1.2.2010 | 17:34
Könnun ASÍ staðfestir óánægju almennings
Hér er komin eins afgerandi niðurstaða og hægt er að hugsa sér. 91% aðspurðra segja ríkisstjórnina ekki gera nóg til að mæta heimilunum í landinu.
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Hún er í dúr við það, sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum fundið fyrir. Á vinnufundi samtakanna sl. laugardag kom þetta mjög sterkt fram. Fólk er búið að fá upp i kok á getuleysi stjórnvalda og viljaleysi fjármálafyrirtækja. Það vill mun róttækari aðgerðir og það sem meira er: Fólk er til í að fara í hart.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa á annað ár bent á þörf fyrir verulega lækkun á stökkbreyttum höfuðstóli húsnæðislána. Við höfum einnig tekið undir kröfur bifreiðaeigenda, sem eru að kikna undan lánum sínum. Samtökin hafa ekki verið höfð með í ráðum, þegar ráðstafanir hafa verið ákveðnar. Þau hafa eingöngu fengið kynningu á orðnum hlut. Nú er tími til kominn, að hlustað sé á tillögur samtakanna áður en allt fer á versta veg. Það getur ekki skaðað að hlusta.
Ég vil hvetja ASÍ til að fylgja þessum niðurstöðum eftir og hafa Hagsmunasamtök heimilanna með í ráðum. Lausnirnar verða að vera ákveðnar í samráði við lántaka og samþykktar af lántökum. Fjármálastofnanir njóta ekki trausts almennings og þær verða að fara að viðurkenna þá staðreynd.
Ríkisstjórnin geri meira fyrir heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er gott að ASÍ bendi á það hvað megi betur fara, ríkisstjórninni veitir ekki af ráðgjöf sem flestra. Hvað er ASÍ að gera til þess að létta undir með ríkisstjórninni og fólkinu i landinu?
Ég hef reynt að setja mig í samband við menn þar á bæ til að ýta á aðgerðir (Veljum íslenskt) til að tryggja innlend ASÍ framleiðslustörf og fá þau sem glatast hafa til baka, framleiðslu á vörum fyrir innlendan neytendamarkað. Ef marka má viðbrögðin er ASÍ ekki Litla Gula Hænan, það er hægt að gera meira en að benda á aðra, oft var þörf, nú er nauðsyn.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 18:09
Já, rétt, hvað er ASÍ að gera til að létta undir með ríkisstjórninni? Og hvað er ASÍ að gera sjálft fyrir heimilin? Hafa ekki einhverjir toppar þar aðgang að, jafnvel setu í, stjórnum lífeyrissjóða. Það er ekki laust við að lífeyrissjóðirnir hafi skert tekjur heimila lífeyrisþega ansi mikið. Hvað hefur ASí og lífeyrissjóðirnir lagt til málanna í atvinnuuppbyggingu í landinu eftir hrun? Svar: Ekkert, nema nöldur með atvinnurekendum! Hvorum megin borðsins situr forysta ASÍ? Stundum er einsog forystan viti það ekki sjálf!
Og: 50% styðja ríkisstjórnarflokkana skv.skoðanakönnun! Auðvitað finnst okkur að gera eigi meira fyrir heimilin, en ekki dugar alltaf að benda fingri á aðra! Hundurinn sagði ekki ég, kötturinn sagði ekki ég, etc.etc.
Auðun Gíslason, 1.2.2010 kl. 23:36
Hvernig líst þér á svar fjármálaráðherra þegar hann var spurður útí þessa könnun, "Skuldir hverfa ekki", en þó virðast þær gera það hjá sumum.....?
Jónas (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 16:59
Ekki gleyma því heldur að ASÍ hefur ekki viljað taka undir nokkrar hugmyndir eða umræður um afnám verðtryggingar.
"Skuldir hverfa ekki" er hér vitnað til fjármálaráðherra. Víst má það rétt vera, en hvernig stendur á því að skuldir verða til, án þess að lán sé tekið? Hvernig má það vera að þegar kreppir að og krónan fellur og fasteignir hætta að seljast og falla í verði, þá hækka lánin? Af hverju er það eðlilegra náttúrulögmál heldur en hitt, að skuldir hverfi ekki?
Hvernig er hægt að búast við því að verðbólga hverfi hér, eða falli undir 2% nokkurn tímann á meðan hér ráða ríkjum hagsmunaöfl sem hafa beina hagsmuni af því að verðbólga sé umtalsverð til þess að eignasafn viðkomandi haldi áfram að bólgna út (á pappírnum)?
Karl Ólafsson, 3.2.2010 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.