 milljarðarnir eða svo sem Seðlabankinn á í skuldabréfum bankanna líka tapað. Við svo má ekki búa. Mikið liggur við að lánasöfn bankanna fari að gefa af sér. Mikilvægt er að "eitruðu" lánin verði skilin frá þeim góðu, að lánum fólks og fyrirtækja verði skipt upp þannig að myndaður verði "góði" hluti lánsins sem lántaki ræður við að borga af og svo "eitraði" hluti lánsins sem verði afskrifaður. Þetta er það sem tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna lúta að.
Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eru ekki meitlaðar í stein. Þær eru hugsaðar sem viðræðugrundvöllur með mjög ákveðin undirtón. Á fundi hagsmunaaðila og stjórnmálamanna í gær komu fram hugmyndir að breytingum. Fleiri hugmyndir hafa komið fram sem er vert að skoða. Mest um vert er að menn komi ekki að borðinu með það hugarfar að eitthvað sé ekki hægt.
Nú skora ég á þá sem hafa með þessi mál að gera, að taka höndum saman við að finna lausn. Lausn sem telst sanngjörn og réttlát. Lausn sem mun gera almenningi kleift (og af vilja) að viðhalda sambandi sínu við viðskiptabankann sinn. Lausn sem mun koma hjólum hagkerfisins aftur í gang. Lausn sem mun hjálpa okkur að standa vörð um velferðarkerfið og þá ímynd sem við viljum að Ísland hafi. Lausn sem kemur í veg fyrir að hér sjóði allt upp úr.
Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.