7.7.2010 | 14:38
Samtök fjármálafyrirtækja verða við tilmælum talsmanns neytenda og tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna
Ég get ekki annað en fagnað því að Samtök fjármálafyrirtækja hafa orðið við tilmælum talsmanns neytenda og tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna frá síðast liðnum föstudegi. Fólust tilmæli talsmanns neytenda í því að afborgun gengistryggðra lána miðist við fasta lága krónutölu og gerðu Hagsmunasamtök heimilanna í framhaldinu tillögu að því að sú krónutala væri á bilinu 5.000 - 5.500 kr. á hverja milljón miðað við upprunalegan höfuðstól lánanna. Samkvæmt útreikningum Hagsmunasamtaka heimilanna ætti sú krónutala í ölum tilfellum að vera lægri en upphæð samkvæmt greiðsluáætlun.
Nú er bara spurningin hvort fjármálafyrirtækin fari eftir því atriði í tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna, að ekki þurfi að fara út í skilmálabreytingar með tilheyrandi skjalagerð, þinglýsingu og kostnaði. Eins verður forvitnilegt að vita hvort þau fjármálafyrirtæki sem eru með bílalán og önnur slík lán verði við því að takmarka greiðslur við 13.500 - 15.000 kr. fyrir hverja upphaflega milljón, eins og Hagsmunasamtök heimilanna lögðu líka til.
Ég lít svo á, að með tilmælum SFF til aðildarfélaga sinna sé nánast búið að grafa tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits. Sýnir sú niðurstaða sem nú hefur fengist að orð eru til alls vís. Nokkur samskipti hafa verið milli aðila frá 25. júní um niðurstöðu sem sátt gæti orðið um. Því komu tilmæli Seðlabanka og FME í síðustu viku á óvart. En núna skapast vonandi friður í þjóðfélaginu og fólk getur betur notið sumarleyfis síns.
Arion banki á hrós skilið fyrir að bregðast svona skjótt við tilmælum SFF og vona ég að önnur fjármálafyrirtæki bregðist einnig hratt við.
Ég var ekki fyrr búinn að vista færsluna, en hinir tveir bankarnir tilkynntu að þeir ætla að verða við tilmælum SFF og vil ég einnig hrósa þeim fyrir skjót viðbrögð.
Greiði 5000 krónur af hverri milljón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Samála nú getum við verið rólegri fram til fyrsta september.
Sigurður Haraldsson, 7.7.2010 kl. 14:49
Blessaðir öðlingarnir, þökk sé þeim! Með tapað mál í höndunum, yfirvofandi áhlaup, og leppstjórn sína farna frá völdum, fallast þeir á betri díl en AGS bauð til Jóhönnu til Steingríms til Gylfa til FME þar sem Gunnar A. tekur skellinn með Seðlabankanum.
Var nokkuð verið að snúa á okkur með þessu leikriti?
Dingli, 7.7.2010 kl. 16:06
Þeir vita upp á sig skömmina og vilja heldur fá lítið en ekkert.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.7.2010 kl. 18:30
Tek undir orð Marinós hér og vil fagna því að SFF taki tilmælum talsmanns neytenda og HH - sýnir jafnframt fáránleikann í tilmælum FME og SE og að fjármálafyrirtækin sjá að leikurinn er tapaður.
Því ber vissulega að fagna - tækifærin hafa verið ansi fá til slíks síðustu tvö ár.
Arney Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 20:17
Þeir sem hafa staðið á framlínunni, Marínó þar á meðal, eiga þakkir skilið.
Takk fyrir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.7.2010 kl. 21:48
"vonandi skapast núna friður í samfélaginu"
Hvað á svona rugl yfirlýsing að þýða? Kannski skapast friður hjá þér og þeim sem skulda gengistryggð lán.
Er eitthvað verið að gera fyrir þá sem skulda verðtryggð lán? Nei, ekki neitt, enda hefur því ekki verið sýndur neinn áhugi.
Núna styttist í að fleiri styðji fasisma og niðurbrot fjármálakerfisins með ofbeldi. Enda er það trúlega eina leiðin til að ALLIR fái sanngjarna skuldameðferð en ekki bara þeir sem skulda gengistryggð lán.
Önnur leið er að hvetja fólk til að yfirgefa Ísland til að sýna yfirvöldum svart á hvítu að hægt er að brjóta niður samfélagið með ýmsum hætti.
Ólafur (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 19:09
Ólafur, ég átti við um þennan þátt. Ekki taka því að baráttunni vegna verðtryggingarinnar sé lokið. Því fer víðsfjarri.
Marinó G. Njálsson, 8.7.2010 kl. 21:40
Þetta er mikilvægur áfangasigur. Nú verður kné að fylgja kviði.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2010 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.