4.2.2010 | 16:51
Til verri lausn en þetta
Ég held að Arion banki hafi rambað á ágætis lausn, enda er hún keim lík þeirri sem ég setti fram 2. nóvember. Þá stakk upp á því í færslu (sjá Hverjum treystum við fyrir Högum? Svar: Þjóðinni), að Högum yrði komið í hendur almennings og stofnað yrði almenningshlutafélag um reksturinn. Eða eins og segir í færslunni:
Ég tel heppilegast að þjóðin eignist Haga skuldlausa eða í versta falli hæfilega skuldsetta..
..Og þegar ég tala um þjóðina, þá er ég EKKI að tala um ríkisvaldið. Nei, ég er að tala um að stofna almenningshlutafélag um rekstur fyrirtækisins og senda hverjum einasta landsmanni einn hlut í félaginu. Þá fær Jón Ásgeir sama fjölda hluta og hvert barna hans, Davíð Oddson og Ólafur Ragnar Grímsson, þ.e. einn. Þar sem um almenningshlutafélag væri að ræða, þá er verslað með hlutina á markaði og innan tíðar mun hugsanlega skapast nægilega stór hópur til að fara með stjórn félagsins.
OK, útfærsla Arion banka er eitthvað öðru vísi og hana á eftir að útfæra nánar. T.d. þarf að tryggja hámarkseignaraðild einstakra aðila (og skyldra aðila) þannig að ekki myndist eigendaklíka sem lítur á fyrirtækið sem "sitt".
Hagar í Kauphöllina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 1681301
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
og hvað svo.
gisli (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 18:56
Hver ætlar að kaupa hlutabréf í dag og af hverjum ?
Er til eitthvað traust, eða er það þess vegna sem farið er að af stað með þetta söluferli ?
Þetta er gert auðvitað í þeim tilgangi að afhenda sömu aðilum allt á silfurfati !
Ekkert breytist , við erum bara höfð að fíflum !
JR (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 21:24
Við verðum að byrja á ný að treysta hvert öðru, það er auðvitað erfitt en samt eitthvað sem mun koma. Hvernig þetta mun takast hjá Arion banka get ég ekki spáð um. Það er líka komið undir almenning í landinu hvernig hann tekur á móti svona tilboði. Ef ferlið verður vandað og ljóst, þá er um að gera að láta reyna á þessa tilraun. Ef ekki þá...
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2010 kl. 21:41
Ja ég segi fyrir mitt leiti ekki mun ég láta eina einustu krónu í hlutabréf, það sem eftir lifir allavega ekki á íslandi.
Það brennir að hafa tapað nokkrum krónum á bréfum í hruninu en ekki fer maður að skaffa þessum kónum meiri peninga með þessum hætti.
Sama inní hvaða glanspappír það er sett, hlutabréf í íslenskum félögum er eins og að kaupa lottómiða af Cosa Nostra, tapað fé og þú hefur ekkert um það að segja.
Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 10:07
Þjóðarhagur...... sem bauð í Haga..... með 4000 Íslendinga innanborðs, fordæmir forkaupsrétt núverandi eigenda á fyrirtækinu og tekur ekki þátt. Ég er sammála þeim. Vil að fyrirtækið komist í dreifða eignaraðild en ÁN núverandi eigenda.
Anna Einarsdóttir, 6.2.2010 kl. 00:33
Sæll Marinó,
Rakst á þessa frétt á RUV rétt í þessu (http://frettir.ruv.is/frett/ekkert-akvedid-um-takmarkanir) en ég hafði haft grun um að þetta myndi allt enda aftur hjá Bónusliðinu. Hélt að það myndi e.t.v. taka ár en mér virðist að það verði engar skorður settar svo þeir geti bara keypt þetta allt strax til að byrja með. Nú verður bara gert út með nokkur skúffufyrirtæki og fjölskyldumeðlimi og draslið keypt fyrir slikk. Sama dótið upp aftur og aftur. Ekkert hefur breyst! Liðið sem átti stóran hlut í því að gera Ísland gjaldþrota er komið aftur á koppinn. Alveg makalaust!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 6.2.2010 kl. 01:09
Aftur og nýbúinn!
Ég verð að viðurkenna að ég trúi ekki fyrr en á reynir að nokkur heiðvirður íslendingur taki þátt í því að setja sparifé sitt í Haga og aðstoða þannig þá stjórnendur sem stjórnuðu fyrirtækinu á þennan stað í sögu þess til að halda áfram að fara illa með fé og ná jafnvel yfirráðum yfir þessu fyrirtæki sem er í yfirburðarstöðu á smávörumarkaði. Ég trúi því ekki að fólk láti aftur nota sig á þennan hátt.
Ekki hef ég heyrt nokkurn mann fara fram á að Arion banki búti fyrirtækið niður og selji einstaka einingar út úr Högum. Þarna inni eru mörg fyrirtæki sem vel geta starfað án þess að vera hluti af stórri samstæðu og mun jafnvel vegna betur í höndum annarra. Þetta er hinsvegar algjört lykilatriði fyrir okkur neytendur, að fyrirtækið verði bútað niður og einstaka einingar seldar óskyldum aðilum. Þannig verður þeim ógnarkrafti eytt sem samkeppnisaðilar, byrgjar og innlendir framleiðendur/hönnuðir eru beittir í gegn um viðskiptakjör sem í boði eru hjá Högum.
Samhliða þannig aðgerð verður að koma því inn í samkeppnislögin að svona fyrirtæki nái aldrei að þróast aftur á Íslandi. Alþingismenn verða, þeir verða að skilgreina samkeppnislögin betur, koma inn skilgreiningum þannig að verslunarmenn og eigendur fyrirtækja geti ekki endalaust dregið í efa aðgerðir Samkeppnisstofnunar og túlkanir þess á lögunum og þannig frestað aðgerðum stofnunarinnar til berndar neytendum.
Hversvegna að eyða orku í að rökræða um hversu mikið fyrri eigendur mega eiga í fyrirtækinu, hvort þeir megi kaupa eða ekki, hversu mikið o.s.frv. Hvaða máli skiptir þetta þegar upp er staðið ef við, neytendur komum til með að búa við sama fyrirkomulagið í höndunum á sama fólkinu áfram?
Hvað breytist þá?
Ekkert fyrir okkur! Þeir munu hinsvegar skulda mun minna því þeir eru nú þegar búnir að færa skuldir frá þessu fyrirtæki í önnur og í allri þeirra fyrirtækjaflækju hverfa þær með blessun banka og stjórnvalda þannig að þeir geti byrjað alveg upp á nýtt að eyða peningunum okkar með blessun bankans, alþingis og Kauphallarinnar.
Hverjir munu hrópa hæst gegn svona ráðstöfun? Fyrri eigendur með Jóhannes í broddi fylkingar. Það er eðlilegt og engin hissa á því. Hversvegna ættu þeir ekki að reyna hvað þeir geta til að verja sína hagsmuni.
Nú er hinsvegar komin tími á að við, neytendur hættum að hjálpa þeim og byrjum að verja okkar eigin hagsmuni. Þeir liggja ekki hjá Högum eða í fangi núverandi stjórnenda eða eigenda þess fyrirtækis. Þeir hagsmunir liggja í því að fleiri komi að verslunarrekstri á Íslandi en örfáir einstaklingar.
Ásmundur R Richardsson, 7.2.2010 kl. 23:54
Ásmundur, hver er það sem á að taka ákvörðun um að brjóta upp Haga? Arion banki eða Samkeppniseftirlitið? Ég hallast að því að Samkeppniseftirlitið beri ábyrgð á því.
Arion banki vill fá sem mest fyrir þennan eignarhlut sinn upp í það tap sem fyrirsjáanlegt er á útlánum til 1998 ehf. Ef þeir brjóta upp Haga þá fá þeir væntanlega minna fyrir eignina en ef hún er seld eins og hún er. Þeir eru þá ekki að selja viðskiptaveldi með yfirburðastöðu á markaði heldur bara venjuleg fyrirtæki.
Ef samkeppniseftirlitið segir að það þurfi að brjóta upp Haga, þá væntanlega spillir það útboðsferlinu fyrir Arion banka og þeir brjóta þá upp fyrirtækið áður en það er sett á markað. Það er ákaflega einfalt og ljóst.
Samkeppniseftirlitið ber ábyrgð á þessu máli. Enn og aftur er þetta spurning um eftirlitsstofnanirnar. Ef þær eru vanmáttugar er afleiðingin skelfileg eins og sást með bankakerfið okkar. Hér er nákvæmlega það sama að gerast. Ef samkeppniseftirlitið segir ekkert við stærðinni á Högum, þá er ekki við því að búast að banki taki það upp hjá sér að brjóta fyrirtækið upp (nema meira fáist fyrir það þannig).
Maelstrom, 8.2.2010 kl. 17:03
Þetta er gild spurning Maelstrom en ég er hættur að hafa áhyggjur af því hvað bankarnir eða fjárfestar tapa eða græða, það hreinlega kemur mér ekki við. Það eina sem skiptir mig máli er það sem mér og mínum er fyrir bestu og í þessu tilfelli er það að skipta upp fyrirtækinu. Þessi samsteypa gerir mér ekkert gagn eins og hún er samsett í dag nema síður sé og hún heldur verslun í landinu niðri, að mínu mati.
Ég minnist á það að alþingismenn verði að skýra samkeppnislögin þannig að samkeppnisstofnun hafi þau tæki sem duga til að taka á svona máli. Eins og málin standa í dag hefur stofnunin ekki skýran lagagrunn til að gera nokkurn hlut. Lögin eru svo óskýr og opin fyrir túlkun. Fyrir mér er þetta fyrst og fremst spurning um að alþingi hysji upp um sig brækurnar og skapi þann ramma sem dugar fyrir eftirlitsstofnanirnar til að vinna vinnuna sína mér og mínum til verndar.
Ég veit að Arion banki eins og allir aðrir bankar og fjárfestar eru eingöngu að hugsa um að græða sem mest. Það er eðli starfsemi þeirra og ekkert að því. Ég og þú þurfum ekkert að hjálpa þeim við það. Við þurfum hinsvegar að halda þeim á mottunni og tryggja það að eftirlitsstofnanirnar fái þau tæki sem gera þeim kleift að vinna vinnuna sína okkur til varnar. Það gerum við með auknum kröfum á alþingi ásamt mörgu öðru.
Ásmundur R Richardsson, 9.2.2010 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.