23.2.2010 | 00:35
Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn og Fjórbjörn
Steingrímur sagði ekki ég, Kalli sagði ekki ég, Guðmundur sagði ekki ég og Þór sagði ekki ég. Munurinn á þessu og litlu gulu hænunni er að enginn gengst við verkinu. Þetta minnir óþyrmilega á dópsala neita því að hafa flutt inn dópið sem fannst í hreysi þeirra. Á að selja almenningi það, að fjórir menn sem allir báru ábyrgð á rekstri fyrirtækja sem voru milljarða virði hafi ekki vitað hvað gerðist hjá fyrirtækjunum? Er ekki til einhver lagagrein sem hægt er að nota til að dæma menn í ævilangt fangelsi fyrir vanhæfi, a.m.k. banna þeim að eiga og reka fyrirtæki. Látum vera þetta með að vilja ekki taka ábyrgð.
Ég hef enga trú á því að Guðmundur Ólason eða Karl Wernersson hafi ekki vitað hvað gekk á í rekstri Sjóvár. Ef ég ætti milljarða fyrirtæki og væri með umsvif um víða veröld, þá vissi ég upp á hár hvað væri í gangi. Nei, þeir skella sér í líki þeirra bræðra Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns og grófu upp Fjórbjörn til að búa til leikrit afneitunar. Hvernig væri að finna einhvern góðan klefa handa þeim og týna lyklinum um stundarsakir. Kannski rifjast eitthvað upp fyrir þeim.
Sorglegast í þessu öllu finnst mér hlutur Þórs Sigfússonar. Hann er búinn að vera í fararbroddi þess að bæta stjórnhætti fyrirtækja. Í kjölfar bankahrunsins vann hann að slíkum reglum með Viðskiptaráði, en það er með þetta eins og margt annað, að reglurnar voru fyrir aðra en hann. Hugsanlega sagði Steingrímur rétt frá, þegar hann kallaði Þór "nytsaman sakleysingja".
Frá mínu sjónarhorni er þetta sviðsett leikrit til að rugla almenning og yfirvöld. Ég treysti aftur Ólafi Þór Haukssyni og hans fólki fullkomlega til að fletta ofan af þessu. Það er ekki trúverðugt að fjórir menn viti ekki hvers vegna 10,5 milljarða skuldabréf var útbúið. Hvað þá að ríflega 15 milljarðar hafi verið færðir úr sjóðum Sjóvár yfir í svikavafninginn Vafning. Nei, þið verðið að reyna betur og kannski er bara gott til tilbreytingar að segja sannleikann. Maður er alltaf að skilja betur og betur hvers vegna Geir sagði "Guð blessi Ísland".
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þessir sömu menn eru ennþá að reka fyrirtæki, allavega sumir þeirra.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.2.2010 kl. 00:41
Ekki gleyma aðkomu Engeyinga, þeir eru engir nýgræðingar í viðskiptum og hljóta að hafa áttað sig á á þessum tímapunkti að verið var að gambla með bótasjóðinn. Gleymum ekki að það hafði verið mikil umræða um bótasjóðina og þessvegna er glæpurinn verri í mínum huga
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.2.2010 kl. 01:21
"Er ekki til einhver lagagrein sem hægt er að nota til að dæma menn í ævilangt fangelsi fyrir vanhæfi, a.m.k. banna þeim að eiga og reka fyrirtæki."
Það sem ég er farin að óttast mjög er að allir þessir hókus-pókus svikagjörningar sem voru (og eru enn?) stundaðir í íslenska viðskiptalífinu reynist ekki einu sinni ólöglegir skv. íslenskum lögum.
Siðlaust, já. En er þetta vafninga-svikadrasl ólöglegt? Er bannað skv. ísl. lögum að setja heila þjóð á hausinn með lygum, svikum og prettum?
Kama Sutra, 23.2.2010 kl. 01:53
Ekkert annað en bylting getur bjargað þjóðinni frá þessum óskapnaði sem fjórflokkurinn og fjármálaöflin eru.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 23.2.2010 kl. 02:05
Þessi vörn gerendanna sem byggir á: ég vissi ekki, skildi ekki og sá ekki-rullunni er eins og hlusta á einhvern sem óx aldrei upp úr því að vera óþekkur og ofdekraður krakki. Það er eins og allur metnaður þeirra liggi í því að komast eins langt og þeir mögulega komast með hvaða aðferðum sem er! Siðferðisvitundin er þeim löngu, löngu horfin. Dómgreindin að því er virðist algerlega líka
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.2.2010 kl. 03:37
Hugsið ykkur hversu erfitt hlýtur að verða fyrir þessa fjóra einstaklinga að sætta sig við lífið og tilveruna í ellinni, takist þeim ekki að leiðrétta það ranglæti sem þeir hafa valdið, þegar upp rennur fyrir þeim að ekki er hægt að kaupa sér eilíft líf eða hamingju.
Hrannar Baldursson, 23.2.2010 kl. 08:03
Tek undir með Marinó og öllum ágætum innleggum hér að ofan.
Mann setur hljóðan og virkilega sorgmæddan eftir þessa afhjúpun.
"Á hverju" vöknuðu þessir menn, og hvað "gleyptu" þeir til að fá svefnró s.l. ár.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.2.2010 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.