Opinberir aðilar hér á landi hafa forðast, eins og hægt er, að viðurkenna þær staðreyndir sem koma fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar. Síðast opinberaði forsætisráðherra afneitun sína í ræðu á Alþingi í umræðu um skuldavanda heimilanna. En það er sama hvað stjórnvöld gera, þau geta ekki vikið sér undan þeirri staðreynd að ástandið fer stigversnandi hjá einstaklingum, heimilum, fyrirtækjum og sveitarfélögum í landinu. Einu aðilarnir sem virðast koma þokkalega út eru stóru bankarnir þrír, sem gáfu yfir 30% arðsemi eiginfjár á síðasta ári, enda hafa stjórnvöld slegið skjaldborg um þá.
Á málstofu Seðlabanka Íslands í september flutti Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur, erindi um endurskipulagningu skulda eftir fjármálakreppur. Meginniðurstaða hans var að þar sem farið var hratt í endurskipulagningu skulda gekk endurreisnin betur fyrir sig. Mér virðist sem ráð Þorvarðar Tjörva hafi ekki náð eyrum stjórnvalda, a.m.k. hafa þau nákvæmlega ekki gert til að stuðla að þessari endurskipulagningu fyrir utan að ýta undir þjóðnýtingu bankanna á eignum einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Staðreynd málsins er, og þannig túlkaði ég orð Þorvarðar Tjörva, að til þess að endurskipulagningin heppnist, þá verða kröfuhafar að gefa eftir af kröfum sínum á hendur lántökum en ekki taka yfir allt sem á vegi þeirra verður.
Ég hef oft nefnt, að fjármálafyrirtækin græði mest á því að vinna með viðskiptavinum sínum. Eins og þetta horfir við mér, þá virðist mér sem oftar en ekki snúist endurskipulagning fyrirtækja snúast um að fjármálafyrirtækin komist yfir fyrirtækin. Það getur ekki verið hollt fyrir samkeppni í landinu, að öll stærstu fyrirtækin séu komin í eigu bankanna. Nú ef þau eru það ekki, þá er samkeppnisaðilinn alveg örugglega í eigu einhvers bankanna. Ég hef í rúmlega tvö ár bent á, að fjármálafyrirtækin eru jafnvel sett að semja við lántaka um úrlausn mála með afskriftum og niðurfellingum skulda, eins og að leysa til sín eignir og selja þær á lækkuðu verði til einhverra annarra. Ef við síðan höfum hliðsjón af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þá virðist sem hækkun eftirstöðva lánanna byggi á markaðsmisnotkun og skipulögðum aðgerðum sem miðuðu að því að láta fáa viðskiptavini, sem voru oftast í hópi eigenda eða tengdra aðila, hagnast á kostnað almennra viðskiptavina.
Ég kalla enn og aftur eftir ábyrgum viðbrögðum frá fjármálafyrirtækjum. Viðbrögðum sem sýna vilja þeirra til að leiðrétta mistökin sem þau gerðu, hvort sem þau voru óviljandi eða vísvitandi. Það mun ekki komast sátt á í þjóðfélaginu fyrr en það hefur gerst.
Efnahagur lántakenda hefur versnað mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 4
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 1679948
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 196
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll
Mér og fleirum er að verða það ljóst nú á síðustu dögum þingsins að það er ekki vilji til að taka stöðu með heimilum landsins. Hverju sem um er að kenna, en við höfum öll heyrt kenningar um þröngsýna ráðherra og hvað þetta heitir allt saman. Mér datt í hug lagið hans Paul Simon, 50 ways to leave your lover.. 50 leiðir hljóma kunnulega. 50 Leiðir til að missa trú á íslenskum stjórnmálum.
VJ (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.