23.2.2010 | 09:52
Verkamaður hraunar yfir "stjörnulögfræðing"
Ég hvet alla að lesa grein Jóns Þorvarðarsonar, verkamanns, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Óhætt er að segja að hann hrauni yfir Hróbjart Jónatansson, lögmann Avant, í grein sinni, en Hróbjartur staðhæfir í greinargerð unninni fyrir Avant að bílalán fyrirtækisins séu afleiður. Sannast með þessu að stundum eru menn "too smart for their own good". Hróbjarti yfirsást að Avant hefur ekki leyfi til að sýsla með afleiður, óskráðar afleiður má bara selja fagfjárfestum, þeir einir mega selja afleiður sem eru með tilskylda menntun og próf og svona mætti lengi telja.
Hér eru nokkur atriði úr grein Jóns:
Það er því ljóst að:
1. Avant hefur ekki heimild til að stunda viðskipti með fjármálagerninga, afleiður eru fjármálgerningar.
2. Avant fól sölumönnum bifreiða án tilskilinna réttinda til verðbréfaviðskipta, að selja grunlausum almenningi afleiður.
3. Avant hefur aldrei lagt mat á undirritaðan sem fjárfesti, og ber að efast um að slíkt mat hafi nokkru sinni farið fram á vegum Avant. Óskráð verðbréf má skv. lögum aðeins selja til fagfjárfesta.
4. Avant gerði undirrituðum aldrei grein fyrir því á nokkrum tímapunkti að um afleiðuviðskipti væri að ræða.
5. Avant gerði greiðsluáætlun fyrir afleiðuviðskipti eins og um lán væri að ræða (Á hvaða forsendum?)
6. Avant hefur aldrei gert samning við undirritaðan sem almennan fjárfesti hvar réttindi og skyldur eru útréttaðar eða skilgreindar eins og þeim ber samkvæmt tilskipunum og lögum.
7. Avant dulbjó afleiðu sem lánasamning sem nefndur er "kaupleigusamningur - Jafnar greiðslur".
8. Avant hefur aldrei kynnt undirrituðum verklagsreglur sínar við slík viðskipti og slíkar reglur finnast ekki á heimasíðu Avant, þrátt fyrir lögbundnar kvaðir þar um.
9. Avant hefur aldrei í neinum auglýsingum eða kynningarefni gefið til kynna að bílasamningar þeirra væru afleiðusamningar.
Af ofangreindu er ljóst að Avant hefur ítrekað brotið öll möguleg lög um neytendavernd, viðskiptahætti auk laga um fjármálafyrirtæki og FME ber því að svipta lánastofnunina starfsleyfi sínu samkvæmt 9. gr. laga nr. 161 frá 2002 um fjármálafyrirtæki. Ennfremur hlýtur lántakendum að vera heimilt að rifta þeim ólöglegu afleiðusamningum sem lánastofnunin hefur gert í ljósi alvarlegra brota fyrirtækisins gagnvart neytendum og krefjast bóta í framhaldinu. Þar ber Fjármálaeftirlitinu að taka frumkvæði sem lögbundinni eftirlitsstofnun.
Óhætt er að segja að eitt gott hafi komið út úr kreppunni: Stór hluti landsmanna eru orðnir bara alveg ágætlega að sér í lögfræði og hagfræði.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Óskráðar (ekki skráðar á mörkuðum) afleiður er lykilorðið.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 23.2.2010 kl. 10:04
hér er umrætt svar lögmannsins:
http://gandri.com/wp-content/uploads/2010/02/Hrobjartur-afleidur.pdf
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 23.2.2010 kl. 10:36
Góóóður.
Jens Jensson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 12:19
Góð grein, sýnir hvað siðblindan var mikil er kom að leika á "íslenska sauðinn" allt var leyfinlegt og aldrei komu fráfarandi eða núverandi stjórnvöld eða ASÍ þjóðinni til varnar, ótrúlegt en satt.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 13:27
úbbs, þarna hefði verkamaðurinn líka bara getað dregið þetta saman í eina setningu og sagt sem svo;
lögfræðingurinn gerði illa í buxurnar og situr með sárt ennið í skítnum :)
Andrea J. Ólafsdóttir, 23.2.2010 kl. 18:07
Að vera "stjörnulögfræðingur" á Íslandi þýðir að vera með stjörnur í augunum vegna sjálftöku þeirra af almenningi sem getur ekki varið sig vegna þess að lögin eru skrifuð fyrir rukkara.
Axel Pétur Axelsson, 23.2.2010 kl. 18:24
Þess má geta að "allir" háskólar Íslands eru gjörsamlega á hausnum sjálfir og geta ekki rekið sig skammlaust, þetta eru stofnanirnar sem eru að útskrifa lög- viðskipta- og hagfræðinga landsins.
Fólk sem hefur heilbrigða skynsemi er að standa sig betur og hafa ekki kostað samfélagið grilljón milljónir.
Axel Pétur Axelsson, 23.2.2010 kl. 18:29
Þann 15. febrúar var viðtal við Hróbjart Jónatansson í Speglinum á RÚV. Ég skildi kynninguna á viðtalinu svo að þar hefðu fréttamenn RÚV verið að leita til óháðs sérfræðings um gengistryggingu lána. Svo er greinilega ekki því maðurinn er sem sagt lögmaður Avant. Nú skil ég betur röksemdafærsluna í viðtalinu sem mér þótti þá draga dám lánveitenda.
Kannski svarar lögfræðingurinn verkamanninum á opinberum vettvangi með vel ígrunduðum rökum. En þangað til lítur hann óneitanlega út eins og sauður sem búið er að bróka upp að geirvörtum, eftir þessa verkun Jóns Þorðvarðarsonar.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 19:07
Mér er orðið ljóst að mín skilgreining á orðinu "stjörnulögfræðingur" var röng. Ég hélt í sakleysi mínu að það væri góður lögfræðingur.
Að undanförnu hafa komið fram menn sem hafa verið titlaðir á þennan hátt. Lögfræðingur Hells Angels í Noregi var kynntur svona, það getur varla talist gott að vera lögfræðingur glæpasamtaka. Hróbjartur Jónatansson fær þennan titil, ekki er að sjá annað en hann sé lögfræðingur glæpasamtaka líka og það frekar lélegur. Fleiri "stjörnulögfræðinga" mætti nefna, þeir virðast flestir eða allir vera verjendur misindis- eða mjög vafasamra manna.
Varla eftirsóttur titill.
Gunnar Heiðarsson, 23.2.2010 kl. 19:38
ég er sjálfur með bílalán á erlendu hjá SP. það sem mig langar að vita og væri gott ef einhver hérna myndi svara:
yrði ég betur settur ef erlendmunt lán yrðu ógild og fjármögnunar fyrirtækið færi í þrot með tilheyrandi gjaldfellingu á láninu? ég gæti ekki borgað upp lánið þótt það væri helmingi lægra og í krónum. ég á ekki slíkt fé í lausu.
hvar á að fá það fé og hverjir eiga eftir að borga það? mun þetta leggjast á aðra? t.d. þá sem vildu ekki taka gengisláns áhættu? munu útláns vextir lánastofnanna hækka á þá vegna taps af öðrum lánum? munu þeir borga okkar lán í raun fyrir okkur?
Fannar frá Rifi, 23.2.2010 kl. 21:09
Fannar frá Rifi, þetta sem þú veltir fyrir þér skiptir engu máli. Fjármögnunarfyrirtækið á sér kröfuhafa og þeir munu halda áfram rekstri fjármögnunar-fyrirtækisins og innheimta hjá þér "rétta" upphæð sem þú leiðréttir miðað við það sem ofgreitt hefur verið. Kröfuhafarnir verða þeir sem tapa.
Ef það eru "nýju" bankarnir þá hafa lánin verið færð til þeirra með afslætti og þeir eiga að ráða við það án þess að leggja auknar álögur á sína viðskiptavini og ef þetta eru erlendir bankar þá tapa þeir bara fé.
Í öllu falli þá er þetta ekki þitt vandamál ef "rétt" niðurstaða fæst hjá Hæstarétti.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 21:33
Fannar,
þau fyrirtæki sem léku á þessu gráa svæði fara einfaldlega á hausinn. Þá eru það kröfuhafar, erlendir væntanlega þar sem þau segjast díla með erlenda mynt.
Ef þú hefur áhyggjur af því að 'starfsmaður á plani' þurfi að borga fyrir bílinn hans Björns bónda þá held ég að þær séu óþarfar. Það er löngu búið að borga þetta, en ákveðnir aðilar stálu þessu og erum við að súpa seiðið af því núna.
Ég er með bílasamning við SP sem þeir mæla í SP5, sem mér skilst að sé ólöglegur gjaldmiðill (http://thordisb.blog.is/blog/thordisb/).
Grunngengi þess gjaldmiðils er 80 samkvæmt greiðsluseðlum en gengi nú er 198.
Samkvæmt greiðsluplani er ég búinn að greiða tæpa milljón of mikið en skulda núna tæpa 1,5 milljón meira en ég tók af láni, samt er ég búinn að greiða meira en þá upphæð sem ég tók af láni.
Minnir að samkvæmt greiðsluplaninu þá sé ég að greiða 1 milljón í vexti og kostnað á þessum 8 árum (er búinn að borga í 4 ár).
Samkvæmt greiðsluplami ætti 3.5 milljóna lán til 8 ára að standa í 1500 þús (miðað við 4.8 í heildargreiðslu) í dag, gott og vel.
Í dag stendur það í 4,9 milljónir.
Ég er búinn að greiða um 3.8 milljónir.
Ég setti mig í samband við hagsmunasamtök heimilanna og fékk þeirra álit á þessu láni. Í framhaldi af því sendi ég bréf þar sem ég áskil mér rétt til að greiða aðeins af láninu eins og greiðsluáætlunin hljóðar upp á.
Tekið var á móti bréfinu og hafði ég það í tvíriti og lét SP staðfesta móttöku þess þar sem þeir höfðu 3 virka daga til að mótmæla. Þetta var 17. feb. sem ég fór með bréfið og hef ekkert heyrt í þeim.
18. feb. hringdi ég til að fá upplýsingar um bankanúmer og þess háttar og útskýrði fyrir starfsmanni innheimtu hvað væri í gangi. Þvílíkann fyrirlestur fékk ég frá starfsmanni um að það væri slæmt að lenda í vanskilum og bla bla, ég benti henni á bréfið sem þau hefðui kvittað fyrir móttöku og fór hún þá í baklás. Vildi vita efni bréfsins sem ég gaf ekki upp ítarlega, spurði hvort að lögfræðingur hefði móttekið það osfrv.
Þegar hún uppgötvaði að mér var alvara með mínum aðgerðum, þá endaði hún á að segja mér að það gæti verið að ég skuldaði þeim meira. Nú spurði ég. Ja sko, ef dómur fellur og þetta verður fellt niður, þá verður þetta bundið við verðtryggingu og þau lán hafa sko hækkað meira.
Ég sagði, takk fyrir mig. Við vitum bæði að það gerist aldrei, enda það ekki fyrir dómi.
Síðan hef ég ekkert heyrt í þeim.
Hvet alla til að ganga hart að sínum lánveitendum, sínum samtöðu.
Hagsmunasamtök heimilana eru að gera góða hluti. http://www.gandri.com
Bjarni (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 22:06
Kannski rétt að taka fram, að samkvæmt greiðsluplani ætti ég að skulda um 1,6, en hef greitt tæpa milljón of mikið og ætti því að skulda innan við milljón, en ekki 4,9 milljónir.
Bjarni (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 22:26
Sæll Marnó. Þarna ef góður penni á ferð og hefur greinilega lesið heima áður en hann settist við tölvuna sína. Það er verra að svindla á fólki sem leitar sér að upplýsingum og setur þær fram á markvissan og greinagóðan hátt. Jón fær stóra stjörnu í kladdann fyrir fagleg vinnubrögð.
Tek ekki undir með Andreu sem vill draga málfluttning Jóns saman í eina setningu sem er algjörlega án raka.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2010 kl. 23:45
Benedikt, ég tók einmitt eftir þessu sama. Hann var kynntur sem hlutlaus, en þar klikkaði spegillinn í heimavinnunni.
Andrea, ég tek undir með Hólmfríði að hinn markvissi málflutingur Jóns er tær snilld.
Bjarni, ég heyri svo margar sögurnar þessa dagana, að ég er hættur að vera hissa. Ósvífni bankanna gagnvart VIÐSKIPTAVINUM sínum virðist ekki eiga sér nein takmörk, þegar menn leggja sig fram.
Marinó G. Njálsson, 24.2.2010 kl. 00:10
Annars ræddi ég þetta mál við tvo góða lögfræðinga í kvöld og þeir eiga bara ekki orð yfir afleik Hróbjarts, en sögðu báðir að þetta væri til merkis um hve illa menn hefðu forunnið gengistrygginguna.
Í dag hringdi í mig maður, sem ég treysti til að vera með góðar upplýsingar, þó ég þekki að öðru leiti ekkert til hans. Hann sagði, að meðal lögmanna sem hann hefur heyrt frá, þá álíti menn 99,9% líkur á því að Hæstiréttur staðfesti Lýsingardóminn.
Marinó G. Njálsson, 24.2.2010 kl. 00:15
Er Hróbjartur 0.1% af lögræðingum landsins ?
Axel Pétur Axelsson, 24.2.2010 kl. 11:13
Tilbúna óvissan sem einkennir þessa bílalánasamninga er að koma þessum mönnum sjálfum um koll.
Þórdís (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 11:39
Koma þeim í koll, átti það að vera.
Þórdís (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 14:41
Það upplýsist hér með að Nonni frændi er ekki bara verkamaður Hann er líka með skipstjórapróf og svo er hann uppfinningamaður í Sjávargeiranum. Þó hann vinni sem stendur sem verkamaður þá er hann mjög fjölhæfur eins og svo margir í þessari fjölskyldu.
Guðni Karl Harðarson, 24.2.2010 kl. 19:31
Guðni, þetta var það sem hann titlaði sig undir greininni í Morgunblaðinu. Þess vegna notaði ég það og auk þess var það flott.
Marinó G. Njálsson, 24.2.2010 kl. 19:39
Á mínu heimili er hann titlaður stjörnuverkamaður.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 20:31
Allt í góðu lagi og vissulega má hann kallast stjörnuverkamaður að taka þetta Anvant lið svona í gegn.
Marinó ég þakka þér fyrir að blogga um þetta!
Guðni Karl Harðarson, 24.2.2010 kl. 23:41
Auðvitað meinti ég þetta ekki bókstaflega :)
Tek undir að þetta er flott og vel skrifuð grein hjá manninum, hver sem hann er og ég var ekki að ýja að því að hann ætti ekki að færa rök fyrir sínu máli
Andrea J. Ólafsdóttir, 26.2.2010 kl. 23:02
Nú bíð ég bara eftir vel rökstuddu svari lögfræðingsins gegn svari verkamannsins sem virðist hafa mun hærri greindarvísitölu en lögfræðingurinn.
Baldvin Björgvinsson, 27.2.2010 kl. 09:30
Þetta er góð grein og góð umfjöllun, en við megum ekki missa okkur svo í alvörugefninni að við getum ekki brosað ja allavega útí annað við svona innskoti eins og hjá Andreu.
Enn af því að það er aðeins komið hér að ofan inná það á hvorn veginn hæstiréttur dæmir þá veðja ég á að hann hnekki dómi héraðsdóms, það ættu að vera um 80% líkur á staðfestingu, en 20% af þeim lögfræðingum sem eru á þeiri skoðun að staðfesta eigi dóminn eru í eigins vandræðum einhversstaðar og 80% hjá bönkunum, ríkinu og í Hæstarétti og niðurstaðan er því bræður stöndum saman.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.2.2010 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.