Leita í fréttum mbl.is

Gagnrýniverð fréttaskýring á útspili SP-fjármögnunar

Ég verð að furða mig á þessari miklu athygli sem Morgunblaðið og mbl.is veita útspili SP-fjármögnunar.  Ennþá meira er ég hissa á hinni gagnrýnislausu "fréttaskýringu" sem þessi færsla er hengd við.

Skoðum það sem gleymdist að spyrja Harald Ólafsson, forstöðumann verkefna- og þjónustusviðs SP-fjármögnunar, í þessari "fréttaskýringu":

1.  Hvers vegna kemur SP-fjármögnun með þetta tilboð núna, þegar liggur fyrir að Hæstiréttur mun taka fyrir mál vegna lögmæti gengistryggingarinnar 2. júní næst komandi og félagsmálaráðherra er tilbúinn með frumvarp sama efnis?

2.  Hverjar eru viðmiðunardagsetningarnar sem notaðar eru til að finna út hve mikil lækkun höfuðstóls hvers láns fyrir sig er?

3.  Nú segið þið í upplýsingum á vefsíðu fyrirtækisins að greiðslubyrði mun að jafnaði standa í stað eða lækka.  Eru dæmi um að greiðslubyrðin muni hækka við þessa breytingu?

4.  Vextir á verðtryggðum lánum verða 7,95% og óverðtryggðum 12,65%.  Hve mikil breyting er þetta á vaxtakjörum?

5.  Nú hefur íslenska krónan styrkst talsvert á undanförnum dögum og vikum.  Hvaða forsendur gefur fyrirtækið sér um styrkingu krónunnar á næstu vikum og mánuðum?

6.  Með því að breyta láni úr gengistryggingu í verðtryggt eða óverðtryggt krónulán, þá má segja að SP-fjármögnun njóti þess ef krónan heldur áfram að styrkjast.  Kom ekki til greina að láta lántakann njóta styrkingar krónunnar?  Ef ekki, hvers vegna?

7. Munu þeir fyrrverandi viðskiptavinir SP-fjármögnunar, sem hafa verið vörsluskiptir bifreiðum sínum, fá að njóta þeirrar lækkunar á höfuðstóli lánanna, sem hér er verið að bjóða?

8.  Mun SP-fjármögnun leiðrétta afturvirkt uppgjör vegna bifreiða sem fyrirtækið hefur tekið til baka? 

9. Mun fyrirtækið fella niður/leiðrétta kröfur á lántaka sem sitja uppi með eftirstöðvar lána en enga bifreið?

Ég gæti bætt inn nokkrum augljósum spurningum til viðbótar, sem mér hefði þótt eðlilegt að blaðamaður hefði lagt fyrir Harald, en læt það ógert.  Metnaðarleysið í þessari "fréttaskýringu" að hún stenst ekki lágmarkskröfur til fréttaskýringar og er nær að kalla þetta fréttatilkynningu eða auglýsingu.

Þessi svo kallaða fréttaskýring verður síðan ennþá vafasamari, þegar maður flettir Mogganum.  Þar birtist hún á blaðsíðu 6 og hvaða auglýsing ætli sé á blaðsíðu 5?  Jú, heilsíðuauglýsing frá SP-fjármögnun um höfuðstólslækkunina!!!!  Þetta er svo klaufalegt af hálfu Morgunblaðsins, að það er með ólíkindum.  Það er grundvallaratriði í ritstjórn að vera ekki með svona tengingu milli ritstjórnarlegs efnis og auglýsinga.  Kannski er þetta tilviljun og ég vona það innilega.  Þetta lítur að minnsta kosti heldur ógæfulega út.


mbl.is Stíga skrefið á undan Árna Páli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú verður að fara varlega Marinó, að ætla fréttamanni að spyrja 9 spurninga og það gagnrýniverðra spurninga! Þetta gæti gert útaf við aumingja fréttamanninn!

Annars sýna fréttamenn alveg ótrúlegt þekkingarleysi oft á tíðum. Hvers vegna svo er, er ekki gott að segja. Ég vil að minnsta kosti vona að ekki sé þetta heimsku um að kenna. 

Það er undarleg ákvörðun SP að koma með þetta útspil núna, þeir segjast ætla að vera á undan ráðherra og telja sig jafnvel ganga lengra en frumvarp hans.

Liklegra er að þeir ætli að vera á undan Hæstarétt. Það eru líkur á að niðurstaða hans gangi enn lengra.

Ekki er hægt að líta á þetta útspil öðru vísi en uppgjöf og viðurkenningu á lögbroti.

Gunnar Heiðarsson, 26.5.2010 kl. 13:11

2 identicon

Þetta er sami fréttamaðurinn og vildi ekki fjalla um líkleg skattsvik SP- sendi honum öll gögn:

 sjá hér: http://www.svipan.is/?p=6752

Þórdís (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Upplýsingar um ágalla á starfsleyfum SP Fjármögnunar og Frjálsa Fjárfestingarbankans hafa líka verið sendar öllum fjölmiðlum og eftirlitsaðilum, en samt er ekkert aðhafst.

Kann einhver skýringu á þessu? Ég get ekki einu sinni látið mér detta í hug bitastæða samsæriskenningu, og er helst að hallast að því að þarna sé á ferðinni ofsahræðsla í bland við sjúklega meðvirkni.

Hver og einn verður auðvitað að taka sína afstöðu, en ég ætla ekki að láta þyrla ryki í augun á mér með þessu svokallaða "úrræði" sem er sett fram kortéri fyrir hæstarréttardóm og virðist ekki ganga út á að SP Fjárkúgun skili nema litlum hluta af ránsfengnum. Ég krefst þess að fá hann allan til baka takk fyrir, ásamt endurgreiðslu á hverri einustu krónu sem hefur verið tekin í dráttarvexti og vanskilakostnað vegna íþyngjandi og tilhæfulausrar innheimtu á grundvelli ólöglegra samninga. Samið var um LIBOR vexti og því skal 12,65% vaxtaokri alfarið hafnað!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2010 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband