Leita í fréttum mbl.is

Skýlaus krafa að heimilin njóti alls afsláttarins

Ég vil byrja á því að þakka Breka Karlssyni fyrir að vekja athygli á þessari vitleysu.

Samkvæmt gögnum Seðlabankans, sem Breki vísar í, voru yfirdráttarlán í íslenskum krónu 251,5 milljarðar kr. í september 2008, en stóðu í 129,7 milljörðum þremur mánuðum síðar.  Hlutur heimilanna var um þriðjungur af þessari tölu, þ.e. var í september 2008 78,3 milljarðar og hafði lækkað í 46,7 milljarða í desember sama ár sem er lækkun upp á 40,4%.  Þetta er bara eitt af mörgu torkennilegu sem gerðist á þessum afdrifaríku mánuðum.  Langar mig að draga hér fram nokkrar tölur, sem tengjast skuldum heimilanna við bankakerfið, úr gögnum Seðlabankans.  Í töflunni birti ég útlán alls og síðan útlán til heimilanna.

HAGTÖLUR SEÐLABANKANS

   

 

Flokkun útlána innlánsstofnana

   

 

M.kr

des.09

des.08

sep.08

Lækkun

sept - des 08

Innlendir aðilar, alls (liðir 1-9)

1.678.578

1.963.161

4.786.249

59%

        Heimili

476.012

558.050

1.032.026

46%

                þ.a. íbúðalán

248.451

299.387

606.494

51%

1   Greiddar óinnleystar ábyrgðir

1.929

806

826

2%

        Heimili

8

3

1

Hækkun

2   Yfirdráttarlán

124.903

129.727

251.515

48%

        Heimili

47.269

46.658

78.280

40%

3   Víxlar

1.624

35.752

11.463

Hækkun

        Heimili

329

654

636

Hækkun

4   Óverðtryggð skuldabréf

226.837

193.519

630.305

69%

        Heimili

14.948

17.970

26.724

33%

5   Verðtryggð skuldabréf

491.687

517.841

973.626

47%

        Heimili / Households

300.304

344.637

627.091

45%

                þ.a. íbúðalán

207.947

241.393

498.941

52%

6   Gengisbundin skuldabréf

885.623

1.194.558

2.855.024

58%

        Heimili

105.269

135.570

271.950

50%

                þ.a. íbúðalán

40.505

57.994

107.553

46%

7   Eignarleigusamningar

21.332

26.323

57.823

54%

        Heimili

4.994

9.361

22.136

58%

8   Gengisbundin yfirdráttarlán

30.293

55.345

110.735

50%

        Heimili

2.891

3.196

5.207

39%

    

 

 * nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur

   

 

Heimild: Upplýsingasvið SÍ.

 

 

 

 

Af þessum tölum sést að útlán innlánsstofnana, þ.e. banka og sparisjóða, til heimilanna hafa lækkað verulega í öllum flokkum milli september 2008 og desember sama ár nema í víxlum og greiddum óinnleystum ábyrgðum.  Aðrir liðir lækka á bilinu 33 og upp í 58%, að meðaltali er þetta 46%.  Í einhverjum tilfellum er skýringin sú að hluti lánasafnanna varð eftir í gömlu bönkunum.

Ég verð að viðurkenna, að ég er orðinn ákaflega þreyttur á þessu leikriti sem er í gangi varðandi skuldir heimilanna.  Ítrekað hefur komið fram að útlán heimilanna hafi verið færð frá gömlu bönkunum til þeirra nýju með miklum afslætti, en það má ekki gefa upp hver sá afsláttur er.  Af hverju má ekki koma hreint fram og gefa upp hve stór hluti skulda heimilanna er hjá gömlu bönkunum og hve stór hjá þeim nýju?  Ég hlít t.d. að eiga kröfu á því sem skuldari að vita hvort ég skuldi Landsbankanum undir heitinu NBI ehf. (þ.e. nýi Landsbankinn) eða Landsbanki Íslands (þ.e. gamla Landsbankanum).  Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekki hugmynd um það og það kemur ekki fram í neinum gögnum sem ég hef undir höndum.  Ég fékk heldur enga tilkynningu frá bankanum, þar sem fram kom að tilteknar fjárskuldbindingar mínar hafi flust á milli bankanna.  Eina sem ég hef séð er það sem fram hefur komið í fjölmiðlum og hugsanlega tilkynning á vefsíðu bankans.  Það hlítur að vera eðlileg krafa að viðskiptavinir viti hver er kröfuhafinn.

En vegna þeirra upplýsinga sem koma fram í gögnum Seðlabankans vil ég minna á þau ummæli Marks Flanagans fulltrúa AGS, að AGS ætlist til þess að bankarnir láti allan afslátt, sem þeir hafa fengið vegna lána heimila, ganga til heimilanna.  Hvorki krónu minna né krónu meira.  Ég tek það síðan fram, að ég kaupi ekki þá skýringu að núvirðing lána með bókhaldsbrellu éti uppi stærstan hluta þessa afsláttar.  Þegar höfuðstóll er lækkaður um 25% en vextir hækkaðir um 4-6%, ef ekki meira, er lánið núvirt á sléttu, þar sem greiðslubyrði lánsins breytist ekki neitt.  Bankinn fær sama flæði inn, munurinn er að hærra hlutfall greiðslunnar fellur undir vaxtahlutann.  En með einhverjum bókhaldsbrellum, þá finna menn út að lækkun höfuðstóls um 25% þýði 30% lækkun lánsins á núvirði!  Því miður, ég kaupi þetta ekki.


mbl.is Nýju bankarnir fengu yfirdráttinn með afslætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Þú segir 'Ég verð að viðurkenna, að ég er orðinn ákaflega þreyttur á þessu leikriti sem er í gangi varðandi skuldir heimilanna.´
Ég er líka orðinn mjög þreyttur og eins finn ég fyrir ákveðnri uppgjöf og það er eins og við ætlum að láta þetta að einhverju leiti yfir okkur ganga. Við vitum að við erum að fara lengri leiðina, því við vitum að þetta mun aldrei ganga upp. Ekki heldur fyrir þá stjórnmálamenn sem við höfum kosið yfir okkur sem ætla að láta reyna á að þetta muni bara gang yfir. Að við munum bara taka þessu ráni eins og hverju öðru hundsbiti. Það verður ekki. Hvað getum við gert, hvernig getum við staðið saman?

VJ (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 19:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við búum í illa skrifuðu leikriti þar sem leikararnir eru óæfðir, hvíslarinn er fullur og leikstjórinn löngu stunginn af, en leiktjöldin standa í ljósum logum og hrynja allt um kring á meðan áhorfendur eru smám saman byrjaðir að yfirgefa sýninguna.

Ætli það hafi verið kannað hver yrðu áhrifin ef byrjað yrði að innheimta allar skuldir hér á raunvirði? Augljóslega hefði það lítil áhrif á hina nýju efnahagsreikninga bankanna, en á hinn bóginn er ég viss um það myndi virka sem vítamínsprauta á efnahagslífið með því að stórauka ráðstöfunartekjur fólks og óbeint skattekjur ríkisins. Ætli menn skorti kannski kjark til að láta verða af þessu eða hvað veldur eiginlega?

Fyrir marga gæti þetta breytt því hvort viðkomandi hafi efni á þaki yfir höfuðið eða þurfi að setjast upp á nákomna til að hafast við. Hversu mörg störf og hversu miklar skattekjur ætli tapist við að leggja niður eitt stk. heimilisrekstur?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2010 kl. 21:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marinó.

Þegar fólk tekur lán á það að greiða lánið til baka ásamt raunvöxtum.


Hvorki ég né aðrir hafa áhuga á að lána þér eina milljón króna í eitt ár án þess að fá þessa upphæð til baka ásamt raunvöxtum.

Ef verðbólgan er 5% á ári verð ég því að fá að minnsta kosti 5% vexti á ári ef ég á ekki að tapa á því að lána þér þessa eina milljón króna og verð að fá hærri vexti til að ég hafi áhuga á að lána þér þessa eina milljón króna í eitt ár.

Og sparifjáreigendur hafa að sjálfsögðu engan áhuga á að gefa þér eða öðrum peninga
.

Fjölmargir Íslendingar voru með einnar milljónar króna yfirdrátt í bönkum hér fyrir skömmu þegar yfirdráttarvextir voru 24% og ársvextir af einnar milljónar króna yfirdrætti því 240 þúsund krónur á ári, eða um það bil útborguð mánaðarlaun hjá flestum Íslendingum.

Það var nú ekki beinlínis gáfulegt og lántakendur eiga að sjálfsögðu að súpa seyðið af því.

Mér sýnist þú heldur ekki vera beinlínis flæðiskeri staddur þar sem þú varst hér fyrir skömmu, ef ég man rétt, að auglýsa eftir hlutum í nýbyggt hús þitt og skil því engan veginn yfir hverju þú ert að kvarta.

Með kveðju,

Þorsteinn Briem, 30.5.2010 kl. 02:50

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Steini, raunvextir geta verið neikvæðir.  Annars tel ég þessar röksemdir þínar ekki halda vatni, þar sem þú ert að segja, að lántaki eigi að bera alla áhættu af láninu, en lánveitandinn enga.

En þess fyrir utan, þá er innlegg þitt ekki að fjalla um eitt eða neitt í færslunni minni.  Hvað fjárhagsstaða mín kemur þessu máli við, er mér síðan óskiljanlegt.  Má ég ekki kvarta af því að ég er að byggja?  Ekki er það burðug röksemd, þó ég taki ekki dýpra í árinni.

Marinó G. Njálsson, 30.5.2010 kl. 03:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marinó.

Sonur minn hefur greitt skólagjöld í Kvikmyndaskóla Íslands, 1,2 milljónir króna á ári, peninga sem hann hafði lagt fyrir frá sex ára aldri.

Finnst þér líklegt og eðlilegt að hann hefði gefið syni þínum, sem einnig hefði verið í Kvikmyndaskólanum og tekið lán fyrir skólagjöldunum, peninga til að kaupa bíl á láni til sjö ára án þess að greiða raunvexti af láninu?!

Ef ég hefði lagt hálfa milljón króna inn á reikning sonar míns fyrir tíu árum og skólagjöld í Kvikmyndaskóla Íslands hefðu þá einnig verið hálf milljón króna en hækkað upp í 1,2 milljónir króna nú vegna verðbólgunnar ættu að sjálfsögðu einnig að vera nú minnsta kosti 1,2 milljónir króna á reikningnum.

Annars hefði sonur minn tapað að eiga þessa upphæð á reikningnum og verðbólgan er ekki honum að kenna.

Ungt og gamalt fólk á stóran hluta sparifjáreignar í landinu og á verðbólguárunum hér á áttunda áratugnum tók fólk sem ekki var á þeim aldri lán að andvirði 20 þúsund íbúða í Reykjavík sem það greiddi ekki til baka.

Þetta finnst þér eðlilegt, ekki koma þér að neinu leyti við og finnst eðlilegt að sonur minn gæfi syni þínum peninga til að kaupa bíl.

Þorsteinn Briem, 30.5.2010 kl. 03:35

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Steini, viltu halda þér við efni færslunnar.  Það snýst um að nýju bankarnir hafi fengið afslátt á lánasöfnum heimilanna við flutning þeirra frá þeim gömlu og kröfuna um að heimilin njóti þessa afsláttar.  Hún snýst ekki um að skattgreiðendur eigi að greiða eitt eða neitt, hvað þá að sonur þinn eigi að fórna einhverju af lífgæðum sínum.  Annars er einmitt tryggingin á innstæðunum að kosta skattgreiðendur gríðarlegar upphæðir og erum við ekki búin að bíta úr nálinni með það.

Marinó G. Njálsson, 30.5.2010 kl. 14:54

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála Marínó.

Mér dettur í hug samlíking: Ef kaupmaður nær hagstæðari innkaupasamningum, ætti hann þá ekki að láta kaupendur vörunnar njóta góðs af því með verðlækkun? Það skilar sér í bættri samkeppnishæfni, aukinni sölu og hagnaði. Þannig græða allir, bæði kaupandi og seljandi, en ekki síst hagkerfið í heild.

Í þessari samlíkingu eru gömlu bankarnir heildsalinn, nýju bankarnir kaupmaðurinn, og neytendur.... tja þeir eru auðvitað bara neytendur. Blekkingin sem bankarnir beita fyrir sig felst hinsvegar í því að telja neytendum trú um að það sé einhver grundvallarmunur á bönkum og öðrum fyrirtækjum, sem geri það að verkum að um þá gildi allt önnur lögmál en þau sem birtast í samlíkingunni. Þetta er í rauninni bara "too big to fail" rökleysan í öðrum búningi.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.5.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1680019

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband