6.8.2010 | 11:56
Rangfærsla í úrskurði Neytendastofu
Það er ein ákaflega meinleg rangfærsla í úrskurði Neytendastofu. Þessi rangfærsla er svo meinleg að hún gerir niðurstöðuna hálf hjákátlega. Bílasamningar SP-fjármögnunar eru þvi marki brenndir að tekið er lán í SP-einingum. Þannig er í tilfelli þess samnings, sem hér um ræðir, helmingur lánsins í SP5-einingum og hinn í verðtryggðum íslenskum krónum. Þessar SP5-einingar eru búnar til af SP-fjármögnun og eiga ekki skylt við íslenskar krónur eða erlenda gjaldmiðla, þó hafi þær vissulega virðistengingu við mynthlutföll og gengi undirliggjandi gjaldmiðla í íslenskum krónum.
Gengi SP5-eininganna er misjafnt eftir því hvenær lántaki tekur lán. Það veltur á gengi undirliggjandi gjaldmiðla, sem SP5-einingin er miðuð við, á lántökudegi. Hún er þó ekkert frekar í erlendri mynt, en að inneign í íslenskum hlutabréfasjóði með eignir í erlendum hlutafélögum er í þeirri mynt sem hlutafélögin eru skráð í. Eigi ég eign í viðkomandi hlutabréfasjóði, þá er hún í íslenskum krónum. Á sama hátt er SP5-einingin í íslenskum krónum og lánið því í íslenskum krónum. Það er ekkert erlent við þetta lán annað en að SP5-einingin er með fót í myntkörfu, sem núna hefur verið dæmdur ólöglegur af Hæstarétti. Að slík eining sé notuð gerir lánið ekki erlent frekar en notuð hefði verið ávaxtakarfa eða ostakarfa.
Mér finnst merkilegt að lesa þennan úrskurð Neytendastofu. Það er eins og stofnunin leggi sig fram við að réttlæta framsetningu SP-fjármögnunar á upplýsingum og efni samnings. Það er skýrt í neytendaverndartilskipun ESB og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga að óskýrleika í samningum eigi að túlka samning neytenda í hag. Neytendastofa leggur sig aftur alla fram við að brjóta gegn þessum lagabókstaf og túlka allan vafa lánafyrirtækinu í hag.
Úps, ég gleymdi því að Neytendastofa má ekki fjalla um neytendavernd í íslenskum lögum. Já, svo fáránlegt sem það er, þá fellur innleiðing neytendaverndartilskipunar ESB í 36. gr. laga nr. 7/1936 og lögfest var með lögum nr. 14/1995 ekki undir Neytendastofu!!! Er þetta ein af þessum fáránlegu vitleysum sem er að finna í íslenskum lögum og Alþingi verður að breyta ekki síðar en á haustþingi.
SP-Fjármögnun braut lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 216
- Frá upphafi: 1679949
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 197
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
SP5 myntkarfan er í reynd afleiða sem leidd er af gengi undirliggjandi gjaldmiðla. SP-Fjármögnun hefur hinsvegar aldrei haft starfsleyfi til afleiðuviðskipta, né heldur með framvirka samninga, gengistryggð verðbréf, eða gjaldeyri. Lagatæknileg skilgreining er því aukaatriði, fyrirtækinu var aldrei heimilt að stunda þessi viðskipti hvað sem orðhengilshætti líður. Við brotum á starfsleyfisskyldu fjármálafyrirtækja liggja refsingar allt frá sektum að tveggja ára fangelsisvist.
Eftirlitið á að vera í höndum FME, en því miður hefur stofnunin kúkað svo illa á sig í þessum málum að það er beinlínis orðið vandræðalegt að fylgjast með því. Allar hugmyndir um hvernig hægt sé að koma þessum glæpamönnum úr umferð væru vel þegnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2010 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.