6.1.2010 | 23:46
Þegar rykið sest, þá skilja menn málið betur
Nú þegar mesti stormurinn er genginn hjá eftir höfnun forsetans, virðist mér sem fleiri og fleiri séu farnir að átta sig á því að ákvörðunin var rétt. Hún var rétt vegna þess, að hún túlkar lýðræðislegan vilja þjóðarinnar. Hún er rétt vegna þess, að almenningur á ekki að borga skuldir einkafyrirtækis. Hún er rétt vegna þess, að samningurinn í heild er nauðungarsamningur hvað sem viðaukanum frá því í október viðkemur.
Ákvörðun forsetans segir ekkert til um það hvort greiða eigi til baka fyrir Icesave eða ekki, enda er það ekki hlutverk þjóðarinnar heldur er það hlutverk þrotabús Landsbankans. Með neyðarlögunum gerði þáverandi ríkisstjórn gríðarlega mikið fyrir breska og hollenska innstæðueigendur. Hún færð innistæður í forgangskröfur án tillits til upphæðar. Áður voru eingöngu innistæður upp að EUR 20.887 tryggðar, núna eiga innstæðueigendur möguleika á mun hærri endurheimtur innistæðna sinna. Það á að duga að Icesave samningurinn fjalli um það hvernig eignum Landsbankans verði best komið í verð og að þrotabúið verji eigum sínum í að greiða innstæðueigendum. Hafa skal í huga, að þegar neyðarlögin voru sett, þá vissu menn ekki betur en að eignir Landsbankans myndu duga ríflega fyrir öllu Icesave skuldbindingu. Hvernig það endar vitum við ekki fyrr en búið er að gera upp bankann.
Hvar sem við stöndum í þessu máli, þá skulum við hafa í huga, að bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu sjálf, án þess að spyrja, að greiða út innistæður á Icesave reikningunum annars vegar upp að 50.000 pundum og hins vegar 100.000 evrum. Þessar upphæðir á Landsbankinn að greiða til baka eins og efni standa til og íslenski tryggingasjóðurinn á að ábyrgjast töluna upp að EUR 20.887. Hafi bresk og hollensk stjórnvöld fjármagnað útborgun sína með lánum (sem ég efast um), þá er sjálfsagt að koma til móts við þau með greiðslu vaxta fyrir lágmarksupphæðinni (EUR 20.887), en ekki það sem umfram er og eingöngu þá vexti sem þessi stjórnvöld þurfa að greiða. Við eigum ekki að greiða eitthvað vaxtaálag. Annars er þetta eins og með íslensku bankana og lækkun höfuðstóls sem sótt er til baka með hækkun vaxta.
Eignir Landsbankans ættu að duga vel fyrir fyrstu EUR 20.887 og því sem þessi tvenn stjórnvöld greiddu aukalega og talsverðu af því sem umfram er. En það sem er mikilvægast af öllu fyrir okkur Íslendinga er að endurgreiðsla fari fram í rökréttri röð, þ.e. borgað sé sama upphæð inn á alla reikninga uns annað tveggja gerist að krafa er að fullu endurgreidd eða peningarnir búnir. Það á ekki að gera það eins og Bretar og Hollendingar kröfðust, að greitt væri jöfnum höndum tvöfalt inn á innistæður umfram EUR 20.887. Það er gegn öllum hefðum, þegar kemur að greiðslur úr þrotabúi upp í kröfur. Eins og áður hefur komið fram, var það ákvörðun þessara tveggja ríkisstjórna að greiða meira en ESB tilskipunin kveður úr um. Þær verða því að axla ábyrgð á þeim reikningi hér eftir sem hingað til. Einfaldasta lausnin væri líklegast að þessar tvær ríkisstjórnir eignist einfaldlega gamla Landsbankann með húð og hár og reyndu sjálfar að gera sem mest mat úr eignum hans, en þá væri íslenski tryggingasjóðurinn laus allra mála. Það gæti auk þess skapað nokkur hundruð störf í þessum löndum á kostnað íslenskra bankastarfsmanna.
Á þessari stundu er mikilvægast af öllu að íslensk stjórnvöld hætti að bölsótast út í allt og alla sem vilja verja hagsmuni þjóðarinnar, þó þau séu ekki sammála leiðinni. Hætti þessu svartnættistali og heimsendaspám. Það er að koma í ljós, að umheimurinn hefur ekki bara skilning á málstað okkar, hann hreinlega styður hann. Það eru allir orðir yfir sig þreyttir á því að einkavæða hagnað en þjóðnýta tapið. Ríkisstjórnin á að nýta höfnun forsetans sem vopn í baráttunni fyrir betri samningi í staðinn fyrir að skríða afsakandi fyrir fætur lénsherranna. Hún á að standa keik, en ekki beygð. Ég held að þegar upp verður staðið, þá fáum við betri samning fyrir vikið.
Ákvörðun forsetans segir ekkert til um það hvort greiða eigi til baka fyrir Icesave eða ekki, enda er það ekki hlutverk þjóðarinnar heldur er það hlutverk þrotabús Landsbankans. Með neyðarlögunum gerði þáverandi ríkisstjórn gríðarlega mikið fyrir breska og hollenska innstæðueigendur. Hún færð innistæður í forgangskröfur án tillits til upphæðar. Áður voru eingöngu innistæður upp að EUR 20.887 tryggðar, núna eiga innstæðueigendur möguleika á mun hærri endurheimtur innistæðna sinna. Það á að duga að Icesave samningurinn fjalli um það hvernig eignum Landsbankans verði best komið í verð og að þrotabúið verji eigum sínum í að greiða innstæðueigendum. Hafa skal í huga, að þegar neyðarlögin voru sett, þá vissu menn ekki betur en að eignir Landsbankans myndu duga ríflega fyrir öllu Icesave skuldbindingu. Hvernig það endar vitum við ekki fyrr en búið er að gera upp bankann.
Hvar sem við stöndum í þessu máli, þá skulum við hafa í huga, að bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu sjálf, án þess að spyrja, að greiða út innistæður á Icesave reikningunum annars vegar upp að 50.000 pundum og hins vegar 100.000 evrum. Þessar upphæðir á Landsbankinn að greiða til baka eins og efni standa til og íslenski tryggingasjóðurinn á að ábyrgjast töluna upp að EUR 20.887. Hafi bresk og hollensk stjórnvöld fjármagnað útborgun sína með lánum (sem ég efast um), þá er sjálfsagt að koma til móts við þau með greiðslu vaxta fyrir lágmarksupphæðinni (EUR 20.887), en ekki það sem umfram er og eingöngu þá vexti sem þessi stjórnvöld þurfa að greiða. Við eigum ekki að greiða eitthvað vaxtaálag. Annars er þetta eins og með íslensku bankana og lækkun höfuðstóls sem sótt er til baka með hækkun vaxta.
Eignir Landsbankans ættu að duga vel fyrir fyrstu EUR 20.887 og því sem þessi tvenn stjórnvöld greiddu aukalega og talsverðu af því sem umfram er. En það sem er mikilvægast af öllu fyrir okkur Íslendinga er að endurgreiðsla fari fram í rökréttri röð, þ.e. borgað sé sama upphæð inn á alla reikninga uns annað tveggja gerist að krafa er að fullu endurgreidd eða peningarnir búnir. Það á ekki að gera það eins og Bretar og Hollendingar kröfðust, að greitt væri jöfnum höndum tvöfalt inn á innistæður umfram EUR 20.887. Það er gegn öllum hefðum, þegar kemur að greiðslur úr þrotabúi upp í kröfur. Eins og áður hefur komið fram, var það ákvörðun þessara tveggja ríkisstjórna að greiða meira en ESB tilskipunin kveður úr um. Þær verða því að axla ábyrgð á þeim reikningi hér eftir sem hingað til. Einfaldasta lausnin væri líklegast að þessar tvær ríkisstjórnir eignist einfaldlega gamla Landsbankann með húð og hár og reyndu sjálfar að gera sem mest mat úr eignum hans, en þá væri íslenski tryggingasjóðurinn laus allra mála. Það gæti auk þess skapað nokkur hundruð störf í þessum löndum á kostnað íslenskra bankastarfsmanna.
Á þessari stundu er mikilvægast af öllu að íslensk stjórnvöld hætti að bölsótast út í allt og alla sem vilja verja hagsmuni þjóðarinnar, þó þau séu ekki sammála leiðinni. Hætti þessu svartnættistali og heimsendaspám. Það er að koma í ljós, að umheimurinn hefur ekki bara skilning á málstað okkar, hann hreinlega styður hann. Það eru allir orðir yfir sig þreyttir á því að einkavæða hagnað en þjóðnýta tapið. Ríkisstjórnin á að nýta höfnun forsetans sem vopn í baráttunni fyrir betri samningi í staðinn fyrir að skríða afsakandi fyrir fætur lénsherranna. Hún á að standa keik, en ekki beygð. Ég held að þegar upp verður staðið, þá fáum við betri samning fyrir vikið.
Hagsmunir fólks settir ofar hagsmunum banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Málstaður okkar nær sífellt fleiri eyrum og nú þarf öll þjóðin að standa í lappirnar, halda fast við það að fella lögin í þjóðaratkvæði og halda pressunni á Bretum og Hollendingum.
Á meðan eiga stjórnmálamennirnir að nýta þetta nýja tækifæri til að ná betri samningi með því að kalla að borðinu sáttasemjara eins og Eva Joly leggur til.
Stöndum saman um hagsmuni Íslands.
Egill Jóhannsson, 7.1.2010 kl. 00:08
"Hún er rétt vegna þess, að almenningur á ekki að borga skuldir einkafyrirtækis."
Þú ert aðeins að misskilja þetta, Marinó. Lögin sem forsetinn vísaði til þjóðarinnar eru lög um breytingar á lögunum frá því í ágúst. Þau lög kváðu á um að við ættum að borga Icesave-skuldina með tilteknum fyrirvörum. Nýju lögin kveða á um að við eigum að borga Icesave-skuldina með öðrum tilteknum fyrirvörum. En bæði lögin kveða á um að við eigum að borga "skuldir einkafyrirtækja".
Þeir sem segja JÁ í atkvæðagreiðslunni samþykkja að borga skv. nýju lögunum.
Þeir sem segja NEI í atkvæðagreiðslunni samþykkja að borga skv. gömlu lögunum.
Þeir sem EKKI vilja borga "skuldir einkafyrirtækja" eiga þann eina kost að skila auðu.
Það eina sem vakti fyrir forsetanum var auðvitað að krækja sér í vinsældir, en þær endast vart vikuna, þegar fólk gerir sér grein fyrir afleiðingunum.
Gísli (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:20
Yfirgnæfandi þeirra sem tekið hafa þátt í netkosningum tveggja erlendra fjölmiðla styður málstað Íslendinga í Icesave-málinu. Um eða yfir 90% telja að Íslendingar eigi ekki að greiða hollenskum og breskum stjórnvöldum vegna Icesave-reikninganna.
EIns og AMX greindi frá í morgun er netkosning hjá breska dagblaðinu Guardian. Spurning blaðsins er einföld: Á að þvinga Íslendinga að greiða [Icesave]? Þegar þetta er skrifað hafa 89,5% þeirra sem tekið hafa þátt í kosningunni svarað neitandi. Ísland sé lítið land sem eigi að gefa tækifæri.
The Wall Street Journal er einnig með netkosningu. Þar er spurningin: Á Ísland að bæta tjón breskra sparifjáreigenda sem töpuðu fjármunum á Icesave-reikningum?
Nær 91% segja að Íslendingar eigi ekki að bæta sparifjáreigendum tjónið. Alls hafa liðlega 3.400 tekið þátt í kosningunni þegar þetta er skrifað.
Kosningin á Guardian
Kosning á The Wall Street Journal
Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:34
Alveg eins og ég vildi hafa skrifað þetta.
Kveðja að norðan
Arinbjörn Kúld, 7.1.2010 kl. 01:41
Já, þetta er algjör snilld að fá þetta svona staðfest Arinbjörn!
Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:44
Þessi færsla þín sýnir náttúrulega að þú hefur aldrei skilið málið Marínó. Höfnun á lögum nr.96/2009 http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/0626.pdf , þýðir ekki að samið verði upp á nýtt. Falli lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni þá eru samt í gildi lögin nr.76/2009 http://www.althingi.is/lagas/nuna/2009096.html Allt of margir málsmetandi menn hér á blogginu eru nú að halda þessum misskilningi á lofti, nægir að nefna nýjustu færslu Egils Helga,http://silfuregils.eyjan.is/2010/01/06/veruleikinn-eins-og-hann-er-nu/ Svona rangtúlkanir á eðli synjunarinnar og fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu er slæm. Það á ekki að vekja fólki vonir um að við komumst hjá að borga. Sá vagn er löngu farinn. Ég er hins vegar hræddur um að málið verði enn verra vegna synjunarinnar og við lendum ver í því fyrir vikið. Menn verða að átta sig á að við erum að tala um 12 mánaða þrotlausa vinnu við að endurreisa Ísland. Ef þjóðin synjar og Bretar og Hollendingar eru ekki til viðræðu um samþykkt á lögum nr 76/2009 þá erum við komin á svipaðan stað og nóvember 2008. Ég verð nú að segja að sá farvegur sem málið er nú í er ekki til marks um sterka siðferðisstöðu íslensku þjóðarinnar. Hér er ekki þjóð sem veit hva' sæmd er, þessi heimska þjóð kýs að koma fram fyrir alþjóðasamfélagið kicking and screaming
Shame on us
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.1.2010 kl. 05:21
p.s hvernig seturðu inn svona linka Óskar? ef þú ert í html ham, hvernig er þá syntaxið?
kv.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.1.2010 kl. 05:25
Ég kóperaði þetta bara beint af síðu og "peistaði" það...ég kann ekki að tengja link með annari aðferð...
Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 06:21
Gísli, lögin frá því í ágúst snúast um að veita ríkisábyrgð. Landsbankanum var alltaf ætlað að borga eins mikið og hann gæti.
Jóhannes, segðu mér hvað ég er að misskilja. Er það ekki Landsbankinn sem á að borga til íslenska tryggingasjóðsins sem síðan greiðir Bretum og Hollendingum? Er eitthvað rangt í því? Er það ekki þrotabúið sem á að standa fyrst undir greiðslunum áður en kemur að því að ríkið pungi út? Skoðaðu fyrirvara Alþingis og þá kemstu að því að þeir fjalla m.a. um það sem ég nefni að ofan.
Málið er að það er búinn að vera í gangi hræðsluáróður um að öll Icesave skuldbindingin falli á Íslendinga. Það mun aldrei gerast. Það er líkar búinn að vera í gangi hræðsluáróður um að Bretar og Hollendingar myndu vilja láta reyna á neyðarlögin eða gjaldfella hið svo kallaða lán. Þetta tvennt mun heldur ekki gerast. Ef Bretar og Hollendingar láta reyna á neyðarlögin, þá væru þeir að skjóta sig í fótinn, þar sem neyðarlögin tryggja að innistæður eru forgangskröfur. Falli neyðarlögin, þá færast innistæður í almennar kröfur og verða hluti af mun stærri potti. Afleiðingin af því, er líklegast sú að ekkertfæst upp í kröfur Breta og Hollendinga vegna upphæða umfram EUR 20.887 og meira félli á Íslendinga, en þessir 2 - 400 milljarðar sem núna er útlit fyrir. Verði "lánið" gjaldfellt, hvert eiga þeir að beina innheimtunni? Til tryggingasjóðs sem á enga peninga? Til Landsbankans sem er með mest allar sínar eignir bundnar til lengri tíma og þyrfti að setja allt á brunaútsölu sem rýrði verðmæti eignanna? Nei, Bretum og Hollendingum er enginn akkur í því að gjaldfella "lánið" eða láta reyna á neyðarlögin.
(Annars til að setja inn hlekki er textinn valinn, smellt á myndina af keðjunni á miðri stikunni fyrir ofan þar sem þú slærð inn athugasemdirnar og síðan líma/"peista" slóðina inn í kassann sem þá birtist.)
Marinó G. Njálsson, 7.1.2010 kl. 08:47
Marínó ég var að vísa til fyrstu málsgreinarinnar í færslunni þinni. Sérstaklega þar sem þú segir: "Hún er rétt vegna þess, að almenningur á ekki að borga skuldir einkafyrirtækis. Hún er rétt vegna þess, að samningurinn í heild er nauðungarsamningur hvað sem viðaukanum frá því í október viðkemur" Ákvörðun forsetans snýst alls ekki um þetta, heldur þvert á móti. Ef þjóðin segir nei þá sitjum við uppi með vondan samning og ef þjóðin segir já þá sitjum við uppi með verri samning.
Þú ert að fabúlera um málið á grundvelli þess að hægt sé að taka allt málið upp frá grunni ef þjóðin synjar þessum lögum staðfestingar. Ég tel það óraunsæi. Ég get ekki tekið afstöðu til þessara fyrirvara en eins og nú stefnir í geta Bretar tekið eignir gamla Landsbankans og eiga samt skaðabótakröfu á íslenska ríkið vegna vanefnda. Það lýst mér ekki á
p.s takk fyrir leiðbeiningarnar varðandi linka
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.1.2010 kl. 09:06
Hér er áhugaverð athugasemd sett inn á umræðu hjá BBC (sjá hér):
Marinó G. Njálsson, 7.1.2010 kl. 09:22
Ákvörðunin að senda málið í þjóðaratkvæði þegar þingið hafði samþykkt þessi lög fyrir sitt leyti var röng. Hún gefur "þjóðinni" tvo slæma kosti að hafna eða samþykkja. Það þýðir að þá situr almenningur með ábyrgðina á sínum herðum án þess að hafa nein völd eða tæki til að semja fyrir "sig". Þetta er í rauninni að láta almenning sitja eftir með Svarta-Pétur. Þjóðaratkvæðagreiðsla er í lagi sé hún viðmiðun frá upphafi en ekki sem skollaleikur í pólitík.
Gísli Ingvarsson, 7.1.2010 kl. 11:27
Gísli, almenningur situr alltaf uppi með ábyrgðina, það er hann sem þarf að borga brúsann, hvernig svo sem málið endar.
Tæki almennings til samninga eru stjórnmálamenn þessa lands, ef núverandi stjórn treystir sér ekki til að berjast fyrir hagsmunum almennings á hún að segja af sér.
Jón Ottesen (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 12:07
ég er alveg sammála síðasta ræðumanni!
-en með því að senda þetta í þjóðaratkvæði gerir framkvæmdarvaldið (forsetinn) almenning samábyrgan (ekki bara ábyrgan sem auðvitað óhjákvæmilegt.) Stjórnarandstaðan hefur leikið þennan Svarta-Pétur að hann lendi hjá ríkisstjórninni sem ætlaði að taka við honum en nú á hann að lenda hjá almenningi. Hvað sem fólk kýs og hvaða afleiðingar sem það hefur geta stjórnmálamennirnir sem áfram halda öllum sínum völdum bent á almenning og sagt á víxl: það var þetta sem þjóðin kaus yfir sig!
Reyndar heyrist manni að annað hljóð sé komið í stjórnarandsöðuna en fyrir áramót! Núna vilja þeir helst sleppa við þjóðaratkvæði. Það finnst mér óheiðarlegur málflutningur og vona að stjórnin lifi svo lengi að þessi ákvörðun forsetans verði sett í framkvæmd. Við lærum bara af því.
Gísli Ingvarsson, 7.1.2010 kl. 12:50
Steingrímur J. er aðeins misskilinn í þessu máli: hann ætlaði að semja upp á nýtt seinna. Það stendur einnig beinlínis í lögunum sjálfum, bæði nýju og gömlu. Betra að illa væri staðið að samningnum núna (pressa, óvanir samningamenn etc) sem rök síðar fyrir að semja upp á nýtt.
Með því að þjóðin standi að baki ákvörðun - ef samningurinn yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu - hefur sú framtíðarsamningsstaða veikst.
Þetta er augljóst, og skýrir jafnframt hvers vegna hann vísar nú í (viðtal Channel 4) að lagastaða skuldbindingarinnar hafi aldrei verið á hreinu (sem sumir telja viðsnúning, en er ekki). Þetta var planið hjá honum allan tímann - bara spurning hvort það hefði gengið upp.
Plottið hjá honum núna er að það myndist pressa á gagnaðila að semja upp á nýtt - fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna verður hann að halda því fram að ekkert annað sé í stöðunni en þjóðaratkvæðagreiðsla.
Þar skiptir publicity öllu máli, og hvort við höfum fært óvinum núverandi bretastjórnar vopn til að auka óvinsældir hennar (hvort G. Brown telji harða afstöðu til okkar eða væga líklegri til að auka vinsældirnar). Harkan hjá honum var byggð á sömu forsendu.
Hollendingar eru þegar tilbúnir að semja upp á nýtt.
Ath að þó að gömlu lögin taki gildi (ef fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu), þá er ekki tekin afstaða til þeirra laga í spurningu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, og því ekkert samasemmerki á að vilji þjóðarinnar sé að þau standi óbreytt til frambúðar. Ef rök koma fram sem benda til að kröfur á okkur hafi verið óréttmætar allan tímann, styrkir það enn stöðu gagnvart að semja samninga skv. þeim upp á nýtt síðar.
Lögin hljóða upp á ríkisábyrgð til að "standa straum af lágmarksgreiðslum, sbr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999" - bara svo það sé á hreinu.
Ég geri kröfu um að allir hérna lesi lögin, bæði gömlu og þau nýju. Það kunna allir að lesa hérna, alþingismenn eru ekki löglærðir almennt en þurfa samt að kjósa um lög, svo það hefur enginn afsökun fyrir að lesa þau ekki. Þau eru ekki mjög löng.
Hvað fyndist ykkur um ef alþingismenn læsu ekki lögin sem þeir væru að fara að kjósa um?
gerdur (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 17:57
Marinó, takk fyrir skýran og vel skrifaðan pistil. Forsetinn stóð með lýðræðinu og honum er kastað út af flokksforingjum sem þola ekki það vald. Lengi lifi forsetinn fyrir að skrifa ekki undir og ég skil ekki það fólk sem ræðst á hann fyrir það. Sama fólkið og vill borga Icesave sem við skuldum ekki.
Hér er ekki þjóð sem veit hva' sæmd . . .
Hvar er sæmdin í að sættast á kúgun?? Það er ósæmd , ekki sæmd.
Hvað fyndist ykkur um ef alþingismenn læsu ekki lögin sem þeir væru að fara að kjósa um?
Helmingur þeirra les ekki lögin sem þau kjósa um og segja já við. Því miður.
Vona að þú felir þetta ekki, Marinó. :)
Elle_, 7.1.2010 kl. 19:57
Ég var nú einmitt að spá í að bæta við þeirri spurningu - hvort þeir gerðu það e.t.v. ekki ;)
En punkturinn stendur áfram, að það sé samt sem áður skylda þeirra sem kjósa um lög - að lesa þau fyrst.
Þó aðrir geri eitthvað rangt - þá á ekki að apa það eftir.
Hvenær ætlar fólk eiginlega að skilja það?
gerdur (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:03
... og þá meina ég ekki að ElleE skilji það ekki ;)
Beint að þeim sem myndu nota þetta sem rök til að kynna sér ekki lögin.
gerdur (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:09
Nei, ég vissi hvað þú meintir, Gerður. :) Vandinn er líka að þó þau lesi lögin stendur eftir óvissan um skilninginn. Held að minnst heill stjórnarflokkur hafi ekki skilið niður eða upp í Icesave-frumvarpinu - sem Alister og Gordon skrifuðu fyrir Alþingi - og þau voru oft uppvís um það fyrir framan alheim. Mikil er skömm þeirra og þökk sé forsetanum.
Elle_, 7.1.2010 kl. 21:17
Við skulum nýta tækifærið, sem í þessu felst.
Hlustið á Evu Joly: Viðtalið við Evu Joly
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 21:33
Túlkunarvandi er alltaf til staðar hvort eð er, og minnkar ekki við að lesa ekki lögin.
gerdur (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 22:04
Gerður, ég las einmitt lögin frá því í haust aftur yfir í dag, þar sem ég vildi vera viss um að ég misskildi ekkert. Er sammála því að hollt er að kynna sér efnið, en varla er hægt að ætlast til þess að fólk hafi fullan skilning á öllu því sem þar segir, frekar en að það skilji stefnu eða stefnuleysi stjórnmálasamtaka sem það kýs.
Marinó G. Njálsson, 7.1.2010 kl. 22:26
Marino: Ef þú ert núna viss um að misskilja ekki lögin, eftir að hafa lesið þau (aftur), þá ættu aðrir að geta náð jafnmiklum skilningi líka.
Enginn hefur endanlegan, fullan skilning á lögum.
Lestur laganna hér gæti á hinn bóginn eytt sumum þeim misskilningum sem eru á ferðinni í umræðunni.
Ef menn skilja ekki eitthvað: Spyrja.
(Ath. Það er mjög fróðlegt alltaf að sjá hverju er kippt út, og hverju er bætt inn, við lagabreytingar. Það segir manni talsvert. = Lesa bæði gömlu og nýju lögin.)
gerdur (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 01:25
Þú segir í greininni að sjálfsagt sé fyrir okkur að greiða vexti af 20.887 evrum á hvern reikning. Ég er nokkuð sammála því.
Þú gerir þér samt vonandi grein fyrir því að þessir vextir vera greiddir af skattgreiðendum, sama hvernig uppgjör Landsbankans verður. Vextir á kröfur eru ekki forgangskröfur og munu því ekki verða greiddar af þrotabúinu. Vextirnir munu því alltaf falla beint á Tryggingarsjóðinn og í framhaldi á ríkið.
Maelstrom, 8.1.2010 kl. 10:28
Maelstrom, ég geri mér grein fyrir því að vextirnir falla á okkur. Málið er að séu fyrst greiddar þessar 20.887 evrur áður en kemur að því að greiða það sem umfram þær, þá verður vaxtagreiðslan tiltölulega hógvær. Samkvæmt minnisblaði Seðlabankans frá 15. júlí, þá var Icesave skuldin (miðað við gengi 1.1.09) 627 milljarðar. Greiðslur fyrstu 7 árin inn á skuldbindingu Íslendinga eru áætlaðar 1,7 milljarðar punda og 996 milljarðar evra. Það þýðir að sama hefur komið í hlut Breta, en Hollendingar fengu sitt greitt upp 2012 og eftir það er eingöngu verið að greiða inn á íslenska hluta evruskuldarinnar. Færum nú greiðslurnar sem eiga að fara til tryggingasjóðanna í Hollandi og Bretlandi yfir í íslenska sjóðinn. Þá greiðist evruhluti skuldarinnar upp á 7 árum og pundshlutinn upp á 5 árum fyrir utan vexti. Vextirnir verða (gróflega reiknað) annars vegar 326 milljónir punda og hins vegar 258 milljónir evra miðað við 5,55% vexti. Samtals gerir þetta um 108 milljarða kr. miðað við gengi í dag, sem gerir frá 36 niður í 6 milljarða á ári, ef við greiðum vextina jafnóðum. Mest fyrst og minnkar svo árlega. Með því að fá vextina lækkaða í, segjum, 3% þá lækkar vaxtagreiðslan niður í 59 milljarða eða 19,5 niður í 3,2 milljarða á ári.
Marinó G. Njálsson, 8.1.2010 kl. 11:26
Veit ekki hvort þú ert að lesa athugasemdir á gömlum þráðum en...
Minn skilningur á þessu er ekki að það sé króna fyrir krónu sem dreifist á tryggingarsjóðina heldur fái þeir endurgreiðslu úr þrotabúinu í hlutfalli við kröfu sína. Ef IS sjóðurinn á 20 kr kröfu, UK 10 kr og NL 10 kr kröfu, þá fær íslenski tryggingarsjóðurinn 2 krónur fyrir hverja eina krónu sem hinir sjóðirnir fá. M.ö.o. þá er verið að segja að allir þrír tryggingarsjóðirnir hafi verið að framfylgja lögum um innistæðutryggingar og séu á sama stað í kröfuröðinni. Skv. þessu þá fá allir sama hlutfall endurgreitt úr þrotabúinu og Hollendingar þurfa að bíða jafnlengi og hinir sjóðirnir. Munurinn er síðan að íslenski tryggingasjóðurinn hafði ekki einu sinni efni á að borga út innistæðurnar eins og hinir sjóðirnir gera og því borgum við vexti að fyrstu 20.887 EUR per reikning þar til uppgjörinu líkur:
Kafli 4.2 í samningnum:
"Fái Tryggingarsjóður innstæðueigenda einhverja fjárhæð vegna krafna innstæðueigenda Landsbankans eða krafna sem voru áður í eigu innstæðueigenda Landsbankans eða á annan hátt í tengslum við gjaldþrot Landsbankans skal hann greiða þá fjárhæð, innan fimm virkra daga, til lánveitanda og hollenska ríkisins (sem er lánveitandi samkvæmt lánssamningnum við Holland) í réttum hlutföllum við eftirstandandi höfuðstól á þeim tíma samkvæmt þessum samningi og lánssamningnum við Holland"
http://www.althingi.is/altext/137/s/0204.html
Maelstrom, 13.1.2010 kl. 14:02
Maelstrom, þetta eru tveir samningar og þeim er skipt í fjórar kröfur. Allar eru þær gerðar í þrotabú Landsbankans. Íslenski tryggingasjóðurinn ber ábyrgð á tveimur þeirra, þ.e. einni gagnvart innistæðum í Bretlandi og einni gagnvart innistæðum í Hollandi. Hvort land um sig ber síðan ábyrgð á sínum hluta. Þegar greiddar eru 20 kr. inn á breskar innistæður, þá renna 10 kr. til íslenska sjóðsins og 10 kr. til þess breska. Sama gerist í Hollandi. Þetta er nákvæmlega 1 króna til Íslands og 1 króna til hinna. Raunar segir þú það, en skilur það einhverra hluta vegna á annan veg. Íslenski sjóðurinn fær 2 krónur fyrir hverjar tvær krónur sem hinir fá, eina á hvorn sjóð.
Marinó G. Njálsson, 13.1.2010 kl. 23:53
Skv. skjalinu sem ég linkaði í, þá var IceSave í Hollandi:
Heildartala: 1.674.285.671 evrur
Ísland borgar: 1.329.242.850 evrur
Holland borgar: 345.042.821 evrur
Ógreitt er um 40.000.000 evrur
Þetta þýðir að höfuðstóll kröfu Íslands er næstum 4 sinnum hærri en höfuðstóll kröfu Hollands. Setningin sem ég quote-aði í fyrri pósti sagði að endurgreiðslurnar væru "...í réttum hlutföllum við eftirstandandi höfuðstól...". Íslenski sjóðurinn fær því næstum 4 krónur (3,85) fyrir hverja eina sem Holland fær. Ógreidda krafan fær ekkert úr þrotabúinu fyrr en tryggingasjóðirnir eru búnir að fá greitt í topp (fær s.s ekkert).
Bresku innistæðurnar skipast jafnar: Ísland borgar 2.350.000.000 GBP eða rúmlega helming allar innlánanna í Bretlandi en bretar borguðu rest í tveimur hlutum. Enn sem fyrr eru Íslendingar með meira en helmingskröfu í þrotabúið og eignirnar eru því ekki að skiptast jafnt milli kröfuhafa heldur "...í réttum hlutföllum við eftirstandandi höfuðstól...". Hvernig þetta skiptist nákvæmlega er ekki orðið ljóst þar sem ekki er búið að greiða út allar innistæðurnar í Bretlandi.
Skv. þessu þá skiptast eignir Landsbankans u.þ.b. þannig að fyrir hverja krónu sem greidd er út fá sjóðirnir (m.v. að breski sjóðurinn greiði alla kröfuna þar og breska ríkið greiði ekkert, worst case dæmi):
Ísland 56% (heildarkrafa kringum 674 ma)
Bretland 39% (heildarkrafa kringum 470 ma)
Holland 5% (heildarkrafa kringum 62 ma)
Ef breska ríkið þarf að greiða helminginn af bresku kröfunni (þ.e. frá 50þ pundum og upp), þá breytast hlutföllin þannig að Ísland fær kringum 70% af hverri krónu úr þrotabúinu.
Þetta þrotabú skiptir í raun ekki höfuðmáli. Það eru vextirnir sem setja okkur á hausinn. Vextirnir greiðast beint af ríkinu (eru allra aftast í kröfuröð) og þeir eru ekki lágir. Samningsnefndin ætti að semja um breytilega vexti með hámarki. Hvernig væri að nota álagið sem nú er á láninu núna (1,25% held ég) og borga það ofan á 3m Libor með hámarksvexti 5,5%. Það myndi þýða 1,9% vexti í augnablikinu sem gætu hækkað í allt að 5,5%. Þá gætum við Íslendingar ekki kvartað yfir neinu, að mínu mati.
Maelstrom, 14.1.2010 kl. 13:08
Maelstrom, við erum að tala um sama hlut og það er enginn munur á því sem ég er að segja og þú. Það sem mér finnst fáránlegt er að Hollendingar, sem ábyrgjast innstæður yfir EUR 20.887 skuli vera að fá greitt inn á sinn hluta samhliða því að greitt er enn á þann hluta sem íslenski sjóðurinn ábyrgist. Sama á við Breta. Greiðslur inn á þá hluta, sem þessar tvær þjóðir ábyrgjast (tóku það upp hjá sjálfum sér), eiga ekki að byrja fyrr en búið er að greiða upp þá hluta sem íslenski tryggingasjóðurinn ábyrgist. Svo einfalt er málið og ég skil ekki að íslenska samninganefndin hafi samþykkt eitthvað annað og síðan gefið eftir í seinni umferðinni. Komi einhver með rök fyrir þessu sem standast, þá skal ég skoða að skipta um skoðun, en ég get bara ekki séð að þau rök komi.
Marinó G. Njálsson, 14.1.2010 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.