29.8.2010 | 23:33
Já, einmitt, FME að kenna að Sigga var ekki bannað að kaupa NIBC bankann - Áhættustjórnun Kaupþings var greinilega í molum
Sigurður Einarsson fer mikinn í viðtali við Fréttablaðið. Velti ég því stundum fyrir mér hvort maðurinn skilji það klúður sem hann varð valdur að og hafi yfirhöfuð haft hæfi til að reka, sem stjórnarformaður, stærsta banka Íslands. Hægt væri að tiltaka aragrúa atriða, þar sem mann setur hljóðan við lesturinn. Mig langar að byrja á atriði úr lítilli rammagreina á blaðsíðu 26. Í þessari litlu rammagrein kemur best fram ótrúleg einfeldni mannsins til viðskipta, en þar segir:
Sigurður gagnrýnir að stjórnkerfið á Íslandi hafi ekki stutt Kaupþingsmenn þegar mikið lá við. Hann nefnir til dæmis þegar Kaupþing vildi koma sér út úr kaupunum á NIBC-bankanum í Hollandi. Þá hefði honum þótt æskilegt að fá til dæmis bréf frá íslenska Fjármálaeftirlitinu, sem myndi í raun banna bankanum að ljúka kaupunum.
"Ég margræddi þessi mál við Fjármálaeftirlitið og átti samtöl við ýmsa ráðherra. Aðstæðurnar höfðu breyst svo mikið að þetta var ekki skynsamlegt lengur og við gátum ekki bakkað út úr samkomulaginu einhliða..."
Hvers konar bull er þetta? Átti FME að bjarga Sigga litla út haga af því að hann komst ekki heim? Ganga viðskipta einkabanka út á það, að þegar Siggi og co. eru búnir að koma sér í sjálfheldu, þá á FME að koma og bjarga þeim. Ef það var út á þetta sem viðskiptaáætlanir Kaupþings gengu, þá skil ég vel að allt hrundi þegar gaf á. Það gleymdist að búa farið með björgunarbátum fyrir reksturinn vegna þess að allt gekk út á lúxus björgunarbátana fyrir fyrirmennin og eigendurna. Þetta var eins og með Titanic forðum daga, almenningur á 3. farrými fékk ekki að fara í björgunarbátana hjá fína fólkinu, þó nóg væri plássið. Og skipstjórinn í brúnni, Sigurður Einarsson, kennir núna FME um að hafa ekki bannað sér að stíma á fullu um hættuslóðir.
Annað dæmi er að kenna stjórnvöldum um að hafa ekki sagt bankanum að vaxa hægar, en um það segir Sigurður á bls. 28:
Og það er þannig, í mínum huga, að hafi stjórnvöld talið að við hefðum átt að minnka, vaxa hægar eða til dæmis færa starfsemina eitthvert annað, þá hefðu þau mátt benda okkur á það. Það var aldrei gert. Þannig að þegar spurt er hvort við höfum ekki átt að vita að Seðlabankinn eða stjórnvöld á Íslandi gætu ekki verið lánveitandi til þrautavara eða aðstoðað okkur þá má hugsanlega segja að að við hefðum átt að gera okkur grein fyrir að það væri einhver hætta á því. En ég held að það sé ekki nokkur leið að meta eitthvað í þessu andvaraleysi okkar sem saknæmt. Frumkvæðið á ekki síður að koma frá eftirlitsaðilum og yfirvöldum hvað þetta varðar.
Jú, Sigurður Einarsson, andvaraleysi ykkar var saknæmt. Kannski ekki gagnvart hegningarlögum, en það var það gagnvart hlutafélagalögum, lögum um fjármálafyrirtæki og bókhaldslögum, ef ekki fleiri. Þið ákváðuð að snúa áhættumati bankans á hvolf. Það sem stjórnvöld og eftirlitsaðilar vöruðu ykkur ekki við ákváðuð þið að væri óhætt. Þannig virkar ekki áhættustjórnun. Rétt framkvæmd áhættustjórnun snýst um að greina ógnir og veikleika í (rekstrar)umhverfi fyrirtækis, stofnunar eða þess vegna þjóðar og meta áhrif þeirra á afkomu, hagsæld, hagvöxt eða hvað það nú er sem nota á til viðmiðunar. Þá er næst metið þol fyrirtækisins fyrir áföllum sem gætu riðið yfir, líkurnar á slíku áfalli og þá fyrst fara menn að velta fyrir sér hvaða utanaðkomandi kröfur eru gerðar. Áhættustjórnun er framkvæmd af innri hvötum, ekki ytri. Hún er unnin til að verja eigendur fyrir tapi, fyrirtækið og viðskiptavini fyrir tjóni, til að tryggja órofinn rekstur komi til áfalls. Áhættustjórnun snýst um að viðhalda samfeldni rekstrarins og lágmarka tjón. Áhættustjórnun snýst ekki um að athuga hvort stjórnvöld eða eftirlitsaðilar hafi áhyggjur af einhverju, enda ætti rétt framkvæmd áhættustjórnun að hafa greint slíkt löngu áður en stjórnvöldum (sem ekki sinntu áhættustjórnun) datt í hug að eitthvað hættulegt væri á ferð. Þetta andvaraleysi bankanna þriggja var verra en nokkurt saknæmt athæfi sem samkvæmt skilningi Sigurðar Einarssonar á íslenskum lögum. Og hefði Sigurður Einarsson verið skipstjóri á stóru skemmtiferðaskipi, þá hefði hann líklegast orðið valdur að dauða allra farþeganna, vegna þess að hann hefði beðið eftir því að eftirlitsstofnun hefði sagt honum að það væri hættulegt að sigla á ísjaka. Hann hefði ekki haft vit á því sjálfur hvað var hættulegt.
Þetta sem ég skrifa hér að ofan er svar við spurningu sem Sigurður spyr í viðtalinu, en hún er:
Meginspurningin hlýtur að vera: Af hverju skapast aðstæður hér á Íslandi sem verða til þess að Íslendingar fara verr út úr alþjóðakreppunni en aðrir og þurfa til dæmis að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?
Svar mitt er einfalt: Vegna þess að menn sinntu ekki áhættustjórnun af innri hvötum heldur sem viðbrögð til kröfu eftirlitsaðila. Og það sem eftirlitsaðilanum datt ekki í hug að gera kröfu um, það hunsuðu menn þrátt fyrir að með því stefndu þeir rekstri sínum, afkomu viðskiptavina og eigenda og hagsæld þjóðarinnar í voða. Aum er sú skýring að kenna öðrum um, þegar sökin liggur hjá þeim sjálfum. Kaupþing sá um að taka stöðu gegn krónunni. Kaupþing átti hugmyndina að jöklabréfunum eða a.m.k. átti drjúgan þátt í þeim vaxtaskiptasamningum sem jöklabréfin höfðu í för með sér. Kaupþing sogaði til sín gjaldeyri á háu gengi og átti síðan stóran þátt í að fella það með því að frysta framboð á gjaldeyri. Kaupþing var alveg sjálfrátt og einfært um allar sínar græðgilegu ákvarðanir, þar sem virðing fyrir þjóðinni og hagkerfinu var fótum troðin vegna þess að hægt var að græða á því. Já, Kaupþing sá sjálft um að fella sig. Það þurfti enga hjálp til þess. Og þetta allt gerðist á vakt Sigurðar Einarssonar, sem kafsigldi skipinu sínu og dró þjóðfélagið með sér.
Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Björgólfur Guðmundsson sagði eftir hrunið að ástæðan fyrir því hvernig fór hjá honum hafi verið stjórnmálamönnum að kenna - Seðlabankanum og krónunni.
Engar af hans aðgerðum höfðu eitt eða neitt með málið að gera.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.8.2010 kl. 23:40
Manngreyið ( = mannauminginn)
assa (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 23:51
Halldór Kristinsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í viðtali að hann skildi ekkert í því, að FME skyldi ekki banna Icesavereikningana. Hann sagðist alltaf hafa verið að bíða eftir því banni og því væri engum um að kenna hvernig fór með þá reikninga, nema FME.
Þessir menn hafa allir sýnt fram á það sjálfir, að þeir eru algerlega siðblindir og sjá ekkert rangt í sínu fari. Allt er öðrum að kenna.
Axel Jóhann Axelsson, 29.8.2010 kl. 23:53
Sæll Marinó.
Sigurður er hagfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla og hafði réttindi sem löggiltur verðbréfamiðlari á EES. Hann starfaði hjá Den Danske Bank í sex ár. Hann kenndi við Háskóla Íslands í fjögur ár.
Vil með þessar upplýsingar í höndunum spyrja örfárra spurninga.
Læra hagfræðingar ekkert um áhættustjórnun? Þarf ekki að sanna tiltekna kunnáttu til að fá löggildingu sem verðbréfamiðlari á EES? Læra menn ekkert á því að vinna sem hagfræðingur og miðlari hjá Den Danske Bank í sex ár? Hvað kenndi hann tilvonandi fjármálaspekúlöntum upp í Háskóla?
Kunni maðurinn virkilega minna, en hver óheimskur óskólagengin handskóflu og smáskurðatæknir gat sagt sér sjálfur?
Eða gerði hann þetta viljandi?
Dingli, 30.8.2010 kl. 02:20
Besta lýsing á hugarfari og hroka Sigurdar og annara hrunverja, eru sennilega ord Bjorgúlfs Thors thegar hann var spurdur um Icesave og hvers vegna Landsbankinn fór út í thad aevintýri, thó stjórnendum bankans vaeri thad alveg ljóst ad daemid gengi ekki upp.: "Af hverju stoppadi okkur enginn"? Thad er semsagt í lagi ad aka á 200km hrada, svo lengi sem loggan stoppar mann ekki.
Halldór Egill Guðnason, 30.8.2010 kl. 06:09
Dingli, ég er ekki að tala um áhættustjórnun útlána og þess háttar. Ég er viss um að þeir höfðu öll tólin og tækin til þess að gera það rétt eða meðvitað vitlaust. Nei, ég er að tala um rekstrarlega áhættustjórnun, áfallastjórnun, stjórnun rekstrarsamfellu, þetta sem heldur fyrirtækinu gangandi ef gefur á bátinn eða hjálpar fyrirtækinu að sigla á milli skers og báru.
Halldór, einmitt þetta bull. Vegna þess að enginn stoppaði okkur, þá máttum við gera alla þá vitleysu sem okkur datt í hug og skítt með það þó ekkert öryggisnet sé undir.
Marinó G. Njálsson, 30.8.2010 kl. 10:12
Axel, það er einmitt þetta með að bíða eftir að aðrir sussi á mann, þegar eina rétta leiðin er að vinna hlutina út frá innri þörfum fyrir áhættustjórnun vegna allra þátta sem hafa áhrif á rekstrarhæfi fyrirtækisins. Þetta er meðal annars það sem ég fæst við, en því miður telja mjög fá fyrirtæki sig þurfa á slíkri þjónustu að halda.
Marinó G. Njálsson, 30.8.2010 kl. 10:15
Sæll Marinó,
Ef þessir menn hefðu klessukeyrt bílinn sinn ofarlega á seinna hundraðinu þá hefðu þeir farið í mál við lögguna og dómsmálaráðuneytið fyrir að stoppa þá ekki! Þetta er svo arfavitlaust að það er varla hægt annað en að hlæja að ruglinu sem veltur upp úr þessum mönnum. Ég hef ekki heyrt svona afsakanir nema frá gersamlega siðblindum glæpamönnum. Held það sé glatað mál að reyna að koma vitinu fyrir svona menn, held það komist hvergi fyrir!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 31.8.2010 kl. 10:56
Eða gerði hann þetta viljandi?
Skiptir það einhverju máli? Bara dæma hann fyrir það sem hann gerði í staðinn fyrir að standa í endalausu þrasi og skýrslugerðum í landi þar sem allir virðast vera heilagir. Hafa þetta einfalt að því leytinu til en svo virðist vegna nábýlis (kunningja þjóðfélags) og lítils fólksfjölda að hér séu allir saklausir fram rauðan dauðan vegna þess að annars væri það of miklil blóðtaka að láta þessa menn standa skil sinna gjörða, á meðan þjóðin blæðir. Kaldhæðnislegt.
Hann fór auðvitað sínu fram því að hann græddi á því og taldi sig hafa efni á því að hunsa áættuna sem í því fólst OG hann taldi sig hafa efni á því. Tvö aðskilinn mál sem þó haldast í hendur.
Viljandi eður ei, menn læra ekki ef að þeim sé bara leyft að labba í burtu frá svona.
Jóhann Róbert Arnarsson, 5.9.2010 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.