Leita í fréttum mbl.is

Gufa frá bráðnun undir jökli

Meðfylgjandi eru myndir úr vefmyndavél Vodafone.  Sú til vintri sýnir (hringað utan um) hið gríðarstóra op sem hefur myndast neðst í Gígjökli og stígur gufa stöðugt þar upp.  Einnig má sjá gufu stíga upp frá ánni sjálfri þar sem hún fellur í gamla lónstæðið.  Á myndinni til hægri hef ég hringað utan um tvo gufustróka sem standa upp úr jöklinum.  Hvort þeir eru vegna hitans frá vatninu sem rennur niður jökulinn eða vegna þess að hraunið er komið svona langt, er ómögulegt að dæma af myndunum, en eitt er víst:  Gufan leitar upp á við, þannig að gufumyndunin á sér stað neðan við neðri staðinn í jöklinum.

gufa_fra_bra_nun_27-4-10.jpg

 

Viðbót 28.4.2010:  Á þessari mynd sést gufan mjög vel, sem sýnir að hraunið er komið nokkuð langt niður jökulinn.

gos_28-4-10.jpg

 

 


mbl.is Hraun komið um 1 km frá gígnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll.Það sem þú merki við á þrengri myndinni sýnast mér vera bara þegar bráðvatnið þrýstist eða frussast út úr sprungunni. Þar fyrir ofan er gjá eða sprunga sem kom í ljós þegar jökullinn hörfaði fyrir gos.

Betra er að sjá þetta allt saman ef myndin er stækkuð (veit ekki hvernig það er gert á PC tölvu en á Makkanum mínum er það cmd og +).

Er hins vegar ekki alveg viss um hvort neðri hringurinn á víðari myndinni sýnir gufumökk. Hins vegar er óumdeilanlegur mökkur rétt fyrir neðan Ytri-Skolta. hann liggur flatur, líklega vegna hvassviðris.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.4.2010 kl. 18:56

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, ég er búinn að vera að fylgjast með þessu í nokkuð marga daga og það kemur gufa þarna upp.  Neðri hringurinn á víðari myndinni er gufa.  Þú getur séð það á vefmyndavél Vodafone.  Þetta er mjög augljóst að sjá.

Marinó G. Njálsson, 28.4.2010 kl. 00:13

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Takk fyrir að pósta þessar myndir.  Vodafone hefur lokað á aðgang að þessum svæðum erlendis frá svo maður sér ekkert af þessu:(  Þeir senda myndir á 10 mínútna fresti inn á Google picassa web (http://picasaweb.google.com/102175391233488315229) en það er ekki alveg það sama.  En betra en ekkert:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 28.4.2010 kl. 21:42

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ein mynd á 10 mínútnafresti er meira en ein á dag, eins og ég geri

Marinó G. Njálsson, 28.4.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband