Leita í fréttum mbl.is

Fjármálafyrirtækin unnu gegn viðskiptavinum sínum

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Ástu Sigrúnu Helgadóttur, forstöðumann Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna.  Þar segir hún þá skoðun sína að fólk sé í afneitun og leiti því ekki úrlausnar á vanda sínum.

Mér finnst vera sú villa í málflutningi Ástu Sigrúnar, sem ég tel að sé að vinna gott starf, að fólk neitar að viðurkenna eignaupptökuna.  Hún er stóra málið.  Ég viðurkenni ekki lögmæti gengistryggingarinnar, ég álít fjármálakerfið og eigendur fjármálafyrirtækja hafa beitt markaðsmisnotkun til að þenja út höfuðstól lána einstaklinga, heimila og fyrirtækja og því sé ekki lagagrunnur fyrir þessari hækkun höfuðstólsins.  Ég tel að það hafi orðið verulegur forsendubrestur lána, sem leysi mig undan því að greiða þær verðtryggingar sem eru á lánunum og það sé andstætt íslenskum lögum að fjármálafyrirtæki krefjist þess að ég greiði uppblásinn höfuðstól lánanna til baka.  Ég er tilbúinn að greiða í samræmi við upprunalega greiðsluáætlun og þær hagspár sem voru í þjóðfélaginu, þegar ég tók lánin, auk einhvers sanngjarns álags sem gæti endurspeglað verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, þ.e. 2,5 - 4% árlega.  Lengra er ég ekki tilbúinn að teygja mig og tel allt umfram þetta vera ólögmæta tilraun til eignaupptöku.

Ég tel mig hafa sterkan lagagrunn fyrir skoðun minni í 36. grein laga nr. 7/1936, samningalög, og 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, vaxtalög.  Ég tel mig líka geta beitt fyrir mér mörgum öðrum lagaákvæðum, sem ég nenni ekki að fletta upp núna, en má finna í færslum mínum síðasta tæpt eitt og hálft ár.

Það getur vel verið að ekki hafi öll fjármálafyrirtæki tekið þátt í misnotkuninni, en þau þáðu með þökkum allt sem af þessu hlaust meðan ávinningurinn var þeirra megin og neita núna að skila því til réttmætra eigenda.  Það lýsir nefnilega alvarlegri brotalöm í íslenskri löggjöf, að eignarétturinn virðist bara gilda gagnvart þeim stóru og sterku, en ekki okkur hinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst alveg magnað að lesa þessa frétt frá ráðgjafastofunni  því það fólks sem leitar síðan tímanlega til þeirra fær engin svör eða úrlausnir.  

Við fjölskyldan leituðum þangað haustið 2009 því við sáum fram á að það færi allt til fjandans hjá okkur þegar erlent lán kæmi úr frystingu nokkrum mánuðum síðar.  Við fengum bara þau svör að við værum ekki í neinum vanda ennþá og því ekkert hægt að gera fyrir okkur.... ergo við ættum að bíða þar til allt væri komið til fjandans eða hvað ?Nei þá fær maður að heyra það að maður leiti sér aðstoðar of seint!!

Það er eins og allt kerfið þarna heima sé hannað til að vera "reactive", þ.e að bregaðast ekki við neinu fyrr en allt er komið í vandræði (samt ekki of mikil vandræði skv ráðgjafstofunni) á meðan það er alveg grátlega mikil þörf fyrir kerfið að vera "proactive" þ.e að reyna að byrgja brunninn áður en allar fjölskyldurnar detta ofan í hann. 

Lilja Karlsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Elínborg

Þakka þér enn einn góðan pistilinn Marinó. Og Lilja, þakka þér einnig. Þetta ástand hér vekur reglulega hjá mér fjúkandi reiði !!!

Ég skil bara ekki eitt; hvenær ætlum við almenningur Íslands að láta verkin tala? Ætli allur vindur sé úr fólki eða hvað? Á að trúa því að fólk ætli virkilega að láta kúga sig til hlýðni,enn eina ferðina? Hef oft hugsað um að flytja í burtu, en nú finn ég að mun meiri alvara er að verða með þann möguleika.

Elínborg, 12.6.2010 kl. 16:15

3 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Sæll Marinó. Hef lesið bloggið þitt undanfarið. Þegar stjórnvöld hafa kynnt úrræði f. almenning í landinu varðandi fjárhagsstöðu, hef ég umsvifalaust farið inn á bloggið þitt til að vita um hvað málið snérist. Þú fellur ekki sem betur fer í þá gryfju að skammast og vera orðljótur eins og sumir. Takk f. bloggið þitt, ég fylgist alltaf með,

Kveðja, thulo.blog.is

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 12.6.2010 kl. 16:54

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sæll Marino er ekki hlægt að hópast saman nokkrir einstaklingar sem að eru sama sinnis og þú að höfuðstólshækkunin sé ólögmæt ég er þeirrar skoðunar að á mér hafi verið framið rán og ég get ekki sætt mig við það að það verði látið liggja hjá garði. Yfirlýsingar Péturs nokkurs Blöndals á BYlgjunni gerðu mig heldur ekki friðsamari. En spuriningin er hvort að ekki sé reynandi að hópa sig saman og höfða mál á hendur bönkum og ríki fyrir forsendubrest þá á ég sérstaklega við Húsnæðislánasjóð með því að einn höfði mál og hópur standi á bakvið hann þá ætti að vera hægt kostnaðar vegna að reka það alla leið til Haag ef á þarf að halda. Væri það möguleiki eða eru Hagmunasamtökin þegar byrjuð á því

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.6.2010 kl. 17:01

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir Marínó og Jón Aðalsteinn, ég verð með ef þið viljið fara í mál út af lögmæti lánanna.

Jón Pétur Líndal, 12.6.2010 kl. 19:00

6 identicon

Það er verið að skoða málaferli á mínu heimili líka.

Ég legg til að sett verði á fót landsöfnun til þess að safna umtalsverðu fé svo hægt sé að reka þessi málaferli með bestu fáanlegu lögfræðingum.

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 19:35

7 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Takk fyrir þetta Marino,tek undir með þvi sem þú skrifar þarna, Lilja það eru þvi miður ansi margar sögur sambærilegar þinni, og þvi miður hafa ekki allir sama möguleika til málsóknar margir hafa einfaldlega ekki efni á þvi, það er greíðarlegu fjöldi einstaklinga að gefast upp núna, einstaklingar sem sáu einhverja von í byrjun árs 2008 en sjá þvi miður að ekkert mun að gert.

Enda skilst mér að AGS banni að meira verði gert fyrir heimilin í landinu

á Fundi með Félagsmálaráðherrra hér í keflavík fyrir allnokkrum vikum síðan missti hann út úr sér að þarna sæti næsti umboðsmaður skuldara og benti á Ástu Sigrúnu Helgadóttur, - enda eins og hún segir þá verður ráðgjafastofan lögð niður en þessi umboðsmaður tekur við og hvern andsk á hann að gera öðruvísi - er ekki enn og aftur verið að blekkja almenning hér

Steinar Immanúel Sörensson, 12.6.2010 kl. 20:40

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í lok árs 2007 keypti ég íbúð á 20,8 M.

tók Íbó lán upp á 16,4 M.

greiddi mismuninn með eigin fé, 4,4 M.

lánið stendur nú í rúmum 20 M.

á sem sagt ekkert í minni íbúð lengur.

eignaupptaka í boði hinnar yndisfögru íslensku verðtryggingar.

Brjánn Guðjónsson, 12.6.2010 kl. 20:44

9 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Það sem skiptir líka máli er að "erlendu lánin" voru auglýst og kynnt sem lán í erlendri mynt en ekki sem lán í ISK tryggð með gengi erlendra gjalmdiðla. Það fyrrnefnda er ekki ólóglegt en það síðarnefnda er. Lántakendur fengu einfaldlega ekki vöruna sem þeim var seld. Hvergi annars staðar í heiminum myndi það viðgangast að verið væri að innheimta skuldir (fjársvik) af fólki sem hafa hækkað um allt að 200%.  Og stjórnendur banka og fjármálafyrirtækja bara enn að vinna í bönkunum. No big deal.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 12.6.2010 kl. 21:08

10 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Lilja Karlsdóttir, hefði ekki verið nær að tala við lánastofnunina frekar? Lán í frystingu er jú alltaf í skilum. Mér skilst að það sé mikið álag á Ráðgjafarstofunni og þá skilur maður það að hún vilji frekar hjálpa þeim sem standa ekki í skilum.

Ólafur Guðmundsson, 13.6.2010 kl. 01:52

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Við höfum verið rænd. Súra eplið er að þrátt fyrir sönnunina í rannsóknarskýrslunni er ætlast til að fólk haldi áfram að borga ræningjunum, því það eru ræningjarnir sem hafa máttinn og valdið til að krefjast greiðsla, annars senda þeir lögregluna á fólkið sem getur ekki lengur borgað þeim og koma þeim út úr húsi, út á götu, í leiguhúsnæði takk fyrir.

Það er sárt að horfa upp á þetta endalaust, og ríkisstjórnin fattar ekki neitt, eða vill ekki fatta neitt. Heldur kannski að Kína sé góð fyrirmynd að því leyti að þar er í lagi að fórna þeim sem ekki geta varið sig á kostnað heildarinnar.

Hrannar Baldursson, 13.6.2010 kl. 07:05

12 identicon

Ó trúðu mér Ólafur að við vorum búin að vera í sambandi við lánastofnanir. Erlenda lánið var hjá Frjálsa og á þessum tíma var það bara vonlaust að fá eitthvað upp úr því fyrirbæri.  Síðan vorum við með verðtryggt lán á veðrétti á eftir Frjálsa og þar var heldur ekkert hægt að gera því það bíðu allir eftir upplýsingum frá Frjálsa.  Síðan talaði maður við Ráðgjafastofuna og fékk að heyra að við værum of snemma í því.

Það sem ég er því að gagnrýna er hvenær má maður leita ráða hjá þeim?  Er það þegar það er einn mánuður í fyrstu vanskil, eða er það þegar maður getur ekki borgað af fyrsta, öðrum, þriðja greiðsluseðlinum ?

Ég bind engu að síður ennþá vonir við að umboðsmaður skuldara geti orðið meira "proactive"

Lilja Karlsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 08:59

13 Smámynd: ThoR-E

Fólk sem var búið að borga af fasteignum sínum árum saman og átti ævisparnað sinn í fasteigninni hefur þurft að horfa upp á verðtrygginguna éta þetta allt upp og nú er fólk komið í mínus hvað varðar lánið og virði íbúðarinnar.

Þetta er eignaupptaka og ekkert annað en þjófnaður.

Og nú er ríkisstjórnin með svo miklar áhyggjur af því að ef dómur fellur um að gengistryggðu lánin séu ólögleg sem þau án efa eru, að þá þurfi ríkissjóður að koma þeim fjármálafyrirtækjum til aðstoðar.

Semsagt skjaldborg um fjármálafyrirtæki.

Manni býður við þessum vinnubrögðum.

ThoR-E, 13.6.2010 kl. 13:18

14 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Lilja, ég er hjá Frjálsa og ég hef fengið alveg ágætis þjónustu. Það sem ég hef kynnst er það að ef að maður leggur öll spilin á borðið hjá lánastofnunum áður en að maður er kominn í vanskil þá er alltaf hægt að gera eitthvað. Svo einfalt er það. Lánafyrirtæki hafa engan hag af því að koma fólki í vanskil. En ef að maður tilkynnir upp á sitt einsdæmi að maður ætli ekki að borga með tilvísun í héraðsdóm eins og "hagsmunasamtök (Heimilanna)" ráðleggja þá er ekki furða að lánadrottnar taka illa á móti fólki.

AceR, það hefur verið alla tíð vitað að fólk á ekki að hrúga öllum eggjunum í eina körfu. Það er miklu skynsamlegra að setja ævisparnaðinn í fleira heldur en bara fasteign(ir). Eins er hægt að segja að venjulegt fólk hafi ekki verið klókt að setja allan sinn ævisparnað í hlutabréf í bönkunum. Hvað á þá að gera fyrir það fólk?

Ólafur Guðmundsson, 13.6.2010 kl. 16:01

15 Smámynd: ThoR-E

Ólafur:

Það er alveg rétt, það hefur ekki verið talið skynsamlegt að geyma öll eggin í sömu körfu.

En í þessu tilviki er þetta bara það sem fólk er búið að eignast með því að borga af láninu. Sem og leggja út x mikið í íbúðina.

Átti það þá að taka annað lán út á íbúðina og setja þá peninga í annað? hlutabréf osfrv ?

Ef fólk er búið að borga af íbúð sinni árum saman og hefur kannski eignast 3-4 milljónir í fasteign sinni. Á það nú varla að þurfa að hafa áhyggjur af þeim peningum? eða er það nokkuð ?

Annars hvað veit maður, þetta er náttúrulega Ísland. Og er allt eftir því.

ThoR-E, 13.6.2010 kl. 16:10

16 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ólafur, svo það sé á hreinu og enginn misskilningur uppi, þá eru það Samtök lánþega sem hafa átt í samskiptum við SPRON/Frjálsa/Dróma.  Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum ekki tekið þátt í þeim samskiptum, þó svo að við höfum fylgst með.

Varðandi það að borga eða borga ekki og vera tímanlega í samskiptum við fjármálafyrirtæki, þá er staða margra þannig, að þeir ráða ekki við greiðslu stökkbreyttra afborgana lána, þrátt fyrir úrræði stjórnvalda og fjármálafyrirtækjanna.  Síðan eru mörg fjármálafyrirtæki búin að gleyma hvað það er sem þau hafa skrifað upp á, varðandi úrræði, eða telja sig ekki lengur bundin af úrræðunum, þrátt fyrir að þau samkomulag þess efnis renni ekki út fyrr en 31.12.2010.  Loks eru það fjármálafyrirtæki, sem telja sig ekki þurfa að svara fyrirspurnum.  Ég hef t.d. ítrekað lent í erfiðleikum með að fá fullnægjandi svör við skriflegum fyrirspurnum.  Ég er einn af þeim sem reyni alltaf að vera tímanlega í hlutunum.  Sjái ég fram á í mars, að þung greiðslubyrði mun verða í ágúst, þá ræði ég strax við bankann minn.  En þegar svör dragast í 6 - 9 mánuði og fyrirtækin virða hvorki eigin ákvarðanir né undirskriftir, þá er bara ósköp lítið sem hægt er að gera.

Ég er alveg harður á því, að stökkbreyting höfuðstóls lána heimilanna felur í sér ólögmæta eignaupptöku, hvort sem vísað er til forsendubrests eða ólögmæti gengistryggðra lána.  Varðandi gengistryggðu lánin, þá vil ég líkja þessu við að mér hafi verið selt fæðabótaefni með ólöglegu ávanabindandi efni.  Ég tók þetta lán vegna þess að kjör þess voru hagstæðir í þeirri trú að þetta væri löglegt.  Síðan kemur bara í ljós að þetta var ólöglegt, en kostnaður minn að venja mig af efninu er mig lifandi að drepa.

Marinó G. Njálsson, 13.6.2010 kl. 16:54

17 Smámynd: Davíð Pálsson

Marinó og Hagsmunasamtök heimilanna segja: „stökkbreyting höfuðstóls lána heimilanna felur í sér ólögmæta eignaupptöku“. M.ö.o. þá hafa lántakendur verið rændir. Hvað ætlar löggjafinn að gera í málinu? Einn þingmaðurinn sagði í síðustu viku að horfa yrði til eigna- og skuldastöðu viðkomandi sem og tekjum áður en „viðeigandi“ lausn yrði fundin fyrir hvern og einn persónulega!

Munu þá dómstólar skoða eigna- og skuldastöðu og tekjur þeirra sem rændir verða framvegis áður en refsing er kveðin upp yfir þjófum? Það væri eitthvað nýtt!

Davíð Pálsson, 13.6.2010 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 1679948

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband