30.3.2010 | 17:04
Tók myndir af bakhliðum húsa!
Nágranni minn bankaði upp á hjá mér á sunnudaginn og vildi vara mig við. Hún hafi séð torkennilegan mann á vappi milli húsa í götunni og var viðkomandi að taka ljósmyndir af bakhliðum húsanna. Ekki var hún ánægð með þetta framferði og fór því út. Maðurinn forðaði sér þá, en konan gafst ekki upp. Náði hún honum við bíl hans, sem lagt var í næstu götu. Spurði hún hann út í ástæðu þess, að hann væri að mynda bakhliðina á húsinu hennar og annarra í nágrenninu. Svaraði hann henni á bjagaðri íslensku, en gaf enga haldgóða skýringu. Hún var ekki í vafa um ástæðuna og vildi því vara mig við.
Full ástæða er fyrir fólk að vera á varðbergi. Ganga vel frá öllum gluggum og hurðum, ef farið er frá húsum. Sérstaklega á jarðhæð og kjallara og þar sem hægt er að komast að gluggum og hurðum með því að príla upp á svalir eða af stigapöllum. Þessum mönnum dugar lítil rifa til að koma kúbeini á milli.
Mér finnst það merkilegt, að ekki sé hægt að hafa hendur í hári þessara þjófaflokka, sem vaða yfir allt á skítugum skónum. Erlendu þjófaflokkarnir ganga víst mun snyrtilegra um en þeir íslensku og ganga jafnvel frá eftir sig(!) svo fólk uppgötvar oft ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, að óboðinn gestur hafi laumast inn. Þýfinu er undantekningarlaust komið úr landi með gámum og þá oftar en ekki falið sem hluti búslóðar. Það hlýtur að vera hægt að stöðva útflutning á þýfi. Ég legg til að þegar um "vafasaman" útflutning búslóða er að ræða, þá verði fólki gert að sanna eignarhald sitt. Eins að gámar, sem sendir eru úr landi og koma frá öðrum en viðurkenndum útflytjendum, verði kannaðir áður en útflutningur er heimilaður. Það er ekki eins og um margar hafnir sé að ræða. Sama þarf að gera vegna ferða drekkhlaðinna bíla með Norrænu. Kanna verður ástæður eru fyrir því, að menn aki drekkhlöðnum bílum þar um borð.
Komist þjófagengin að því, að erfitt sé að flytja þýfið úr landi, þá fara þau annað. Það er með öllu óþolandi, að í ekki stærra samfélagi, þá komist skipulögð þjófagengi upp með að vaða inn á heimili fólks eða fyrirtæki án þess að vörnum sé við komið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 411
- Frá upphafi: 1680825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Eftirlit og rannsóknir hafa ekki átt upp á pallborðið á Íslandi sbr. aðdragandann að bankahruninu, þar sem því litla eftirliti sem var til staðar, var markvisst slátrað. Og eftir bankahrunið eru rannsóknir og eftirlit á bankaránum hvorki fugl né fiskur. Lögreglumenn eru lágt launaðir opinberir starfsmenn og komast yfir það að halda þokkalegri reglu á drykkjufólki niðrí bæ um helgar. Annað er í skötulíki. Eðlilega.
Rósa (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 19:14
Þessir kallar eru að verða meiri proff. en áður.Heyrði fyrir 20 árum eða svo um að í Ameríku kæmu innbrotsþjófar um hábjartan dag í vinnusamfestingum með stóra sendibíla.Var býsna feginn að búa á Íslandi þar sem innbrotsþjófarnir væru ekki svo bíræfnir .Held að endurskoði þá afstöðu mína.
Hörður Halldórsson, 30.3.2010 kl. 20:16
Var hún ekki bara frá bankanum? Það eru duglegustu þjófarnir hér á landi.
Baldvin Björgvinsson, 30.3.2010 kl. 20:36
Í Mexíkó eru í það minnsta þriggja metra háir veggir kringum húsin, með glerbrotum steypuðum ofan á, til að halda óprúttnum frá. Það dugar ekki alltaf.
Hrannar Baldursson, 30.3.2010 kl. 20:47
Hvernig er það hafði hún ekki samband við lögregluna og létt hana vita af? Annars var reynt að brjótast inn hjá mér fyrir nokkru, ég stöðvaði manninn i miðjum kliðum og hann hljóp í burtu. Þegar ég hafði svo samband við lögregluna var áhugaleysið alsvakalegt, þeir vildu vart fá lýsingu á manninum né senda einhvern í hverfið að hafa auga með hvort verið var að fara inn í önnur hús hér í nágreninu.
Eftir að hafa starfað lítilega við örrygisstörf og annað í þeim dúr annað slagið síðustu 15 árin eða svo hefur mér fundist að löggæsla á Íslandi snúist 95% um að bregðast við en að stunda fyrirbyggjandi rannsóknir. Einsog þú Marinó kemur inná hér vantar að manni finnst allt eftirlit.
Hörður það eru nokkuð mörg ár síðan þetta gerðist en ég veitt af svona fluttnings-þjófnaði. Gekk meirri segja svo langt að nágrnai tók undir með þjófunum þegar þeir báru út stærðarinar eldhúsborð og stóll. Svo þegar fornarlömbin komu heim eftir stutt skot erlendis komu þau að öllu tómu, þegar rætt var við nágrana kom í ljós að þeir héldu að þau hefðu verið að flytja og ekkert þótt furðulegt þótt að 3 menn með stóran sendibíll hefði lagt fyrir utan í 2-3 klst og tæmt stofuna og eldhús. Svona er það nú... þettta var um 1995 eða svo.
Hannes (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 20:52
.. ég mundi lenda í vandræðum með að sanna eignarhald mitt á minni búslóð. engir reikningar til ;)
Óskar Þorkelsson, 31.3.2010 kl. 07:56
Því miður þá er engin leit í gámum, bílum eða öðru sem er flutt út úr landinu. Tollurinn er algerlega sofandi, hann hefur nefnilega það hlutverk að tollskoða það sem kemur inn í landið. Það var sagt að hver einasti pólverji með snefil af sjálfsbjargarviðleitni tæki með sér minnst eina batterísborvél í flug um jól og páska
Einar E (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.