Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankinn birtir álit og minnisblað um ólögmæti gengistryggingar

Seðlabanki Íslands hefur birt lögfræðiálit LEX lögmannsstofu og minnisblað Sigríðar Logadóttur, aðallögfræðings bankans.  Á bankinn þakkir skyldar fyrir það.

Við lestur álits LEX vekur athygli hversu afdráttarlaust það er.  Sérstaklega vil ég vekja athygli á niðurlagi kafla III, þar sem segir:

Af þessu er ljóst að það var beinlínis tilgangur laga nr. 38/2001 að taka af skarið um það að verðtrygging á lánum  í íslenskum krónum væri aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs. Þar með var lagt bann við því að verðtryggja skuldbindingar í íslenskum krónum á grundvelli gengis erlendra gjaldmiðla. Ekki var hins vegar með þessu verið að banna lántökur í erlendri mynt.

Ég held að afdráttarlausari niðurstöðu sé ekki hægt að ná.

LEX tekur fram að fyrirtækið hafi ekki skoðað lánasamninga sem voru í gangi, en varar við að í "ljósi aðstæðna og yfirvofandi/hótaðra málsókna vegna erlendra lánveitinga íslensku bankanna" sé rétt fyrir Seðlabankann að vanda sig.

Þegar síðan er litið á minnisblað Sigríðar Logadóttur, þá er hún ekkert að draga neitt úr sinni skoðun.  Hún segir m.a.:

Í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Seðlabankann er dregin sú ályktun að það hafi verið beinlínis tilgangur laga nr. 38/2001 að taka af skarið um það að verðtrygging á lánum í íslenskum krónum væri aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs. Þar með var lagt bann við því að verðtryggja skuldbindingar í íslenskum krónum á grundvelli gengis erlendra gjaldmiðla. Hins vegar var með þessu ekki verið að banna lántökur í erlendri mynt.  

Þarna dregur hún skýrt fram helstu niðurstöðurnar.  Ekki bara það, í framhaldinu vitnar hún í Eyvind G. Gunnarsson (nokkuð sem LEX gerir ekki) og segir:

Þá má geta hér að í grein Eyvindar G. Gunnarssonar, “Meginatriði laga um vexti og verðtryggingu” sem birtist í afmælisriti Jónatans Þórmundssonar lagaprófessors frá árinu 2007 segir á bls. 169: “Þá er óheimilt skv. 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. vxl að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla, en við setningu laganna þótti rétt að taka af allan vafa um það”.

Sigríður gengur því lengra en LEX í að rökstyðja mál sitt.

Hvorugur aðili nefnir eitt einasta lagalegt atriði sem dregið gæti úr því hve afdráttarlausar niðurstöður þeirra eru.  Sigríður enda að vísu sitt minnisblað um "að ekki eru allir lögfræðingar sammála um þessa túlkun", en hún gefur þar ekkert í skyn að hún taki undir það sjónarmið.

Það kemur mér ekkert á óvart, að álit LEX og minnisblað Sigríðar eru samhljóma niðurstöðu Hæstaréttar.  Lögin eru mjög skýr.  En það er einmitt þess vegna sem æskilegt hefði verið að Seðlabankinn hefði vakið athygli á þessari niðurstöðu Sigríðar Logadóttur.  Þar með hefðu fjármálafyrirtækin þurft að hugsa sína stöðu upp á nýtt og staða lántaka (jafnt fyrirtækja sem einstaklinga) hefði breyst frá því að vera óþægilegur kláði fyrir fjármálafyrirtækin í það að hafa í höndunum álit æðsta lögfræðings fjármálakerfisins um að hugsanlega hafi verið brotið á rétti þeirra.


mbl.is Seðlabanki birtir lögfræðiálit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú átt þakkir skilið Marínó.

Seðlabankinn er með allt niður um sig - og því miður, hefur stjórnendum hans enn á ný tekist að rýra orstýr Seðlabankans og var hann þó orðinn mjög rýr fyrir.

---------------------

Ég held að það dugi ekkert minna, en að skipta út öllum helstu yfirstjórnendum Seðlabanka og ráða helst heilt nýtt stjórnunarteymi í einu, og gera að algeru skilyrði að þeir hafi aldrei starfað fyrir Seðlabanka Íslands áður.

Þeir þurfa sennilega að koma að utan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2010 kl. 18:14

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvers konar fólk erum við komin með í stjórnsýsluna?

Flestir voru búnir að reikna með róttækri breytingu með þesari ríkisstjórn sem lýsti því yfir á fyrstu dögum að hún væri ríkisstjórn fólksins og nú yrði skorin upp herör gegn spillingu og yfirhylmingu. 

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Því miður Árni var annar flokkurinn á kafi í kerfinu - á meðan hinn, virðist hafa verið þakklátur að komast að á jötunni.

Sennilega dugar ekkert minna en annað hrun, þ.e. nýtt efnahagslegt áfall af stórri gráðu, til að skapa nægilegann óróa svo hægt sé að ná fram stórum breytingum.

En sögulega séð, verða grunnbreytingar fyrst og fremst við ástand upplausnar og óróa, því við slíkt ástand slaknar á hömlum og andstaða minnkar einnig þ.s. ef ástandið er nægilega slæmt þá skapast stuðningur fyrir rótækari aðgerðum en ella.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2010 kl. 18:25

4 identicon

Sæll Marinó

Nú er ein pæling hjá mér.   Nú er ljóst að milli þess sem þetta álit var unnið þangað til dómurinn féll í hæstarétti var gengið að mörgum eignum hér á landi, bæði eignir einstaklinga og fyrirtækja.  

Þetta hefur skapað gríðarlegt tjón þar sem mikil verðmæti tapast ævinlega í slíkum aðgerðum (hlutir fara á slikk á uppboði eða á einhverju grín uppitökuverði) og þær óafturkræfar (t.d. búið að selja tækið eða bílinn í Hollandi, aðrir fluttir inn í fasteignina). 

Auk þess myndast tengt tjón eins og t.d. fjárnám í öðrum eignum í framhaldi, missir af tekjum ef um tekjuberandi tæki/ einstaklingsfyrirtæki var um að ræða, kostnaðarsamir búferlaflutningar (ef um heimili er að ræða), gjaldþrot fyrirtækja (þar sem eigið fé upp á jafnvel tugi milljóna fer) os.fv.

Gefum okkur að SP og Lýsing fari á hliðina þegar kröfur vegna þessara aðgerða og margföldunaráhrifa tengdra tjóna gjalfalla á fyrirtækin í framhaldi dóma réttarkerfisins næstu 2-4 árin.  

Nokkrar spurningar/pælingar sem brenna á mér:

Hefðu þessar stofnanir átt að gefa í framhaldi af þessum álitum fyrirmæli um að bremsa aðfarir að veðum vegna gjaldeyrislána fram yfir dóm að þínu mati?  Eftir dóminn komu skýr fyrirmæli frá Seðlabanka og FME um vaxtakjör mjög fljótt -  skapar það fordæmi um það sem hefði átt að gerast í framhaldi af álitunum?  Telur þú að ríkið sé jafnvel búið að mynda sér skaðabótaskyldu vegna aðgerðarleysis yfir þetta tímabil?

Eru þetta jafnvel 300 milljarðarnir sem Steingrímur og Gylfi hafa verið að tala um?

Bestu kveðjur

Sigurður Hermannsson

Sigurður Hermannsson (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 19:17

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, þetta eru ákaflega gildar vangaveltur.  Og ekki bara það.  Ég hefði viljað sjá Seðlabankann beina þessu áliti til ríkissaksóknara, sem þá hefði skoðað hvort bankarnir hafi verið að brjóta lög.

Fjölmargir aðilar hafa verið knúðir í þrot á síðustu 15 mánuðum.  Fólk hefur tapað eignum sínum og fyrirtæki líka.  Dæmi eru um að fólk hafi svipt sig lífi.  Mér finnst ábyrgð Seðlabankans vera mikil, þó ég vilji ekki kenna honum um sjálfsmorð, þá hefðu lántakar fengið mjög öflugt vopn í hendur, ef þessi skjöl hefðu verið birt í maí 2009 og við værum að horfa upp á gjörbreytt landslag.

Marinó G. Njálsson, 9.8.2010 kl. 19:33

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta Marinó og mikið rétt hjá þér allt saman. Er ekki holskeflan af nauðungarsölunum sem búið var að fresta og fresta vegna þessa lána meðal annars að skella á... Ég held að AGS sé búið að koma þeim skilaboðum til Ríkisstjórnarinnar að byrja... Það er hægt að setja ansi mikið af skuldarstöðu landans vegna afleiðinga þessa ólöglegu lána sem og bankaránunum segi ég og hræðilegt að við Íslendingar séum að upplifa það að vera með Ríkisstjórn sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að knésetja fólkið sitt til ævarandi fátæktar frekar en að rísa upp með því (fólkinu) og rétta við RÉTTLÆTIÐ.... Ég sé ekki að neitt annað komi til greina en að koma þessari Ríkisstjórn frá sem allra allra fyrst. Þetta er allt ólöglegt meira og minna virðist í boði þessara Ríkisstjórnar sem lét kjósa sig til valda með þessum fögru loforðum um skjaldborg heimilana til og fyrirtækja, ekki okkar þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir annara svo eitthver dæmi séu tekin af þessum kosningarloforðum... Svei og skömm segi ég.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.8.2010 kl. 20:35

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það var eitt áhugavert í því sem Már sagði í Kastljósi í kvöld, sem ég er ekki viss um að allir kveiki á. Munið þið eftir umræðunni um að í svörtustu sviðsmynd myndu 350 milljarðar falla á þjóðina vegna gengistryggðra lána heimilanna. Már sagði að í allra svörtustu sviðsmynd, þegar öll lán féllu undir dóma Hæstaréttar, þá yrði höggið 350 milljarðar á eigið fé fjármálastofnanna og þar af féllu 100 milljarðar á ríkið. Þannig að 350 milljarðarnir vegna lána heimilanna eru orðnir að 100 milljörðum í það heila vegna allra lána. Það þýðir að áhrif á ríkissjóð vegna lána heimilanna eru í mesta lagi 25 - 30 milljarðar í svörtustu sviðsmyndinni. Já, hræðsluáróðurinn sem haldi var hér á lofti fyrir dóm héraðsdóms hann er búinn að breytast úr 3 hænum í nokkrar fjaðrir.

Marinó G. Njálsson, 9.8.2010 kl. 21:22

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þessar upplýsingar koma of seint fyrir marga sem hafa flúið land vegna stökkbreyttra lána og þær fjölskyldur sem hafa sundrast vegna skulda svo ekki sé minnst á þá sem hafa tekið líf sitt í angist og örvæntingu vegna þess að hafa ekki séð út úr skuldafeninu!

Ekki voru það fjármagnsstofnanir sem gáfu grið þegar mest á reyndiNú eigum við leik gagnvart þeim og sá leikur verður ekki neinn gamanleikur!

Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 14:53

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt sem mér datt í hug -
-------------------------
*Nýverið kom frétt þess efnis, að eigendaskiptum á fasteignamarkaði hefði fjölgað um cirka 40% í sumar.

*Nú kemur merkilegt nokk frétt um að yfirtökum banka í kjölfar nauðungarsala hafi verið að fjölgað um svipað leiti.
------------------------
Ég efast að þetta sé tilviljun - hvað haldið þið?

Fj. eigendaskipta átti að vera enn ein vísbendingin um að hagkerfið væri að taka við sér - hvílík kaldhæðni.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.8.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 195
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 176
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband