Leita í fréttum mbl.is

Góður maður í vandasamt starf

Ég vil byrja á því að óska Höskuldi til hamingju með nýja starfið.  Brotthvarf hans úr stóli forstjóra Valitor er óvænt og verður skarð hans vandfyllt.  Þar hefur hann stýrt fyrirtækinu giftusamlega í gegn um þann ólgusjó sem íslenskt fjármálakerfi lenti í á haustdögum 2008.

Án þess að vita hverjir aðrir sóttu um, þá held ég að stjórn Arion banka hafi ratast rétt á í vali sínu.  Bankinn mun fara nokkuð á nýjar slóðir í mörgum efnum, en það verður bara gott.  Valinn var traustur og heiðarlegur maður, sem ætti að vera hafinn yfir allan vafa.

Ég sendi Höskuldi bestu óskir um gott gengi í nýju starfi með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum.


mbl.is Höskuldur H. Ólafsson ráðinn bankastjóri Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekki mikla trú á því að Höskuldur hafi tekið þátt í samkeppnislagabrotum. 

Annars verður áhugavert að sjá hver fer í stól forstjóra Valitor.  Það er feit staða.

Marinó G. Njálsson, 23.4.2010 kl. 23:50

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er strax reynt að grafa upp einhvern skít til að klína á fólk ef það er valið í áhrifastöður. Ef þú mælir með honum Marinó, þá er hann í lagi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.4.2010 kl. 00:35

4 identicon

Þjóðfélagið má nú ekki líkjast nornaveiðum hér á árum áður.

Ég þekki manninn ekki neitt, en að menn ætli að víta manninn fyrir að vinna hjá fyrirtæki sem hafi verið sektað fyrir samkeppnislagabrot og öðru sem var ákært en ekki dæmt er bara djók fyrir mér.

Ég veit ekki betur en að samkeppnisráð sé nú meira að hugsa um minni fyrirtæki sem eru oft rekinn með stóru tapi og í eigu útrásarvíkinga en að hugsa um hag einstaklingana í þjóðinni, það sést nú best með nýjasta dæminu þar sem Síminn startaði nýrri herferð til að hindra brottfall í t.d. fyrirtæki eins og Nova sem mun líklega enda með stórum skuldabagga á þjóðarbúið.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband