Ég segi bara:
Til hamingju með daginn.
Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp þann dóm að samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur sé óheimilt að binda lán í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Sjá dómana hér:
92/2010 Óskar Sindri Atlason (Björn Þorri Viktorsson hrl.) gegn SP. fjármögnun hf. (Sigurmar K. Albertsson hrl.)
og
153/2010 Lýsing hf. (Sigurmar K. Albertsson hrl.) gegn Jóhanni Rafni Hreiðarssyni og Trausta Snæ Friðrikssyni (Ragnar Baldursson hrl., Ólafur Rúnar Ólafsson hdl.)
Björn Þorri Viktorsson, Ragnar Baldursson og Ólafur Rúnar Ólafsson þökk fyrir baráttu ykkar og hafa farið með málin í gegn um tvö dómstig.
Það var 12. febrúar 2009, sem ég minntist fyrst á það í færslu hér, að gengistrygging væri líklegast í andstöðu við ofangreind lög. Síðan hef ég ítrekað tekið þetta mál upp og bent á þær lagaskýringar sem Hæstiréttur bendir á. Þá á ég við:
Var því lagt til grundvallar að um lánssamning í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu hefði verið að ræða. Talið var að samningur aðila bæri skýrlega með sér að hann væri um lán í íslenskum krónum. Kaupverð bifreiðarinnar og mánaðarlegar greiðslur voru tilgreind í íslenskum krónum. Þá kom berum orðum fram að íslensk fjárhæð hverrar afborgunar ætti að breytast eftir gengi á þeim erlendu myntum, sem mið var tekið af. Af þessum sökum var talið ótvírætt að samningur aðilanna væri um skuldbindingu í íslenskum krónum og félli hann því undir reglur VI. kafla laga nr. 38/2001. Rakið var að í athugasemdum með frumvarpi, sem varð að lögum nr. 38/2001, og öðrum lögskýringargögnum varðandi þau hefði ítrekað verið tekið fram að með þeim yrðu felldar niður heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla og að rétt væri að taka af allan vafa þar af lútandi. Talið var að vilji löggjafans kæmi skýrlega fram í því að í orðum 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 væri eingöngu mælt fyrir um heimild til að beita tilteknum tegundum verðtryggingar, en þar væri ekkert rætt um þær tegundir sem óheimilt væri að beita. Lög nr. 38/2001 heimiluðu ekki að lán í íslenskum krónum væru verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Þá væru reglur 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 ófrávíkjanlegar, sbr. 2. gr. laganna, og yrði því ekki samið um grundvöll verðtryggingar, sem ekki væri stoð fyrir í lögum.
Eftir að ég hafði rætt þessi mál við Eyvind G. Gunnarsson, lektor við Háskóla Íslands, var ég endanlega sannfærður um að gengistryggingin væri óheimil og núna hefur Hæstiréttur tekið undir það.
Ég reikna með að þungu fargi sé létt af mörgum lántökum, þ.e. þeim sem tóku gengistryggð lán. Ég býst líka við að þeir sem tóku verðtryggð lán finnist sem þeir standi verr eftir og vilji fá hlut sinn leiðréttan. Það hlýtur að vera rökrétt framhald.
Dómur Hæstaréttar í dag er fordæmisgefandi, þrátt fyrir að hann fjalli um tvö tiltekin mál. Það er þessi texti dómsins:
Talið var að vilji löggjafans kæmi skýrlega fram í því að í orðum 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 væri eingöngu mælt fyrir um heimild til að beita tilteknum tegundum verðtryggingar, en þar væri ekkert rætt um þær tegundir sem óheimilt væri að beita. Lög nr. 38/2001 heimiluðu ekki að lán í íslenskum krónum væru verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Þá væru reglur 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 ófrávíkjanlegar, sbr. 2. gr. laganna, og yrði því ekki samið um grundvöll verðtryggingar, sem ekki væri stoð fyrir í lögum.
Það er þessi ófrávíkjanleiki annars vegar og að lögin heimiluðu bara ákveðna tegund verðtryggingar og gengistrygging er ekki ein af þeim.
Nú geta margir fagnað í kvöld og á morgun, en á föstudaginn þurfa lántakar, lánveitendur og löggjafinn að átta sig betur á nýjum veruleika án lagaóvissu.
Gengistryggingin dæmd óheimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 192
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Er ekki augljóst að þetta gildir um íbúðalánin líka, eða þurfa þau að fara sérstaklega fyrir dóm líka? Ég skal fara í mál við Frjálsa...
Hvumpinn, 16.6.2010 kl. 17:09
Það er ekki annað hægt en að fagna þessum sigri. Allt í einu á ég mér líf og sé ekki bara fram á að vera þræll banka til æviloka. Ég get greitt mínar skuldir í dag.
TAKK TAKK TAKK
Vilhelm (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:10
Stórkostlegt.
DÓMARNIR:
http://www.haestirettur.is/domar?nr=6715
http://www.haestirettur.is/domar?nr=6714
Elle_, 16.6.2010 kl. 17:20
Heill og sæll; Marinó - sem og, Hvumpinn og Vilhelm og aðrir !
Samfagna ykkur öllum; Hagsmunasamtök heimilanna, auk margra baráttu jaxla, eiga heiður skilinn, fyrir óþrjótandi baráttuna.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:22
Ef gengistryggingin er ólögleg verður að reikna allt lánið yfir í íslenskar krónur og vexti og verðtryggingu frá lántökudegi. Þannig að lán sem bar 4% óverðtryggða vexti í japönskum jenum og var því mjög hagstætt til að byrja með, verði umreiknað yfir í íslensku 10% vexti+verðtryggingu frá upphafi. Mun það koma betur út fyrir myntkörfueigendurna?
Annað. Ef bíll var metinn á 10.000 evrur þegar hann var keyptur og svo féll gengið um 50% á nokkrum vikum. Var bílinn ekki ennþá ca 10.000 Evru virði? eða hvað?
hmm (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:27
Félagar bíðum aðeins við, hrósum ekki sigri ,dagur er ekki að kveldi komin.
Nú er bara bíða eftir útspili ríkisstjórnarinnar.
Hvað mun hún gera til að tryggja bankana?
,,Það er ekki til neitt tilbúið lagafrumvarp en við teljum okkur vita að ef það þyrfti að koma til lagabreytingar hvernig hún þyrfti að verða."
Sagið sagði talsmaður ríkistjórnarinnar.
Rauða Ljónið, 16.6.2010 kl. 17:27
Ég er ekki alveg búinn að jafna mig á þessu enda var fyrsta frétt mbl.is sú að gengistryggingin væri lögleg!
Höfum í huga, að Hæstiréttur segir ekkert til um hvort eitthvað eigi að koma í staðinn fyrir gengistrygginguna og því verðum við að líta svo að ekkert komi í staðinn. Raunar má segja að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. apríl standi, en þar er úrskurðað að ekkert komi í stað gengistryggingar.
Óskar Helgi, þetta er búin að vera lýjandi barátta, en hún bar ríkulegan ávöxt.
Marinó G. Njálsson, 16.6.2010 kl. 17:30
Til hamingju Marinó og HH!
sr (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:38
HMM SKRIFAR: Ef gengistryggingin er ólögleg verður að reikna allt lánið yfir í íslenskar krónur og vexti og verðtryggingu frá lántökudegi.
NEI. Hvaða heimildir hefur þú fyrir að skuldarar verði að borga verðtryggingu vegna ólöglegra gengisskulda??? Skuldararnir skrifuðu hvergi undir lögmæta verðtryggingu samkvæmt verðtryggingarlögum.
Elle_, 16.6.2010 kl. 17:38
Hmm, það segir hvergi að verðtrygging eigi að koma í staðinn. Ekki gera okkur upp eitthvað sem ekki er falið í dómi Hæstaréttar.
Marinó G. Njálsson, 16.6.2010 kl. 17:38
Til hamingju, lánþegar, Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega og aðrir sem staðið hafa í baráttunni.
Nú skulum við standa föst á okkar rétti og ekki láta bjóða okkur nein afturvirk lög sem brjóta gegn stjórnarskránni.
Theódór Norðkvist, 16.6.2010 kl. 17:40
Nú samgleðst ég virkilega öllum þeim er málið snertir.
Og sérstaklega þér Marinó og Hagsmunasamtökum heimilanna, fyrir alla ykkar baráttu! Hún var sannarlega þessi virði :) Þessi dómur kveikir líklega miklar vonir hjá okkur líka,varðandi verðtrygginguna. Við skulum bara vona að þetta sé skýrt tákn um komandi réttlæti, okkur borgurunum til handa.
GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ!
Elínborg, 16.6.2010 kl. 17:42
Vil byrja á að óska okkur öllum til hamingju og þakka Marinó og samtökunum fyrir baráttuna
En blessaður kallinn hann Gylfi á eftir að láta í sér heyra, hann var jú að ropa upp einhverjum hótunum í gær er að velta fyrir mér til hvaða bragða hann tekur ?
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:45
Verið viðbúin hinu versta frá Norrænu Velferðarstjórninni. Það kann að verða þörf fyrir meira en búsáhöld.
Hvumpinn, 16.6.2010 kl. 17:47
Maður A tekur gengistryggt lán 1.jan 2007, 1 miljón ISK, segjum að hann hafi bara borgað vextina engar afborganir, ca 4% vextir óverðtryggt en í japönskum jenum. Hvað skuldar hann í dag eftir þennan dóm? Bara 1 miljón ISK að ykkar mati?
Þannig að maður B sem tók íslenskt lán 1 miljón 1.jan 2007 og hefur bara borgað vexti 10% en verðtrygging verið t.d. 10% fram til 1.jan 2010 skuldar þá eftir þennan dóm ennþá allt sitt ca 1,350 ISK (1,1*1,1*1,1) og hefur auk þess borgað 2x meira í vexti en maður A á tímabilinu? Og réttlætið er?
NB verðtryggingin mun alltaf sjá til þess að íslensku lánin hækki jafn mikið og þau gengistryggðu vegna verðbólgunnar, en það tekur bara lengri tíma.
HMM (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:54
1 milljón eða minna. Hæstiréttur kvað ekki upp neinn dóm um skyldu-verðtryggingu. Níðst hefur verið á skuldurum og fjöldi hefur þurft að borga lögmönnum og öðrum þúsundir á þúsundir ofan vegna ólöglegu skuldanna. Skuldarar ættu að fá allt tapið til baka.
Elle_, 16.6.2010 kl. 18:00
Sæll Marinó, og til hamingju með daginn!
Mig minnir að Stuðmenn hafi í gamla daga sungið um að "Réttlætið það sigraði að lokum" og þetta kom upp í hausnum á mér þegar ég las þetta og nú næ ég ekki þessu broti úr hausnum á mér aftur;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 16.6.2010 kl. 18:46
Hjartanlega til hamingju með daginn öll sömul og þakkir fyrir þitt frábæra framlag til þessara mála Marínó.
Hæstiréttur hefur talað og niðurstaðan er sú að fyrirtækin voru að lána íslenskar krónur. Þau hefðu aldrei nefnt íslenskar krónur á skuldabréfunum ef þau hefðu verið að lána eitthvað annað. Fyrirtækin lánuðu út 1 epli en ætluð að fá 3 tilbaka. Þau mega vera sátt við að fá rúmlega eitt epli tilbaka.
Ríkisstjórnir boðar aðgerðir. Það er best að gefa sér ekkert fyrirfram í þeim efnum en það væri pólitískt sjálfsmorð að fara að verðtryggja þetta eftirá með hundakúnstum og fara þannig gegn dómsniðurstöðum. Ég minni á að núna stendur Héraðsdómur gegn Landsbankanum þar sem að verðtryggingarþættinum (gengistrygging) var einfaldlega vikið til hliðar. Samkvæmt yfirliti Hæstaréttar um áfrýjuð mál þá er það mál ekki á þeim lista.
En þessari baráttu er ekki lokið. Næst er að taka verðtrygginguna í gegn.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 19:02
Til hamingju Íslendingar og þakka ykkur hjá HH, sérstaklega þér Marinó, fyrir góða og óeigingjarna baráttu.
Þetta lag er gott Arnór og allt í lagi að leyfa því að dingla svolítið í hausnum á sér.
Varðandi það hvað kemur í staðinn skulum við bíða aðeins og vona að ríkisstjórnin geri ekkert í fljótfærni.
Gunnar Heiðarsson, 16.6.2010 kl. 19:16
Gott að neytendur fái rétt sinn staðfestann, góður dagur og gott að vita til þess að réttarkerfið skuli virka eins og það á að virka.
Steingrímur J. Sigfússon sagði í viðtali við fréttastofu RUV kl:18:00 í kvöld að það væru til lög sem tækju af allan vafa hvernig þessi lán skyldu meðhöndluð, í ljósi þess að þau hafi verið dæmd ólögmæt.
Getur einhver bent mér á hvaða lög hann var að vísa í og hvað það er þá sem kemur í staðinn fyrir gengistrygginguna, með vísan í þessi lög?
Þórhallur (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 19:33
Ég þarf að leiðrétta mig. NBI áfrýjaði úrskurði héraðsdóms í máli bankans gegn Þráni. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í dag og hef ég sett inn nýja færslu um það mál:Það voru þrír dómar í dag - Úrskurður í máli NBI gegn Þráni staðfestur
Það kemur engin trygging í staðinn fyrir gengistryggingu! Það koma ekki himin háir óverðtryggðir vextir í staðinn fyrir LIBOR vexti!
Marinó G. Njálsson, 16.6.2010 kl. 19:49
Vaxtaþáttur umræddra lánasamninga var ekki dæmdur ólöglegur, aðeins gengistryggingin. Um það hvort lánastofnu megi breyta einhliða vöxtum á gerðum lánasamningi féll héraðsdómur (eða Hæstaréttardómur man það ekki) fyrir stuttu síðan um lán fyrirtækis nokkurs, að það mætti ekki.
Auk þess hef ég heyrt að dómar hafi fallið um að þegar verðtrygging var dæmd ólögleg á lánum til skemmri tíma en fimm ára, megi lánastofnun ekki taka einhliða upp aðrar álögur í staðinn, til að bæta sér upp meint tap.
Ef einhver brýtur lögin er það engum öðrum en honum sjálfum að kenna. Forráðamenn lánastofnana, sem eiga að þekkja lög um fjármál betur en aðrir, hafa engan rétt til að koma grenjandi heimtandi verðtryggingu afturvirkt þvert gegn stjórnarskránni og segja "ég vissi þetta ekki."
Theódór Norðkvist, 16.6.2010 kl. 19:53
Gylfi Magnússon segir á Pressunni að hann útiloki ekki að dómurinn hafi einnig áhrif á húsnæðislánin http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/vidskiptaradherra-utilokar-ekki-ad-nidurstada-haestarettar-hafi-einnig-ahrif-a-husnaedislan
Er hægt að skilja dómana öðruvísi en svo að öll gengistryggð lán í íslenskum krónum séu ótvírætt ólögmæt? Ég get ekki séð að dómurinn geri neinn fyrirvara í því samhengi. Hvað segið þið?
Björk (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 20:40
Til hamingju íslendingar, til hamingju Marinó og til hamingju HH.
Og bestu þakkir til þín Marino, HH og Björns Þorra.
Toni (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 21:07
Þórhallur,í lögum um vexti og verðtryggingu eru ákvæði um hvernig ber að endurgreiða "ofgreidda"r kröfur og með hvaða vöxtum. Ég ætla rétt að vona að SJS hafi átt við þau lög.
Reyni þessi ríkisstjórn að skerða þá leiðréttingu sem fólk á rétt á með einhverjum hætti verður bylting.
Toni (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 21:15
Til hamingju öll saman - Hagsmunasamtök heimilanna - Marínó og allir!!! Til hamingju Ísland!!! Við eigum okkur kanski von!!
Anna Margrét Bjarnadóttir, 16.6.2010 kl. 21:50
Til hamingju Íslendingar! Loksins glittir í réttlæti fyrir fórnarlömb skipulagðrar glæpastarfsemi. Næsta skref hlýtur að vera höfðun sakamála á hendur hinum seku, fyrir það tjón sem þeir hafa valdið samfélaginu og almenningi öllum. Ég tel þessu máli ekki lokið fyrr en Kjartan Georg Gunnarsson og fleiri verða leiddir út úr glæpahreiðrum sínum í handjárnum.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2010 kl. 22:47
Orrusta unnin og því ber að fagna
Haraldur Rafn Ingvason, 16.6.2010 kl. 22:47
Af hverju fagna allir þessu svona innilega? Það er ljóst að all margir fóru mjög glannalega í að fjárfesta og máttu vita að það þyrfti að borga til baka. Þeir sem fór varlega en eru skuldum hlaðnir, þótt engin séu körfulánin, mega borga. Mér finnst harkalega að mér vegið, þegar verið er að púkka upp á fólk sem fór offari í skuldsetningum en ég sem fór varlega, næ þó varla endum saman með engin myntkörfulán má borga í botn. Það verður ekki ég sem fagna á morgun eins og þjóðin hefur verið hvött til að gera. Það er mitt mál að horfa eigi til allra en ekki ákveðins hóps í þjóðfélaginu.
Heiða Lára (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 23:02
Þetta er gleðidagur og vil ég bara þakka öllum sem hafa barist gegn því óréttlæti sem skuldarar hafa mátt þola undanfarið, nú hefur verið tekið skref í rétta átt. Hjartans þakkir, til hamingju og Gleðilegan Þjóðhátíðardag á morgun
Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 23:20
Heiða, það var fólk með bæði gengistryggðar skuldir og verðtryggðar skuldir. Og líka fólk með gengistryggðar skuldir sem FÓR VARLEGA OG VAR SVIKIÐ.
Elle_, 16.6.2010 kl. 23:29
Heiða Lára róleg á geðvonskunni, ekki er útséð með að þetta hafi engin áhrif á verðtryggðu lánin, t.d. með því að styðja við það sjónarmið að bankarnir hafi tekið stöðu gegn krónunni og forsendur fyrir innheimtu verðtryggðra lána séu þess vegna brostnar.
Lánastofnanir hafa verið vankaðar með þessum dómum og það á eftir að vinna með okkur sem erum með verðtryggð lán.
Theódór Norðkvist, 16.6.2010 kl. 23:33
Það er nú svo að ég er ekki geðvond, heldur reið. Vonandi verða þessar aðgerðir til þess að létta skuldavanda myntkörfulántakenda. Þá verður kannski farið að horfa til hinna eins og þú bendir á Theódór. Ég veit vel að margir voru hvattir til að taka þessi lán, en aðrir voru tortryggnir og mega þakka sínum sæla í dag kannski eða ekki. Það er samt ljóst og það getur enginn þrætt fyrir það að mjög margir fóru mjög glannalega í lántökum til að kaupa, bíl/a, sumarbústað, stærra húsnæði of svo framvegis. Ég get bara því miður ekki vorkennt þessu fólki og finnst að það eigi að standa við sitt. Það átti að vita betur , já og gleðilegan þjóðhátiðardag á morgun.
Heiða Lára (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 23:42
Ég get bara því miður ekki vorkennt þessu fólki og finnst að það eigi að standa við sitt.
Standa við hvaða SITT??? Meinarðu að borga fyrir ólöglegu ránin og svikin??? Við báðum þig ekki um neina vorkunn heldur. En guði sé lof að Hæstiréttur er þarna með dómara sem FARA AÐ LÖGUM OG HUGSA EKKI EINS OG ÞÚ. ÞÖKK FYRIR DÓMARANA Í HÆSTARÉTTI.
Elle_, 16.6.2010 kl. 23:48
Kærar þakkir fyrir alla þína baráttu Marínó!
Billi bilaði, 16.6.2010 kl. 23:57
Þetta er að þróast út í stórfurðulegt mál,ok nú er búið að dæma gengistrygginguna ólöglega,þá sýnist mér að ég og ansi margir aðrir sem álitu það bilun að kaupa nýjan jeppa á erlendu láni,því við fengum greidd laun í krónum verið á villigötum og áhættuhópurinn dottið í lukkupottinn.Þó hér sé talað um bíla þá var það gengistrygging sem var dæmd ólögleg og hlýtur að eiga við íbúðarhúsnæði líka.
Segjum sem svo að lánin fengju að standa áfram á 4-5% vöxtum og óverðtryggð,yrði þá ekki sama að ganga yfir húsnæðislánin og finnst engum það óraunhæft á meðan restin af þjóðinni fær ekki þessi kjör?
Friðrik Jónsson, 17.6.2010 kl. 00:02
Ég er dæmi um manneskju sem FÓR VARLEGA, ég keypti engan bíl, engan sumarbústað og ekki stærra húsnæði. Eina sem ég gerði var að kaupa mína fyrstu íbúð, 57 m2, og það myndi ég ekki kalla glæfraskap. Ég tók helmingaskipt lán, helming verðtryggt og helming "erlent", og nú finnst sumum að ég eigi bara "að standa við mitt" - lán sem hefur hækkað úr 16 milljónum í 27 milljónir á 3 árum! Svona viðhorf finnst mér ekki sanngjarnt og mér finnst að fólk þurfi aðeins að hugsa hvað það segir um annað fólk áður en það lætur vaða.
En allavega, til hamingju með þennan úrskurð öll.
Sveinlaug (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:03
Sæl Sveilaug
Ég er alveg sammála því líka að það þarf að leiðrétta hjá þeim sem voru ekki að vaða í vitleysu og þitt dæmi er einmitt þannig,en ég er ekki að sjá að fólk fái að halda láninu áfram á lágum vöxtum án verðtryggingar,það er óraunhæft þegar restin er með verðtryggingu.
Friðrik Jónsson, 17.6.2010 kl. 00:32
Æ, æ, það er réttilega mælt að þetta er að fara út í vitleysu. Ég er bara að tjá mína skoðun. Mín lán hafa líka hækkað og hækkað og er svo komið að ég næ varla endum saman og finnst ósanngjarnt að bjarga eigi þeim sem fóru offari. Ég er ekki að tala um þá sem fóru VARLEGA, heldur þeim fór ÓVARLEGA og hefði átt að ígrunda lántökur sínar til botns. Í allra bænum ekki misskilja þetta. Þú Svanlaug lætur vaða, ég sagði bara mína skoðun og hugsanir. Er það að vaða?? Ég get alveg glaðst yfir að Jón og Gunna fái nú loks um frjálst höfuð strokið. En ég vil það líka. Læt þetta verða lokaorð mín við þetta innlegg hjá Marinó sem ég les alloft og á hann og hans fólk hjá hagsmunasamtökum heimilana hrós skilið fyrir sína baráttu.
kveðja og góðar stundir.
Heiða Lára (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:39
Til hamingju Ísland.
Næst þarf að sækja leiðréttingu á verðtryggðu lánunum.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:53
Heiða Lára, ég ætla að byrja á því að segja þér að þú ert kjáni ef þú heldur að þú getir rekið fleyg á milli fólks með verðtryggð lán og þeirra sem eru með gengistryggð lán. Við erum öll í sömu baráttunni.
Lántakendur með gengistryggð lán ráku sín mál fyrir dómi og unnu þar sigur.
Síðan máttu útskýra í hverju varfærni þín var fólgin.
Og þú Friðrik, ekki láta öfundina naga þig upp til agna þó þú hafir ekki getað keypt jeppa. Brettu frekar upp ermarnar og byrjaðu að undirbúa baráttuna gegn verðryggingunni!!
Smásálarskapurinn ekki bara byrgir ykkur sýn, heldur kemur líka allgjörlega í veg fyrir að þið getið hugsað rökrétt.
Toni (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 01:12
Sennilega er þetta einn mesti sigur íslenskrar alþýðu gegn kúgun og ofríki höfðingjanna síðan vistabandið var afnumið.
Næst þarf að stöðva þá eignaupptöku sem höfðingjarnir kalla verðtryggingu!!
Toni (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 01:20
Þetta er áfangasigur en ég læt mér ekki detta annað í hug en að einhvers konar verðtrygging muni vera sett inn í staðinn. Veit ekki hvernig menn ætla að fara með vextina en finnst líklegast að þeir verði settir í eitthvert meðaltal sambærilegra íslenskra lána á þeim tíma sem þau voru tekin.
Annað er heldur varla sanngjarnt. Amk útilokað að engin verðtrygging komi í staðinn.
Og NB. Ég er bæði með verðtryggð og "gengistryggð" lán.
Erla (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 01:46
Erla, er til of mikils ætlast af þér að fara fram á að þú sért ekki að draga úr þeim kjarkinn sem ætla að berjast til síðasta blóðdropa gegn rányrkju höfðingjana?
Þú lýsir yfir uppgjöf þegar nýbúið er að vinna mikilvæga orrustu. Hvers vegna?
Toni (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 02:07
Erla ég skil ekki hvers vegna það ætti að koma einhver verðtrygging og síðan er ekki leyfilegt samkvæmt lögum að breyta samningsvöxtum,
Sigurður Sigurðsson, 17.6.2010 kl. 02:33
Sjálfur er ég ekki með nein gengistryggð lán. Samt á ég ákaflega erfitt með að taka undir orð Elle Ericson og Friðriks Jónssonar.
Þetta mál er réttlætismál og dómurinn frábær. Ég lít á þetta sem fyrsta skrefið í leiðréttingu á því rugli sem hefur viðgengist hér. Næsta skref verður væntanlega að fá leiðréttingu á óhóflegri hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána.
Það er ekki eðlilegt að lánastofnanir komist upp með að þurfa enga ábyrgð taka vegna hrunsins. Þegar lánasöfnin voru flutt til þeirra frá gömlu bönkunum fengu þeir afslátt sem eðlilegt er að gangi til lántakenda.
Vandamálið er að ekki er um nein augljós lögbrot að ræða, þannig að ríkisstjórnin verður að grípa inn í með lagasetningu sem þvingar bankana til hlíðni. Það er eina rökrétta til að fólk öðlist trú að nýju.
Enn og aftur; til hamingju Íslendingar!
Gunnar Heiðarsson, 17.6.2010 kl. 03:41
Sæll Toni
Það sem ég hef verið að skrifa hér hefur bara ekkert með öfund að gera og er alveg sammála að gengistryggð lán eigi að lækka niður í raunhæfar tölur fyrir fólk,enda gleðst ég yfir því.En að búast við því að ekkert komi í staðinn fyrir gengistrygginguna finnst mér óraunhæft og ólíklegt,því þetta er miklu stærri pakki en bara bílalán,enda held ég að flestir hafi nú gert ráð fyrir að þurfa að borga raunhæfa vexti af sínum lánum.
Ég persónulega hef ekki þennan jeppadraum sem þú vilt eigna mér og geng ekki um götur slefandi af öfund yfir eignum annara,vinn fyrir mínu og tel það ekki eftir mér.En auðvitað vil ég sjá leiðréttingu á verðtryggingu og veit að það mun einhver verða og ef sú staða kæmi upp að hún yrði afnumin,þá er ég ekki í þeim draumaheim að búast við að fá að halda óbreittum vöxtum 4 og hálft prósent þó það yrði sætur draumur.
Nei það sem ég myndi vilja sjá er að þessi auma ríkisstjórn skoðaði heildarpakkann og jafnaði þetta allt í raunhæfan pakka,sem fólk getur lifað við og það skapaðist raunhæfur rekstrargrundvöllur hjá öllum.Það er ömurlegt að horfa uppá ástandið hjá mjög mörgum og ekki hlakkar í mér þegar fólk missir sitt og líður skort,ég er ekkert frekar þenkjandi í þá áttina heldur en öfundina.Því smásálar hugsunarhátt hef ég aldrei verið þekktur fyrir og verð það vonandi aldrei.
Friðrik Jónsson, 17.6.2010 kl. 04:54
Ein spurning til þín Gunnar,nú má búast við að þessi dómur komi til með að vera fordæmi á önnur en bílalán.Til dæmis húsnæðislán,einkalán og eflaust einhver fyrirtækjalán og finnst þér raunhæft að öll þessi lán verði á 4-5% vöxtum sum kannski í 25-40ár,væri það þá ekki réttlætismál að verðtrygging yrði afnumin og allir fengju svoleyðis lúxus kjör?
Friðrik Jónsson, 17.6.2010 kl. 05:06
Gunnar, ertu kannski að rugla mínu nafni saman við e-s annars að ofan. Þar er ég ekki að tala neitt gegn dóminum, heldur fagna honum eins og þú. Og þakka þar fyrir dómara Hæstaréttar. Hvað nákvæmlega ertu að meina? Og þú tengir mín orð við Friðriks. Friðrik er ekki að segja það sama.
Elle_, 17.6.2010 kl. 12:22
Í fyrstu setningunni minni (23:48) eru skáletruð orð, Gunnar, og það voru EKKI mín orð, heldur orð Heiðu (23:42) og ég var að mótmæla þeim. Setti þau inn skáletruð þarna og svaraði þeim þar fyrir neðan.
Elle_, 17.6.2010 kl. 12:32
Friðrik, hvað eru raunhæfir vextir? Er það þegar fólk þarf að borga íbúðarlánin sín tíföld til baka, jafnvel enn meira, eins og er tilfellið hér á landi með þá sem eru með verðtryggð lán?
Eru það ekki frekar raunhæfir vextir sem gilda í Þýskalandi eða Svíþjóð, 2,5-3,5% og fólk í raun og veru veit hvað það mun borga næstu mánaðarmót? Það eru sömu vextir og voru á gengistryggðu lánunum, að frádreginni gengisáhættunni.
Theódór Norðkvist, 17.6.2010 kl. 14:15
Síðan á málið bara ekkert að snúast um verðtryggð lán gegn gengistryggðum, eins og þetta sé einhver fótboltaleikur.
Lög eru lög, óheimilt er að breyta gerðum samningum og lausn á vanda verðtryggðra er bara annað aðskilið mál. Þetta eru tvö mál, sem á að leysa hvert fyrir sig.
Þeir sem eru að segja að lánasamningar gengistryggðu lánanna skuli standa, þ.e. þau ákvæði sem eru lögleg, eru ekki þar með að segja að ekkert eigi að gera fyrir þá sem erum með verðtryggð lán.
Við getum snúið dæminu við:
Græðum við sem erum með verðtryggð lán eitthvað á því að eyðileggja fyrir lántökum gengistryggðu lánanna, með því að meina þeim að njóta síns réttar?
Öfundin, systir eigingirninnar, hefur enn mikil ítök í fólki hér á landi.
Ég held þvert á móti að það að þvinga gengistryggðu lánin inn í verðtryggingarófétið myndi bara veikja stöðu verðtryggðra lántaka. Þá væri hægt að segja að fyrst handhafar gengistryggðra lána voru skyldaðir inn í verðtryggingu eiga hinir ekkert að sleppa betur.
Afsakið hvað þetta varð langt!
Theódór Norðkvist, 17.6.2010 kl. 14:26
Ég tek undir hvert orð hjá þér Theódór. Þetta er kjarni málsins og þú segir hann í eins fáum orðum og hægt er.
Við eigum að standa saman í því að breyta þessu kerfi sem hefur í raun stuðlað að eignaupptöku almennings, kynslóð eftir kynslóð í mörg hundruð ár.
Toni (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 15:28
Ég er sammála ykkur báðum teadór og Toni og yrði alsæll ef lánin yrðu lækkuð til þess tíma áður en kreppan skall á.Svo á auðvitað ekki að aðskilja fólk í 2 hópa eftir verðtryggingu og gengistryggingu,nóg er vitleysan fyrir.
En ég les mikið hér hjá fólki sem er á móti inngöngu í ESB og vilja líka vexti 2,5-5,0% án verðtryggingar og sé ekki hvernig þetta tvennt getur gengið saman með gjaldmiðil sem hefur alltaf verið ónýtur?Við getum borið okkur saman við meginland evrópu,þegar við höfum mynt sem er samkeppnishæf við þeirra ekki fyrr.
Ég vona í alvöru að fólk sem er með erlend lán komi til með að fá réttláta meðferð og allir verði sáttir,ég vona líka að það verði brugðist fljótt við vanda þeirra sem eru með verðtryggingu áður en allt fer fjandans til í haust.En ég efast líka um að mínar vonir verði að veruleika.
Friðrik Jónsson, 17.6.2010 kl. 17:08
Ég vil biðja Elle afsökunar, ég var vissulega að meina Heiðu og Friðrik og reyndar alla þá sem sjá svart yfir þessum dómi.
Friðrik, auðvitað er þessi dómur fordæmisgildandi, auðvitað á að leggja af verðrtyggingu. Að verðtryggja lán þegar laun eru ekki verðtryggð er út í hött. Hvers vegna eiga lánastofnanir að vera bæði með axlabönd og belti þegar lántakendur fá aðeins lélegt snæri til að halda upp um sig buxunum?
Verðtryggingin var sett á á sínum tíma til að koma okkur út úr vandamáli sem að öðrum kosti hefði ekki verið komist út úr. Þá voru laun einnig verðrtyggð! Þetta ver bráðabirgðaaðgerð sem var nauðsynleg á þeim tíma. Þegar rofa tók til var verðtryggingin tekin af launum en að einhverjum óskyljanlegum ástæðum hjéldu lánastofnanir sinni verðtryggingu.
Gunnar Heiðarsson, 17.6.2010 kl. 19:05
Til hamingju með þetta allir saman og þökk sé þeim sem börðust fyrir okkur hin :o)
En mér finnst ótrúlega skrýtið að fólk sem ekki tók erlent lán tali alltaf um að það hafi farið varlega, andstætt þá okkur hinum sem tóku erlendu lánin eða hvað??
Hvernig er það að fara varlega að taka lán með hæstu mögulegu vöxtum, verðtryggingu osfrv - borga svo af láninu í 20-25 ár án þess að sjá það lækka - vitandi nákvæmlega út í hvað það var að fara?
Ég tók erlent lán í þeirri trú að ég væri að gera réttan hlut fyrir mig og mína, ekki var það lán fyrir flottum bíl og húsi - á 10 ára gamlan bíl og við 4 búum í ca 85fm íbúð - flottræfillinn ég hmm! Ég ræddi við marga um þetta áður en ég stökk til, allir sögðu þeir það sama - gerðu ráð fyrir svona 25% sveiflu á láninu - ef þú ræður við það þá er þetta besta leiðin. Ég reiknaði með meiri sveiflu en það og sá að ég gat auðveldlega ráðið við það. Og þó svo lánið hækkaði um 30-40% þá var ég samt að borga mun minna en með íslensku láni. Þannig að hvernig fór ég óvarlega - maður gat ekki séð fyrir að bankarnir "okkar" tækju stöðu gegn þegnum þessa lands bakvið tjöldin. Það var brotið vísvitandi á okkur og það ber að leiðrétta.
Tómas Tómasson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.