Leita í fréttum mbl.is

Þingmenn mæta á Austurvöll

Það var góður fjöldi fólks sem mætti á Austurvöll í dag.  Ég er fyrir löngu hættur að átta mig á talningu fjölmiðla, en nokkur hundruð er teygjanleg tala.  A.m.k. var þétt staðið á öllum göngustígum.

Vilhjálmur Birgisson var frábær og var ekkert að skafa utan af hlutunum, frekar en venjulega.  Gagnrýndi hann harðlega sinnuleysi verkalýðshreyfingarinnar og þá sérstaklega Alþýðusambandsins í því máli sem er líklegast mikilvægasta lífskjarabarátta launafólks í dag, þ.e. baráttan fyrir lækkun stökkbreyst höfuðstóls lána heimilanna.  Sagði hann ástæðuna fyrir þessu sinnuleysi ASÍ líklegast skýrast af hinum sterku tengslum ASÍ og lífeyrissjóðanna, en 13 miðstjórnarmenn munu víst sitja í stjórnum lífeyrissjóða.  Var gerður góður rómur af máli Vilhjálms, en vil ég vara hann við, að síðast þegar háttsettur stjórnarmaður í launþegahreyfingu talaði á fundi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og Nýju Íslandi, þá var sá settur af!  Sýnir það hve viðkvæm launþegahreyfingin getur verið fyrir eðlilegri og sanngjarnri gagnrýni.

Þingmenn voru óvenju fjölmennir á fundinum að þessu sinni.  Voru þar á einhverjum tímapunkti þingmenn frá öllum flokkum nema VG.  Ekki er hægt að sakast við þingmenn VG, að þeir hafi ekki mætt, þar sem  þeir eru vonandi allir á flokksráðsfundi á Akureyri.  Þeir sem ég hitti voru:  Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu, Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson, Framsókn, Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni, og síðast en ekki síst Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki.  Þannig að með Margréti Tryggvadóttur sem ég hitti ekki, þá voru þarna hið minnsta 7 alþingismenn.  Það hefur því virkað herbragð vina okkar hjá Nýju Íslandi að vekja þingmenn hefur virkað.  Nú er bara að fá ennþá fleiri næst.


mbl.is Mótmæltu skuldabagganum á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var góður fundur .En ég skil ekki að fólk skuli sitja heima .Ekki nenna á fundina .Og svo vælir það undan því sem við erum að " berjast " fyrir . Sem sagt láta aðra " moka flórinn " fyrir sig !

En Birgittu Jónsdóttur ,hef ég séð þarna nokkrum sinnum áður.

Og hitt hana .

Kristín (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 18:01

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, Kristín, það reynir stundum á þolrifin, en annað hvort er maður í þessu af hugsjón og vegna þess að maður hefur tíma eða maður snýr sér að einhverju öðru.

Marinó G. Njálsson, 16.1.2010 kl. 18:18

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Hugsjónin á sínum stað í dag en tímann skorti.  Gott að heyra af góðum fundi.

Þórður Björn Sigurðsson, 16.1.2010 kl. 20:25

4 identicon

ER það ekki " saman stöndum við ,sundruð föllum við "?

Við þurfum að sýna mátt okkar ,með samstöðu .Ég er ekki að biðja um ofbeldi .Það nóg að vera beitt ofbeldi af svokölluðum stjórnvöldum .

Kristín (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 12:41

5 identicon

Ofbeldi stjórnarinar þrífst frábærlega vel í þeirra óskastöðu sem þeir eru í. Óskastaðan þeirra ríkisstjórnarinnar, lífeyrissjóðanna og bankanna felst í að flestir islendingar eru alvarlega haldnir þvi að þora alls ekki að sýna á opinberlega samstöðu sína gegn óréttilæti. Afsökunin er " ÞAÐ ER BARA EKKI MINN STÍLL AÐ FARA Á KRÖFUFUNDI, EÐA MÓTMÆLAGÖNGUR"!!

Þetta er stóra meinið það er ENGIN fyristaða! ALMENINGUR ER EKKI AÐ TAKA SÍNA ÁBYRGÐ. þess vegna hefur verið frítt fram, engin hindrun að framkvæma óréttlæti og kúgun eins og setja á verðtryggingu lána, en afnema hana svo af persónuafslætti og launum. Svo er gerð eignaupptaka á heimilum fólks, til að greiða skuldir sjálfumglaðra jakkafata þjófa, allt gengur svo ljómandi vel því það er vitað að það er engin fyrirstaða frá almenningi, það er ekki stíll þjóðarinnar vita þeir.

Stóra spurningin er hvað er þá stíll þjóðarinnar ??? Er það virkilega stíll þjóðarinnar sitja hjá og horfa aðgerðarlaus upp á kúgun, eignaupptöku, svikin loforð og ásetninga um að selja þjóðina til nýlenduvelda.

Við berum öll ábyrgð á gjörðum okkar og líka ábyrgð á aðgerðaleysi okkar og afleiðingum sem af því hlýst að láta yfir sig ganga aðgerðarlaus Það er ekki hægt að kenna öðrum um það.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 14:56

6 identicon

Eruu ekki kosningar framundan?

Og hvað er þá að gera ? Ekki sama gamla " tuggan " !

Við þurfum útlent fólk , til að losa okkur við " auðnu-leysingjana " á þingi !

Hjálp , Eva Joly og samskonar fólk ,sem kann sitt fag .

Kristín (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 21:49

7 identicon

Kæri Marinó og Hagsmunasamtök heimilanna

Endilega haldið áfram ykkar starfi og hafið í huga að það eru miklu fleiri sem styðja ykkur en mæta á mótmælafundina.

Við erum flúin til útlanda og getum því ekki mætt, en erum svo sannarlega með ykkur í anda!

Hellcat (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband