25.6.2010 | 22:30
Góð ákvörðun ef rétt er eftir haft - Greiðsluáætlun á að gilda
Sé frétt RÚV rétt (hefur að vísu verið borin til baka), þá verður það gríðarlega stórt skref í rétta átt. Hvort skrefið er í samræmi við ákvæði laga kemur ekki í ljós.
Tekið skal fram að tveir stjórnarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna áttu fund með framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja í dag og var sá fundur mjög góður. Á fundinum kom fram að fjármálafyrirtækin fengu leyfi Samkeppnisstofnunar að ræða saman. Mikill þrýstingur er á þeim að klára málið núna um helgina.
Við frá HH lögðum mikla áherslu á rétt neytenda og hömruðum á 36. gr. laga 7/1936 sem kveður á um að sé ágreiningum um túlkun samnings, þá gildir túlkun neytandans. Ég held að þetta hafi komið SFF á óvart. Þá lögðum við mikla áherslu á, að ekki yrðu sendir greiðsluseðlar til þeirra lántaka, sem eru búnir að inna af hendi hærri heildargreiðslu en nemur samtölu greiðslna samkvæmt greiðsluáætlun. Fyrirtækin mættu ekki ganga lengri í innheimtu en næmi því sem greiðsluáætlun gerði ráð fyrir. Það er skoðun samtakanna að slíkt væri alvarlegt brot á samningsskilmálum og í andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar og ákvæði 36. gr. Vona ég að tekið verði tillit til þessarar ábendingar.
Við tjáðum SFF að það hafi alltaf verið markmið HH að hægt væri að viðhalda viðskiptasambandi fjármálafyrirtækjanna og viðskiptavina þeirra. Það væri öllum til hagsbóta.
Tekið skal fram að tilgangur fundarins var ekki að komast að niðurstöðu eða sátt, heldur að koma sjónarmiðum á framfæri og skiptast á skoðunum. Ég er sáttur við fundinn, en á eftir að sjá hvort farið verður eftir ábendingum okkar. Ekki var samið um neitt á fundinum, enda hvorugur aðili með umboð til slíks.
Á undan fundinum með SFF áttum við hjá HH fund með AGS í þeim tilgangi að tryggja að réttar upplýsingar um skuldastöðu heimilanna kæmust á framfæri við sjóðinn. Við útskýrðum skilning okkar á dóma Hæstaréttar, þ.e. að í þeim fælust þrenn skilaboð:
1. Bílaleigusamningar væru lánasamningar
2. Gengistrygging væri ólögleg.
3. Engu öðru var breytt í lánasamningunum umfram gengistryggingarákvæðið
Í því ljósi bentum við líka á 36. gr. laga 7/1936, því AGS virtist hafa hreinlega fengið rangar upplýsingar um áhrif og niðurstöður dómanna. Hvort sem fólki líkaði betur eða verr, þá tryggði greinin rétt neytenda að halda inni ákvæðum sem væru þeim hagstæð, þrátt fyrir að aðrar aðstæður hafi breyst.
Ég hef það á tilfinningunni að AGS finnist dómur Hæstaréttar lýsa, ja er ekki best að segja fúski. Það furða sig allir á því að svona geti gerst, en gert er gert og þetta verður ekki tekið til baka. Vissulega breyti þetta stöðunni, en við lögðum áherslu á að þetta breytti ekki skoðun okkur á að leiðrétta þyrfti verðtryggð lán heimilanna.
RÚV: AGS hefur áhyggjur af stöðu fjármálakerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gott að heyra að þið rædduð málin. Líka fínt að heyra hvað þið hjá HH eru fagmannleg í ykkar vinnu. Einblínið á málefnin, lögin og samningsviljann. Áfram HH!
Af fréttum undanfarna daga, í kjölfara dóms hæstaréttar, sker hins vegar í augun yfirlýsingr ráðamanna þvers og kruss sem engin fótur er fyrir. Það er ófaglegt svo lítið sé sagt.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:52
Sæll Marinó,
Þið hjá HH eruð að standa ykkur frábærlega!!! Það þarf einhver aðili að reyna að hafa vit fyrir þessu!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 26.6.2010 kl. 00:51
Arnór, ekki ætla ég að gefa mér neina niðurstöðu fyrirfram. Fjármálafyrirtækin hafa ekki talið sig þurfa að hlusta hingað til og þess vegna eru þau í þessari klípu núna. Kannski verður breyting, kannski ekki.
Hitt er annað mál, að staðan væri önnur núna, ef þau hefðu hlustað strax. Ekki það, að dómur Hæstaréttar hefði örugglega fallið eins, en fyrirtækin hefðu verið undirbúin og gert hefði verið ráð fyrir þessu í uppgjöri milli nýju og gömlu bankanna. Þeim er viss vorkunn að hafa verið svona blindir í trúnni, en það gerist þegar já-bræður umgangast hvern annan endalaust. Þess vegna getur stundum verið gott að hitta okkur vitleysingjana af og til, því það er aldrei að vita nema þeir hefðu getað lært af þessu heimskulega hjali okkar.
Ekki ætla ég þó að vorkenna þeim. Á mörgum heimilinum er fólk sem hefur þurft að sjá eftir eignum sínum, heilsu, hjónabandi og ástvinum. Sá skaði verður aldrei bættur og ekki er til siðs að axla ábyrgð eða biðjast afsökunar á afglöpum á blessuðu skerinu.
Segðu mér, Arnór, ef svona mál kæmi upp í þinni "sýslu", væri fógetinn ekki mættur með rútu og búinn að smala öllum út í bíl og keyra þá á betrunarhælið? Og þeir sem ekki fengju frítt far, væru þeir a.m.k. ekki búnir að segja af sér með góðan starfslokasamning?
Marinó G. Njálsson, 26.6.2010 kl. 01:24
Gott að þið hjá HH sátu fund með SFF. Ekki veitir af að kynna það vel fyrir lánveitendum að "vitleysingarnir" vita sinn rétt.
Þetta minnir mig á það þegar sonur minn og fleiri nemendur við Fjölbrautaskólann á Sauðarkróki gerðu athugasend við hátt verð í mötuneyti skólans fyrir rúmum 2 áratugum. Ég hringdi í menntamálaráðuneytið fyrir piltinn og komst þar að því að nemendur væru rekstraraðili mötuneytisins. Með þetta fór stráksi á fund um málið þar sem átti að kveða kvartanir nemenda niður. Hann hélt þar tölu og upplýsti um svör ráðuneytisins. Það var eins og við manninn mælt, skólastjónendur urðu að játa sig sigraða fyrir framan fullann sal af nemendum og í framhaldinu voru gerðar jákvæðar breytingar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.6.2010 kl. 02:26
Sæll Marinó,
Ég veit það ekki, svei mér þá, en ég er ansi hræddur um að það væri farið að sauma að sumum! Hvítflibbaglæpir voru til skamms tíma ekki taldir alvarlegir hérna, en Madoff blessaður karlinn breytti þeirri afstöðu dómsvalda í einum grænum þegar komst upp um hann. Nú það fréttist af Abramoff á dögunum að vinna fyrir sér á Tov Pizza í Baltimore en hann var látinn laus á skilorði núna 6. júní. Hann reyndar skuldar Saginaw Chippewas indíána ættbálknum í Michigan 25 milljónir dollara skaðabótakröfu vegna peningar sem hann svindlaði út úr þeim um árið. Með 10 dollara á tímann þá á það eftir að taka hann nokkurn tíma að vinna það upp;) Hann er reyndar sagður sjá um almannatengsl á Tov sem gárungarnir segja að ekki veiti af því pizzurnar séu ekki til að hrópa húrra yfir!
Ég skil ekki hvernig fólk getur búið við ástandið á Íslandi, a.m.k. eftir því sem maður heyrir af fréttum og frá fólki á blogginu. Það eru orðin 5 ár síðan ég kom til Íslands síðast, svo maður er dottinn ansi mikið úr sambandi, en ég bara hreinlega þarf að skammta sjálfum mér lestur fjölmiðla á Íslandi - maður verður þunglyndur af of stórum skömmtum í einu!
Hvað um það, baráttukveðjur héðan að utan!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 26.6.2010 kl. 05:31
En hvað með þær gríðarlegu fjárhæðir sem þegar hafa verið ofteknar?
Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2010 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.