16.5.2010 | 17:29
Búskap vart haldið áfram í bráð undir Eyjafjöllum
Eyjafjallajökull heldur áfram að spúa eldi og eimyrju og ausa ösku yfir nágranna sína. Einhverjir bændur hafa ákveðið að nú er nóg komið. Ekki verði hægt að vera með fé á svæðinu í sumar og hugsanlega ekki næstu árin. Ég held að það sé rökrétt ályktun og raunar undrast ég hvað það hefur tekið menn langan tíma að komast að þessari niðurstöðu. Líklegast er von þeirra um betri tíð og kvíði við að yfirgefa sveitina sem ræður mestu, en mér fannst það koma fram í orðum Páls Ólafssonar á Þorvaldseyri, eftir fyrsta öskufallið í sveitinni, að lífið ætti eftir að verða erfitt í mörg ár í þessu frjósama héraði.
Vestmanneyingar hafa barist við öskuna í áratugi eftir gosið 1973. En askan þar var viðráðanlegri, þar sem mikið af henni féll í sjóinn eða blés út á haf. Aðstæður kringum Eyjafjallajökul er frábrugðnar, þar sem askan er um allt á heiðunum fyrir ofan byggðina. Þar hefur hún vafalaust fyllt lautir og lægðir, gil og árfarvegi, fyrir utan að liggja bara yfir öllu. Þessi aska á eftir að gera beitarlönd ónothæf í nokkur ár og hún á eftir fjúka yfir sveitina, þar til annað tveggja gerist, að gróður nær að halda henni niðri eða hún er fokinn af fjallinu.
Ég hef áður skrifað um það, að huga þurfi af brottflutningi fólks og búfénaðar af svæðinu. Annað er bara sjálfpíningarhvöt. Á suðurlandi er víða lítið eða illa nýtt jarðnæði með ágætis húsakosti. Af hverju er ekki samið við eigendur þessara jarða um tímabundin afnot? Hugsanlega þarf að farga einhverju fé, en það þarf ekki að valda miklu fjárhagslegu tjóni, ef hægt er að halda fénu á beit fram á haust. Vilji jarðeigendur ekki taka þátt í þessu, þá verða stjórnvöld að beita fyrir sér neyðarrétti. Við núverandi ástand er ekki búandi. Komið er yfir þau mörk að úr sumrinu rætist. Því lengur sem menn draga lappirnar í þessu máli, því erfiðara verður ástandið.
Það er ekki verandi úti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Auðvitað draga menn lappirnar eins lengi og unnt er og lengur ef ekkert annað stöðvar þá. Það er íslenska aðferðin og henni verður ekki breytt þótt margreynt sé að hún borgi sig ekki.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 18:19
Sæll Marinó,
Þetta eru erfið mál. Það er ekki auðvelt að yfirgefa jarðeignir sem menn hafa barist fyrir að halda árum, áratugum eða jafnvel öldum saman. Jafnvel þó svo að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða þá eru þetta ekki tímabundnar ákvarðanir. Jafnvel þó svo að það séu jarðir sem lítið eða ekki hafi verið nýttar undanfarin ár, þá er ólíklegt að hægt sé að ná nothæfum heyjum af túnum sem ekki hafa verið notuð, þau falla mjög fljótt í órækt og fyrsti heyskapur er lítið annað en sina og tréni, með afskaplega lítið fóðurgildi. Það getur auðveldlega tekið 2-3 ár að ná þessum túnum upp í sæmilega grassprettu aftur og endurvinnsla tekur a.m.k. ár. Ef tún væru plægð og unnin núna þá væri hægt að fá einhver hey af þeim í sumar, en ekki fulla sprettu. Ég öfunda ekki bændur á þessu svæði! Mér sýnast tvei kostir í stöðunni og báðir slæmir: Vera um kyrrt eða flytja. Það er ólíklegt að þeir sem flytja í burtu komi aftur. Og það er ólíklegt að þeir sem kjósa að halda áfram geti gert það til frambúðar.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 16.5.2010 kl. 20:35
Arnór, ég hafði nú fyrst og fremst hugsað þetta sem athvarf og aðbúnað fyrir skepnurnar og mannfólkið. Þóttist vita að hey þyrfti að fá annars staðar frá.
Marinó G. Njálsson, 16.5.2010 kl. 20:51
Sæll Marinó,
Já, ég þóttist vita það, en praktíska hliðin varðar fóðrun á skepnunum næsta vetur eftir að beit hefur verið fundin fyrir sumarið, a.m.k. fyrir sauðfé. Nú þekki ég ekki nógu vel til undir Eyjafjöllunum, en ég veit að þar eru nokkur myndarleg kúabú og þau er ekki einfalt að flytja. Það er auðveldara með sauðfé, en kýr þurfa bæði húsnæði og mjaltaaðstöðu sem er mjög dýr. Ég veit ekki hvort slík aðstaða liggur á lausu á öðrum bæjum utan öskusvæðisins. Það hefur orðið svo mikil breyting á Íslandi varðandi landbúnað á þessum 15 árum síðan ég flutti að maður veit svo sem ekki mikið um þetta;)
Stór bú, hvort sem um ræðir í kúabú eða fjárbú er talsvert stór fyrirtæki í þeim skilningi að þau þurfa umtalsvert jarðnæði og einnig talsverða fjárfestingu í uppbyggingu og ég skil vel að menn hlaupi ekki að ákvörðunum um að yfirgefa þær fjárfestingar sem þeir hafa lagt í og tekur áratugi að borga. Til þess þarf að koma stuðningur frá ríkinu, sem ég er ekki viss um að telji sig aflögufært og fyrir utan það virðist nú ekki vera mikið hugsað á þeim bænum þessa dagana, a.m.k. virst allt sem kemur frá stjórnvöldum vera í skötulíki.
En ég er alveg sammála þér um vandamálið við öskuna - það hverfur ekkert þó hætti að gjósa. Það eru þúsundir eða milljónir tonna af þessu komið upp og liggur yfir öllu í kringum eldstöðina. Það tekur vafalítið ár eða áratugi fyrir þetta að annað hvort bindast eða fjúka á haf út. Eitthvað af þessu binst sjálfsagt á jöklinum næsta vetur en mikið magn er á lálendi og heiðum og á eftir að vera fjúkandi lengi.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 17.5.2010 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.