25.6.2010 | 18:24
Fráleitur Gylfi - 18. gr. á eingöngu um oftekna vexti og endurgjald
Það er merkilegt hvað Gylfi Magnússon getur haldið áfram að vísa rangt í 18. gr. laga nr. 38/2001. Löggjafanum datt nefnilega ekki annað í hug, en að vextir og endurgjaldið væri oftekið og því væri vikið til hliðar með dómi. Þannig skapaðist krafa á kröfuhafann vegna oftekinna vaxta eða endurgjalds (lesist höfuðstólsafborgun), ekki öfugt. 18. gr. á ekki við lántakann, enda er ekki hægt að refsa lántakanum fyrir að lánveitandinn hafi boðið honum góð kjör.
Síðan vil ég vekja athygli enn og aftur á 36. gr. laga nr. 7/1936. Með henni voru færð í lög ákvæði um neytendavernd. Greinin er innleiðing á neytendaverndar ákvæðum tilskipunar 13/1993/EBE (eða hvernig þetta er skrifað). Hún verndar neytendur fyrir ósanngjörnum samningsákvæðum en jafnframt segir að rísi ágreiningur um túlkun samnings, þá skuli túlkun neytanda gilda.
Fjarstæðukennd niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gylfi heldur áfram að steypa tóma þvælu í örvæntingu sinni. Það sem áður var frábær dómur er eftir eitt samtal við AGS orðið að skelfilegri niðurstöðu sem "engum" hafði dottið í hug.
Mér líður eins og ég sé að horfa á knattspyrnuleik þar sem búið er að sóla varnarmann sundur og saman. Þegar boltinn er á leiðinni í markið hendir hann sér á eftir honum og ver með höndum á marklínu, snýr sér svo við og hrópar: "Það verður að breyta reglunum". Áhorfendur í stúkunni og heima í stofu, sem vita mæta vel að búið er að skora, leggja hendur á andlit og segja: "Guð minn almáttugur".
Þetta er einfaldlega orðið vandræðalegt. Gylfi skuldar okkur skýringu á því hvernig stjórnvöldum tókst að koma 100 milljarða tjóni yfir á almenning algerlega að óþörfu. Gylfi Magnússon á að segja af sér.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 19:35
Marinó, það er eins og að Ísland sé að spila fótboltaleik þar sem dómararnir dæmi skv. reglum frá Ameríska fótboltanum (ruðningi) eða einhverri annarri gersamlega óskyldri íþróttagrein.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 25.6.2010 kl. 20:16
Mér fannst eiginlega best, þegar hann sagði að ekkert væri að marka lögspekinga. Það væri Hæstiréttur sem hefði síðasta orðið. Nú er Hæstiréttur nýbúinn að eiga síðasta orðið, en vegna þess að hagfræðingurinn er ekki læs á lög, þá var þetta ekki síðasta orðið.
Gylfi hefur gert margt gott, en núna hefur hann ratað inn á ranga slóð og í staðinn fyrir að viðurkenna mistök sín og snúa af leið, þá þrjóskast hann við. Jóhanna og Steingrímur eru líklegast fegin að hann tekur athyglina af þeim og að þau virðast ekki vera að gera nokkurn skapaðan hlut. Hvar er Jóhanna og hvað er hún að gera? Er hún veik? Það var flott að jafna rétt samkynhneigðra, en hvað með rétt lántaka? Erum við skítugu börn Evu núna?
Marinó G. Njálsson, 25.6.2010 kl. 23:10
Ein spurning Marinó. Getur 36. gr. laga nr. 7/1936 átt við um viðskipti tryggingataka og tryggingasala ef ágreiningur er um bótaskyldu
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.6.2010 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.