10.6.2010 | 18:44
Tek undir með Magnúsi Orra og vil ganga lengra í skattkerfisbreytingum - Þeir efnameiri eiga að vera stoltir af skattgreiðslum til íslenska ríkisins
Fólk þarf ekki að lesa margar færslur hjá mér hér á blogginu til að sjá, að ég hrósa þingmönnum Samfylkingarinnar ekki oft, enda finnst mér flokkurinn vera ákaflega spar á hugmyndir sem virkilega verja hagsmuni heimilanna. Ég hef varað við því og eins stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna, byggja ætti upp nýja bankanna á eignum og tekjum heimilanna. Ítrekað hefur verið bent á að svo kallaðar lausnaleiðir bankanna geri ekkert annað en eða færa til fjárhæðir frá eignahlið efnahagsreiknings bankanna yfir á tekjuhlið rekstrarreiknings og þaðan í gegn um rekstrarhagnað inn í eigið fé á efnahagsreikningi sem gerir bönkunum kleift að greiða eigendum sínum arð. Þessar lausnir séu því að hluta til bókhaldsflétta sem heimilar eigendunum að taka út fé úr bönkunum án þess að greiða skatta af því hér á landi í þeim tilfellum sem eigendurnir eru erlendir aðilar eða eignarhaldsfélög.
Mér finnst tillaga Magnúsar Orra Schram alveg eiga skilið að fá meiri umræðu og nánari skoðun. Ég fagna því að hann taki þetta upp, en legg jafnframt til, að skoðuð verði undantekningarlaus skattlagning arðgreiðslu og fjármagnstekna sem eiga upptök sín hér á landi. Þ.e. að ekki verði hægt að flytja arð eða fjármagnstekjur úr landi, án þess að af þessu séu greiddir íslenskir skattar. Greiði viðkomandi aðili einnig skatt af tekjunum, þar sem viðkomandi er með skattalega heimilisfestu, þá verði hægt að fá skatta greidda hér á landi endurgreidda, en þá og því aðeins að sýnt sé fram á skattgreiðslu annars staðar og eingöngu upp að þeirri upphæð sem greidd er annars staðar.
Bjóði einhver lönd upp á skattalegt hagræði, þá verða þau líka að bjóða upp á allan innviðina sem þarf til að byggja upp þá starfsemi sem um ræðir. Það gengur ekki að fyrirtæki sé rekið í landi, þar sem búið er að byggja upp fyrirmyndar þjóðríki með dýru heilbrigðis- og menntakerfi, ef eigendur fyrirtækisins telja sig ekki þurfa að greiða til samfélagsins. Satt best að segja, þá skil ég ekki fjárfesta, sem vilja nýta sér alla þjónustu í velferðarþjóðfélagi, en hlaupa með hagnað sinn í felur til aflandseyja. Þessir aðilar byggja auð sinn á ákveðnum grunni, í tilfelli Íslendinga, norræns velferðarsamfélags, og síðan þegar þeir hafa burði til að leggja meira til samfélagsins vegna þess hve vel þeim gengur, þá gera þeir allt til að koma í veg fyrir að það gerist.
Til að sýna fáránleikann, þá verða fjármagnstekjur örorkulífeyrisþegans til þess að bætur hans skerðast, ef fjármagnstekjurnar verða of miklar og þetta "of mikið" er ekki há upphæð. Almannatryggingakerfið sér til þess. Það gilda ekki einu sinni sömu reglur um fjármagnstekjur þessa hóps og launatekjur og það skiptir ekki máli hvort öryrkinn er með fjármagnstekjurnar eða maki hans. Sé fjármagnseigandinn ekki á bótum, þá hafa fjármagnstekjurnar engin áhrif á aðrar tekjur. Fjármagnseigandi, sem hefur eignir sínar í einkahlutafélagi eða þess vegna mörgum einkahlutafélögum, og starfar bara við fjárfestingar, hann þarf ekki að gefa upp á sig nema einhver lúsarlaun. Síðan getur hann flutt hagnaðinn af fjárfestingum sínum til aflandsfélaga og því í reynd forðast allar skattgreiðslur hér á landi. Hann getur þetta eingöngu vegna þess að íslenska skattkerfið leyfir þetta og fyrir þetta þarf að taka. Það sem meira er, þessi aðili getur komist upp með að gefa upp á sig launatekjur sem nema launum óharðnaðs unglings á kassa í stórmarkaði. Tekjuskattur af þeirri upphæð er smámunir og útsvar ennþá minna. Vissulega greiðir viðkomandi einhvern fjármagnstekjuskatt, en hafi hann góðan lögfræðing og endurskoðanda, þá verður sú upphæð alveg í lágmarki. Útsvarstekjur sveitarfélags viðkomandi af honum eru sáralitlar og tekjuskattstekjur ríkisins eins og af unglingnum. Er nema vona að það þarf að skerða þjónustu velferðakerfisins?
Fyrir tuttugu árum vann ég hjá Hans Petersen hf. Fyrirtækið var í gæðastarfi á þeim tíma og gefin var út vandaður bæklingur með gæðamarkmiðum og endaði hann á samfélagslegum markmiðum. Mér er síðasti liðurinn í þessum samfélagslegum markmiðum alltaf minnisstæður og vildi ég gjarnan að öll fyrirtæki á Íslandi taki hann til eftirbreytni. Ég á bæklinginn á einhverju svaka góðum stað, sem ómögulegt er að vita hver er, þannig að ég ætla að vitna í hann eftir minni. Í grófum dráttum segir þar:
Fyrirtækið er stolt af því að geta greitt skatta og gjöld til samfélagsins og tekið þannig þátt í rekstri þess.
Hvað annað stendur í blessuðum bæklingnum man ég ekki, en þetta man ég og ég man líka hvað ég var ánægður að sjá þessa setningu. Þetta var líklegast 1989 eða 90 og margt hefur breyst síðan, en það á að vera hluti af markmiðum hvers einasta fyrirtækis, hvort sem það er rekið sem hlutafélag, einkahlutafélag, einkarekstur, samvinnufélag, samrekstrarfélag eða hvað þetta allt heitir að greiða eðlilega og sanngjarna skatta til samfélagsins og gera ekkert til að sækja sérstök skattaleg réttindi í krafti stærðar sinnar, eignarhalds, fyrirtækjaforms eða hvað það er nú annað sem afmarkar eitt fyrirtæki frá öðru. Ég hef t.d. af þeim sökum ekki sett rekstur minn í ehf., vegna þess að ég vil borga útsvar af því sem reksturinn gefur af sér. Ég vil að nærsamfélagið njóti þess, ef reksturinn gengur vel. Ákveði stjórnvöld einhvern tímann að láta fyrirtæki greiða útsvar, þá mun ég skoða að breyta rekstrarforminu.
Magnús Orri vill bankaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Bankaskatti á að koma á með einum eða öðrum hætti. Að tekju tengja fármagnstekjur við bótagreiðslur frá Tryggingastofnum er hrein fyrir ráðdeild og sparnað. Þeir sem hafa fengið bætur vegna slysa og eiga þær á vöxtum, þeim er líka refsað.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.6.2010 kl. 21:59
Ég hef ekki trú á öðru eina einustu mínútu en að aukin skattheimta á banka komi beint inn í skuldirnar mínar við bankann. Þeir hafa ekki hingað til hlíft skuldurum við því að bera kostnað af rekstri bankans
Kjartan Sigurgeirsson, 11.6.2010 kl. 10:46
Magnús Orri er sami maður (og í sama flokki) og stóð fyrir 1/2 ári í Alþingi, Marinó, og æpti fáránleika aldarinnar að stjórnarandtöðunni: "Það verður Icesave eða ísöld". Hef enga trú á neinu komandi þaðan.
Elle_, 11.6.2010 kl. 13:03
- Þ.e. alltaf "tension" milli skatta og þeirra sem er verið að leitast við að skattleggja.
Kv.Einar Björn Bjarnason, 11.6.2010 kl. 15:34
Já, við almenningur eigum ekki að þola það að verið sé að eltast við fjármagnsóþjóðalýð sem enga samfélagssamvisku hefur. Við erum dugleg þjóð sem getur skapað sér sinn eigin auð og við eigum ekki að líða það að flokkseigendaættir gambli með þann auð!
Billi bilaði, 11.6.2010 kl. 22:44
Þ.e. auðvitað hægt að fara til baka til þess tíma, er við lifðum á fiski eingöngu.
Við þurfum eitthvert jafnvægi, sem virkar betur.
Augljóslega, þarf að stórlega að herða bankareglur og aðskilja fjárfestinga-banka starfsemi frá hefðbundinni banka starfsemi.
----------------
En, peningar "per se" eru einungis tæki og hvorki sem slíkir, góðir né slæmir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.6.2010 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.