26.2.2010 | 10:18
Jón Ásgeir hlýtur að það þurfa að borga skatt af þessu
Hér finnst mér borgleggjandi að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi þurft að gefa þessa eftirgjöf um til skatts eða ef þetta var gjöf, þá hafi hún verið skattskyld. Ríkisskattsstjóri hefur gefið upp að heimilin í landinu verði að greiða skatt verði eignamyndun af leiðréttingu lána uppfylli sú leiðrétting ekki skilyrði skattsins. Hann hefur einnig gefið út að þeir þeir stafsmenn Kaupþings, sem fengu niðurfellingu ábyrgða, þurfi að greiða skatt vegna þess. Liggur þá ekki beinast við að skoða skattframtal Jóns Ásgeirs og skoða hvort hann hafi annað skráð þessa gjöf til sín (upphæðin var jú greidd inn á einkareikning hans) og þar með greitt skatt af henni eða gefið upp niðurfellingu skuldarinnar hjá einkahlutafélaginu og séð til þess að það greiddi skattinn.
Þessi gjörningur, og aðrir í svipaðir, er enn ein blauta tuskan í andlit þjóðarinnar. Hann sýnir að menn töldu sig yfir lög hafna og gætu gert hvað sem var. Þeir voru að leika sér í spili sem líklegast heitir "Siðblinda". Spilið gengur út á að finna eins fáránlega leið og hægt er til að kreista peninga út úr bankakerfinu og koma þeim undan skatti. Við erum búin að sjá:
- félag keypt á slikk, það síðan selt viðskiptafélaga fyrir háa upphæð með veði í því sjálfu og svo selt til baka fyrir tvöfalt hærri upp með ennþá hærra veði í því sjálfu;
- viðskiptaveldi selt eigendum sínum með láni frá banka með veði í viðskiptaveldinu svo hægt sé að greiða eigin lán í bankanum;
- fyrirtæki keypt af viðskiptafélaga, það selt eigendunum í skuldsettri yfirtöku með veði í fyrirtækinu, lán tekið fyrir kaupunum til að greiða sér út margfalt upprunalegt kaupverðið í arð;
- og það vinsælasta að banki láni félagi A pening, sem endurlánaði hann til félags B, sem keypti yfirveðsett hlutabréf í bankanum á yfirverði af félagi C í þeim tilgangi að halda uppi verði á hlutabréfum í bankanum og svo félag C gæti endurgreitt bankanum;
- skúffufélagi í eigu viðskiptafélaga veitt lán, sem tekið var að láni hjá banka, og peningurinn greiddur inn á persónulegan reikning viðskiptafélagans;
- félag tekur hátt lán í banka til að greiða eiganda sínum hærri arð en félagið stendur undir;
- skúffufyrirtæki A tekur lán í banka A til að kaupa hlutabréf í banka B, framselja hlutabréfin til skúffufyrirtækis C á ennþá hærra verði sem tekur lán í banka A, B eða C, endurgreiðir banka A upprunalega lánið, greiðir sjálfum sér arð út úr skúffufyrirtæki A og setur skúffufyrirtæki B á hausinn.
Hvað ætli það séu til margar útgáfur af þessu bulli? Niðurstaðan í öllu þessu er að bankarnir tapa sínu fé, en eigendurnir maka krókinn.
Það væri fróðlegt, ef einhver vissi nákvæmlega hve háar upphæðir félög tengd helstu leikendum siðblinduleikverksins fengu að láni í hjá bönkum í eigu þessara sömu leikenda. Þessi peningur hvarf nefnilega ekki bara si svona. Peningar eru eins og orka, þeir eyðast ekki færast bara á milli manna. Noti ég milljarð til að kaupa fyrirtæki, þá er eigandi þess með milljarð í höndunum. Sá notar milljarðinn til að kaupa annað fyrirtæki og notar milljarðinn í þeim viðskiptum (eða greiðir upp lán sem mér sýnist lítið hafa verið gert af). Svona heldur þetta áfram, þar til einhver ákveður að setja restina af peningunum inn á bankareikning. Peningarnir hverfa sem sagt ekki og því er hægt að finna þá. Vonandi er sérstakur saksóknari á fullu í leitinni og vísar síðan málum í stórum stíl til skattsins. Ég held nefnilega að Al Capone leiðin sé líklegust til árangurs.
Fons afskrifaði milljarðslán tveimur árum fyrir gjalddaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Einmitt!
Hefur Eva Joly ekki sagt að slóð peninga sé ekki svo auðveldlega eytt.
Hún sagði að það gætu liðið mörg ár þar til rannsókn hæfist, samt væri ekki svo gott að fela slóðina. Í millitíðinni geta menn orðið gjaldþrota, en að manni sýnist ekkert hafa það svo slæmt þrátt fyrir það.
vj (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.