11.3.2010 | 12:14
Smákrimmar dæmdir en þeir stóru sleppa
Hún er allra athygli verð frétt Morgunblaðsins um ungu mennina tvo sem stálu 2 milljónir úr spilakössum og fá fyrir það og ýmis önnur afbrot 8 og 12 mánaða fangelsi. Langar mig að endursegja þessa frétt undir öðrum formerkjum, þ.e. fjalla um hryðjuverkamennina sem lögðu efnahag landsins í rúst.
Fréttin hljóðar þá svona í endurritun minni:
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun tvo karlmenn á fimmtugs aldri í 12 mánaða og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda brota.
Mennirnir voru ákærðir sameiginlega fyrir að brjótast inn í Landsbankann í Austurstræti í Reykjavík á árunum 2005 - 2008 og stela þaðan 664 milljörðum krónum í reiðufé með því að búa til málamyndagjörninga. Einnig fyrir að brjótast inn í Kaupþing í Reykjavík á sama árabili en þaðan höfðu þeir á brott með sér um 1.500 milljarða króna.
Sá sem lengri dóminn hlaut var m.a. sakfelldur fyrir að ana um viðskiptalíf landsins undir áhrifum græðgi og hroka. Hann sinnti ekki varúðarorðum eða fylgdi almennu viðskiptasiðferði.
Hann var reyndar sakfelldur fyrir sex auðgunarbrot til viðbótar. Var hann ýmist undir áhrifum græðgi eða hroka, þegar þau voru framin.
Einnig var hann sakfelldur fyrir hylmingu og fjármálamisferli. Í eitt skiptið var hann með í vörslum sínum 100 milljarða sem hann hafði greitt sjálfum sér sem arð, þó fyrirtækið hafi verið eignalaust og skilað tapi.
Maðurinn sem er 45 ára á að baki nokkurn feril í alþjóðaviðskiptum. Alloft hefur hann verið staðinn að græðgi, hroka,málamyndagjörningum og fjársvikum. Við mat á refsingu var litið til þess að hann játaði brot sín greiðlega.
Hinn maðurinn var sakfelldur fyrir fjögur græðgibrot. Í eitt skipti var hann undir áhrifum hroka og mikilmennskubrjálæðis. Tók hann þá 150 milljarða lán í bankanum sínum í nafni eignarhaldsfélags sem átti engar eignir. Þar sem hann var aðaleigandi bankans, þá voru ekki gerðar athugasemdir við þennan gjörning. Hann var einnig tekinn með 50 milljarða arð, sem hann greiddi sjálfum sér út úr eignalausu eignarhaldsfélagi sínu, auk þess sem hann braust inn í flest fyrirtæki landsins og um 20.000 heimili og tók þaðan drjúgan hluta rekstrarfjár og ráðstöfunartekna, svo og möguleika fyrirtækja til að halda verðlagi lágu og fólki í störfum, tækifærum landsmanna til að lifa sæmilegu lífi, búa börnum sínum öruggt og heilbrigt umhverfi og svona mætti lengi telja. Maðurinn á að baki nokkurn feril í alþjóðaviðskiptum og hefur áður gerst sekur um græðgi og hroka. Leit dómurinn til gagna sem maðurinn lagði fram, sem staðfesta vilja hans til að snúa lífi sínu til betri vegar. Hann sagðist iðrast gjörða sinna.
Nú er bara spurning einhver verði nokkru sinni dæmdur fyrir þau brot sem ég lýsi.
Stálu 2 milljónum úr spilakössum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1681248
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Brilliant
Doddi D (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 12:35
það getur ekki verið að þeir fái dóm þeir iðrast gjörða sinna og fá hin og þessi fyrirtæki til að stunda sina iðju áfram. fá síðan FJÓRAR STJÖRNUR FRÁ Jóhönnu og Steingrími með von um arðgreiðslur þegar illa gengur.
Jón Sveinsson, 11.3.2010 kl. 12:45
Það eru smælingjarnir sem verða að bera syndir samfélagsins. Ef ekki væru til fátækir aumingjar yrði að búa þá til.
Gísli Ingvarsson, 11.3.2010 kl. 13:23
Alveg ljóst að lögregla og saksóknarar hafa áhuga á smá-krimmum sem ekki eru tengdir inn í voldugar fjölskyldur og pólitíska kreðsa - fremur en umsvifamikla fjárplógsmenn og útrásarvíkinga.
kv. bensi
Benedikt Sigurðarson, 11.3.2010 kl. 19:59
Það er hlutverk ríkisvaldsins að arðræna almúgan og púkka undir aðalinn.
Aðallinn mun ekki sitja lengi inn ef þá nokkurn tíman.
Frábær samantekt.
Snjalli Geir, 12.3.2010 kl. 12:00
Góð endursögn. Þetta er raunveruleikinn á Íslandi. Tek undir með þér : Hvort einhver verði nokkru sinni dæmdur fyrir þau brot sem hér er lýst.
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.