3.9.2010 | 23:26
Íslenska landsliðið má vera stolt af sínum leik þrátt fyrir tapið
Í kvöld sáum við framtíðarlandslið Ísland. Unga og fríska stráka, studda af nokkrum jöklum, sem þorðu, gátu og vildu leika áferðaflottan fótbolta. Úrslitin voru vonbrigði og langt frá því að vera sanngjörn, en svona er boltinn einu sinni. Bæði lið hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk og ekki hefði verið ósanngjarnt að íslenska liðið hefði leitt með tveimur mörkum í leikhléi.
Engin ástæða er til að hengja haus yfir leiknum í kvöld. Ekki var að sjá, að liðið saknaði Eiðs Smára eða annarra sem hugsanlega hefðu getað verið í liðinu. Sjálfstraustið var í góðu lagi hjá ungu strákunum, en það voru helst þeir eldri sem klikkuðu. Kristján Örn var góður fyrstu 60 mínúturnar, en gerði sig sekan um mörg mistök eftir það. Hann sat t.d. eftir í sigurmarkinu og gerði Norðmanninn réttstæðan. Grétar Rafn átti ótrúlega margar lélegar sendingar, þegar hann var búinn að gera allt rétt fram að sendingunni.
Að senda nánast 21 árs landsliðið út á móti Norðmönnum (þetta var meira eins 23 ára liðið hér í gamla daga) og vera hundsvekktur með eins marks tap segir ansi margt um bjarta framtíð. Ef við náum að halda þessum kjarna ungra leikamanna og styrkja hann með jálkum, þá þurfum við ekki að örvænta. Þessi undankeppni kemur kannski ívið of snemma til að ná afbragðsárangri í stigaskori, en það styttist í að við förum að sanka að okkur stigum. Vissulega var þessi leikur ásamt heimaleiknum á móti Kýpur þeir leikir sem mestar líkur voru á sigri, en ég vil frekar sjá liðið spila leik eins og í kvöld og tapa, en að horfa á gamla góða afturliggjandi varnarboltann með löngum sendingum upp á framherja sem kannski ná boltanum. Í þessum leik heppnuðust fleiri sendingar á milli íslenskra leikmanna, en í síðustu tveimur undankeppnum. Einnar eða tveggja snertinga bolti var ráðandi mest allan fyrri hálfleik og á löngum köflum í síðari hálfleik. Þversendingar kanta á milli sem féllu beint fyrir fætur samherja.
Svo margt jákvætt kom út úr þessum leik og nú er bara að vona að strákarnir geti endurtekið þetta í næstu leikjum.
Gunnleifur: Hangeland er bara skrímsli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 1679976
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Takk fyrir þetta.
Björn Birgisson, 3.9.2010 kl. 23:48
örugglega fínt fyrir þá sem áhuga hafa á, en það að fréttum sé frestað fyrir þessa vitleysu er fáránlegt, hafa þetta á sér rás í staðin fyrir RUV
Arna Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 00:06
Alveg hárrétt hjá þér Arna.
Á hverju ári eru 365 dagar. Segjum að RÚV sýni um 5 landsleiki í knattspyrnu í beinni á hverju ári.
Hina 360 dagana þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu.
Algjör óþarfi að hafa sérstöð. Ekki eins og dagskráin á RÚV sé að kafna í gæðaefni og fréttirnar fara ekkert. Þær eru annað hvort færðar fyrir eða eftir leik.
Lífið heldur áfram þó það sé fótbolti endrum og eins í sjónvarpinu.
Hörður Ágústsson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 00:45
Eigi sá ég leikinn,nema síðust fimm...
Segir að Íslenska liðið megi vera stolt af frammistöðinni í kvöld,gott og vel:)
Leggja þeir sig bara framm á móti stærri liðunum???
Það er fj...dapurt að þeir nenni ekki leggja sig fram á móti smáþjóðunum í fótbolta,t.a.m síðasta leik...með fullri virðinu fyrir því ríki,eiga þeir að sigra það...
Líta svo stórt á sig held ég,fyrir neðan þá virðingu að spila við smáþjóðirnar í boltanum:(
Aldeilis skemmitleg úrslit í leik Portúgals og Kýpur 4-4:):)
Verður fjör á Parken:)
En asssssskoti hefði ég viljað hafa Gylfa og fleiri pottormanna í 21 árs liðinu á móti Tékkum,erum í fínu skotfæri þar:):)
Bestu kveðjur..
Halldór Jóhannsson, 4.9.2010 kl. 01:15
"Hina 360 dagana þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu Hörður Ágústsson"
Já það er hárrétt hjá þér ef það væru 360 dagar sem eftir væru, en það er endalaust verið að færa til fréttir fyrir þetta íþróttabrölt, núna síðast í sumar út af þessari boltakeppni sem að ég held að við höfum ekki einusinni keppt í.
Og það er ekki bara við eldra fólkið sem viljum hafa fréttirnar okkar á föstum tíma og ekki færa þær til fyrir vitleystu.
Ég verð að segja að við fögnuðum því allar þegar að þetta handbolta vesen fór á stöð 2, enda búnar að skrifa ófá bréf niður á RUV þar sem óánægju okkar með íþrótta-fasisma stöðvarinnar var lýst.
Og endurtek væri ekki miklu einfaldara að hafa þetta á sér stöð þar sem almenningur þarf ekki að þjást fyrir þessa vitleysu.
Arna Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 11:32
eða fór handboltinn á skjá 1 æi hvort heldur sem er þá er ekki missir af honum, biðst velvirðingar samt ef ég fór með rangt mál þar.
Arna Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.