Leita í fréttum mbl.is

Hvernig geta kröfurhafar tapað því sem þeir hafa þegar gefið eftir?

Ég get ekki annað en haldið áfram að furða mig á ummælum Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra.  Það bara hlýtur að vera einhver leynisamningur í gangi við kröfuhafa, ef tap þeirra getur numið hundruð milljarða til viðbótar því sem þeir hafa þegar gefið eftir.

Samkvæmt opinberum upplýsingum Seðlabanka Íslands og októberskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá fór lánasöfn gömlu bankanna til þeirra nýju með miklum afslætti.  Mér telst til að þessi afsláttur hafi verið um 58%.  Samkvæmt þessu er búið að gera ráð fyrir leiðréttingu á gengistryggingunni.  Dómur Hæstaréttar hefur því engin áhrif á eignahlið bankanna, en hann hefur áhrif á tekjuhliðina.  Og það er í gegn um það sem kröfuhafar geta tapað.  Afslátturinn sem gefinn var, var nefnilega hluti af plotti.

Ef lánasöfnin hefðu ekki verið færð yfir með afslætti, þá hefði þurft að skuldsetja bankana upp á mismuninn á eignasafni þeirra og innlánum.  Einnig hefði það kallað á margfalt hærra eiginfjárframlag ríkissjóðs og þar sem skattgreiðenda.  Til að komast framhjá því, þá virðist sem lánasöfnin hafi verið færð niður, en eingöngu í bókum bankanna.  (Ég sem hélt að þetta væri sannvirði lánasafnanna.)  Krafan á lántakana var ekki lækkuð því búa átti til auðvelda tekjulind fyrir bankana svo hægt væri að sýna sem mestan hagnað.  Af hagnaðinum væri síðan greiddur góður arður og þannig fengju kröfuhafar til baka hluta af því sem gefið var eftir.  Nú hefur ráðherra upplýst að gert var ráð fyrir að kröfuhafar áttu að fá hundruð milljarða með þessu.

Ég hef oft bent á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur farið fram á að bankarnir láti afsláttinn á lánasöfnunum ganga til lántaka.  Nú hefur Hæstiréttur í reynd framkvæmt þennan vilja AGS.  Það er gott.  Ef AGS er með þessa skoðun og tölur Seðlabankans sýna góða stöðu bankanna, hvers vegna er Gylfi þá með þetta upphlaup.  Eina ástæðan sem ég sé, er að gerðir hafi verið leynisamningar við kröfuhafa.


mbl.is Gæti kostað kröfuhafa hundruð milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það hafi alltaf legið fyrir að um einhverskonar leynisamning væri að ræða það er einfaldlega Íslenska módelið að vera eitthvað að plotta bak við tjöldin.

Annars held ég að þetta sé rétt nálgun hjá þér og þetta hafi verið hugsuð sem auðveld leið til að byggja upp bankana og tryggja hátt endursöluverð þeirra síðar til að lagfæra stöðu kröfuhafa.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 14:45

2 identicon

Eða er Gylfi Magg. kannski fúll af því hann tók verðtryggt lán og sér nú að það hefði verið betra að taka gengistryggt lán og þess vegna sé hann að reyna að láta sér líða betur?

Spyr sá sem ekki veit.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gylfi er beinlínis að segja, að svokölluð endurreisn bankanna sé runnin út í sandinn.

En, ég man eftir því að þingmenn Framsóknarflokksins, vöruðu ríkisstjórnina ítrekað við því að endurreisa of stórt og þar með of veikt bankakerfi.

En, ríkisstjórnin lét þær aðvaranir eins og vind um eyru þjóta - og einmitt sú hegðun, er orðin alltof - alltof kunnugleg.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.6.2010 kl. 15:38

4 identicon

Viðbrögð Gylfa virðast mótast af örvæntingu manns sem er að átta sig á því að hann hefur gert risastór mistök. Þetta fer að nálgast að verða pínlegt.

Gylfi heldur því fram að hagkerfið þoli ekki þessa vexti.  Ég minni á að nettóstaða hagkerfisins breytist væntanlega ekkert við þenann dóm. Það sem áður var hjá bönkunum er nú hjá lántakendum sem loks geta um frjálst höfuð strokið.

En auðvitað grunar mann að Gylfi og félagar hafi gert þau afdrifaríku mistök að taka lánasöfnin yfir á verði sem ekki fæst fyrir þau.  Ef svo er þá var það fé væntanlega gefið kröfuhöfum að óþörfu.  Það væri sannarlega tap fyrir hagkerfið Ísland.

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 16:43

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég held nú bara að Gylfi sé að undirbúa myntkörfulánþega (lottóvinningahafa dagsins!) á það að þeir munu ekki halda þessum súper vaxtakjörum út lánstímann.

Það gæti vel verið - og mér finnst sjálfum varla annað hægt - að lánþegar haldi nafnvöxtum lánanna (án gengistryggingar) frá lántöku til dagsins í dag.

En munum að flest þessi lán eiga þó nokkuð eftir af lánstíma, og í tilviki húsnæðislána flest +30 ár. Enginn býst í alvöru við því að halda í 30 ár óverðtryggðu ógengistryggðu íslensku láni með Yen-vöxtum!

Það sem nú mun líklega gerast er að lánveitendur þurfa að skrifa hverjum einasta eina lánþega bréf og bjóða uppá skuldbreytingu. Það er ekkert einfalt mál. Svo þess vegna er ég ósammála Hagsmunasamtökum heimilanna, þegar þau segja að "engin óvissa" sé um þetta mál allt saman.

Skeggi Skaftason, 24.6.2010 kl. 17:33

6 identicon

Það er hvorki í valdi Gylfa né bankana að fara þessa leið Skeggi.

Stjórnvöld völdu að ganga inn í viðskiptasamband tveggja einkaaðila og taka að því er virðist glórulausa áhættu þegar lánasafnið var verðlagt. Það er sú áhættusækni sem að Gylfi virðist vera að súpa seyðið af.  Þetta er ekki lántökum að kenna og þeir eiga einfaldlega sinn lögvarða rétt sem verður ekki af þeim tekinn.

Mörg þessara lána erum með föstum vöxtum + Libor sem eru lágir núna.  Þar fyrir utan þá eru mörg þessara lána með endurskoðunarákvæði á vöxtum þannig að reikna má með að innan nokkurra ára verði mörg þessara lána komin á 5-6% vexti.

Gylfi ætti að eyða orku sinni í að reyna að halda verðbólgunni niðri öllum til hagsbóta. Þá verða þessi lán honum og bönkunum þokkaleg tekjulind. Þegar það er sagt þá veit ég svo sem ekkert um hvernig Hæstiréttur dæmir í þessum vaxtamálum en mér sýnist að lánveitendur séu í mörgum tilfellum með vonlítil mál í höndunum.

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 17:47

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sá eina ágæta ábendingu á vefnum:

---------------------------------------------

Mbl.is 16. júní sl.
Áhrif dóms um gengistryggingu að mestu til góðs
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að áhrif dóms Hæstaréttar um gengistryggð lán muni frekar hafa góð en slæm áhrif fyrir efnahagskerfið og fjármálakerfið í heildina. „Þetta hefur auðvitað einhver þjóðhagsleg áhrif en ég fæ nú ekki betur séð en að mestu séu þau bara til góðs,“ segir ráðherra og kveðst ekki hafa áhyggjur af heildaráhrifunum á efnahagslífið.

Reiknar hann með að niðurstaðan muni koma sér vel fyrir þá sem tekið hafa lán til fremur skamms tíma en aftur á móti geti minni og sérhæfðari lánafyrirtæki lent í erfiðleikum. Hann telur að stóru bankarnir muni sleppa mun betur.

„Þó að þetta sé visst áfall fyrir stóru bankanna þá er þetta langt innan þolmarka fyrir þá, þannig að þó þetta sé ekki góðar fréttir fyrir þá er þetta engan veginn til þess fallið að slá þá út af laginu,“ segir Gylfi. Hann hyggur að sama eigi við um stærri lánafyrirtæki.


