Ţađ er nú kannski ađ ćra óstöđugan ađ koma međ enn eina fćrsluna um ţessa deilu um gengistryggđu lánin, en ég má til. Í umrćđu undanfarna daga, ţá hefur mörgum reynst hált á svellinu ţegar kemur ađ ţví ađ ákveđa hvađ ţessir fjármálagjörningar kallast. Hagmunasamtökum heimilanna tóku ţá afstöđu snemma á síđasta ári ađ nota alltaf hugtakiđ "gengistryggt lán" og sérstaklega eftir ađ fariđ var ađ vekja athygli á vafanum um lögmćti lánanna. Ástćđan fyrir ţessari ákvörđun er (og var), ađ um er ađ rćđa lán milli tveggja innlendra ađila sem sótt er um í íslenskum krónum, greitt út í íslenskum krónum, tekur höfuđstólsbreytingum í íslenskum krónum og greitt er af í íslenskum krónum. Ţađ er bara verđtryggingarákvćđiđ sem er međ tengingu viđ gengi og í mjög mörgum lánasamningum er hreint og beint tiltekiđ ađ lániđ sé gengistryggt. Međ ţessu er jafnframt veriđ ađ tengja hugtakanotkun okkar viđ 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verđbćtur.
Í umrćđu síđustu mánađa hafa komiđ fram alls konar rök fyrir ţví hvers vegna svo kölluđ myntkörfulán geta ekki veriđ neitt annađ en venjuleg íslensk lán međ mismunandi verđtryggingu. Langar mig ađ rifja ţađ upp, eins og ég man ţađ.
- Myntkörfur eru breytilegar og gat hver lántaki valiđ um ţá kröfu sem hann vildi. Myntkörfur gátu ţannig innihaldiđ krónuna, bćđi verđtryggđa og óverđtryggđa, í bland viđ erlendar myntir.
- Hćgt var ađ breyta hlutföllum mynta innan körfunnar eftir fyrirfram ákveđnum reglum á lánstímanum.
- Gefiđ var út eitt skuldabréf međ mörgum ólíkum myntum, ţar međ taliđ krónum, og ţetta skuldabréf var í krónum. Oft var meira ađ segja talađ um jafnvirđi íslenskra króna.
- Dćmi voru um ađ myntkörfur vćru gefnar út í sjóđseiningum, sbr. SP-5 sjóđurinn hjá SP fjármögnun, sem ekki er hćgt ađ skilja á neinn hátt annan en afleiđu fremur en mynt.
- Myntkörfulánum var ţinglýst í íslenskum krónum.
- Á lánsumsókn var óskađ eftir upphćđi í íslenskum krónum, útborgun var í íslenskum krónum, afborgun var í íslenskum krónum.
Ţetta er vafalaust ekki tćmandi listi, en sýnir ađ ţađ var eingöngu í orđi en ekki á borđi ađ einhverjar erlendar myntir vćru međ í ţessu spili. Ţessi lán voru mjög einfaldlega íslensk fjárskuldbinding tengd viđ dagsgengi mismunandi gjaldmiđla og stundum bara ađ hluta.
Ţá er spurningin hvort hér sé um ađ rćđa "erlent lán". Getur neytendalán á Íslandi talist "erlent lán"? Ţessu svarar löggjafinn í lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Í 1. gr. laganna er skilgreining á ţví hvađ telst innlendur ađili. Ţar segir í 2. töluliđ:
sérhvern lögađila sem skráđur er til heimilis hér á landi á lögmćltan hátt, telur heimili sitt hér á landi samkvćmt samţykktum sínum eđa ef raunveruleg framkvćmdastjórn hans er hér á landi; hérlend útibú lögađila, sem heimili eiga erlendis, teljast til innlendra ađila.
Ađrir teljast "erlendir ađilar".
Einnig er skilgreint í lögunum hvađ eru innlend verđbréf og erlend verđbréf. Skođum hverjar ţessar skilgreiningar eru:
Innlend verđbréf merkja hvers konar framseljanleg kröfuréttindi sem innlendur ađili gefur út, svo sem hlutabréf, arđmiđa, skuldabréf, vaxtamiđa, hlutdeildarskírteini í verđbréfasjóđi, svo og framseljanleg skilríki fyrir eignarréttindum ađ öđrum eignum en fasteignum eđa einstökum lausafjármunum.
Erlend verđbréf merkja hvers konar framseljanleg kröfuréttindi sem erlendur ađili gefur út, svo sem hlutabréf, arđmiđa, skuldabréf, vaxtamiđa, hlutdeildarskírteini í verđbréfasjóđi, svo og framseljanleg skilríki fyrir eignarréttindum ađ öđrum eignum en fasteignum eđa einstökum lausafjármunum.
Ţađ stendur ţví skýrum stöfum í lögunum, ađ verđbréf sé innlent ef útgefandinn er innlendur. Erlent lán getur ţví aldrei veriđ gefiđ út af innlendum ađila. Á ţessu er raunar klykkt í athugasemd međ frumvarpinu ađ lögunum, en ţar segir (eins og ítrekađ hefur komiđ fram) um 1. gr.:
Rétt er ađ vekja athygli á ţví ađ ţađ fer eftir búsetu útgefanda hvort verđbréf eru flokkuđ sem innlend eđa erlend en ekki myntinni sem verđbréfiđ er gefiđ út í. Ţannig er verđbréf ávallt innlent ef ađili búsettur hér á landi gefur ţađ út og gildir ţá einu hvort ţađ er gefiđ út hér á landi, erlendis, í íslenskum krónum eđa erlendri mynt. Ţessar skilgreiningar eru í samrćmi viđ skilgreiningar OECD. Bent skal á ađ í daglegu tali hér á landi eru verđbréf hins vegar iđulega flokkuđ eftir myntinni eđa útgáfustađnum.
Svipađ gildir um erlend lán. Í samrćmi viđ notkun hugtaka í ţessu frumvarpi er um ađ rćđa erlent lán ţegar innlendur ađili fćr lán hjá erlendum ađila. Mynt lánsins rćđur hér engu um. Í ţeim tilvikum, ţegar innlendur ađili tekur lán hjá erlendum ađila og endurlánar lánsféđ öđrum innlendum ađila, telst fyrra lániđ erlent lán en hiđ síđara innlent.
Íslensk fjármálafyrirtćki geta ţví ekki gefiđ út erlend lán. Ţau geta gefiđ út lán í erlendri mynt, en lániđ er íslenskt. Á ţetta bendir Gunnlaugur Kristinsson, löggiltur endurskođandi, í grein á Eyjunni fyrir áramót og vil ég enn og einu sinni vitna í ţá grein hér, ţar sem hann ályktar um eđli lánanna út frá sínum lagaskilningi:
Nánast undantekningalaust hefur veiting lána í erlendri mynt eđa lána međ gengistryggingu, til almennings og fyrirtćkja á Íslandi, veriđ veitt til viđskipta ţar sem undirliggjandi verđmćti eru í íslenskum krónum og greiđsla til lántaka veriđ í íslenskum krónum ţrátt fyrir hin gengistryggđu ákvćđi eđa hreinlega erlend lánsfjárhćđ tilgreind í texta skuldabréfsins... Skuldbinding milli tveggja innlendra ađila er ţví alltaf í íslenskum krónum, ef útgreiđsla lánsins var í íslenskum krónum og lánveitandinn er innlendur ađili, hvernig sem á máliđ er litiđ enda er íslenska krónan eini lögmćti gjaldmiđill landsins.
Niđurstađa mín er svipuđ og Gunnlaugs: Lán sem íslensk fjármálafyrirtćki hafa veitt frá gildistöku laga nr. 87/1992 eru íslensk óháđ ţví í hvađa mynt lánin eru veitt. Nćsta spurning er ţví hvort heimilt sé ađ veita lán í erlendri mynt hér á landi, sé ţađ heimilt hvađa reglur gilda um slíka lánveitingu og hvort rétt sé ađ takmarka lánveitingarnar viđ tiltekinn hóp viđskiptamanna og ţá fyrst og fremst fyrirtćki. Loks bera ađ velta fyrir sér hvenćr er skuldbinding í lánasamningi í íslenskum krónum, ţó erlendur gjaldmiđill sé tiltekinn í lánasamningnum, og hvenćr er hann ţađ ekki. Ţađ er nefnilega kjarninn í 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 ađ međ lögunum var heimildin "til ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ gengi erlendra gjaldmiđla" felldar niđur. Eđa eins og segir:
Samkvćmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verđur ekki heimilt ađ binda skuldbindingar í íslenskum krónum viđ dagsgengi erlendra gjaldmiđla. Er taliđ rétt ađ taka af allan vafa ţar ađ lútandi.
Ég tek ţađ fram, ađ ég hef ekki svar viđ ţessum spurningum, ţ.e.:
- Er heimilt ađ veita lán í erlendri mynt hér á landi?
- Sé ţađ heimilt hvađa reglur gilda um slíka lánveitingu?
- Er rétt ađ takmarka slíkar lánveitingarnar viđ tiltekinn hóp viđskiptamanna og ţá fyrst og fremst fyrirtćki?
- Hvenćr er skuldbinding í lánasamningi í íslenskum krónum, ţó erlendur gjaldmiđill sé tiltekinn í lánasamningnum, og hvenćr er hann ţađ ekki?
en brýnt er ađ svör viđ ţeim fáist. Ég tók nefnilega eftir ţví, ţegar lögmađur var beđinn um ţađ af Speglinum á RÚV um daginn ađ gefa hlutlausa lýsingu á afleiđingum bíladómsins, ţá átti hann í mestu vandrćđum međ ađ vera hlutlaus og kom upp međ alls konar varnir fyrir fjármálafyrirtćkin. Ţađ vćri ţví vel ţegiđ, ef einhver nćgilega kunnugur lögum gćti komiđ međ innlegg í ţessa umrćđu.
Ţegar Hćstiréttur tekur fyrir áfrýjanirnar tvćr í bílalánamálunum, ţá verđur ţađ helsta viđfangsefni dómaranna ađ ákveđa hvort viđkomandi lánasamningar hafi veriđ skuldbinding í íslenskum krónum eđa ekki og hver er munurinn á skuldbindingu í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiđli. T.d. lántaki sem sćkir um upphćđ í íslenskum krónum, eins og ég býst viđ ađ flestir gera. Hefur ţađ áhrif á skilgreininguna ađ sótt var um í íslenskum krónum eđa skiptir ţađ engu máli. Höfum í huga, ađ viđkomandi hefur engin áhrif á orđalag skuldabréfsins og í flestum tilfellum sér viđkomandi aldrei neitt annađ en íslenskar krónur. Lánveitandinn sér líklegast heldur ekkert annađ en íslenskar krónur, ţó einhver bókhaldsfćrsla sýni debet og kredit fćrslu í erlendri mynt. Ţađ gćti meira ađ segja skipt sköpum fyrir lántaka hvort mynt tengingin er í einni mynt eđa tveimur eđa hvort ađ hluta til sé tengt viđ íslenskar krónur. í augum lántakans er um sama gjörning ađ rćđa, sem aftur lögin geta veriđ ađ túlka á marga mismunandi vegu. Er ţá hćgt ađ ćtlast til ţess, ađ lántaki, sem er leikmađur ţegar kemur ađ lögunum, eigi ađ hafa fullan skilning á mismuninum. Auk ţess má reikna međ ţví, ađ lánveitandinn hafi notađ sama skuldabréfaformiđ hvort heldur um var ađ rćđa eina mynt, erlenda myntkörfu eđa lán ađ hluta í íslenskum krónum.
En svo ég svari spurningunni í fyrirsögn greinarinnar, ţ.e. hver er munurinn á íslensku láni, myntkörfuláni, gengistryggđu láni og erlendu láni, ţá held ég ađ taka megi ţađ saman í eftirfarandi:
- Íslenskt lán er lán ţar sem útgefandi lánsins er međ heimilisfestu á Íslandi óháđ í hvađa mynt lániđ er
- Erlent lán er lán ţar sem útgefandinn lánsins er ekki međ heimilisfestu á Íslandi óháđ mynt lánsins
- Myntkörfulán er lán sem er bundiđ var myntum í tilbúinni körfu af myntum og breytist höfuđstóll ţess međ dagsgengi ţeirra gjaldmiđla sem eru í körfunni. Ţetta lán telst samkvćmt niđurstöđu hérađsdóms vera gengistryggt lán (sjá nánar nćsta liđ).
- Gengistryggt lán er skuldbinding í íslenskum krónum sem tengt er dagsgengi erlendra gjaldmiđla. Hérađsdómur úrskurđađi ađ gengistrygging vćri eitt form verđtryggingar og vćri ţetta form í andstöđu viđ 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 og felldi hana ţví úr gildi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 1680033
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Fćrsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.