17.3.2010 | 00:37
Aðgerðir fyrir heimilin - endurbirt rúmlega árs gömul færsla
Mig langar að endurbirta hluta færslu frá 2. febrúar 2009 til að sýna að í reynd hefur sáralítið breyst á þessum rúmum 13 mánuðum:
Ég vil byrja á því að fagna þeim ásetningi hinnar nýju ríkisstjórnar að stoppa nauðungarsölur á íbúðarhúsnæði næstu 6 mánuði. Þetta er mikilvægt skref til að koma í veg fyrir að fjölskyldur verði sendar út á Guð og gaddinn.
Í mínum huga eru nokkur verkefni ákaflega brýn:
Mér líst mjög vel á það að slá eigi skjaldborg um heimilin, en það verður ekki gert nema gripið verði til alvöru aðgerða. Ég býð spenntur.
- Að ráðast strax að hinu vaxandi atvinnuleysi. Ég hef sagt að það sé betra að borga fyrirtækjum fyrir að hafa fólk í vinnu, en að borga fólki bætur fyrir að hafa ekki vinnu. Fjölmörg fyrirtæki eru að líða fyrir það núna, að heimilin og fyrirtæki eru að skera niður útgjöld. Þjónusta þessara fyrirtækja er mikilvæg fyrir samfélagið, þó svo að einhverjir geti verið án hennar. Má þar nefna alls konar tómstundastarfsemi og útgáfufélög.
- Afnema þarf verðtrygginguna. Í mínum huga eru tvær ástæður fyrir því. Fyrst er að verðbætur hafa samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum verði ofmetnar um áraraðir og því erum við að greiða hærri verðbætur á verðtryggð lán en við ættum í raun og veru að hafa gert. Síðari ástæða er sú sem Gunnar Tómasson lýsti í Silfri-Egils í gær. Verðtrygging er skuldaaukning án verðmætaaukningar. Í nærri 20% verðbólgu hefur sú upphæð sem heimilin þurfa að greiða af lánum sínum aukist um ríflega 200 milljarða, en á sama tíma er mikil samdráttur á þjóðarframleiðslu og tekjum. Það getur einfaldlega ekki staðist að lánakerfið getið tekið þessa 200 milljarða til sín. Ég hef sett fram svipaða hugmynd og Gunnar nefndi í gær, þ.e. setja hluta af höfuðstól lánanna í afskriftarsjóð, sem annað hvort yrði greitt af eftir sérstökum reglum eða afskrifað á löngum tíma (sjá Tillögur talsmanns neytenda frá 9. október!). Málið er að núna er tækifæri til að afnema verðtrygginga. Verðbólgan er á hraðri niðurleið og verður (vonandi) komin niður fyrir 5% við árslok. Ég hef áður lagt til að byrjað verði á því að setja þak á verðbætur (og vexti líka). Aðrir hafa gengið lengra og hreinlega lagt til að verðtryggingin verði aftengd strax og þær verðbætur sem ættu að leggjast á lán annað hvort falli niður eða leggist í afskriftarsjóð. Hvor leiðin sem farin er, þá væri hægt að afnema verðtrygginguna alveg á 2-3 árum.
- Bregðast við hækkun höfuðstóls og greiðslubyrði. Búin hefur verið til greiðslujöfnunarvísitala vegna verðtryggðra lána. Hún dregur tímabundið úr greiðslubyrði, en frestar bara vandanum. Sama á við, ef útbúið verður einhvers konar greiðslujöfnunargengi. Eins og ég bendi á að ofan, þá stendur engin verðmætaaukning að baki hækkunar höfuðstóls lánanna. Það er því vonlaust að fólk geti nokkru sinni unnið upp hækkunina, án þess að meiri verðbólga verði sem hækkar þá höfuðstólinn enn frekar. Mér finnst mikilvægt að skoða hvaða skuldbindingar liggja að baki lánunum hjá lánastofnunum. Við skulum hafa í huga að búið er að leggja háar upphæðir af almannafé í að bjarga ríkisbönkunum. Mér finnst bara allt í lagi að almenningur njóti þess með niðurfærslu höfuðstóls lánanna. Ég legg til að höfuðstóll lánanna verði miðaður við gengi og vísitölu 1. mars 2008.
- Gæta þarf að því, að hluti íbúðalána fólks er hjá öðrum en ríkisbönkunum þremur eða Íbúðalánasjóði. Mér finnst það oft gleymast. Það hefur ekkert verið gert út af þeim lánum. Allt er miðað við þríburana eins og ekkert annað sé til.
- Jafnræði þarf að vera á milli aðgerða. Búið er að leggja tugi, ef ekki hundruð, milljarða í að bjarga sparifé hluta landsmanna. Af hverju eitt sparnaðarform er varið með sértækum aðgerðum á kostnað allra landsmanna, en það er talið í lagi að aðrir beri tap sitt. Hér þarf að hugsa málið betur. Það gengur ekki að almennir hlutafjáreigendur eigi að bera allt sitt tjón óbætt, meðan sá sem lagði peninginn inn á sparireikning fær sitt bætt. Á þeim tíma sem fólk keypti þessi hlutabréf, þá voru þau jafn örugg sparnaðarleið og innistæðureikningar. Það er því út í hött að öðrum eigi að bjarga en ekki hinum. Sama gildir um þá sem lögðu sparnað sinn í steinsteypu. Ég geri mér grein fyrir að verðmæti húsnæðis sveiflast, en hér erum við að tala um hrun á eigin fé, sem sambærilegt tap sem hefði orðið á innlánsreikningum, ef ríkið hefði ekki komið til bjargar. Ég fæ ekki betur séð, en að hér sé verið að fara á skjön við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki af hverju sumir eiga að tapa milljónum, ef ekki milljóna tugum, að sparnaði sínum af því að þeir völdu að hafa hann ekki á innlánsreikningum.
Það er ótrúlegt hvað allt það sem ég skrifaði um í byrjun febrúar í fyrra á ennþá við í dag.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Því miður reyndist skjaldborgin, gjaldborg.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2010 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.