16.5.2010 | 17:10
Ísland er meira en eldgos
Mig langar að koma með ábendingu til bæði Mílu og Vodafone. Bæði fyrirtækin sýna í beinni útsendingu frá Þórólfsfelli og eru það magnaðar myndir. En hvernig væri að bæta við nokkrum vefmyndavélum eða tengja við myndavélar annarra aðila, þar sem sýnt er frá öðrum stöðum á landinu þar sem engin merki goss eru sjáanleg. Dettur mér í hug að sýna frá Höfn í átt að Öræfajökli, fuglalíf í fjörunni á Snæfellsnesi, af toppi einhvers fjalls í nágrenni Reykjavíkur með útsýni yfir höfuðborgarsvæðið, Geysissvæðið, Þingvelli, Mývatn og fleiri slíka staði. Gosútsendingarnar eru að draga að sér milljónir heimsókna erlendis frá. Því ekki að gera þetta að stærri og meiri landkynningu.
Kannski ættu ferðamálaráð og stjórnvöld að taka höndum saman með fjarskiptafyrirtækjunum. Hvað sem öllu líður, er ekki gott að sýna bara þessa hlið á Íslandi. Við höfum aldrei haft betra tækifæri til að kynna landið. Grípum það áður en það verður um seinan.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó,
Ég er svo innilega sammála þér! Ég skora á þig að koma þessari hugmynd á framfæri og fylgja henni eftir. Það eru svo margar perlur á Íslandi sem fólk erlendis væri sólgið í að sjá!
Við vorum með smá "eldfjalla partý" hérna hjá okkur um daginn, buðum vinafólki og fengum eitthvað um 15 manns. Ég útbjó kort af Íslandi með helstu eldstöðvum og hélt smá fyrirlestur og svo horfðum við á klukkustundar þátt um gosið í Eyjafjallajökli á National Geographic. Held þetta hafi tekist vel en þessi þáttur var bara um gosið og ég hefði gjarnan viljað sjá meira um landið. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað þyrfti til að setja upp eina svona myndavél í Grænuhlíð;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 16.5.2010 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.