Segir hann ríkisstjórnina hafa verið búin undir þessa niðurstöðu og verið sé að kortleggja málið en ekki liggi fyrir hvort stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða vegna dómsins og hverjar þær aðgerðir yrðu. Farið verði yfir málið og næstu skref ákveðin.

Gylfi segir dóminn mikil tíðindi og fagnar því að réttaróvissunni um gengistryggingu lánsfjár hafi verið eytt.

----------------------------------------------

Gylfi er því merkilega tvísaga.

Spurning, togaði einhver síðan í spotta?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.6.2010 kl. 17:48

8 identicon

Þegar maður ber þetta saman við yfirlýsingar ráðherrans í dag, þá er bara eins og að hann hafi étið kjarnorkuúrgang í millitíðinni Einar Björn.

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 17:54

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Benedikt 17:47:

Stjórnvöld völdu að ganga inn í viðskiptasamband tveggja einkaaðila og taka að því er virðist glórulausa áhættu þegar lánasafnið var verðlagt.

Ég man líka hvað margir kvörtuðu hástöfum og heimtuðu að einmitt með þeim"afslætti" sem fékkst í þessari "áhættusömu" verðlagningu væri farið í almennar afskriftir, s.s. 20% afskrifta-kosningaloforð Framsóknar.

Skeggi Skaftason, 24.6.2010 kl. 18:04

10 identicon

Stjórnvöld hefðu sennilega betur farið þá leið Skeggi eða gerðardómsleið talsmanns neytenda. Þá væri stemmingin á stjórnarheimilinu sennilega eitthvað skárri í dag.

En menn völdu að taka sénsinn og gera það ekki. Það þurfti að lokum dóm til þess að ná skuldaafslættinum úr höndunum á þeim. 

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 19:02

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er það sem hefst upp úr því að gera heilt þjóðfélag að vogunarsjóði fyrir spilafíkla heimsins.

Theódór Norðkvist, 24.6.2010 kl. 19:25

12 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Látið ekki svona - þetta er ekki samkvæmt reglunum.

Regla 1. Lánveitandi skal vera með belti og axlabönd og ekki bera neina ábyrgð á lánveitingum, heldur geta gengið að öllu sínu vísu og helst meira til.

Regla 2. Skuldari skal ætið borga það sem sett er upp hvað sem tautar og raular eða vera settur í gapastokkinn ella.

Regla 3. Komi upp ágreiningur milli lánveitanda og skuldara skal lánveitandi hafa rétt fyrir sér.

Regla 4 (í smíðum). Hafi lánveitandi samt rangt fyrir sér verður því reddað...

Haraldur Rafn Ingvason, 24.6.2010 kl. 19:34

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Talaði við minn mann í fjármögnun í dag sagði honum að það ætti ekki að vefjast fyrir honum að reikna út hvað ég ætti mikið hjá þeim af láni sem ég borgaði upp nú í mars, kvaðst hann ekki geta svarað því og játaði hann að þeir hefðu ekki verið viðbúnir að hæstiréttur myndi dæma þeim í óhag! En þegar ég greiddi lánið upp gerði ég það með þeim formekkjum að ég ætti kröfurétt á bankann ef um meiri leiðréttingu væri að ræða en 25% sem ég fékk að því að ég hafði það á hreinu að hæstiréttur myndi dæma bankanum í óhag!

Spurning dagsins er sú af hverju fékk útráarvíkingurinn afskrift upp að 75% meðan almenningur fékk aðeins 25%?

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 21:26

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einár Björn: "Spurning, togaði einhver síðan í spotta?"

Tja... Franek átti "óformlegan" einkafund með Helga Hjörvar formanni efnahags- og skattanefndar á miðvikudagsmorgun, og eftir það var vaxtaákvörðunarfundur í Seðlabankanum. Síðan þá hafa bæði Gylfi og Már verið að gala þennan hræðsluáróður. Þessi tímalína varpar alveg nýju ljósi á atburðarásina. Hvað þetta þýðir skal ósagt látið, einnig má nefna fundi með vælukór fjármálafyrirtækja sem grét hástöfum...

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2010 kl. 13:52

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugavert - Guðmundur.

Síðann þessi plathagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2010 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1680033

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband